Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 12

Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 12
Stjómsýslubreytingar Á síðasta ári voru gerðar þær breyt- ingar í stjómsýslu Mosfellsbæjar, að settar voru upp tvær deildir, Bygginga- skipulags- og umhverfisdeild, sem að- setur hefur í Kjama og Framkvæmda- og þjónustudeild, sem aðsetur hefur í Áhaldahúsi. í daglegu tali em þær nefndar Umhverfisdeild og Tækni- deild. Bygginga- skipulags- og umhverfis- deild hefur á að skipa fjómm starfs- mönnum. Deildarstjóri hennar er Ás- björn Þorvarðar- son, bygginga- fulltrúi. Deildin hefur á starfssviði sínu umhverfis- mál, þar með skipulagningu og hönnun opinna svæða, eftirlit með fegrun og umhirðu, eftirlit með umhverfisfram- kvæmdum, staðardagskrá 21, áætlana og skýrslugerð. Bygginga- og skipu- lagsmál, samskipti við hönnuði og op- inbera aðila, fasteignaskráningu, um- ferðarmál. Rekstur og viðhald landupplýsingakerfis. Framkvæmda- og þjónustudeild hefur á að skipa 12 - 15 starfs- mönnum, sem fjölgar um helm- ing yfir sumarið. Deildarstjóri hennar er Þor- steinn Sigvalda- son. Hans næstu yfirmenn em Jón Friðjónsson, bæjarverkstjóri, Davíð Sigurðsson, forstöðumaður fasteigna og Herberg Kristjánsson, þjónustufull- trúi veitna. Deildin hefur á verkssviði sinu verklegar framkvæmdir, eftirlit með verktökum, dýra- og umhverfis- eftirlit, þjónustu áhaldahúss, vinnu- flokka garðyrkjudeildar,skólaakstur, lagningu og viðhald veitukerfis, leka- leit, innra eftirlit og gæsla vatnsbóla, upplýsingagjöf og ráðgjöf til íbúa, af- lestra, samningagerð og minni háttar hönnun, umsjón, rekstur og viðhald fasteigna, eignaskráningu, ráðgjöf við innkaup, áætlana- og skýrslugerð. Þessar breytingar virðast ætlaðar til þess að styrkja starfsemi Áhaldahúss- ins og starfsmenn bæjarins þar hafa verið og verða nokkurskonar Al- mannavarnadeild bæjarins og eiga þakkir skildar fyrir störf sín á liðnum ámm. Hins vegar vekur furðu framkoma bæjarstjórnarmeirihlutans gagnvart þessum starfsmönnum bæjarins, en þeir hafa verið í óvissu í um 2 ár vegna þessara breytinga. Á rúmu ári hefur fækkað um 4 stöðugildi og enginn ráð- inn í staðinn. Sumir þessara manna hættu vegna óvissunnar og aðrir vegna lélegra launa. Starfsálag eykst á þá sem eftir eru. Var ekki hægt að segja þeim satt, að ekki yrði ráðið í þær stöð- ur sem losnuðu? Enn eru þeir í óvissu með framtíð sína og bæjarbúar eiga rétt á því að spilin séu lögð á borðið. Nýlega fór fram endurmat á störfum í Áhaldahúsi. Sumir fengu ekki hækk- un en einn starfsmaður var hækkaður um 7 launaflokka, skv. heimildum blaðsins. Sá starfsmaður er hreint ekki ofsæll af því, en hvað með hina? Hvert stefnir meirihlutinn í þessu máli? Þorsteinn Sigvaldason. BÍLAVERKSTÆÐI Guðvarðar og Kjartans Onnumst allar almennar bifreiðaviðgerðir, jeppabreytingar, rennismíði, sprautun o.fi. .. .....- '' ■ --- ---- ' FRAMKÖLLUN MOSFELLSBÆ Þverholti 9 Sími: 5668283 Framköllum bœði lit- og svarthvítar filmur. Tökum eftir slidesmyndum og nú getum við líka tekið passamyndir. Vönduð vinna - Lipur þjónusta - Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10-18 Massey Fergu- son þjónuslan Sigurður Skarphéðinsson stofnaði ístraktor h/f 1979 ásamt félaga sín- um Helga B. Ingólfssyni, en þegar leiðir skildu hjá þeim setti hann á fót M.F. þjónustuna að Grænumýri 5 árið 1985 og nú er sonur hans, Guðmund- ur, meðeigandi í fyrirtækinu. Ásamt þeim starfar við fyrirtækið Hlynur Möller bifvélavirkjameistari, allir Mosfellingar. Verkstæðið tekur til við- gerða dráttarvélar og vinnuvélar, t.d. fyrir Mosfellsbæ, bændur og verktaka, það er þjónustuaðili fyrir Ingvar Helgason h/f og vegna reynslu og sér- þekkingar fyrirtækisins eru sendar til þeirra vélar hvaðanæva af landinu, enda hefur Sigurður þjónað og gert við Massey Ferguson í 35 ár. Sigurður Skarphéðinsson við sundurrifinn traktor Mosfelisbœjar, en nú er hann í fl'nu lagi í þjónustu bœjarbúa. A gólfinu er Hlynur við starfsitt. A þessari kaffistofu ber margt á góma, ekki si'st bœjarmálefni og hljóta málin hraða og skilvirka afgreiðslu, þannig að þessi skuggabœjarstjórn er ekki verri en hver önnur. F.v. Jón Kr. Guð- mundsson Vegmerkingu, Hlynur Möller M.F. þjónustan, Birgir Birgisson Vegmerkingu, Magn- ús Pálsson Vegmerkingu, Sigurður Skarpliéðinsson M.F. þjónustan, Guðmundur Sigurðsson M.F. þjónustan, Guðni Guðmundsson, Vegmerkingu og Tómas Sellner, séifrœðingurfrá Svíþjóð á vegum Vegmerkingar. Vdntar fólk til starfa í verksmiðju okkar ^JfGLERTÆKNI ehf GRÆNAMÝRI 3 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI 5668888 • FAX 5668889 0 MosfcllKblíiðiA

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.