Vísir - 16.02.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 16.02.1970, Blaðsíða 10
10 VÍSIR . Mánudagur 16. febrúar 1970. Flugfarþegar veðurtepptir í hálfan sólahring í rútu ágætlega um okkur. Fólkið blundaði inn á milli og það var nægur hiti í bílnum. — Yngsti farþeginn þriggja ára snáði var t.d. hinn hressasti og fór ágæt- lega um hann en alls voru þrjú börn í rútunni. ' í sunnanverðri Öskjuhlíð varð svo rútan olíulaus, en úr því var fóikinu óhætt og fólki í tveimur öörum rútum, sem lenti í svip- uðum hrakningum á leiðinni frá Keflavík. „Við komum að rútunum við kirkjugarðinn í Hafnarfirði," sagði Guðmundur Jónasson, Þriggja ára drengur var meðal farþeganna # Þetta var alveg band- brjálað veður og úti- ^okað að fara með far- þegana út úr rútunni við Hafnarf jörð inn í hús, þó að stutt væri að fara svo við héldum þetta út í bílnum, sagði Elísabet Jónsdóttir flugfreyja Flugfélags íslands, sem lenti í 12 klukkustunda hrakningum á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur í nótt og í morgun. — Bíllinn hristist og skalf og það sá ekki út úr augum, en okkur leið ágætlega. Fjörutíu farþegar og átta manna áhöfn var I rútunni, en fólkiö var að koma með þotunni frá Kaupmannahöfn og Ósló. -r Við lögðum af stað frá flugvell- inum kl. 9.20 I gærkvöldi, en lenturn fyrst í verulegum vand- ræöum við Stapa, þar sem rútan var föst hátt á annan tíma. Rétt ofan við Hafnarfjörð stönzuðum við í fjórar klukkustundir og síð- an aftur við kirkjugarðinn í hálfa klukkustund. Allan tímann var veðrið væg- ast sagt kolbrjálað en það fór hinn kunni fjalla- og ófærukappi í viötali við Vísi í morgun. Við hittum á tvo veghefla sem ruddu okkur leið í bæinn. Fólkið komst því á Hótel Sögu kl. 10 í morgun eftir rúmra 12 tíma hrakninga, þar sem fólkinu var gefin hressing og margir sem ekkj komust heim gistu. Þetta var þá búinn að vera strangur gangur hjá áhöfn þrot- unnar. Það vaknaði snemma í gærmorgun og hafið verið í Salzburg í Austurríki, Kaup- mannahöfn, þrisvar sama dag- inn, í Ósló og loks á Keflavíkur- flugvelli. — V.J. Vorum að í 55 alla nótt“ — segir Guðmundur Jónsson, bilstjóri „Við erum búnir að vera að í al!a nótt“, sagði Guðmundur Jónas son, sem landskunnur er af fjallaT. ferðum sinurii og ýmsum svaðilför um og líklega allra bílstjóra reynd astur i akstri við erfið skilyrði. Fjallabílar háns komu i góóar þarfir í nótt og í morgun, þegar flestir stórir bílar sátu fastir, að ekki sé minnzt á smábíla, og' naut Framarar — Framarar Nokkrir eldri félagar gangast fyrir skemmt- un fyrir Framara 25 áfa og eldri í Las Vegas laugardaginn 28. febrúar. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 7.30 e. h. Mjög nákvæmar upplýsingar gefnar í Straumnesi, Lúllabúð og Bólstrun Harðar. NEFNDIN ITT SCHAUB-LORENZ GELLIR sf. Garöastræti 11 Sírni 20080 lögreglan góðrar aðstoðar reyndra bílstjóra Guömundar til þess að sinna nauðstöddum vegfarendum, sem sátu fastir í sköflum á götum borgarinnar. „Við höfum hirt upp fólk sem verið hefur á stjái, eða setið hefur fast í bílum, og einstaka bílum höf- um við kippt úr sköflum, þótt slíkt væri reyndar til lítils, því þeir festust jafnan aftur.“ sagði Guð- mundur, og sýndi lítil þreytumerki, þótt hann hefði komið úr langferð frá Hvammstanga í gærkvöldi kl. 10 og svo allur þeysingurinn í nótt. „Ferðin frá Hvammstanga gekk prýðisvel, nema í Brynjudal í Hval- firði var allt teppt vegna smábíla, sem sátu fastir, og eins á Kjalar- nesi. Verstir eru þessir smábílar, sem leggja í akstur í svona færð, með hjólaútbúnað eins og að sumarlagi og svo stjórnleysið þegar svona vandræði bera uppá. T.d. eru 60 manns búnir að sitja fastir á Sand skeiði í 15 klukkustundir, og eng- inn er farinn til þess að hjálpa því núna kl. 10 aö morgni". —GP Erfiðir flutningar á mjólk • Illa horföi með mjólkur- flutninga í morgun og útlit var fyrir, að Reykvíkingar gætu orð ið mjólkurlausir, ef veður héld- ist óbreytt, eins og það var í nótt og í morgun. Fimm mjólkurbílar frá Mjólkur- búi Flóamanna voru þó sendir strax i morgun og orutust þeir við illan leik upp i Hreppa og í Biskupstungur. en skönimu áður en blaðið fór i prentun voru fleiri mjólkurbílar að leggja af stað inn á Rangárvelli, því fréttir höfðu borizt af sæmilegri færð þar á vegum. Þegar veðrinu slotaöi, varð útlit strax betra, því að þá varð strax auðveldara að moka vegi og rvðja mjólkurbílum braut svo. aó líklega veröur ekki skortur á mjólk —GP ■■.'y's'<\VSSS/SSS/SSSMSSÍ&*V/*S*S/SA-.'S*,-ji,V/s. • Þeir skynsömu tóku fram skíðin í morgun, — þetta reyndist eitt hið bezta farartæki í umferðinni á götum Reykjavíkur í morgun. Þessi mynd var tekin í Skipholti. 50—60 manns veðurteppt á Sandskeiði i nótt Jarðýta á leiðinni i morgun til bjargar ÞRJÁR rútur, stór veghefill og fleiri farartæki voru veð- urteppt og föst á Sandskeiði í nótt. Einnig voru tveir veg- heflar fastir á Kjalamesi. — Snjóruðningstæki, sem lagði af stað frá Keflavík klukkan sjö í gærkvöldi kom til Rvík- Mannhæðar- háir skaflar Mannhæðar háir skaflar eru nú víða um Reykja- vík, en sumar götur snjó litlar, þar sem hefur skaf ið af þeim í nótt. — Snjókoma og hvöss suðaustan átt í nótt og fram á morgun varð til þess að færð spilltist. Veðrið gekk yf- ir Vesturland og suð- urströndina og komst stormurinn í 9 vindstig í Reykjavík. Vægt frost fylgdi bylnum. I morgun hafði veðrið gengið niður og komin hæg suðvestanátt á Reykjanesskaga og á Snæfells- nesi. Veðrið haföi færzt austur eftir landinu og klukkan níu var versta veðrið á Suðausturlandi og á Vest- fjörðum. Engin sn.iókoma var í nött á austanverðu landinu, allt frá Eyiafirði til Austfjarða. Snjókoma var mjög misjöfn á Vesturlandi og við suðurströndina. Ekkert snjóaði f nótt í Síðumúla í Borgarfirði en í Reykjavík mældist 9 mm úrkoma. sem myndi sam- svara 9 cm. snjódýpt. 15 mm úr- koma mældist á Reykjanesvita en 11 mm í Vestmannaevjum. Fyrir austan fjall var lítil sem engin úr- koma í uppsveitum og engin úr- koma mældist á Hellu. I morgun var vfirleitt vægt frost á landinu, mest 9 stig á GrimsstÖð- um Spáö er suövestan- og yest^n- átt um allt land á morgun og élja- gangi vestan’ til á landinu. — S.B. ur klukkan átta í morgun. Allir vegir í nágrenni Reykja- víkur voru lokaðir og ófærir í morgun og einnig leiðin austur fyrir fjall. Menn frá Vegagerðinni hlutu kalda gistingu þar sem þeir voru veöurtepptir á snjómoksturs- tækjum sínum á fyrrnefndum stöðum. Hjörleifur Ólafsson hjá Vega gerðinni sagði starfsmenn Vega gerðarinnar hafa lent i hinum verstu erfiðleikum við að bjarga fólki. — Snjómoksturstæki okkar og menn hafa orðið að liggja úti í nótt. Fyrstu aðgerð- irnar eru að reyna að ná til þeirra með jarðýtum héðan úr Reykjavik. Það virðist vera aö þrátt fyrir margítrekaðar aðvaranir okkar i útvarpinu í gær hafi menn ekki tekið þær alvarlega og kjánazt af stað. Þar vil ég eink- um nefna menn með rútubíla, sem hafa lagt út í tvísýnu með farþega. Þrjár rútur, sem voru að koma að austan sitja fastar á Sandskeiði og eins og má bú- ast við að einhverjar bifreiðar séu á Kjalamesi og á austur- leiðinni. Þá sagði Hjörleifur, að austurleiðin verði rudd eins fljótt og hægt verði að koma því við, einnig leiðin upp á Kjal arnes, en hann vissi ekki hvað yrði um Suðurnesjaleiðina. — Eina leiðin, sem fær var í morg un var Hafnarfjarðarvegurinn frá Engidal til Kópavogs. — Fljótlega yrði byrjað að ryðja veginn frá Selfossi. — Við höfum varla getað náð andanum fyrir hringingum í morgun, sagði Hjörleifur að lok um. —SB— Strandtaði Mí' >■ 16. sióu. tyrir strandstaðnum og höfðu stöð ugt samband við skipiö, en gátu lítið annað aðhafzt. Skipveriunum sex var öllum bjargað í land í björgunarstól sum ir drógust dálítið i sjó á leiðinni ( land en allir sluppu þó heilir á húfi. Varðskipið Þór dró svo bátinn af strandstað í gær — og mun hann ekki ýkja mikið skemmd- ur. —JH—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.