Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Page 10
Sigurður leggur Iokahönd á
Gullnu Hindina árið 1984 á
verkstæði sínu í Mosfellsbæ.
Fjölskylduhagir
Sigurður Hrafn Þórólfsson er
fæddur að Bjarkargötu 10 í
Reykjavík þann 29. apríl 1939
og átti þar heima fyrsta árið.
Hann er sonur hjónanna Hólm-
fríðar Hemmert kennara og
Þórólfs Sigurðssonar frá Bald-
ursheimi í Mývatnssveit, bónda
og ritstjóra. Föður sinn missti
Sigurður eins árs gamall. Hann á
eina hálfsystur, Jóhönnu Frið-
riksdóttur sem búsett er í
Kópavogi. Sigurður ólst upp
með móður sinni og dvöldu þau í
Baldursheimi á sumrin en á
Sauðárkróki á veturna. Hólm-
fríður var þar kennari í mörg ár
en seinni árin var hún talkennari
í Kópavogi. Eiginkona Sigurðar
er Margrét Ragnarsdóttir (Gréta)
f. 21. júní 1943 í Innri -
Njarðvík. Þau voru gefm saman
vorið 1963. Þau eiga tvær dætur,
báðar búsettar í Mosfellsbæ,
Hólmfríði Hemmert sjúkraþjálf-
ara f. 1963, gift Emi Franzsyni,
og Ragnhildi f. 1966, gift
Sigurði Torfa Sigurðssyni.
Ragnhildur hefúr verið við nám í
Yale háskólanum í Bandaríkj-
unum og nú í maí tók hún við
doktorsnafnbót frá háskólanum
um leið og Georg W. Bush
Bandaríkjaforseti var gerður að
heiðursdoktor við sömu athöfn.
Gréta og Sigurður bjuggu í
fimmtán ár í Kópavogi og í
Mosfellsbæ frá árinu 1976.
Þau eiga tvo afastráka. Sá eldri,
Ernir Hrafn fimmtán ára gamall,
varð ásamt félögum sínum í
Aftureldingu bikarmeistari í
fjórða ílokki í handbolta í vetur.
Sá yngri heitir Þórólfur, fímm
ára gamall.
Nám og starfsferill
Grunnskólanám Sigurðar fór
fram á Sauðárkróki og þaðan
lauk hann einnig iðnskólanámi.
Tveir vetur í MR og síðan tón-
listarnám hjá Karli O. Runólfs-
syni tónskáldi með trompet sem
aðalgrein. Síðar í tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar og var
aðalkennari hans þar Þing-
eyingurinn Jón Sigurðsson trom-
petleikari. Á þeim árum lék
Sigurður í Lúðrasveitinni Svanur
og síðar söng hann í 17 ár með
karlakórnum Stefni.
Sigurður lauk sveinsprófi í gull
og silfursmíði 1992 og er
sveinsstykki hans í eigu forseta-
embættisins að Bessastöðum.
Sumrin 1955 til 1961 var hann í
sumarvinnu hjá skógrækt ríkis-
ins á Hallormsstað.
Á árunum 1962 til 1990 vann
Sigurður við skrifstofu og
fjármálastjóm hjá Trésmiðjunni
’Maður mánaðarins
„ÞVÍ ALLTAF MÁ FÁ ANNAÐ SKIP“
-segir Sigurður Þórólfsson gullsmiður.
Víðihf.. Á þeim tíma vann hann
að ýmsum hugðarefnum í
frístundum sínum, tók þátt í
fjórum alþjóðlegum sýningum í
London og hlaut þar fern
verðlaun.
Eftir starfslok hjá Trésmiðjunni
Víði hf. hefúr Sigurður einbeitt
sér að list sinni, tekið þátt í
mörgum samsýningum og haldið
fjölsóttar einkasýningar. Hann
hefur hlotið lofsamleg ummæli
gagnrýnanda og er þekktur fyrir
listaverk sín sem flest eru
silfurskúlptúrar á blágrýtis-
stöplum. Einnig hefur hann
smíðað mörg "miniature"
skipamodel úr silfri og gulli
skreyttum gimsteinum. Frægast
þeirra má telja Gullnu Hindina,
skip sæfarans Sir. Francis
Drake. Árið 1999 hlaut Sigurður
lista- og menningarverðlaun
Mosfellsbæjar, fékk þriggja
mánaða heiðurslaun sem bæjar-
listamaður Mosfellsbæjar 1999.
Erflð en skemmtileg æska
„Mér leið vel hjá móður minni
fýrir norðan. Við vorum í
friðsæld á sumrin í Baldursheimi
en ferðalögin voru oft erflð milli
Skagaijarðar og Mývatnssveitar.
Nefna má ferð um jólin 1940. Þá
fórum við í bíl frá Akureyri að
Bakkaseli í Öxnadal, þar vorum
við sett á hest og reidd yfir
Öxnadalsheiði að bíl
Skagaljarðamegin sem ók okkur
til Sauðárkróks. Á þessum árum
gekk ég undir nafninu Siggi
bóndi. Eins og áður segir var ég
í sumarvinnu hjá skógrækt ríkis-
ins á Hallormsstað árin 1955 til
1961 að undanskildu árinu 1960
þegar ég fór til Danmerkur til
rannsókna vegna sjúkdóms sem
var farin að hrjá mig. Síðasta
sumarið kynntist ég konuefni
mínu Grétu. Hún var 17 ára
gömul matráðskona hjá skóg-
ræktinni. og hafði þá nýlokið
námi við Húsmæðraskólann á
Hallormsstað. Eg féll fyrir
þessari glæsilegu stúlku og
munu þessi kynni okkar vera
mitt mesta gæfuspor.
Á Haílormsstað var Sigurður
Blöndal nýráðinn skógarvörður
vorið 1955. Hann er með
skemmtilegustu mönnum sem
ég hef kynnst, bæði til frásagnar
og ekki síður sem áhugasamur
áheyrandi. Haustið 1958 fórum
við nafnar til Reykjavíkur á
Chevrolet drossíu árgerð 1946
sem hann átti. Með okkur í för
var Jón Á. Bjamason fréttastjóri
Þjóðviljans. Fyrst var gist á
Akureyri og á öðrum degi ferðar
þegar komið var í Miðfjörðinn
var bíllinn orðinn nær
bremsulaus en bifvélavirki á
Laugabakka bjargaði því. Þá var
einnig farið að bera á því að
þegar lagt var á bílinn til hægri
byrjaði hann að flauta. Þannig
hagaði til á flestum bæjum í
Hrútafírði var beygja til hægri
um hlaðið og alltaf flautaði
drossían. Þegar komið var að
Hrútafjarðará var löng hægri
beygja að símstöðinni að Brú og
ílautaði Lettinn þá stanslaust
heim að Brú. Þar snæddum við
kvöldmat hjá Steingrími stöðvar-
stjóra. Staðarfólki þótti glæsi-
lega ekið í hlað með Ijúfum
tónum. Eftir góðan kvöldverð
var haldið á Holtavörðuheiði og
nú byrjaði Lettinn að flauta
stöðugt. Á miðri heiði mættum
við Bjama Haraldar vöruflut-
ningabílstjóra frá Sauðárkróki
sem bjargaði málunum með því
að kippa flautunni úr sambandi.
Stefnan var nú tekin að
Sælingsdal í Dölum en þar
ætlaði Jón förunautur okkar að
verða eftir. Gistum við Sigurður
þar í gamalli torfbaðstofu og
morguninn eftir var haldið af stað
til Reykjavíkur. VB
Bröttubrekku komum við að her-
tmkk sem haföi Dodge Weapon í
slefi. Þeir siluðust áfram, sáu
engan og við orðnir flautulausir.
I einni brekkunni stökk Sigurður
út úr bílnum og ég renndi mér
undir stýrið, hann hljóp
hertrukkinn uppi, náði að banka í
glugga á aftari bílnum en enginn
varð þess var. Efst í
Bröttubrekku skröngluðust við
svo fram úr með því að fara út af
veginum sennilega með brotin
gorm og ónýtan dempara en til
Reykjavíkur komumst við heilu
og höldnu. Sigurður Blöndal
varð seinna skógræktarstjóri
ríkisins. Á þessum sumrum sá
ég fyrst til og heyrði í Norð-
fjarðarbræðrunum Birgi og
Lámsi Sveinssonum. Þeir urðu
löngu seinna miklir vinir mínir
og áhrifamenn í menningar og
tónlistarmálum Mosfellsbæjar.
Trésmiðjan Víðir var góður og
skemmtilegur starfsvettvangur
og ég varð mjög handgenginn
Guðmundi Guðmundsyni, for-
stjóra og eiganda. Hann mun
vera sá sérkennilegasti maður
sem ég hef kynnst um ævina,
skarpgreindur, stálminnugur,
kunni íslendingasögurnar og
mörg þjóðskáldin utanað, harður
af sér og blindur. Við Gréta
fórum margar ferðir með Guð-
mundi og Lóu konu hans, oftast
um Suðurland og lýsti hann þá
gjarnan fyrir okkur bæjum og
hvernig leiðir lágu. Eg var
honum nátengdur í starfi og
hann er afar eftirminnilegur
maður.
Hallar undan í þreki
Hvað sjúkdóm minn varðar
fannst mér að ég væri alltaf að
hressast, enda fékkst ekki, þrátt
fyrir ferðina til Kaupmanna-
Þarna stóð hann jafnréttur. í
þrítugsafmæli Sigurðar í Kópavogi
29. apríl 1969 á
heimili þeirra Grétu.
hafnar 1960 staðfesting á því
hvað að mér gekk. Það var ekki
fyrr en árið 1970 að Haukur
Þórðarson, síðar yfirlæknir á
Reykjalundi staðfesti sjúkdóm-
inn, vöðvarýrnun. Eg fór
endanlega í hjólastól árið 1980.
Svona sjúkdómur breytir manni
ekki aðeins líkamlega heldur
verður einnig mikil karakter-
breyting. Líkamlega heilbrigður
hefði ég vafalaust stundað önnur
störf og lífstíll minn verið annar.
Því alltaf má fá annað skip.“
Mikilhæft atorku-
og listafólk
Gréta, eiginkona Sigurðar,
kennir postulínsmálun á
námskeiðum að heimili sínu og
er mikil lista- og hannyrðakona.
Hún vann við stjórnunarstörf á
því sviði í mörg ár. Það sem
einkennir þennan frábæra
listamann Sigurð H. Þórólfsson
frá öðrum er fötlun hans, sem er
vöðvarýrnun og er hann í
hjólastól. Til að geta smíðað
setur hann leðurólar utan um
úlnliðina og með vogarafli frá
litlum blágrýtisstein í bandi
lyftir hann höndunum upp í
vinnustellingar og skapar
þannig fíngerða hluti úr gulli,
silfri og blágrýti. Sigurður hefur
með eftirminnilegum hætti rofið
þá múra sem rísa með
veikindum og fötlun, hann hefur
náð miklu listfengi hins
heilbrigða manns, sem ekkert
heftir.
Gylfi Guðjónsson
Fyrir unga sem aldna
Þórólfshvoll í Mývatnssveit, sveitasetur Sigurðar og fjölskyldu, sem
hann reisti ásamt móður sinni árið 1952. Á þessum slóðum voru
uppvaxtarár hans að sumarlagi. Séð til norðurs að ijallinu Vindbelg.
Sigurður og Gréta á Mallorca 1977, í sól og hita á Magaluf-ströndinni.
#