Vísir - 16.02.1970, Qupperneq 7
VfSIR . Mánudagur 16. feBröar 1970.
7
Festival i GLAUMBÆ:
Siggi hættur
í Pónik!
Úthljóð á sviðinu. Salurinn var þéttskipaður áhugasömum áheyrendum. — Ljósm. Ástþór
— og byrjaður að æfa
Eins og kunnugt er, var haldið
Pop-Festival í Glaumbæ þriðju-
dagskvöldið 3. febrúar s.l. Spiluðu
þar sex nýjar hljómsveitir og
ein gamalkunn, Júdas, auk þess
sem söngtríóið Fiðrildi lék nokk-
ur lög og fransararnir Gaston og
Patrice létu einnig til sín heyra.
Mikill fjöldi sótti „hljómleika"
þessa — ég mundi gizka á sex
Siggi. Maður kvöldsins
til sjö hunduð manns — og voru
þar komnir óskaáheyrendur, eins
og' einum hljömsveitarmanninum
varð að orði, þ. e.a. s. áheyrend-
ur, sem komnir voru til að hlusta
og „paela" í því sem hljómsveit
imar höfðu fram aö færa. Hvort
sem áheyrendurnir hafa verið
svo ánægðir með hljóðframleiöslu
hljómsveitanna, eða ástæðan
liggur annars staðar, þá heyrðist
ekki ein einasta óánægjustuna
utan úr sai allt kvöldið. En aftur
á móti var þeim klappað lof í
iófa, sem stóðu sig vel á sen-
unni.
Blues-gítarinn í „Litla Matjurta-
garðinum"
Nóg um ágæti áheyrendanna,
en aftur á móti nokkur orð um
hljómsveitirnar sjáifar. Þær voru
sem sé sjö i allt — Tatarar boð
uðu forföll á siðustu stundu.
Sem heild fór samsteypan
fjáning/Tárið einna bezt út úr
kvöldinu, en sú hljómsveit er
SKipuð sjö spilurum með hljóð-
l'ærin: orgel, gítar, bassa, tromrp
ur, saxófón og trompet, svo hafa
þeir að auki prýðisnáunga til að
annast sönginn. Lengi l'eit út fyr-
ir að þessi hljómsveit gæti 'ekki
orðið með á Festivalinu, þar eð
trommuleikari var ekki ráöinn i
bandið, en á síðustu stundu tókst
að fá Sigurö Karlsson, trommu-
leikara hjá Pónik, til að lemja
með TjáningulTárinu...
húðirnar þetta eina kvöld. Nýj-
ustu fregnir herma, að Siggi hafi
kunnað svo vel við sig í þessari
nýstofnuðu hljómsveit, að hann
hafi nú kvatt sína gömlu félaga
í Pónik og fastráöið sig í Tján-
ingu/Tárið. Er víst ekki of sagt,
. að þar eigi hann réttilega heima
— það geta þeir verið til vitnis
um, sem sáu hve vel Siggi lifði
sig inn í hljómlist T./T. á Festi
valinu.
Af öðrum einstaklingum í hin
um sundurleitu hljómsveitum,
væri helzt að geta Kána gítar-
leikara í Mods, en hann stóð
þama fyllilega fyrir sínu hvað
spil og skeggsöfnun áhrærir.
Kári er sá eini, sem eftir
er af upprunalegum stofnendum
hljómsveitarinnar, en margt
góðra manna hefur komið við
sögu hennar, þar á meðal þeir
Svenni og Kútur í Ævintýri.
Og þá má heldur ekki gleyma
gítarleikaranum í Matjurtagarð-
Gummi trommari í Úthljóði.
inum og trommuleikaranum i
Úthljóði, en þeir sýndu báðir mik
ii tilþrif í leik sínum.
Festivalgestir hafa all skiptar
skoðanir á ágæti þeirra söngvara,
sem sungu með hljómsveitunum
og skal hér enginn dómur lagð
ur á þeirra framlag, en þaö var
samt mál manna, að söngvurun-
um, svo og mörgum hljóðfæra-
leikaranum hafi reynzt mörg af
viðfangsefnunum full strembin
við að eiga, og voru það þá helzt
Led Zeppelin-lögin sem vildu
bögglast fyrir þeim.
I hljómsveitinni Frið er söngv
ari sá, sem söng með Bendix
sálugu áður en Björgvin Halldórs
son, núverandi popstjarna kom
tíl skjalanna og leysti hann af
hólmi — en þetta var nú óþarfa
Kári, sá með skeggið í Mods
útúrdúr, svo og það að á næsta kvartettum skipuöum ungu fólki skemmtun — Gamla Bíó var jú
SAM-Festival er fyrirhugað að og hefur helzt komið til tals, að lengi einn aðal hljómleika- og
safna saman ýmsum kórum og leigja Gamla Bíó undir þá söng konsertsalur borgarinnar. þjn:.
Auglýsing um forval á verktökum
til hraðbrautaframkvæmda
Vegagerð ríkisins ráðgerir að efna til útboðs í ár á framkvæmdum við
lagningu um 56 km af hraðbrautu m á Vestur- og Suðurlandsvegi. Veg
arkaflar þessir verða með tveimur akreinum og slitlagi úr malbiki og
olíumöl.
Útboði mun verða skipt í tvo flokka:
1. í fyrri flokknum verða tveir vegarkaflar, alls um 10 km. Jarðvinna
verður um 525.000 rúm., þar af um 205.000 rúm. skeringar og fyll-
ingar úr hrauni. Auk þess nokkrar smábrýr (minni en 10 m) og ræsi.
Útboðsgögn þessa flokks verða tilbúin í maí n.k., og munu verktak-
ar, valdir samkvæmt forvali, fá 60 daga til þess að ganga frá tilboð-
um. Áformað er, að framkvæmdir hefjist í september eða október
næst komandi. \
2. í seinni flokknum verða sex vegarkaflar, alls um 46 km. Jarðvinna
verður um 1.070.000 rúmm., þar af um 840.000 rúmm. skeringar og
fyllingar úr hrauni. Auk þess nokkrar brýr og ræsi.
Útboðsgögn þessa flokks verða tilbúin í október eða nóvember n.k.
Verktakar, valdir samkvæmt forvali, fá 60 daga til þess að ganga frá
tilboðum. Áformað er, að framkvæmdir hefjist í byrjun maí 1971.
Aðeins þeim verktökum, sem samkvæmt forvali verða taldir hæfir,
verður boðið að senda tilboð, og verða tilboð frá öðrum en þeim ekki
opnuð.
Verktakar, sem óska eftir að taka þátt í forvali, geta fengið helztu upp
lýsingar um verkið, ásamt öðrum gögnum um forval, hjá Vegagerð rík-
isins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 2000 kr. skilatryggingu.
Forvalsgögnum skal skilað fullfrágengnum til Vegargerðar ríkisins
fyrir kl. 12 á hádegi hinn 6. apríl n.k.
Reykjavík, 14. febrúar 1970
Vegagerð ríkisins.
CHLORIDE-
JttwXZ
Allar stærðir rafgeyma
í allar tegundir bifreiða,
vinnuvéla og vélbáta.
Notið aðeins það bezta.