Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Page 13
Konukvöld í Kjarna
Mikill ljöldi Mosfellskra kvenna lagði leið sína á glæsilegt konukvöld í Kjarna í lok maí s.l. Fyrir þessari
glæsilegu og velhepnuðu uppákomu stóðu þær stöllur: Ingibjörg í Pílus, Guðrún í Fatimu og Flildur í Basic.
Það var gaman að sjá hversu ijölment var og hvað stemningin var góð á staðnum. í boði voru veitingar af
ýmsu tagi og góð tilboð á vöru og þjónustu. Myndimar eru frá þessu skemmtilega kvöldi.
Timbur á leikvellinum
Sumarsólstöður 21. júní
Tónleikar í Hlégarði
Á leikskólunum, skólavöllunum og í heimilisgarðinum er oft sandkassar, girðingar og fleira úr tré. Til að
verja viðinn eru gjaman notaðar kemiskar efnablöndur, viðurinn er fúavarinn eða gagnvarinn. Sum þessara
efna eru eitruð eða hafa eituráhrif. í
þeim eru þungmálmar, s.s. kopar,
króm og arsenik. Þessi fúavörn er
græn og er kölluð "CCA -impregner-
ing". Á markaðnum er timbur sem er
fúavarið með efnum sem ekki
innihalda þungmálma og eru minna
skaðleg í umhverfinu. Leitið
upplýsinga hjá timburverslunununi.
Forðastu fúavarið timbur ef mögulegt
er. Ef þú notar fúavarið timbur
forðastu það sem inniheldur
þungmálma. Ekki nota fúavarið
timbur utan um grænmetisbeð. Ef
timbrið í sandkassanum er fúavarið
með CCA þarf að skipta um sand
annað hvert ár.
Sigurður S Þorbergsson básúnuleikari
og Judith Þorbergsson píanóleikari,
halda saman tónleika í Hlégarði 21 .júní
n.k. kl 20.30.
Tónleikamir verða með fjölbreyttu sniði
þar sem flutt verða lög úr ýmsum áttum
svo sem jazz ballöður, íslensk sönglög
ásamt hefðbundnum verkum fyrir
básúnu og píanó. Meðal höfunda má nefna Schumann, Bemstein,
Sigvalda Kaldalóns og Eyþór Stefánsson. Einnig verður fluttur þar
píanókonsertinn Rhapsody in Blue eftir Gershwin í nýrri útsetningu
þeirra hjóna. Sigurður er fastur básúnuleikari í Sinfóníuhljómsveit
Islands og Caput hópnum ásamt fleiru. Judith, sem einnig er
fagottleikari, hefur leikið með ýmsum listamönnum og hljómsveitum,
m.a. Sinfóníunni og Óperu- hljómsveitinni. Hún er einnig fastur
undirleikari með Reykjalundarkómum. Saman hafa þau leikið á
fjölmörgum tónleikum en þetta eru fyrstu tónleikar þeirra hér í
Mosfellsbæ, þar sem þau hafa búið síðan 1996. Tónleikarnir eru
styrktir af Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar.
Mm
wM
wd
^WwÝaWcmrejréVœímmi
mu
mu
vsimi
Hvert sem vegirtúr vísa. J>i f *rð J>ó
gott órvAl ð.f: ^amloRom, na.mmi,
sniKKi, nýjAr og g&mi4r
viJieóspólur, ísKá.it gos og
góðán grillma.t«