Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 5
V1 S I R . Miðvikudagur 28. janúar 197W. 5 Steinar Guðmundsson: Menn vilja ekki vita af óþægilegu hlutunum lVrýlega birti Vísir frásögn af erfiðleikum ungrar konu, sem var að því komin að ör- magnast við að verja sjálfa sig og eigur sínar og heimili fyrir árásum fyrrverandi eiginmanns síns. Blaðamaðurinn slær fram þeirri ályktun, að líklega gæti saga þessara ungu hjóna verið saga allmargra fleiri í okkar þjóðfélagi, þótt hitt sé vitað xnál, að menn vilja yfirleitt ekki vita af óþægilegu hlutunum — kjósi helzt að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu. Þarna tekst blaðamanni Vísis að lýsa í mjög fáum orðum meginorsökinni til þess, að of- drykkja fær óáreitt aö þróast í hinu siðmenntaða þjóðfélagi. „Enginn vill vita af óþægi- legu hiutunum." I vafstri mínu við ofdrykkjuvarnir hefi ég ein mitt rekið mig á, að þessi af- staöa, sem blaðamaðurinn dett- ur niður á að lýsa í svo fáum orðum, er meginorsökin til hins ört vaxandi ofdrykkjuvanda- máls okkar. Menn berja lóminn vegna alls kyns erfiðleika ann- arra en ofdrykkju. En hvimpni og sýndarmennska verða bar- lóminum yfirsterkari þegar hugsanlegur alkoholismi er ann ars vegar. Menn veigra sér við að nefna drykkjuskap án þess að sáldra jafnframt gamansöm- um tón inn í orðræðurnar, því í hugskoti flestra manna býr vitneskja um nákominn ætt- ingja eða venzlamann, sem i erfiðleikum á vegna ofdrykkju. Og af því að sú skynvilla er enn ráðandi, að alkoholismi sé aumingjaskapur frekar en sjúk dómur, leiða menn hjá sér að ræöa þessi mál í alvöru. Það er eins og þeim finnist sem þeir með því muni klína einhverjum aumingjastimpli á sjálfan sig. Alkoholismi fær því óáreittur að þróast meðal almennings án þess að nokkuð sé að gert. Eina undantekningin er sú, að menn eru yfirleitt sammála um að útnefna vissan flokk manna sem „alkoholista" án þess þó að hafa hugmynd um hvað alkoholismi er í raun og veru, en smitandi fordómar eru látnir ráða. Rónar eru rónar og rónar rónar — og þar með er málið afgreitt. Konan, sem Vísisgreinin seg- ir frá, kveður einn lögreglu- manninn hafa sagt við sig þessi orð: „Það verður því miður ekk ert hægt að gera í þessu fyrr en hann drepur yður.“ Efast ég ekki um, að rétt er frá skýrt, en ég rak mig á það, að margur hélt að um gamansama kerskni lögregluþjónsins væri að ræða. Ég er hins vegar á öðru máli. Ég efast ekki um, að lögreglu- maðurinn hefir sagt þetta í fyllstu einlægni, en til bess knúinn af augnabliks örvílnan. Þessi sömu orð hafa hrokkið upp úr mér og þessi sömu orð hefi ég heyrt af vörum feins þeirra allt of fáu presta þjóö- kirkjunnar, er í alvöru reynir að sinna kalli frá drykkjumanna heimilum Stór-Reykjavíkur. Þessi orð eru afdráttarlaus sannleikur og á sannleiksgildi þeirra hefir reynt og reynir mun oftar en margur hyggur, ef það, að vera knúinn til sjálfs morðs er innifalið. Núna á laugardagskvöldið milli klukkan 7 og 8 hlustaði ég á útvarpsþátt þar sem frétta- maður ræðir við ýmsa áhrifa- menn i félagsmálum. Þar var m.a. minnzt á barnaverndarmál og rétt aðeins tæpt á því, að ofdrykkja og önnur þjóðfélags- mein væru iðulega svo samverk andi að ekki yrði úr bætt nema á öllum væri tekið nokkuð jöfn um höndum. Svo byrjaði bar- lómurinn um að okkar litla þjóð félag skorti svo tilfinnanlega sérfræðingá til að sinna þess- um málum, að enn yrði að doka við um stund. Hvílík firra. Hvemig geta mennirnir vaðið í þessari villu — eða hvað byrgir þeim sýn? Þaö er ekki von, að miklu sé áorkað þegar framámenn þjóð- félagsins í ábyrgðarstööum smjatta á slíkri vitleysu — og þáö á ekki afskekktari vettvangi en sjálft Rikisútvarpið er. Vissulega fléttast þjóðfélags- vándamálin hvert inn í annað, og réttilega þarf skipulagningu og samræmingu við úrlausn þeirra En við eigum fjöldann all an af sérfræðingum á mörgum sviðum þeirra heilbrígðis og þjóöfélagsvandamála, sem á var minnzt í útvarpinu. Við notum bara krafta þeirra ekki sem vera ber. Viö eigum fjölmennt lið presta og heimilislækna, hjúkr- unarliða, lögregluforingja og löggæzlumanna, kennara og starfandi sjálfboðaliða og á- hugamannahópa á hinum breyti legasta vettvangi þjóðlífsins. I ofdrykkjumálum eigum við sér menntaða menn með drjúga reynslu að baki, en kunnátta þeirra nýtist ekki vegna sam- starfsleysis. Það gleymist, að framtíðinni er meira gagn að þeim árangri, sem fær að þróast frá því sem er, yfir í það sem verða mun, heldur en ef reynsl- unni er kastað fyrir björg og nið ursoðin nýskipan flutt inn. (Hann heföi þótt heldur skrýt inn bóndinn, sem kastað hefði ristuspaðanum á haug strax og Árni Eylands birtist með þúfna- banann). Mér finnst ekki til of mikils mælzt, að menn komi auga á þá staðreynd, að meðan verið er að mennta nýliða til að taka við nýju kerfi má ekki láta allt danka, því vandræðin vefja stöðugt upp á sig. Syndir þurfa ekki endilega að byggjast á athöfn, aðgerðar- leysi getur verið nóg, eins og guðspjallið um ávöxtun talent- anna boðaði okkur sem á messu hlýddum á sunnudaginn. Félags málaráð Reykjavíkurborgar, á- fengisvarnaráðunautur ríkisins og þeir aðilar aðrir í þjóðfélag- inu er þykjast gera það sem þeir gera ekki, eiga því miöur eftir að vakna upp við þann vonda draum, að i skjóli aö- gerðaleysis þeirra hefir meinið, sem einu sinni var svo takmark að að við hefði mátt ráða, bólgn að upp i meinsemd, sem mun erfiðara verður að fást við held ur en okkar illræmdustu fjár- pestir. Vísis-maðurinn túlkaði af- stöðu almennings þegar hann sagði að enginn virtist vilja vita af óþægilegu hlutunum — svo ekki er að búast við of miklum skilningi úr þeirri átt fyrr en til kemur almenn upp- fræðsla á þeirri skynvillu sem er orsök þessarar afstöðu. Fé- lagsmálasérfræðingarnir skýla sér á bak við sérfræðingaskort- inn, en þeim vil ég segja það, að síðast núna í morgun hafði ég spurnir af ófaglærðum manni í félagsvörnum, sem með sína tíu ára reynslu í ofdrykkjuvömum á herðunum, hafðj lagt nótt við dag um og fyrir helgina til að tjasla saman barnafjölskyldu hér í borginni, sem gliðnuð var vegna sjúklegrar ofdrykkju. Ég efast ekki um farsæla lausn þessa verkefnis, en rétt er að fram komi, að hér er ekki um neitt einangrað atvik að ræða, heldur hliðstæðu margra ann- arra. Reynsla mín er sú, að opin- berir aðilar vilja ekki styðja við bakið á okkur, sem að of- drykkjuvörnum störfum, en tönnlast heldur á þvi að sér- fræðinga vanti, fjármagn vanti, aðstööu vanti. Hvar sem er og hvenær sém er get ég sannaö það, að þetta er á misskilningi byggt, a.m.k. þegar um ofdrykkjuvarnir og barnavernd er að ræða. Sérfræð inga eigum við nóga, en sam- starfið á milli þeirra vantar. Fjármagnið er til þessara hluta þarf eigum við, en notum held ur peningana til að setja undir Iekann þegar í algjört óefni er komið eða sóum þessu opin- bera fé af fávíslegri sýndar- mennsku. Væri ekki eðlilegra að sinna svolítið hinni fyrirbyggj- andj þjónustu? Það er kaldranalegt að hugsa til þess, að þær félagsvarnir er haldið hafa opinni þjónustumið stöð í ofdrykkjumálum sl. ár skuli ekki sjá fram á að takast megi að mynda áframhaldandi rekstrargrundvöll á hinu ný- byrjaða ári, þegar vitao er, að varla hefir liðið sú vika (og aldrei már.uður) þannig að einni eða fleiri barnafjölskyldum á Stór-Reykjavikursvæðinu nafi ekki verið bjargað frá þeim sið- feröilega voða að lenda inn i hringiöu opinberrar framfærsiu -— eða a.m.k. komast í snert- ingu við hana. Og inn í það dæmi má svo fella myndina úr Visi dags. 13. þ.m., þar sem seg ir frá broti af þeim hörmung- um, sem borgarinn verður að búa við af því enginn vill hjálpa hvorki drykkjumanni né að- standendum hans fyrr en í al- gjört óefni er komið, — en stundum kemur hjálpin þó of seint, — pilluglasið eða kaðal- spottinn hafa séð fyrir þvi. Steinar Guömundsson. ☆ © Notaðir bílar til sölu & Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ’55 ’62 ’63 ’64 ’68 Volkswagen 1300 ’67 ’68 Volkswagen 1600 TL Fastback ’67 Volksvagen sendiferðabifr. ’62 ’65 ’68 Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68 Land-Rover dísil ’62 Toyota Crown De Luxe ’67 Toyota Corona ’67 Volga '65 Singer Vogue ’63 Benz 220 ’59 Skoda Octavia ’65 ’69 Moskvitch ’68 Renault ’65 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og giæsilegum sýningarsal okkar. S'imi 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði og uppsetningu innrétt- inga og annars tréverks í einbýlishús í Arnar- nesi. Útboðslýsinga má vitja á skrifstofu vora Sóleyjargötu 17, gegn kr. 2.000 skilatrygg- ingu. Hf. Útboð og samningar Verzlunarinnrétting Til sölu ný innrétting af stööluóum hillum og skápum. — Hentugt fyrir söluskrifstofur í heildverzlun eða smá- söluverzlun. Góðir greiðsluskilmálar. Allar nánari upplýsingar gefa: Július P. Guðjónsson, Sími 11740. Ólafur Ág. Ólafsson, Sími 11141. HOFNAR Hollenzkir Vindlar Ömengad Tóbak yzt sem innst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.