Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Page 18
Umsjón: Pétur Berg Matthíasson, þeir sem vilja koma upplýsingum og fréttum á íþróttasíðuna geta haft samband í síma: 861-8003
r
Islandsmeistarar
Þær gera það ekki endasleppt stelpumar í blakinu. Þær færa sig upp um
deild með hverju árinu sem Iýður og nú eru þær komnar í 5. deild.
Framundan er stórviðburður í íþróttalífi Mosfellsbæinga þegar haldið
verður Mosaldarmótið í blaki. Gert er ráð fyrir fleiri hundruð keppendum.
Sérstakur vemdari og heiðursgestur mótsins er Birgir D. Sveinson en
hann hefur eins og alkunna er stundað blakíþróttina í áraraðir. Að sögn
forsvarsmanna blakdeildarinnar er það sérstök ánægja að hafa fengið
Birgi á þennan stóra íþróttaviðburð í bænum.
Mikill hugur í handboltanum
Margir dyggir stuðningsmenn handboltans í Mosfellsbæ hafa án efa
haft einhverjar áhyggjur af liðinu eftir að ákveðið var að framlengja
ekki samningana við Gintaras og Gintas. Þessar áhyggjur em nú á
bak og burt þar sem Afturelding hefúr fengið góðan liðstyrk fyrir
komandi keppnistímabil. Eins og flestir vita þá var gerður samningur
við Daða Hafþórsson í vor en nú hafa þeir Valgarð Thoroddsen og
Sverrir Bjömsson bæst í hópinn. Eins og flestir vita þá eru hér á
ferðinni leikmenn í landsliðsklassa og því mjög bjart framundan.
Ferð til Þýskalands er í deiglunni hjá meistaraflokknum. Hér áður
fyrr var farið á hverju ári til Þýskalands að spila í hraðmótum líkt og
nú er fyrirhugað en engin ferð hefúr verið farin síðastliðin ár. Farið
verður um miðjan ágúst en þetta er talinn stór þáttur í undirbúningi
liðsins fyrir komandi tímabil.
Guðmundur fékk
playstation
Knattspyrnudeild Aftureldingar
hélt smá getraun fyrir þá áhorf-
endur sem mættu á fyrsta leik
keppnistímabilisins að Varmá er
Afturelding mætti Nökkva. I
hálfleik var dregin út Playstation
2 leikja tölva og var Guðmundur
Heimir Sveinbjömsson svo hepp-
inn að fá hana. Á myndinni má
sjá Guðmund með bróðir sínum
Sigurði Páli og formanni knatt-
spymudeildarinnar Jóni Ægi.
Nú mun knattspyrnuskóli Aftureldingar hefja göngu sína að nýju
eftir nokkurra ára hlé. Námskeiðin verða á eftirfarandi tímum:
1. námskeið: 11. - 22. júní
2. námskeið: 9. - 20. júlí
3. námskeið: 23. júlí - 2. ágúst
Skráningareyðublöð liggja í íþróttahúsinu.
Námskeiðin eru kl. 9:30-12:00 alla virka daga
og fara þau fram á Ullarnesvellinum.
Knattspyrnuskólinn er fyrir stráka
og stelpur fædd ’88 -’96.
Nánari upplýsingar í símum: 698-6621 og 694-6426
ttk
566-8555
Benedikt fyrir og eftir átakið.
Eg læt lesendum eftir að geta til
um hvort var fyrir og hvort var eftir.
Agnar Jónsson einn af
keppendum, flottur
eftir átakið
Líkamsræktar
átak í
Toppformi
Fyrir átta vikum hófu sjö vaskir
strákar undir leiðsögn Elíasar
Níelssonar keppni í fíttnes.
Keppnin hófst á þolprófí,
ummálsmælingum, fitumæling-
um og viktun ásamt því að
teknar voru myndir af öllum
keppendum. Sigurvegari varð
Benedikt Arnar Víðisson. Hann
losaði sig við 12 kg, 10% af
húðfitu og skrapp saman um 17
cm í mittið.
Glæsilegur árangur það.
Rebook mótið
Fleiri hundruð ungir knatt-
spyrnuiðkendur heimsóttu
okkur Mosfellinga og tóku þátt
í hinu árlega Rebook móti
Þruma og Eldinga. Þrátt fyrir
talsverða úrkomu skein ánægjan
úr hverju andliti eftir vel
heppnað mót. Greinilegt er eftir
þetta mót að strákamir í
Aftureldingu em komnir í
fremstu röð.
Vellir koma
misvel út
í Mosfellsbæ eru margir gras-
vellir og koma þeir misvel út á
ári hverju. Golfvöllurinn hefur
síðastliðin ár komið nokkuð vel
út undan vetri og í ár sérstak-
lega þar sem veturinn var
óvenju mildur. Tungubakkar
hafa ekki verið mjög góðir
síðastliðin ár. Svæðið er orðið
frekar óslétt og því nauðsynlegt
að gera einhverjar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir að þeir
eyðileggist. Varmárvöllur hefur
komið óvenjuvel undan vetri
síðastliðin ár. Þó er eitt
vandamál sem hrjáir aðalvelli,
en það eru skemmdir í vítateig
og eru sumir að skipta árlega
um gras í vítateigum þar sem
ekki er hægt að bjóða upp á
einhvert moldarflag. Margir
íþróttavellir eru sandaðir í dag
til að slétta og telja vallarstjórar
nauðsynlegt að gera það á hverju
ári. í lok maí var farið út í það
að setja nýtt gras í vítateigana
og sanda, svo að Varmárvöllur
ætti að líta mjög vel út um
þessar mundir. I Hvömmunum
er stór grasvöllur með fjórum
litlum mörkum sem
Mosfellingar hafa getað notað í
rúmt ár. Sá völlur lítur nú mjög
illa út og ber það vott um hve
notkunin á vellinum er mikil og
áhugi á fótbolta er sterkur hér í
bæ. Það þarf hins vegar að gera
eitthvað ef menn ætla að við-
halda honum sem grasvelli en
ekki malarvelli eins og hann
verður innan tíðar.
Góð byrjun í fótboltanum
Fyrsti leikur Aftureldingar í annarri deildinni var háður laugardaginn
19. maí í gullfallegu veðri að Varmá. Þó nokkuð margir áhorfendur
voru á leiknum enda mikill hugur í bænum um að koma liðinu upp úr
deildinni. Fyrsta mark sumarsins skoraði stórskyttan Þorvaldur
Ámason á 7 mín. leiksins. Nökkvi náði að jafna á 41 mín. en þar við
sat hjá þeim. Leikmenn Aftureldingar komu ákveðnir í seinni
hálfleikinn og kom Ásbjörn Jónsson okkar mönnum yfir á 52 mín.
Það var svo varamaðurinn Þorsteinn Pálsson sem kláraði dæmið á 88
mín. með góðu marki. Það var nánast eitt lið á vellinum í síðari
hálfleik og það var Afturelding. Nökkvi varðist hins vegar vel og leit
alls ekki út fyrir að vera lið sem spáð er þriðja neðsta sætinu í
deildinni. Spáin fyrir sumarið er komin út og er Aftureldingu spá
þriðja sætinu, Skallagrími er spáð öðru og Haukum spá titlinum.
Meðal þeirra leikmanna sem spiluðu í leiknum vom lánsmenn frá
Fylki og ber þar að nefna Hrafnkell Helgason en hann var í
byrjunarliði Fylkis í nær allt fyrrasumar. Hann mun þó ekki spila
marga leiki með Aftureldingu, hann var að koma frá Bandaríkjunum
og má búast við að hann fari aftur í herbúðir fylkismanna fljótlega.
Það em aðrir Fylkismenn komnir til liðs við Aftureldingu sem munu
spila með liðinu í allt sumar. Má þar nefna Vilberg Kristjánsson sem
er markvörður og Þorsteinn Pálsson en hann skoraði þriðja markið í
fyrsta leiknum. Ragnar Egilsson er komin aftur en hann lék með
liðinu sumarið 1999. Sonur hins kunna knattspyrnukappa Ásgeirs
Elíassonar er komin til liðs við Aftureldingar á ný. Þorvaldur lék á
sínum yngri árum með Aftureldingu. Afturelding vann sannfærandi
sigur á liði Skallagríms í Borgamesi í þann 25.maí s.l. Afturelding
skoraði fyrsta markið og var þar að verki Þorvaldur Ámason.
Skallagrímur jafnaði metin um miðjan fyrri hálfleik og okkar menn
virtust lengi í gang eftir það. Síðari hálfleikur hófst með miklum
látum og var það Þorsteinn sem kom Aftureldingu yfir með sinni
fyrstu snertingu í leiknum en hann kom inná sem varamaður á 75.
mínútu. Fyrirliðinn Geir Rúnar skoraði svo 3. markið úr vítaspymu og
síðasta orðið átti Hrafnkell með góðu skoti fyrir utan teig. Afturelding
gerði 1-1 jafntefli á Varmárvelli þann 4. júní við Hauka í jöfnum og
spennandi leik þar sem okkar menn voru nær því að stela sigrinum.
Það var Ásbjörn Jónsson sem skoraði mark Aftureldingar í leiknum.
Okkar menn unnu stórsigur á liði Léttis 3-0. Það var Geir Rúnar sem
skoraði fýrst stórglæsilegt mark beint úr aukaspymu. Það var Ásgeir
Freyr Ásgeirsson sem skoraði næst á síðustu mínutu fyrri hálfleiks
með langsskoti. Það var síðan Þorvaldur Árnasson sem innsiglaði
stórsigur með þriðja markinu eftir laglegan samleik og Afturelding
trónir nú á toppi 2. deildar.
Mosfellingar munum félagsnúmer Aftureldingar í
getraunum er 270 styðjum okkar fólk í íþróttunum.