Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 7
60. áfrg. — Miðvikudagur 28. janúar 1970. — 23. tbl. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Sfðasta tákn frjáls- lyndisins fellur Afv skal tékkóslóvakiska Iréttastofan verða „áreidanleg málpipa kommúnistaflokksins" H Valdhafar í Tékkóslóvakiu hafa ákveðið að gera nauð- synlegar ráðstafanir til að tékkó slóvakíska fréttastofan CTK verði „áreiðanlegt tæki í hönd- um kommúnistaflokksins“. Framkvæmdastjóri fréttastofunn ar, Otakar Svercina, tilkynnti um þetta í gærkvöldi. Miklar breyting- ar verða á ritstjóm. Fréttastofan hefur til þessa að miklu leyti kom- izt hjá þeim hreinsunum, sem gerö- ar hafa verið meðal biaðamanna og útvarpsmanna. í bréfi, sem stjórn fréttastof- unnar sencR míðstjóm kommúnista flokksins, segir, að stjómarmönn- um hennar hafi „láðst að bæta úr þeim nústökum, sem oröiö hafi á umbótatimunum. — Nú fyrst hafi tekizt að afhjúpa hina hægri sinnuðu meölimi í stjórninni, og verði nú alveg hindrað, að þeir haldi áfram starfsemi sinni. Þá segir, aö stjórnmálaástandið í stjórn stofnunarinnar sé „afleitt". Enn lifir í hugum manna endur- minningin um „hið frjálsa CTK“ frá ágústdögunum 1968, þegar ríki Varsjárbandalagsins gerðu innrás sína. Hinir nýju ráðamenn frétta- stofunnar lofa því, að könnuð verði gaumgæfilega öll afglöp á tímabil- inu frá janúar 1968 til september 1969 og nauðsynlegar aðgerðir gerð ar gegn öllum, sem hafa framið mistök. Hinn umdeildi Hunt lávarður stjórnaði för Hillarys á Mont Everest Hunt lávarður snýr fagnandi heim frá Mont Everest við hlið Hillarys og Tensings. Dómaraefni Nixons sakað um kynþáttahatur Útnefning hans mun fyó væntanlega staðfest á b'mgi Fáir menn eru jafn mikið í frétt- unum þessa dagana og brezki lá- varðurinn Hunt. Skýrslur hans frá för til Bíafra herma, að fólk iþar sé ekki eins illa haldið og talih var og Nígeríumenn komi þar yf- irleitt vel fram við hina sigruðu. Stangast þetta á við frásagnir fréttamanna um ofbeldisverk, og hefur lávarðurinn staðið í ströngu. Hunt lávárður hefur áður komið við heimsfréttirnar og það á óum- deilanlegri hátt. Hann stjórnaði sem sé leiðangri Hillarys og félaga forðum dagá, þegar þeir Hillary og Nepalmaðurinn Tensing klifu Mont Everest, hæsta fjall heims, fyrstir manna. Hunt lávaröur er sagður maður hógvær, sumir segja að hann sé „hinn síðasti brezki séntílmað- ur,“ sem eftir sé. Þessi síðasti „séntilmaður" er hermaður, fjall- göngumaður, rithöfundur, æsku- íýðsleiðtogi og í seinnj tíð sátta- semjari f stjórnmáladeilum i Ulst- er og Nígeríu. Fáir hafa neitt íjótt um hann að segja. „Síðasta vika,“ segir Hunt lávarð ur, „var mínar mestu óhamingju- stundir á ævinni." Fyrir eftir Guðinn Júpiter varö höfðinu styttri á dögunum, þegar listaverka- þjófar hálshjuggu hann aö næturlagi í Villa Borghese-garöinum í Rómarborg. Iðka þjófar þetta mjög í Róm og selja svo fenginn efnuðum borgurum, sem nota þessa höggmyndahluta til skraut í húsum sínum og görðum. Þaö virðist ekki heiglum hent aö skipa hæstaréttardómara í Bandaríkjunum. Harold Cars- well, fimmtugur dómari frá Florida, sem Nixon hefur skipaö í Hæstarétt, hefur nú verið sak- aður um kynþáttahatur. Miklar deilur hafa sprottið af því, og hafa samtök svertingja gert harða hríð að honum. Er vitnaö til ræðu, sem Carswell flutti fyr ir 22 árum. „Ég er Suðurríkjamaður að uppruna, fæðingu og uppeldi og ég verð það í starfi mínu. Ég tel, að aðskilnaður kynþátta sé bezta fyrirkomulagið og hið eina rétta í okkar fylki." Þetta hafði hinn 28 ára Carswell sagt í ræðu sinni. „Ég hopa hvergi í minni stöð- ugu sannfæringu á þá grundvall- arreglu, að hvíti kynþátturinn sé æðri. Hann á að hafa völdin, og ég mun alltaf láta þetta stjórna gerðum rninurn." Carswell hefur nú lýst því, að hann sé algerlega fráhverfur þessum gömlu ummælum sínum „Þau eru viðbjóðsleg, að mínum dómi, bæði um orðalag og hugs- unarhátt", segir Carswell. Bend ir hann á, að hvorki í einka- lífi hans né lögfræðistörfum I sjö ár, hafi neitt komið fram, sem bendi til þess, að hann sé kynþáttahatari. Eru mestar likur til, að Cars- well fái nú staðfestingu á þingi, en samþykki þingsins er nauð- synlegt við skipun forseta á hæstaréttardömurum. um stjórnar- myndun í dag Úrslitalotan verður i dag í til- raunum til aö stokka upp spilin í stjórnmálum á Italíu. Leiðtog- ar mið- og vinstri flokkanna halda fundi í dag í sinum flokk- um og taka ákvörðun um, hvort nú skuli hrokkið eða stokkið. Spurningin er, hvort tekst að mynda stjórn kristilegra demó- krata, sósíalista, sósíaldemókrata og lýðveldissinna, sem við tæki af minnihlutastjórn kristilegra, sem sétið hefur um skeið. Samninga- tilraunir hafa nú staðið í mánuð, og eru menn mjög taugaveiklacSir í forystusveitum flokkanna eftir þetta, segja fréttamenn. Sósíaldemókratar hafa reynt aö 'flýta málinu með því að krefjast þess, að Rumor forsætisráðherra segi af sér þegar í stað, jafnvel þótt ekki tækist að ná samkomu lagi um stjórnarsamstarf fvrir þanu tíma. „Það þarf aö fylla .tóma- rúm í stjórnmálunum," segja þeir. Náist nú samkomulag í grund vallaratriðum, mun Rumor biðjas: lausnar og viðræður byrja um smá- atriðin. Verði hins vegar ekki sam- komulag, situr minnihlutastjórn kristilegra til vors, en þá eru bæja- og sveitarkostningar á Ítalíu. Eli er voðinn talinn vís og búizt viö glundroöa. Flutningaverkamenn hófu verl fall í Norður-Ítalíu í gær. ;! DREGUR FÖLLUM I DANMÖRKU Krafizt launahækkana vegna skattamála Heldur dró úr verkföllum í Danmörku í gær. Verka- menn krefjast Iaunahækk- ana vegna stefnu ríkis- stjórnarinnar í skattamál- um. Deilur munu hins veg- ar bíossa upp á þinginu. 800 verkamenn í fjórum fyrir- tækjum föru í skæruverkfall í gær, en á mánudag voru 2000 verka- menn í verkfalli. Þingið ræöir málið á morgun, og samningaviðræður eru aé hefjast á ýmsum .stigum. Jens Otto Krag, leiðtógi sósíai- demókrata, hefur hafn'að tilmælum frá formanni félags trésmiða um aö leggja til að . viröisaukaskattur- inn verði lækkaöur úr um '2.%% og verði 10%. Hins vegar-munu sósíaldemókratar fara fram á aukn ingu bárnálífeyris, lífeyrissjóös greiöslna, sjúkrabóta og atvinnu- leysisbóta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.