Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Side 4
Mínus
Vel tækjum búin
Framköllun Mosfellsbæjar hefur nú endurnýjað allan sinn
tækjabúnað og er mjög vel tækjum búin. Blaðamaður átti erindi í
framköllunina einu sinni sem oftar nú á dögunum. Við hjá
Mosfellsblaðinu eins og svo margir Mosfellingar höfum átt því
láni að fagna að hafa þessa fínu þjónustu og þetta þægilega
viðmót sem maður ætíð fær þegar leitað er til þeirra.
Við hjónin höfum rekið fyrirtækið í sjö ár sagði Jóhann Gunnarsson
eigandi, en hann ásamt eiginkonu sinni Svölu Guðmundsdóttur sér
um daglegan rekstur. I tæp tvö ár höfum við haft hjá okkur góða
starfsstúlku Ingibjörgu Þorbjömsdóttur það hefur létt mikið undir hún
kann orðið á öll þessi tæki. Þegar við hófum okkar rekstur var hægt að
fá framkallað í bókabúðinni Ásfelli svo komu Hans Petersen í
Kjaman. Ég held að það sé betra fyrir alla aðila að hafa eitt fyrirtæki
sem getur lifað og þjónustað fólk sómasamlega heldur en nokkur í
sama geiranum sem öll berjast á horriminni. Við höfum ætíð kunnað
mjög vel við okkur hér og alla okkar góðu viðskiptavini sem eru upp
til hópa afar elskulegt fólk sagði Jóhann að lokum en hann var í óða
önn að framkalla myndir til stuðnings íþróttastarfinu sem hann hefur
stutt svo dyggilega við bakið á í gegnum árin.
Stórátak hjá Herði
Vorhátíð á Kátakoti
Þann 19 maí var haldin Vorhátíð og sýning á verkum barnanna á
leikskólanum Kátakoti á Kjalamesi. Sýningin var með stærra sniði
en undanfarin ár, vegna þróunarverkefnis um umhverfið, sem hefur
verið unnið s.l. tvö ár. Vildu starfsmenn og börn gefa foreldrum og
öðrum gestum kost á að fylgjast með framgangi verkefnisins og
leigðu því sal félagsheimilisins Fólkvangs fyrir sýninguna. Ásamt
sýningu á myndverkum var einnig sýnt myndband af leikriti sem
unnið var út frá þemanu umhverfisskoðun og fjallaði um vættina í umhverfinu. Leikritið sem var mjög
skemmtilegt var kallað: „Fann ég á fjalli“
Myndbandið hefur síðan verið selt og vakið mikla lukku.
20 ritstjórar og 20
hlj ómsveitarstj órar
Mínusélagarnir frábæru Björn Stefánsson trommari og
Bjarni Sigurðsson gítarleikari voru að hlíða á hljómsveitina
One night stand á Fötunum þegar blaðamaður átti leið um. Það
er spurning hvort að Púkinn ælti ekki að fá þá félaga til að halda
tónleika á nýju svölunum sínum. Það þyrfti engin að skafa útúr
eyrunum eftir þá uppákomu.
Hestamannafélagið Hörður
var nú nýlega með sinn árlega
hreinsunardag. í þetta skiptið
varð hann að sannkölluðu
stórátaki hcstamanna þaul-
skipulögöu af Þórhildi Þór-
hallsdóttur stjórnarmanni í
Herði og umhverfisnefnd
félagsins. Þau Þórhildur og
Marteinn Magnússon for-
maður gáfu blaðamanni smá
tíma þrátt fyrir mikið annríki
og sögðu honum eilítið af þessu
lofsverða framtaki hesta-
manna hér í bæ.
Þetta hefur verið árlegur
viðburður hjá okkur undanfarið
en er með glæsilegra móti núna
undir öruggri stjórn Þórhildar
sagði Marteinn formaður
greinilega stoltur af sinni
manneskju. Það eru tíu hópar úti
um alla sveit að hreinsa og taka
til ýmiskonar drasl eftir okkur
hestamenn og sennilega ein-
hverja fleiri líka sögðu þau og
töldu það greinilega ekki eftir
sér þó hestamenn ættu ekki alla
sökina á draslinu. Hóparnir fara
meðfram öllum reiðstígum og
víðar um alla sveit allt að
borgarmörkum. Þetta eru í
kringum eitthundrað manns sem
að þessu standa ungir sem aldnir.
Meðan á þessu stendur gætir
unglingadeildin þeirra allra
yngstu. Við áætlum að þetta séu
einhver tonn af drasli sem
safnast saman í það minnsta eru
þær margar stútfullar hesta-
ken-urnar. Þórhildi og Marteini
langaði að koma á framfæri
sérstöku þakklæti til bæjai-yfir-
valda og starfsmanna áhalda-
hússins fyrir frábærann stuðning
með láni á verkfærum og
tækjum þegar til þurfti.
Eftir að hafa verið tuttugu ár í hljómsveit
hef ég kynnst því að á tónleikum og þó
sérstaklega dansleikjum kemur íyrir að það
eru minnst tuttugu hljómsveitarstjórar í
salnum. Þ.e.a.s fólk sem vill alfarið stjóma
lagavali hljómsveitarinnar. Oft getur verið
gaman að því en oft ansi leiðinlegt líka, því
hljómsveitastjórarnir eru mjög mis
skemmtilegir. Stundum geta þeir vægast
sagt verið ótrúlega leiðinlegir, frekir og
dónalegir. Eftir tæplega tveggja áratuga
minni reynslu í blaðamennsku hef ég strax
tekið eftir að fjöldi ritstjóra er ekki minni.
Karl Tómasson þeir em nú sem betur fer upp til hópa mun
skemmtilegri og málefnanlegri heldur en þeir fyrmefndu og kann ég
þeim all flestum bestu þakkir fyrir oft á tíðum góðar og velþegnar
ábendingar sem hafa án efa átt sinn þátt í velgengni blaðsins. Einum
og einum ritstjóra tekst þó stundum að vera full afskiptasamur og er
það undantekningalaust vegna vægi ýmissa greina og mynda í blaðinu.
Mig langar góðfúslega að benda þessum ágætu ritstjórum á það, að stór
mynd af bæjarstarfsmönnum, bensínafgreiðslumanni eða grein um
eitthvað tengt bæjarlífinu sem þeim kann að þykja afar ómerkileg og að
þeirra mati fá allt of mikið pláss í blaðinu og jafnvel fáránlegt að skuli
fá birtingu kann að vera einhverjum öðrum hjartans mál og án efa
blaðinu meira virði en margan grunar. Það hef ég svo sannalega rekið
mig á. Mosfellsblaðið er opið öllum og fyrir alla.
K Tomm
Til sölu Susuki Swift árg. '97,
ekinn 95 þús. ásett verð 650
þús. Uppl. í síma 692-0841
Guðlaugur, Leifur, Marteinn og
Denni á kafi í einum skurðinum
Hrefna Vestmann
Elfa Björk Kristjánsdóttir
PRUL MITCHELL]
TIGI
sími: 586 8989
áholt 14 (2.hæð)