Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Page 15

Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Page 15
Fornleifaskráning í Mosfellsbæ Á síðasta ári gerðu Mosfellsbær og Þjóðminjasafn Islands með sér samning um skráningu fornleifa í landi Mosfellsbæjar. Skráningin er unnin í tengslum við vinnu við aðalskipulag bæjarins. Samkvæmt Þjóð- minjalögum er skylt að skrá fornleifar á skipulagsskyldum Jarðatali J. Johnsens frá 1847. Samkvæmt Jarðatalinu voru 25 jarðir innan þess svæðis sem tilheyrir Mosfellsbæ í dag. Jörðum hefur verið skipt upp og aðrar sameinaðar á þeim tíma sem liðinn er frá 1847. Sem dæmi má nefna jörðina Selja- brekku sem ekki verður tekin svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess. Eilt af markmiðum fornleifa- skráningar er að spoma við því að minjar verði fyrir skemmdum af gáleysi eða að nauðsynjalausu. Fornleifaskráning kemur að notum í minjavörslu þegar ákvarðanir eru teknar urn aðgerðir til verndar einstökum minjastöðum eða minjasvæðum. Auk þess kemur hún að gagni í rannsóknum og kynningu. Það er einnig hagur þeirra sem stýra hvers konar framkvæmdum að eiga aðgang að yfirliti um fomleifar á tilteknu svæði. Segja má að við það vinnist tvennt. Unnt er að taka tillit til minjanna við skipulagsvinnu og nýta þær til að varðveita sögu staðarins í landslaginu. Einnig má minnka stórlega líkur á að finnist, öllum að óvömm, fomleifar sem nauð- synlegt verður að rannsaka. Auk kostnaðar við fornleifarannsóknir geta tafir á framkvæmdum haft mikinn kostnað í för með sér. Skráning fomleifa í Mosfellsbæ hófst árið 1980. Þetta var fyrsta skrá sinnar tegundar sem gerð var á Islandi. Vinnubrögð við fornleifaskráningu hafa breyst mikið á þeim tíma sem Iiðinn er frá því að skráningin fór fram árið 1980 þó svo að hún standi ennþá vel fyrir sínu og verði notuð sem grunnur fyrir þá vinnu sem nú er hafin. I fornleifaskráningu Þjóðminja- safns íslands eru minjar skráðar í nýtt skráningarkerfí sem fengið hefur nafhið Sarpur. Fomleifar eru flokkaðar eftir jörðum og miðað bæði við opinbera fasteignaskrá og jarðaskiptingu eins og hún kemur fyrir í Hafravatnsrétt árið 2001 sem sérstök jörð í fornleifa- skráningunni því árið 1847 tilheyrði hún landi Mosfells. Mannvirki sem eru 100 ára eða eldri eru skilgreind sem fom- leifar. Því er eðlilegt að miða fornleifaskrána við jarðaskipt- ingu eins og hún var fyrir rúmum 100 árum. Það em ekki einungis leifar mannvirkja sem orðnar eru eldri en 100 ára sem em skráðar. Þannig em stríðs- minjar teknar með í þessari skráningu. Og skráningin nær einnig út fyrir eiginleg mann- virki svo sem til álagabletta og annarra staða og kennileita sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnarhefð. Hafravatnsrétt um 1980 Vinnu við fomleifaskráningu má í stórum dráttum skipta í tvennt. Fyrri áfanginn felur í sér gagna- öflun. Farið er í gegnum ritaðar heimildir, bækur er ljalla um sögu svæðisins, jarðabækur, fornbréfasafn, örnefnalýsingar, túnakort o.fl. Allt er tínt til sem gæti bent til fornleifa. Örnefni geta t.d. falið í sér vísbendingu um að þar hafi staðið mannvirki. í Mosfellbæ eru til mörg slík ömefni, t.d. Rögnvaldarstekkur, Stekkjarmýri, Miðdalskot, Kvía- ból, Keldnasel, Rikkudys, Reykjalaug, Skólavarða, Jónssel, Markasteinn, Skiphóll, Hraðaleiði, Lambalækur, Mó- holt, Blikastaðavað og Hafra- vatnsrétt. Þessum fyrri áfanga fomleifaskráningarinnar í Mos- fellsbæ er nú lokið. Heimildum hefur verið safnað um 626 fornleifar í landi bæjarins. I síðari áfanganum felst að farið er á vettvang og athugað hvort enn finnist leifar þeirra mannvirkja sem gagnasöfnunin leiddi í ljós að verið hefðu á svæðinu i eina tíð. Ástand fomleifanna er metið og staðsetning þeirra færð inn á kort. Vettvangsvinnan verður unnin í sumar. Gefin verður út skýrsla með skrá yfír allar fomleifar í Mosfells- bæ. Eins og áður segir er fomleifa- skráningin unnin í tengslum við vinnu við aðalskipulag bæjarins. Vonandi verður fomleifaskráin þó gefín út þannig að hún verði öllum aðgengileg. Vönduð útgáfa fornleifaskráningar í Mosfellsbæ ætti að geta nýst mjög mörgum, t.d. fræðimönnum til rannsóknar- starfa, skólar bæjarins geta unnið verkefni upp úr henni fyrir nemendur sína, bæjaryfírvöld geta notað hana í kynningu bæjarins út á við og síðast en síst getur fólk sem nýtur útivistar í bæjarfélaginu kryddað göngutúra og reiðtúra með fróðleik úr henni um umhverfi sitt. Þegar farið er að glugga í gamlar heimildir er ótrúlega margt sem kemur á óvart og aðeins virðist á fárra vitorði. Þessu til staðfestingar skulu tekin hér nokkur dæmi úr áfangaskýrslu Þjóðminjasafns íslands. Býlið Hamrahlíð var við rætur sam- nefndrar hlíðar og mun hafa staðið fyrir neðan veginn á móts við hlið á girðingu Skógræktar- félags Mosfellssveitar. Var hjá- leiga frá Blikastöðum. Byggð um 1850 og búið á henni að minnsta kosti til 1890. Rústir býlisins sást enn. Um 150 m norðnorðaustan bæjarins á Helgafelli er í brekkunni hóllinn Hjálmur. Sagnir eru um að í Hjálmi væri bústaður álfa. Á landamerkjum Mosfells og Hraðastaða um 20-30 m norðan við Köldukvísl er hóll sem nefndur hefur verið Hraðaleiði. í Lýsingu Mosfells- og Gufu- nessóknar frá 1855 segir: Það er mælt, að Hraði hafí verið þræll í fomöld, er hafí fengið ffelsi, og hafí hann þá reist bæ sinn þar, er enn kallast Hraðastaðir, og sé þessi haugur yfir hann orpinn og íbúðirtil sölu.. - hafðu samband - Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfelfsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ við hann kenndur. í Bjamavatni, þar sem Varmá á upptök sín, segir þjóðsagan að búið hafí nykur. Nykur var talin vera skepna af öðmm heimi og líktist hesti, steingráum. Þessa skepnu mátti vart þekkja frá hesti nema á hófunum sem snéru öfugt. Nykrar höfðu þá ónáttúru að ef maður settist á bak límdist maður við bakið og skepnan stormaði beint í vatnið sitt og heimkynni með mann á baki og voru það hans endalok. Brauðhver var austast í landi garðyrkjubýlisins Bjargs við Skammadalsveg. Eins og nafnið ber með sér var bakað í honum brauð. Á Suður-Reykjum var hana sé selið kennt. Innan Mosfellsbæjar eru frið- lýstar fornleifar á fjórum stöðum. Hafravatnsrétt er þar á meðal. I þjóðminjalögum stendur m.a.: Friðlýstar fom- leifar skal þinglýsa sem kvöð á landareign þá sem í hlut á. Þeim minjum, sem friðlýstar em, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfís nema kveðið sé á um annað. Því miður hefúr Hafravatnsrétt ekki notið þeirrar friðhelgi sem lögin kveða á um. Eins og sést á þeim tveimur myndum af réttinni sem fylgja þessari grein þá hefur hún kirkja. Ekki er vitað hvar kirkjan stóð en talið er að hún hafí verið austan og sunnan við núverandi íbúðarhús Jóns M. Guðmunds- sonar. Kirkjunnar er fyrst getið í máldaga Þorláks biskups Þórhallssonar frá um 1180. Hún var lögð af með konungsbréfi 1765. Norðan undir Grímmannsfelli, undir hárri og fagurri brekku niðri við Köldukvísl, á norður- bakka hennar, eru rústir hins svo kallaða Helgusels. Sagt er að Helga, dóttir Bárðar Snæfellsáss, hafi hafst þar við um hríð og við látið mikið á sjá á síðustu 20 ámm. Nauðsynlegt er að ráðist verði í viðgerð á réttinni sem fyrst svo að hún fái aftur það tignarlega útlit sem hún hafði áður. Agnes Stefánsdóttir Kristinn Magnússon fornleifafrœðingar Steinunn Marteinsdóttir sýnir á Hulduhólum Steinunn með barnabarni og lítilli vinkonu á opnunardaginn Laugardaginn 9. júní s.l. opnaði Steinunn Marteinsdóttir sýningu eftir nokkurt hlé. Fjöldi manns kom á opnunardaginn. Sýningin ber yfírskriftina „Málverk Leirverk“Hún verður opin daglega frá 14-18 nema mánudaga, til 24. júní. ©

x

Mosfellsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.