Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 2
• •
ÓHreint mjöí.
(Ritstjórnargrein
Bæjarstjómarmeirihlutinn
reynir nú að stýra ólög-
legum lóðaúthlutunum
fimlega framhjá bálreiðu
fólki, bæði innansveitar
og utan sem misgert hefur
verið við með því að breyta
reglum eftirá. Nú er farið
að gefa út yfirlýsingar
milli bæjarstjórnar Mosfells-
bæjar og félagsmálaráðuneytis
og allir fagna, Mosfellsbær
fagnar tímamótaúrskurði um
stjórnarskrárbrot og stjómsýslu-
brot og ráðuneytið fagnar að
bærinn skuli fagna vegna
úrskurðar um þessi brot. Hins
vegar fagnar ekki fólkið sem var
blekkt í þessu dæma-
lausa máli.
Meirihlutinn sendi út
bréf til umsækjenda og
bréfið reitti fólkið enn
meir til reiði. I bréfínu
er óvart eða vísvitandi
leynt að framið hafí verið
stjórnarskrárbrot gegn
umsækjendum og viðurkenning
er ekki á bótaskyldu gagnvart
þeim aðilum sem misgert var
við. Þessi vinnubrögð gefa fólki
hugmyndir um að ekki sé hreint
mjöl í pokahorninu, jafnvel
þegar litið er aftur í tímann og
síðasta hesthúsalóðin er afar
nærtækt dæmi um sérstakan hátt
á úthlutun. Ljóst er að fjöldi
Mosfellinga telja sig hafa verið
hlunnfarna í viðskiptum við
bæjarfélagið og sumt fólk talar
um að flytja héðan vegna þess.
Eðlilegast hefði verið að
bæjarstjórnin hefði sent frá sér
yfirlýsingu og afsökunarbeiðni
til þeirra sem misgert var við og
gengið heils hugar til samninga
við þá sem kreQast bóta. Þetta
mál er til skaða fyrir bæjar-
félagið á marga vegu.
Léleg aðstaða
Með tilkomu nýs íþróttahúss
komu mörg tækifæri, sem hafa
verið vannýtt. I stað þess að
skapa félagslega aðstöðu og
koma upp áhorfendapöllum
fýrir margs konar uppákomur í
nýju og glæsilegu íþróttahúsi
hafa lappirnar verið dregnar ár
eftir ár. Keppnisíþróttir hafa
setið á hakanum, við eigum
glæsilegt handknattleikslið í
fremstu röð og fótboltinn innan
UMFA er í stórsókn. Margar
aðrar íþróttagreinar eru í góðri
stöðu. Fólk þarf almennt að gera
sér grein fyrir að íþróttir eru
góðar forvarnir fyrir unga fólkið
gagnvart vímuefnum. Hins
vegar bera skrif málgagna
meirihlutans ekki með sér að
þessar staðreyndir séu Ijósar. Ef
til vill hrindir gamalt og úr sér
gengið gólf gamla íþróttahúss-
ins áhorfendapöllum í nýja
húsinu af stað. Ef til vill sér
einhver sér hag í betri viður-
gjöming við íþróttirnar vegna
kosninga á næsta leiti. Það er
því miður aðeins of seint í rass
gripið, því við höfum misst
dýnnætan tíma í aðstöðu, fjár-
öflun og árangri. Afar erfítt
virðist vera að fá afgreidd mál og
svör við bréfum í þessu
bæjarstjórnarkerfí. Við emm að
tapa á hengilshætti bæjar-
stjórnarmeirihlutans og ósam-
stöðu um þessi málefni.
Gylfi Guðjónsson
CELETTE
RÉTTINGAR
N Ý S M í t) I
MÁLtJN
Undarlegt
skipulag
Göngubrautir
vantar
—
FRAMKOLLUN
v MOSFELLSBÆ
I»verholti 9 Sfmi: 566-8283
Heiinasíða: www.simnet.is/fkm
Opið: Mán-fös frá 10-18
• Yfirlitsmynd (Index Print) fyígir öllum framköllunum
• Framköllun á APS filmum
• Stækkanir uppí 20 x 30 cm
•FUJI hágæöapappír notadur í allar framkallanir 52. |
_
_
_
Stolnir blómapottar
Þessum blómapottum var stolið
framan við Mosfellsbakarí s.l. haust.
I þeim höfðu verið sumarblóma-
skreytingar um sumarið. Pottar
þessir eru mjög þungir og ekki á
færi nema öflugs fullorðins manns að
bera þá til. Þeir hafa verið fluttir á
bíl frá bakaríinu og hafi einhver orðið
þeirra var, þá vinsamlega látið
Mosfellsblaðið eða lögregluna vita.
Hvor pottur íyrir sig mun hafa kostað
um kr. 40.000 og var málið kært til
lögreglu. Þess má geta að sömu nótt
var brotist inn á veitingastaðinn
Aslák. Skömmu áður en blaðið fór í prentun fréttist af síendurteknum
stórskemmdum á blómapottum við Hlégarð.
Innbrotaalda
Kjúklingastaðurinn KFC virðist
ekki hafa notið stuðnings
skipulagsyfirvalda í Mosfellsbæ
varðandi aðkomu að staðnum. I
stað þess eins og ráðgert var að
ekið væri greiða leið strax til
hægri inn á staðinn frá Þverholti,
eru gestir staðarins leiddir inn í
hringtorgið við Háholt og þaðan
inn að staðnum. Þetta eykur á
umferð í torginu og
umferðarvanda. Vonandi er
þetta ekki til skaða, en
Vegagerðin mun hafa ráðið þessu
máli og skipulagsyfirvöld
bæjarins látið þar við sitja. Það
er ekki góður stuðningur við nýtt
fyrirtæki.
Þegar sumarið er komið kemur ýmislegt í ljós sem legið hefur undir snjó
allan veturinn. Skiljanlega er erfítt við það að eiga fyrr en snjóa leysir.
Hópur ungs fólks fer þá af stað í bæjarvinnunni og gerir bæinn okkar
fínan á augabragði. Góður sveitungi benti blaðamanni á leiðindarusl sem
legið hefur fyrir allra augum í allan vetur á mjög fjölfarinni leið. Rusl
sem snjórinn hefur ekki falið því þar rennur lækur. Væri ekki ráðlegt af
bæjaryfírvöldum að reyna að vera svolítið vakandi yfír svona löguðu og
bíða ekki með hreinsunina þar til bæjarvinnan
fer af stað.
Skelfileg innbrotaalda ríður nú yfír
okkur Mosfellinga. A skömmum
tíma hefur verið brotist inn í læstan
bíl í bílskúr, brotin í honum rúða og
vandaðri myndavél með öllum
búnaði stolið. Þá var brotin rúða í
aðalinngangi í Olísstöðinni við
Langatanga en að sögn
Kristjáns verslunarstjóra virðist
engu hafa verið stolið. Því næst varð
Leikfélagið fyrir barðinu þegar
brotist var inn í Bæjarleikhúsið og
miklar skemmdir unnar á tækjum
og búnaði.
Nýlega var haft samband við
Mosfellsblaðið og það beðið um
að veita því athygli, að göngu-
brautir vantar sárlega víða um
bæinn. Ef t.d. er gengið frá
Reykjahverfi niður í Kjarna
slitna mjög ofit gangstéttar og
göngustígar vegna gatna sem
liggja á þeirri leið. Þar væri
ráðlegt að hafa merktar göngu-
brautir og eins að gera ráð fyrir
fólki með bamavagna og hjóla-
stóla með því að hafa aflíðandi
brúnir á gangstéttunum þar sem
þær enda.
GiUTTI
A vinnubrögðum okkar sést
að vel er Itöniuið iðjan
og nýja tœkni nýtir hest
Nýja Bílasmiðjan.
O.Ó
Flugumýri 20
270 Mosfellsbæ
Sími: 566 8200-566 8201
Fax: 566 8202
Netfang: nybil@centrum.is
h
25 ára
RETTINGAR
BÍLAMÁLUN
BÍtASMiÐJAN H?
^pska í ryn«*
Flugumýri 2
270 Mosfellsba:
Simi: 566 7660
RÉTTINGA VERKS TÆÐI
j/ÓNB ehf.
Jón B. Guðniuiulsson
Gunnlaugur Jónsson
Arnar hór Jónsson
Fax: 566 8685
hifn'idasniidanu’isvtrar
Dröfn Sigurgeirsdóttir í Hvammi hér hlaðin blómum í blómamiðstöð
sinni. Við hlið hennar er góður viðskiptavinur úr Dvergholtinu, Katrín
Hjartardóttir. Nú fer í hönd sá tími að fólk hugi að görðum sínum og
planti sumarblómum.
VÖLUTEIGUR 3, MOSFELLSBÆ. SÍMI 566-8300
Mqsfellsblasid
Utgáfu annast:
Ritstjórar, ábyrgðann:
Helgi Sigurðsson og
Gylfi Guðjónsson s. 696-0042
Netf. gylfigud(§jtal.is
Framkv. stj. Karl Tómasson.
Neti'. ktomm@isl.is
íþróttir: Pétur Berg Matthíasson.
Umbrot og hönnun
Karl Tómasson
og Hilmar Gunnarsson.
Auglýsingasími: 897-7664
Fax: 5666-815
Prentun: Svansprent
Netfang: mosfellsbladid@isl.is
O
SIGURPLASTB