Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 9
9 ^Í SIR . Miðvikudagur 28. janúar 1970. Aðalsteinn Eiríksson: „Skóli fyrir kvenfólk með kvennanáms- greinum þarf ekki að vera verri en stærðfræðideild eða mála- deild — heidur. aðeins ný námsleið...“ „Kvennaskólinn sem menntaskóli — ný námsleið44 — segir Aðalsteinn Eiriksson, kennari um kvennaskólafrumvarpið Öldumar hafa risið hátt, að undanfömu, um það hvort heim ila eigi Kvennaskólanum i Reykjavík að útskrifa stúdenta eða ekki. Sem vænta mátti em skiptar skoðanir rnn þetta mál, t.d. hafa nemendut Kvennaskól ans sjálfs skipzt í tvo hópa um málið. J^ðalsteinn Eiríksson, kennari í íslenzku og landafræöi í Kvennaskólanum lýsir sig fylgj andi frumvarpinu og segir: — Skoðun mín á fmmvarp inu hlýtur að fara eftir þeirri forsendu — hvort kvennaskólar séu skaðlegir eða gagnlegir. — Mér hefur ekki verið sýnt fram á að þeir séu skaölegir enda væri ég ekki aö kenna við kvennaskóla, ef ég héldi, að ég væri að gera ógagn með því. Það má náttúrlegá deila enda- laust um þessa forsendu, og hún finnst mér í raun og veru vera umræðugrundvöllurinn. — Hvers vegna telurðu kvenna skóla æskilega? — Ég tel, aö það sýni sig að þrátt fyrir jafna aðstöðu til menntunar skipi konur lægri sess í þjóðfélaginu en þeim ber og því verði aö reyna nýj- ar leiðir og þá á þeim grund- velli, sem fyrir er. Viö höfum þama kvennaskóla og mér finnst eðlilegt, að hann berjist fyrir eigin hag, það er, vexti sínum og viögangi og þvi að fylgjast með tímanum. Skól inn miðar að því að veita nem- endum sínum aukin tækifæri og betri menntun og þar er komið aö kjama málsins þörfinni á framhaldsmenntun. Tjaö eru allir að tala um það að það þur-fi að fjölga náms leiðum. Það að gera Kvennaskól ann að menntaskóla er ný náms leiö en eins og skipulagið er núna í skólamálum er hvergi gert ráð fyrir slíkri leið. Skóli fyrir kvenfólk með kvenna- námsgreinum þarf ekki að vera verri en stærðfræðid. eða mála deild — heldur aðeins ný náms leið, sem er starfrækt á borð við þessar deildir. Og hvernig þáö á aö vera spor aftur í tím- ann er n ér algjörlega óskiljan lent Við verðum að athuga það, as -paraa er algjöriega um frjálst val að ræða, ef menn vilja endilega hengja hatt sinn á það að þarna sé verið að skipa kvenfólki á lægri bekk. Ég get vel ímyndað mér, að þær konur séu til, sem gætu hugsað sér ,,störf við hæfi kvenna“ og þar af leiðandi „nám við hæfi kvenna.“ Með_ því að gera Kvennaskól- lnnn að menntaskóla er ver ið að fjölga leiðum í Háskólann, með þeim námsgr m.a. sem lík legt er að konur hafi meiri þörf fyrir en karlmenn. Það eru margar námsgreinar, sem koma til greina, en ekki endilega nýjar greinar. Meira máli skiptir það hvemig á- herzla er lögð á þessar náms- greinar t.d. efnafræöi, félags- fræöi og jafnvel tungumál. Ég gæti t.d. hugsað mér, að í tungu málakennslunni væri meiri á- herzla lögð á húmtnistísku hlið ina heldur en fræðimál í mál- fræöi. — Myndi þetta fyrirkomulag ekki leiða til þess, að nemendur veldu sér hliðstæðar námsgrein ar, þegar í háskóla væri kom- iö? — Jú, alveg eins og stærð- fræðistúdentar eða máladeildar- stúdentar gera það. Og það gera nemendurnir upp við sig um leið og þeir velja á milli, hvort þeir vilji stunda nám í stærð fræði-, mála-, náttúru-, eða „kvennaskóla“-deild. — Hvaða námsefni í Háskól anum væru þá að þínum dómi sérstaklega vel fallin fyrir nem endur „kvennaskóla“-deildar? — Öll húmanistísk fög, þau sem nú eru kennd og upp veröa tekin í framtíðinni. Þar undir myndi koma ýmislegt það sem ekki er enn kennt f Háskólanum t.d. félagsfræði og sálfræði. Ef ætti að undanskilja eitthvað mættj nefna verkfræði, Iæknis- fræði og aörar greinar, sem krefjast mikillar stærðfræði- og efnaþekkingar. Hvað snertir þá staðhæfingu að kvennaskólar séu skaðlegir fyrir kvenfólk, þá er það ó- sannað mál, eins og ég sagði áðan. Telpnaskóli frá Viktoríu- tímab'linu er fjarri þvf að vera sambærilegur við kvennaskóla þar sem nemendur eru sex til sjö tíma á dag og skólinn rekinn með það eitt fyrir aug- um að kenna þeim. er Mozart „Ef bað — máttu kalla á mig klukkan 12 að nóftu" Rætt við dr. Róbert Abraham Ottósson um afskipti hans af Brúðkaupi Figarós „Ég er ekki ég, ef ég er ekki með pípuna.“ Hann hallar sér aftur í stóln- um, ljósmyndarinn tek- ur myndir. Róbert Abra- ham Ottósson snýr sér að viðmælanda sínum. Það vaktí dálitla furðu tón- listarfólks, þegar það fréttist að erlendur hljómsveitarstjóri hefði tekið að sér hljómsveitar- stjóm á óperunni „Brúðkaup Figarós“. Einhverjum mun hafa dottið dr. Róbert Abraham Ott- ósson í hug, en stjóm hans á óperunni „Rakarinn frá Sev- illa“ hlaut mikið lof á sinum tíma. Síöan hefur dr. Róbert annazt hljómsveitarstjóm á ýmisum hinna stærstu verka tónlistarinnar og er fólki í fersku minni stióm hans og flutningur á Nfundu sinfóníu Beethovens. í sjónvarpsþætti um „Brúð- kaup Figarós“ kom i Ijós, að dr. Róbert hafði verið beðinn um að stjórna óperunni, sam- kvæmt þvi sem þjóðleikhús- stjóri,, sagljl, fyrlr þreiriut, til flmm árum, en eklq haft tíma til þess. Vísir fór fram á viðtal við dr. Róbert í tilefni þessara ummæla og varð hann góðfúslega við því. Síðdegis einn daginn i vik- unnl er leið var því blaöamað ur staddur í vistlegri stofunni hjá tónlistarmanninum við Hjaröarhaga. „Eigum við ekki heldur aö tala um Missa solemnis eftir Beethoven“, segir dr. Róbert, „Það er alltaf skemmtilegra að ræða um það sem fram undan er.“ En blaðamaðurinn gefst ekki upp. Og hann spyr: — Er þaö satt, aö þjóðleikhússtjór; hafi beðið yður að stjóma óperunni „Brúðkaup Figarós" fyrir 3 eða 5 árum? „Það er rétt hjá þjóðleikhús- stjóra, að hann hefir talað oft ar en einu sinni við mig um óperuflutning f Þjóðleikhúsinu — og þá ekki einungis um „Brúðkaup Figarós" — seinast í fyrravetur, sem staðfest er í bréfum er fóru okkar á milli á sl. sumri.“ — En þér neituöuð að taka við þessu verkefni vegna ann- ríkis? „Það er rétt í því er lýtur að nokkrum öðrum viðfangsefnum sem þjóðleikhússtjóri minntist á. Ég sagði honum, að ég hefði svo takmarkaöan tíma vegna embættis míns sem söngmála- stjóri að ég treysti mér ekki til að sinna æfingum og flutn ingj á öðrum óperum en þeim sem væru eftirlætisverk mín. Ef það ér Mozart sagði ég viö þjóðleikhústjóra, þá máttu kalla á mig kl. 12 aö nóttu! Þér skiljið: Ef hugur manns er ann ars vegar og hrifningin, þá er oftast til „tími“ þrátt fyrir ann- ir. Nei, meginástæöa fyrir þvi, að það slitnaði upp úr viðræð um okkar þjóðleikhússtjóra, mun hafa verið sú skoöun mín og krafa, aö óperan yrði flutt á íslenzku. Reyndar virtist þjóð- leikhússtjóri vera mér sammála um þetta atriöi sumariö 1968, og tjáði hann mér þá, að hann hefðj þegar beöið Bjöm Franz son og Þorstein Valdimarsson um að íslenzka texta óperunn ar, en án árangurs. Ekki leit ég þó svo á, að þar við ætti aö sitja, heldur taldi vfst, að leik hússtjómin myndi leita til ann- arra aðila f þessum efnum, svo sem til Egils Bjárnasonar, sem hefir þýtt mörg söngverk fyrir Þjóðleikhúsiö. eða t.d. til Thors Vilhjálmssonar, en Thor hefði getaö þýtt óperuna beint úr frummálinu, ítölsku." — Rædduð þið þjóðleikhús- stjóri þá um hlutverkaskipun- ina? „Já, vissulega. Og ég benti þá á vissa söngvara, sem ekki taka þátt í núverandi sýning- um óperunnar.“ — Var minnzt á hlutverk greifafrúarinnar? „Þjóðleikhússtjórj setti mér engin skilyrði um hlutverka- skipunina, og hvað viðvíkur frú Sigurlaugu Guðmundsdóttur, ef þér eigið viö hana þá gat enginn ágreiningur risið á milli okkar um hæfni hennar, þar sem ég hafði aldrei heyrt hana syngja. Reyndar leið veturinn og allt vorið 1969 án þess að ég kynnt ist rödd frú Sigurlaugar, nema lítilsháttar i sjónvarpsþætti, en þá kynningu getur ábyrgur tón listarstjóri ekki látið sér nægja þegar Mozart-ópera á f hlut. Hins vegar kom mér á óvart, þegar hljómsveitarstjórinn Al- fred Walter gat þess við mig 11. júní síðastl., að sér hefði verið falin stjórn óperunnar „Brúðkaup Figarós", en ráðgert væri að flytja hana f Þjóðleik- húsinu þennan vetur, á ftölsku". — Leitaði Alfred Walter þá ráða yðar um val fslenzkra söngvara í Figaróhlutverkin? „Ó nei, ekki gerði hann það, enda hafði þá þegar farið fram „raddprófun“ nokkurra söngv- ara, að hans sögn. Og þar með var afskiptum mfnum af fyrir- hugaöri sýningu „Figarós" lok- ið.“ — Hvað álítið þéi- um fram- tíð óperunnar á íslandi? „Ég er bjartsýnn. Það hefir hvað eftir annað sýnt sig, að hér er hægt að gera afbragðs- góða hluti. Og vitaskuld hlýtur að verða stofnaður óperuskóli innan tföar og á annan hátt unn ið skipulega að þessum mál- um. En hljómsveitarstúkuna í Þjóðleikhúsinu þarf að stækka, e.t.v. með því að taka 2—3 fremstu bekkina í áheyrenda- salnum. Hljómsveitarstúkan þarf að geta rúmað a.m.k. 50 manns. Það er nauösynlegt og sjálfsagt til þess að Þjóðleik- húsiö geti flutt sígilda drama- tíska söngleiki, eins og td. „Töfraskyttuna" eftir Weber eða jafnvel „Hollendinginn fljúgandi" eftir Wagner, svo að nefndar séu óperur, sem ég hef rætt um við þjóðleikhússtjóra og tel, að muni fá sterkan hljómgrunn hjá íslenzkum á- heyrendum." —svb— Dr. Róbert Abraham Ottósson: „Nei, meginástæðan fyrir því, að slitnaði upp úr viðræðum okkar þjóðleikhússtjóra, mun hafa verið sú skoðun mín og krafa, að óperan yrði flutt á íslenzku."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.