Vísir - 28.01.1970, Page 6

Vísir - 28.01.1970, Page 6
6 V1SIR . Miðvikudagur 28. janúar 1970. Auglýsing um gjalddaga fyrirfram■ greiðslu opinberra gjalda 1970 Samkvæmt reglugerð um sameiginlega innheimtu op- inberra gjalda nr. 95/1962 sbr. reglug. 112/1963 og nr. 100/1965, ber hverjum gjaldanda í Reykjavík að greiða á fimm gjalddögum frá febrúar til júní, fyrir- fram upp í opinber gjöld, fjárhæð, sem svarar helm- ingi þeirra gjalda, er á hann voru lögð síðastliðið ár. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald, kirkju- gjald, lífeyristryggingagjald, siysatryggingagjald, iðn- lánasjóðsgjald, alm. tryggingasjóðsgjald, tekjuútsvar, eignaútsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysistrygginga- gjald, kirkjugarðsgjald, launaskattur, iðnaðargjald og sjúkrasamlagsgjald. Fjárhæð fyrlrframgreiðslu var tilgreind á gjaldheimtu- seðli, er gjaldendum var sendur að lokinni álagningu 1969 og verða gjaldseðlar vegna fyrirframgreiðslu þvi ekki sendir út nú. Fyrsti gjalddagi fyrirframgreiðslu er 1. febrúar n. k. Kaupgreiðendum ber að halda eftir opinberum gjöld- um af launum starfsmanna, skv. ákvæðum fyrr- greindrar reglugerðar, og verður lögð rfk áherzla á að fuli skil séu gerð reglulega. Gjaldheimtustjórinn. Hef opnað Lækningastofu í Domus Medica. Tekið á móti viðtalsbeiðn- um í síma 20442 kl. 9—18 alla virka daga nema laugardaga. Kristján Sigurðsson, læknir. Starfsmenn Loftorku Munið þorrablótið í Félagsheimili Kópavogs 31. janúar, kl. 20. — Mætið stundvíslega. Nefndin. c?V[enningarmál Sigurður Jakobsson skrifar um kvikmyndir: Góðlátleg gamansemi og barnsleg forvitni Play Time Leikstjóri, höfundur hand- rits og aðalleikari: Jacqucs Tati 70 mm Todd-AO litmynd Laugarásbíó. „Tlulot hagar sér nákvæm- Alega eins og allt þetta fólk er býr i Parfs eða úti f sveit.“ segir Tati um aðalpersónuna í síðustu mynd sinni „Play Time“ sem nú hefur verið tekin til sýninga f Laugarásbíói. Raun ar er ekki rétt nema að litlu leyti að segja Hulot aðalper- sónuna f „Play Time“. því tímum saman sést hann ekki f myndinni en fylgzt er með ýmsu mismunandi fólki sem eft ir skilgreiningu Tatis að ofan gæti allt eins verið hann, og er auk heldur oft glettilega líkt honum. Tati er því ekki svo langt frá þeim draumi sfninn að gera mynd án Hulots og helzt án nokkurrar aðalpersónu. Myndin hefst f einhvers kon- ar sal eða anddyri sem raunar er illmögulegt að átta sig á hvar er. Smám saman rennur þó upp fyrir áhorfendum að þetta muni vera flugstöðvar- bygging en ekki sjúkrahús sem hefði þá verið allt eins líklegt. Hulot. bregður rétt fyrir í flug-. stöðinni þar sem hann missir regnhlíf á sinn furöulega hátt, en hann kemur ekki til sögunn ar að ráði fyrr en seinna f mynd inni, þegar hann er að leita manns nokkurs í gríöarstórri skrifstofubyggingu. Hulot geng ur treglega að finna manninn og finnur hann raunar alls ekki fyrr en fyrir tilviljun um kvöld- ið. 1 kaflanum um skrifstofu- bygginguna er hver senan ann- arri kostulegri. Hulot gerir góð- látlegt grín að ýmsum nýjum uppfinningum svo sem dyrum sem hægt er að skella hljóðlaust („Slam your door in golden silence“), kúst með ljósaútbún- aöi o.s.frv. Þó er með engu móti hægt að segja að „Play Time“ sé ádeila á tækniþjóðfé- lagið, öllu heldur gerir Tati meinlaust gaman að furðum þess og undarlegheitum. Hulot flækist um ganga og rangala, speglar sig f glerhurðum og virðir hlutina fyrir sér fullur bamslegrar undrunar og for- vitni. Hann gerir jafnvel viö bilaðan lampa þrátt fyrir alla vanþekkingu sfna á slíkum fyrir bærum. Hápunkti sínum nær myndin á veitingahúsinu Royal Gard- en sem er að taka á móti sín- um fyrstu gestum. Flest ef ekki allt fer öðruvísi en til er ætl- azt. Glerhurðir brotna skreyt ingar detta niður úr loftinu, hit inn verður óbærilegur og gest- imir taka stjómina í sfnar hend- ur. Hulot ráfar um meðal gest- anna og kemur jafnvel f ein- feldni sinni sumum ósköpunum af stað. En f flestum tilfellum er hann aðeins forvitinn á- horfandi sem þó virkar jafn- framt sem miðpunktur og undir rót hlutanna. Það væri allt að þvf ómögulegt að ímynda sér að nokkur þessara atburöa hefði gerzt væri Huliot ekki til stað- ar. Það er fullrar athygli vert að athuga bvemig Tati byggir upp senur sínar. Hann notar ekki sömu aðferðir og gaman- leikarar eins og Chaplin sem ýkir allar hreyfingar og at- burðarás. Það er eins og senur Tatis vanti hápunktinn, hann gefur áhorfendum f skyn hvaða stefnu hann muni muni taka en hættir svo áður en hápunktin- um er náð. Sem dæmi má nefna senu meö amerísku stúlkunni, sem ætlar að taka ljósmynd af blómasölukonu. Hún stillir kon unni upp fyrir framan sölutjald ið og býst til að taka mvnd- ina. En í þann mund sem hún ætlar að smella af kemur ein- hver annar aðvífandi og tmfl- ar hana. Þannig gengur þetta hvað eftir annað og Ioks begar tækifærj til að taka myndina virðist vera komið. kemur amerískur dáti hlaupandi, still ir þeim upp saman blómasölu konunni og stúlkunni og tekur mynd. Og stúlkan nær ekki mynd fyrr en löngu sfðar er Hulot hjálpar henni til þess. Þannig byggir Tati upp flestar senur ef hápunktinum er á ann að borð náð bá er bað ekki fvrr en löngu siðar en við var bú- izt. Annað dæmi er fiskurinn sem þjónamir eru sífellt að krydda. Maður bíöur í ofvæni þess að einhver reyni að boröa fiskinn sem eftir öllu að dæma ætti að vera orðinn gjörsamlega 6- ætur, en enginn reynir svo mik ið sem bragða á honum. Það er óhugsandi aö nokkur sá sem leggur leið sína í Laug- arásbíó um þessar mundir geti orðið fyrir vonbrigðum, hvem háar vonir sá sami hef ur gert sér um „Play Time“. Þetta er gamanmynd sem ó- hætt er að sjá oftar en einu sinni eöa tvisvar. Kvikmyndaklúbburinn sýnir A Bout de Suffle eftir Godard. j^æstkomandi mánudagskvöld kl. 9 sýnir Kvikmyndaklúbb urinn fyrstu löngu mynd franska leikstjórans Jean Luc Godards „A Bout de Suffle“. Þessi mynd er ásamt „Vitlausa Pétri“ sem sýnd var hér fyrir skömmu af mörgum talin ein- hver bezta mynd Godards. — Myndin er byggð á sögu eftlr Tmffout, og leikur Jean Paul Belmondo aðalhlutverkið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.