Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Side 4

Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Side 4
Leiks Hlið 15 ' Haldið var upp á 15 ára af- mæli leikskólans Hlíðar þann 21. september sl. Leikskólinn Hlíð var tekin í notkun 21. september 1985. Þar voru fyrst bæði heils- og hálfsdags leikskólapláss. Arið 1994 var heilsdagsplássi íjölgað vegna aukinnar eftirspumar og boðið upp á sex tíma vistun. Hlíð telst því einsetinn leikskóli með 60 böm. í uppeldisstarfmu er aðal áhersla lögð á skapandi starf og umhverfismennt. Lítið er um leikföng en kubbar mikið notaðir, bæði einingakubbar og holir kubbar. Síðastliðinn vetur var byijað að flokka msl og safnkassi tekinn í notkun. Einnig er lögð áhersla á endurvinnslu á því sem ann- ars væri hent og úr því búnir til skemmtilegir hlutir. Bömin í Hlíð hafa tekið klettana fyrir framan leikskólann í fóstur og fylgjast náið með msli þar og allri umgengni, Alda Björk gœðir sér á afinœlistertwmi Gleðin ski'n úr and- litum „bamanna hennar" Jóhönnu S. Hennannsdóttur leikskóla- stjóra. Guðrún Sigursteinsdóttir „Markmlð leikskólans er að búa bömin sem best undir grunnskólanám í leik o§ slarli” - segir Guðrún Sigursteinsdóttir fyrsti leikskólastjórinn í Hlíð Það var á haustdögum árið 1985 sem Guðrún Sigursteinsdóttir var ráðin í starf leikskólastjóra í nýbyggðan leikskóla í Mosfellsbæ sem hún gaf nafnið Hh'ð. Mos- fellsblaðið heimsótti Guðrúnu í leikskólann Birkibæ sem stendur við afarfallegan stað á Reykjalundi. Honum hefur hún stýrt frá ár- inu 1991 en Guðrún hefur lengst allra starf- að sem leikskólastjóri í Mosfellsbæ. ,Mín íyrstu kynni af leikskóla á vegum Mosfellsbæjar vom þegar ég gerðist for- stöðukona við leikskólann í Reykjadal. Hann var þá aðeins rekinn yfir vetrartímann en var sumarbúðir fyrir fötluð böm á sumr- in. HANDVERKS- HÓPURINN Framhaldsstofnfundur verð- ur haldinn 18. okt. kl. 20.30 á ÁLAFOSS FÖT BEST DAGSKRÁ FUNDAR: Skýrsla undirbúningsnefndar Kosning stjórnar Skráning félaga Framtíð handverkshópsins Önnur mál Árið 1985 sótti ég svo um tvö störf ann- að þeirra var starf leikskólastjóra á óskýrðum leikskóla. Starfið fékk ég og tók formlega við lyklunum 21. september sama ár. Mér þótti mjög vænt um að fá að gefa leikskólanum nafn og kom fyrst upp í huga minn Lágahlíð en þar sem nafnið var til í Mosfellsbænum stytú ég það í Hlíð. Þegar Leikskólinn Hlíð hóf starfsemi sína var hann fyrsú heilsdagsleikskólinn. Ég var með 15 úrvals starfsmenn og þar starfar einn þeirra enn Sigurveig Júlíusdótt- ir. Bömin vom 72 bæði í heils og hálfsdags- plássi. Þegar Hlíð opnaði var ekkert félags- málaráð á vegum bæjarfélagsins sem gerði það að verkum að ýmis viðkvæm mál sem upp komu lögðust á herðar leikskólastjóra en nú hefur verið bætt úr því og er það af hinu góða. Eins er það mér minnisstætt að með opn- un Hlíðar áttu allir biðlistar að tæmast en þeir gerðu það ekki og em enn til staðar þrátt fyrir opnun Reykjakots og Huldu- bergs. Vonandi sér einhvem tímann fyrir endann á því. Einn fyrsti starfsmaður minn var Ursula Jungeman leikfimikennari. Við tókum upp á því fyrst allra leikskóla á landinu að vera með ákveðna tíma í hreyfiþjálfun. Það vom mjög vinsælir tímar hjá bömunum. Ég átti tvö góð ár í Hlíð og vissulega var gaman að fá að vera þátttakandi í uppbygg- ingu leikskólans sem var fyrsti sérhannaði leikskóli Mosfellsbæjar“. Guðrún vildi koma á framfæri afmælis- Guðrún Sigursteinsdóttir var jyrsti leikskóla- stjóri Hlíðar. Síðar komu María Ölversdóttir, Gunnhildur Sœmundsdóttir og núverandi leik- skólastjóri Jólianna Hennannsdóttir. Guðrún sýndi blaðamanni bráðskemmtilega mynd- bandsspólu sem tekin var við opnun Hlíðar. kveðju úl Hlíðar og starfsfólks með ósk um velgengni skólans. Með þeim góðu kveðjum kvöddum við Guðrúnu sem þurfti að fara að sinna böm- unum sínum á Birkibæ sem skartaði sínu fegursta umvafinn haustlitum skógarins allt í kring. Guðrún er þessa dagana að ljúka fram- haldsnámi í sérkennslu við Kennaraháskóla íslands. Lokaverkefni hennar fjallar um undir- búning lestramáms í leikskólum úl að minnka líkur á lestrarerfiðleikum seinna meir. Verkefnið ætlar Guðrún síðan að þróa áfram sem leið til að brúa bilið milli leik- skóla og gmnnskóla og því fýlgja ákveðin kennslugögn. BILAVERKSTÆÐI Guðvarðar og Kjartans Önnumst allar almennar bifreiðaviðgerðir, jeppabreytingar, rennismíði, sprautun o.fl. Flugumýri 16 c, Mosfellsbæ Sími 566 6257 - Fars. 853 6057 Fax 566 7157 Q Mosfcllsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.