Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 17
Meðal fegurstu fljóða
Iris Dögg Oddsdóttir, 18 ára
Mosfellingur, kom fyrst fram á
sjónarsviðið fyrir fjórum árum
þegar hún gerði sér lítið fyrir og
sigraði Elite-keppnina og í
framhaldi af því fór hún til
Frakklands í alþjóðlega
fyrirsætukeppni. Þann 18. apríl
s.l. lenti hún svo í 2. sæti í
keppninni um ungfrú Reykjavík
og var auk þess valin
ljósmyndafyrirsæta. Einnig tók
þátt í þeirri keppni Ingibjörg Sveinsdóttir, Kjalnesingur, en báðar
unnu þær sér rétt til þátttöku um val á fegurðardrottningu Islands. Þær
stöllur ena góðar vinkonur og stunda hestamennsku saman af miklum
krafti í sínum frítíma. Þann 23. maí stóðu þær svo saman á fjölunum
á Brodway í keppninni um ungfrú ísland ásamt 22 öðrum
gullfallegum stúlkum. íris Dögg náði stórkostlegum árangri og
hafnaði hún í 3. sæti. íris stundar nám við Borgarhollsskóla og er á
verslunarbraut en þaðan mun hún útskrifast um næstu jól og stefnir
svo á stúdentinn. íris starfar á Reynisvatni í sumar ásamt því að
ferðast og sinna fyrirsætustörfum og er nú einmitt í vikuferð á
Grænlandi þess efnis. Foreldrar Irisar eru þau Oddur Þórðarson og
Guðrún Jónsdóttir sem eru búsett í Brattholtinu. Mosfellsblaðið óskar
Irisi Dögg og fjölskyldu til hamingju með árangurinn.
Fjölskyldan samankomin að lokinni krýningu.
Iris Dögg ásamt kærasta sínum
Geiri Óskari Hjartarsyni.
Einn glæsilegasti veitingastaður landsins
í byrjun mánaðarins opnaði með miklum glæsibrag fímmti KFC
veitingastaðurinn. Það er gaman fyrir okkur Mosfellinga að hafa fengið
þetta glæsilega mannvirki og þennan fallega veitingastað í bæjarfélagið.
Staðurinn er eins konar óður til
barnanna, enda stór hluti staðarins
tileinkaður börnum. Skemmtilegar
rennibrautir iyrir börnin eru svo
staðsettar í 60 f.m. sér rími.
Haganlegar innréttingar og
geysilega falleg hönnun ber
staðnum gott vitni. Útlit hússins og
aðkoma er aðdáunarverð. Það er
óhætt að óska eigendum hússins til
hamingju með glæsilegan stað og
verulegt aðdráttarafl yngri sem eldri
bæði hér í Mosfellsbænum og alls
staðar af höfuðborgarsvæðinu. Þá er
ljóst að staðurinn er kærkominn
áningarstaður ferðalanga sem eru að
koma af landsbyggðinni.
Myndimar eru teknar við opnun
staðarins.
Helgi Vilhjálmsson eigandi
tekur við heillaóskum
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur
Kristjánsson tróðu upp
við opnunina
Vantar eignir í Mosfellsbæ
vegna mikillar sölu.
Komum og skoðum samdægurs.
Frekari upplýsingar
er hægt að fá hjá Páli
í síma 5704500 og
698-8175
Oðinsgata 4
fc, FASTEIGNA
^ MARKAÐURINN ehf
Óðinsgötu 4, Sími: 570-4500 FAX: 570-4505
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali
- sími: 570-4500 - heimasíða www.fastmark.is
Alhl riársnyri iða |j óstofa J_
Sumaropnun mán-fös 10-18 lokað á laugardögum Elín Björk og Anna Björg / GfláfooflfrS M sígsiSs &(§><§> B&'f)!!