Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 16
ivnðvlkudagur 28. janúar 1970. Sfúlko frá S-Kóreu kemur ð stað hinnar japönsku sem einleikari 21 árs gömul Suður-Kóreu stúlka er einleikari á fiðlu á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- iands, sem haldnir verða annað kvöld í Háskólabíói. Kemur hún í stað Yuuko Shiokawa. Stúlk- an heitir Kyung Wha Chung og er frá höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul. Kyung Wha Chung kom fyrst fram 9 ára gömul með Sin- fóníuhljómsveit Seoul-borgar. Árið 1965 vann hún fyrstu verðlaun i alþjóðlegri tónlistar keppni og árið 1967 hlaut hún Levéntritt-verðlaunin. Kyung Wha Chung stundaði nám við Julillard tónlistarháskólann í New York og kennari hennar þar var Ivan Gallamian. Kyung Wha Chung er af merku tónlistarfólki komin. Systkinin eru sjö talsins og öll frábært tónlistar fólk. í tónlistarheiminum er Chung 10. síða Kyung Wha Chung gcrði hlé á leik sinum er ljósmyndari blaösins fékk að smelia af henni mynd þar sem hun var að æfa sig fyrir hljóm leikana í Háskólabíói. Flatfískur ræktaður í búrum og á „búgörðum n Vísindamenn athuga nú möguleika á gjörbylt- ingu á sjávarútvegsmál- um til þess að rétta hlut fiskiveiðaþjóða, sem hafa orðið að þola æ minni afla. Hugmyndin er að rækta sjávarfisk í stórum stíl á „búgörð- um“ á landi uppi. Áður hafði fiskur verið rækt aður á „landi“ og honum síðan sleppt í úthöfin. Þetta hefur ekki alltaf gefizt vel, þegar reynt hefur verið. Mikill hluti þessa fisks deyr fljótlega í haf inu. Nú er talað um ræktun flat- fisks með svipuðum hætti og ferskvatnsfiskur hefur verið ræktaður til dæmis hérlendis. Erfitt er að rækta þannig sild og þorsk, vegna þess að þeir eru að eðlisfari fiskar, sem synda langar leiðir og kunna bezt við sig í stórum höfum. öðru málj gegnir um flatfiskinn. Reynslan hefur sýnt, að flat fiskur, kolj og lúða, vex ört í slíkum fiskabúrum og hann eyð- ir lítilli orku í að synda þar um. Hann getur lifað í búrum þúsund sinnum þéttar saman en hann gerir í úthafinu. Þannig má „troða“ kolategundum sam an, fimm fiskum á hvert ferfet, og ekki hefur orðið vart við sjúkdóma fyrir þessar sakir. Bjartsýnismenn í Bretlandi tala um að rækta á þennan hátt fisk, sem fullnægir fjórðungi heimamarkaðar fyrir fisk, jafn gildi afla 250 togara. Annars er helzti galli við þetta hinn mikli kostnaður við að fóðra fiskinn, og veiða þarf £ höfunum fæðu fyrir hann. — Þess vegna er rætt um „bú- garða“. þar sem ungfiskur er ræktaður og síðan sleppt I eins konar stöðuvötn. Þá verður kostnaðurinn minni, en fiskur inn lengur að vaxa og hann deyr •frekar. Málið er á rannsóknarstigi. Japanir hafa þó gengið á undan í þessum efnum og stórfyrirtæk ið Unilever og brezka fiskimála stjómin hafa byrjað tilraunir með slíka „búgarða". Svona má rækta lúðu og kola. — Tilraunabúr á stöðuvatni í Bretlandi — og tími til röðunar og mælingar á fiskinum. GUÐMUNDUR þræddi hengiflugið — og slapp! Glæsileg taflmennska hans gegn Matulovic Friðrik og Matulovic tefla i kvöld í kvöld leiða stórmeistararnir Friðrik og Matulovic saman hesta sína á Reykjavíkurmótinu og Jón Kristinsson glímir við Hecht. Guðmundur Sigurjóns- son hefur forustu í mótinu með 7 vinninga eftir 9 umferðir. Hann náði jafntefli í biðskákinni við Matulovic í gær með mjö.g glæsi legri taflmennsku, Guðmundur þræddi hengifiug allt endataflið — og slapp, en hann var peði undir í hróksendatafli. Biðskákirnar sem leiddar voru til lykta £ gær fóru annars þannig, að Freysteinn og Matulovic sömdu um jafntefli f skák sinni úr fjórðu umferð. Benó- ný og Friðrik gáfu báðir biðskákir sfnar úr 8. og 9. umferð á móti Ghitescu. Hecht vann biðskák sína við Vizantiadis úr 7. umferð en jafntefli varð hjá Birni Þorsteins- | syni og Hecht í skákinni úr 8. um-1 ferð. Freysteinn vann Braga £ 7. umferð og Padevski og Vizantiadis, Jón Kristinsson og Jón Torfason gerðu jafntefli £ 9. umferð. Fjórum biðskákum er þá enn ó- lokið og veröa þær tefldar eftir há- degið f dag. Matulovic á tapaða stöðu í skákum sfnum við þá Jón Kristinsson og Amos. Þá eiga 'þeir Freysteinn og Ólafur, Bragi og Björn Þorsteinsson ólokið sínum skákum úr 9. umferð. Staðan er þá þessi effcir 9 am- ferðir: 1. Guðmundur 7 2.— 3. Ghitescu og Padevski 6 4. Matulovic 5V2 og 2 biSsk. 5. Amos 5 y2 og 1 biðsk. 6. Friðrik 5 7.— 8. Hécht og Jón Torfason 4% 9.—11. Freysteinn, Bjöm Þ. og Jón Kristinsson 4 og 1 biðsk. 12. Benóný 4 13. Bragi 3 og 1 biðsk. 14. Ólafur 2 og 1 biðsk. 15. Vizantiadis 2 16. Björn Sigurjónsson 1 Kvennaskólamátið: YFIRL YSINGAR STREYMA INN ÆTLAR LOÐNAN AÐ SNIÐGANGA AUSTFIRÐI? — Fimmtán skip leita i bliðskaparveðri, en ekkert hefst upp úr krafsinu Fimmtán bátar leita nú loðn- unnar í góðu veðri austur af Iandinu. Vfðáttumikið svæði hef ur verið leitað en árangurinn orðið næsta Iítill. í morgun fannst þó smátorfa nokkru sunnar, en skipin hafa haldið sig áður eða um 55° 20‘ N. Það sem annars hefur fundizt ‘ er dreift um allan sjó og fást að eins fáeinar tunnur. þegar kast að er á þessa dreifð. — Skipum mun trúlega fjölga á næstunni og menn vona aö loðnan hlaupi saman f torfur, þegar sunnar dregur, en hún er nú á sinni árlegu göngu suður fyrir land. Austfirðingum þykir að von- um súrt i broti að sjá á eftir loðnunni suöur fyrir land, án þess að neitt veiðist. Á Aust- fjörðum bíða verksmiðjur f hverjum bæ eftir loðnunni. At- vinnuástandið er ekkert of gott á Austf.iöröum heldur, ekki sízt vegna þess, að skinin leggja niöur þorskveiðarnar til þess að fara á loðnu. Yfirlýsingar í sambandi við Kvennaskólamálið streyma nú inn til blaðsins. Stjórn Stúdenta félags Háskóla íslands lýsir undrun sinni og óánægju yfir því, að hinir sex nefndarmanna menntamálanefndar neðri deild- ar Alþingis, er lýstu sig sam- þykka frumvarpinu um Kvenna- skólann, skuii hafa skorazt und- an að taka að sér framsögu á fundi þeim, sem fundanefnd S.F.H.Í. heldur í kvöld. Ennfrem ur harmar stjórnin, að háttvirt- um alþingismönnum skuli veit- ast erfiðara að mæla fyrir mái- um á almennum borgarafundum en í sölum Alþingis. Þá getur stjóm Keðjunnar, skóla félags Kvennaskólans í Reykjavík þess að félaginu sé algerlega óvið kornandi sú samþykkt er gerð hafi verið af einhverjum „nemendum Kvennaskólans og stuðningsmönn um þeirra‘‘ í sambandi við ferð ungs fólks á áheyrendapalla Alþing is. Lýsir stjóm Keðjunnar sig fyigjandi frumvarpinu, um mennta deild við Kvennaskóiann. Konur, sem gengust fyrir undir skriftasöfnun og skoruöu á Al- þingi að veita Kvennaskólanum ekki heimild til að útskrifa stúd- enta svara ásökunum skólanefndar Kvennaskólans á hendur sér með greinargerð. Lýsa þær einnig yfir furðu sinni á vinnubrögðum hins háttvirta Al- þingis á þessu máli. Þrátt fyrir and stöðu meirihluta menntaskólanefnd ar, sem skipuð er helztu skóla- mönnum l'andsins, og án þess að nokkur hlutlaus könnun færi fram á skoöunum ungs fólks, ungra kvenna, mennta- og kvennaskóla nema, sé máiið samþykkt í annarri umræðu í neðri deild, með 26 at- kvæöuin gegn 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.