Vísir


Vísir - 16.02.1970, Qupperneq 1

Vísir - 16.02.1970, Qupperneq 1
m Fræknir feðgar nota þarfasta þjóninn Það kom sér vel i morgun að hafa kynni af þarfasta þjóninum, eins og sjá má. Þessir fræknu feðgar komu ríðandi sunnan úr Kópavogi, þegar bílar urðu haldlaust farartæki. Þeir eru Birgir Kristjánsson, járnsmíðameistari, og synir hans Jóhannes og Kristján. Jóhannes er reyndar starfsmaður Vfsis og komst tll vinnustaðar eins og aðrir á blaðinu, enda þótt hans aðferð hafi e. t. v. verið hvað snjöllust. SAMGONCUR IAMADAR UM MIKINN HIUTA LANDSINS ■ Blindandi skafrenningur skóf í alla vegi og lamaði allar samgöngur á Suðvesturlandi í nótt, svo að nánast hlauzt af neyðarástand. ■ Fullir áætlunarbílar af fólki voru alia nóttina að berjast við að komast til byggða og lentu margir í hinum verstu hrakningum, þar sem þeir sátu fast- ir í bílum í sköflum. Jafnvel innan þéttbýlis, eins og í Reykjavík, tók fyrir alla umferð, nema nokkrir vel útbún ir fjallabílar gátu brotizt í gegn um skaflana og flutt nauðstatt fólk í húsaskjól. „Hér hefur ekki linnt síma- hringingum fólks í nauðum, fólks sem nauðsynjastörfum þarf að sinna (eins og á sjúkra- húsum) og annarra, sem þarfn- azt hafa leiðbeininga“, sagði Páll Eiríksson, lögregluvarðstj. í viðtali við Vísi í morgun, en lögreglumenn, sem sumir hverj. ir brutust fótgangandi úr Kópa vogi og frá Seltjarnarnesi til vinnu sinnar, máttu hafa sig alla við í morgun og í nótt til þess að liðsinna fólki, sem lagt hafði í ófærurnar á smábílum með sumarhjólbarða, og til þess að reyna að greiða götur al- menningsvagna, sem sátu fastir á öðru hverju götuhorni. ■ Fólki komið í skjól „Það var mikil stoð í öllu þessu öngþveiti að við stóöum i talstöðvarsambandi við þrjá fjallabíla frá Guömundi Jónas syni, sem tíndu upp af götun- um farlaust fólk og komu því í skjól“, sagði Páll varðstjóri. Moksturstæki á vegum borg arinnar voru send kl. 5 í nótt til þess að reyna að ryðja helztu umferðaræðar en öll slík við leitni reyndist gjörsamlega til- gangslaus, því að á nokkrum sekúndum hafði jafnan skafið í allar slóðir aftur. í Kópavogi voru nær allar götur ófærar, en tveir ófæru- bílar frá deild SVFÍ I Kópavogi voru lögreglunni til aðstoðar við að bjarga nauðstöddum veg- farendum og sinna neyðarköll um. Skólar sendu út tilkynningar í útvarpi um, aö kennsla félli niður í öllum skólum Reykjavík ur og héldu foreldrar börnum sínum heima fyrir, nema nokk ur, sem lögð voru af stað í skóla sína áöur en tilkynningin barst þeim til eyma. Allt atvinnulíf lamaöist, þeg ar starfsfólk komst ekki til vinnu sinnar, utan einstaka mað ur sem brauzt áfram í gegnum blindandi skafrenninginn. Betur voru þeir staddir sem gripu til gamalla skíöa sinna og renndu sér milli borgarhluta á skíðum, meðan aðrir stóðu fastir í sköfl um, eða fariausir hjá biðskýlum strætisvagna. ■ Ólæknandi bjartsýni og bróðurkærleikur Þegar Vísismenn fóru á stjá í morgun var veðriö enn £ mikl um ham, en það voru einnig all ir þeir, sem voru komnir á stjá. Það er einkennandi fyrir fólk almennt, hvað allir verða hress ir og glaðværir, þegar svona stendur á og allir skemmta sér raunar mjög vel. Karlmenn fá útrás fyrir „karlmennskuna“ og hinn grái hversdagsleiki er víðs fjarri. Nokkrir voru þeir snemma í morgun, sem virtust þjást af ólæknandi bjartsýni. Þannig var það hreint ekki óalgeng sjón að sjá menn gera tilraunir á litlum keöjulausum bílum að brjótast í gegnum skaflana, en allir slík ar tilraunir voru dauðadæmdar. Margir gerðu það eina skyn samlega, að búa sig vel og þramma í vinnuna, sumir jafn- vel á skíðum og einstöku hesta- menn sáust £ umferðinni. — Þeir, sem fóru fótgangandi lentu margir upp i fjallabflum fyrr en varði, þvi f svona óveðri verða allir „bræður'* og hjálp- fýsin og bróðurkærleikurinn er mjög áberandi. ■ Strætisvagnar I vandræðum Strætisvagnamir hófu akstur £ ófærðinni i morgun, en þegar þeir komu ekki aftur var hætt að senda út vagna. Liðlega átta • Þessi svipmynd sýnir Reykjavík eftir snjðkomuna mildu, líklega þá mestu í ein 20 ár eða svo. Öskjuhlíðin var lítt árennileg. Þar stóðu mjólkurbílar f biðröð og strætisvagn fastur. (Ljósm. Vísis BB). £ morgun voru sex vagnar fastfe' á mótum Nóatúns og niöor Laugaveginn. Um hádegisbilið voru þrir vagnar í feröum, Kleppsvagninn sem ók að Sunnutorgi, Vogavagninn að Elliðaárvogi og Bústaðahverfi inn Miklubraut að Akurgeröi. Stór hópur farþega, sem ætl uöu með strætisvögnunum snemma í borgun urðu aö bföa árangurslaust eftir vögnunum, sem sátu fastir hingaö og þang aö út um borgina. í morgun var unnið úð því aö draga vagnana aftur á geymslustaði þeirra. Margir urðu því að nota tvo jafnfljóta í morgun og komust þeir leiöar sinnar, sem það gerðu. Aðrir gripu til þess að ganga á skíðum í vinnuna og enn aðrir til hesta. Einu farartækin sem voru eitt hvaö að ráði á hreyfingu í morg un voru snjóbílar, vélknúnir snjósleðar og vel útbúnir jepp- ar. B Ameríkanar á skemmtireisu Ameríkanar af Vell- um ætluöu í gær í skemmti- reisu um Hafnir og til Grinda- víkur f góða veðrinu. Veðrið reyndist hins vegar ekki jafn gott alla feröina, þegar kom út á Reykjanesiö týndu hermenn- irnir veginum, þar sem snjónum kyngdi niður og varla sá út úr augum fyrir hríð. Létu þeir fyr irberast í bílunum til kvölds, en þá kom lögreglan í Grinda- vík með aðstoðarmenn og bjarg aði þeim til bæja. Þeir voru komnir í húsaskjól laust eftir miðnætti Sjá fréttir bls. 10 og 16

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.