Vísir - 16.02.1970, Síða 2

Vísir - 16.02.1970, Síða 2
SHARON TATE- morðið kvikmyndað Á meðan fær Polanski ekkert að starfa — og konur gera honum lifið leitt með ásælni Ákveðið hefur verið að gera kvikmynd um harmleikinn í Bel Air, þegar hippíar myrtu leikkon- una Sharon Tate, og nokkra heimilisvini hennar og manns hennar, Roman Polanski, leikstj. Leikkona hefur veriö valin til þess að fara með hlutverk Shar- on Tate, en það er Vittoria Solin as hin italska, sem var ein af nánustu vinkonum hinnar myrtu. Þær væru jafnöldrur núna, ef Sharon Tate væri á lífi ennþá, en þær kynntust fyrst í Róm og um Vittoríu sagði Sharon eitt sinn: „Hún gæti vel verið systir mín. Svo lík er hún mér í útliti og að hugarfari". Réttarhöldunum í máli hippí- anna, sem handteknir voru grun- aðir um blóðbaðið í Bel Air, er ekki lokið ennþá, og vart hálfn- uð einu sinnj af fréttum að ut- an að dæma. AXM1NSTER býður kjör við allrct hœfi GRENSÁSVEGl 8 SIMI 30676. Roman Polanski er um þessar mundir í París, en þar hefur hann haldiö sig aö mestu síðustu vik- urriar og mánuðina, þvi aö i Hollywood unir hann sér ekki. í viðtali við Italska blaðiö „La Stampa“, segir hann, að mynd Sharon Tate fylgi sér, hvert sem *hann fari, og hann fái aldrei þurrkaö hana úr huga sínum. „Mér finnst hún stundum næst um likamnast við hlið mér, svo ég þurfi ekki annað en rétta hend ina til hennar til þess að snerta hana. En það er þó ekki það erfiö- asta. Heldur hvískrið I fólki, hvar sem ég fer. Þjónar spyrja mig dónalegra spuminga og jafn vel vinir mjnir eru ekki til friðs. Verstar em þó konumar, sem halda að þær hafi fundið heppi VATNSLAS l FYLGIR | HVERJUM VASKI STAÐLAÐIR fcsERSMIÐI* r * ORASY BLÖNDUNAR i TÆKI HURÐASIAL STALVÖRUR, Vísir vísar á mðskiptin SKOLVASKAR ELDHÚSVASKAR SMIÐJUBÚÐIN VIÐ HÁTEIGSVEG --- 21222, Þessi mynd var tekin af Sharon Tate nokkrum vikum fyrir morðið. legt herfang þar sem ég er. Þær íhalda aö ég sé þurfi fyrir konu til þess aö hugga mig í raunum mínum. Það er alveg óþolandi“. Polanski segir I viötalinu, aö sér kæmi bezt að fá nógu mik- ið að gera til þess að geta sökkt sér I starfið og gleymt hörm- ungunum. En I því tilliti horfir ekki vel fyrir honum. Sagt er, að Paramount-kvikmyndafélagið, sem hann er samningsbundinn við, hafi ekkert verkefni á prjón- unum handa honum í náinni fram tíð. Tvær kvikmyndir, sem hon- um var upphaflega ætlað að stjórna, hafa verið fengnar öðr- um til úrvinnslu. „Mér finnst eins og fólk I Am eríku sé næstum hrætt við þetta drungalega andrúmsloft, sem elt ir mig I skugga morðanna", sagði Polanski. Taka myndarinnar, sem gera á um morðin á Sharon Tate og vin um hennar, á að hefjast meö vor inu. Roman Polanski: „Verstar eru konurnar, sem halda, að þær ' eigl alls kostar við mig núna.“ Nýtízku gluggatjaldabrautir frá Gardínía og allt til- heyrandi. — Þær fást með eða án kappa, einfaldar og tvöfaldar, vegg eða loftfestingar. ÚrvaJ viðarlita, einnig spónlagðir kappar í ýmsum breiddum. Gardínubrautir sf. Laugavegi 133, sími 20745.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.