Vísir


Vísir - 17.02.1970, Qupperneq 1

Vísir - 17.02.1970, Qupperneq 1
snjór frá 1952 Mesti Heiðskírt og stillt veður var um Suður- og Vesturland í morgun, og þokublettir á þeim stöðum, sem veður var stilltast. í Reykjavík er snjódýptin tal in vera um 35 cm., þegar miðað er við jafnfallinn snjó. Blaðiö hafði samband við Jónas Jakobs son veðurfræðing í morgun, sem sagði snjóinn líklega vera meiri nú en árið 1957 vegna þess, að hann sé miklu þéttari 1 sér. Hins vegar mun hafa mælzt öllu meiri snjódýpt árið 1952. Nokkurt frost fylgir góöa veðr- inu, en mesta frostiö mældist á Hellu og á Þingvöllum. Á Hellu var hrímþoka samfara frostinu. í Reykjavík var 4 stiga frost. Þokublettimir, sem gætti á nokkrum staðtun I mnngHn stafa af kókran saks lofis nRSri við snjóínn. 1 fyrramáti tná búast váö að aftur hafi skipt um og góðviðrið horfið, en spáln er að þykkni upp í nótt og hwöss suðausían átt og snjókoma hejgi aftur á Reykyfkinga. -SB- L M. Ericsson hugleiðir símasam- setningarverksmiðju hér Þyrfti þá 5000 konur til oð v/nno / verksmiÓjunni 0 Innganga íslands í EFTA, Fríverzlunarsam- tök Evrópu, skapar mörg tækifæri í atvinnulífi lands ins, hvort sem er aö eigin frumkvæði eða í sambandi við erlend stórfyrirtæki. Sænska símaframleiðslufyriftæk- ið L. M. Ericsson hefur þannig sýnt nokkurn áhuga á því að koma upp samsetningarverksmiðju hér á landi, en talað hefur verið um, að til þess þyrfti um 5.000 konur, sem ynnu hálfan daginn. Það ligg- ur hins vegar ekki ljóst fyrir, hvort t. d. hér á Stór-Reykjavíkursvæð- inu eru fyrir hendi svo margar kon ur, sem áhuga hafa á hálfsdags- vinnu, þó að mjög hafi skort slíka vinnu fyrir húsmæður. Það er sænski læknirinn og ís- landsvinurinn Bo Aakerén, sem hef ur haft milligöngu i þessu máli, sem mun þó ekki vera komið neitt á viðræöustig við íslenzk yfirvöld.. Aakerén hefur nefnt þessa hug- mynd við einn forstjóra Ericsson, sem er persónulegur vinur hans, og hefur fyrirtækið sýnt þessu nokkurn áhuga. í þessu sambandi má geta þess, að Aakerén hafði milfigöngu á sama hátt að koma upp verksmiðju Ericsson í afskekktu byggðarlagi, þar sem hann var áður laaknir, en hann er nu borgarteknir í Stokk- hólmi. Enn er aiis óvíst, hvaö úr þessu verður, en þessi hugmynd sýnir, aö ýmis tækifæri eru fyrir hendi við inngönguna í EFTA, en vandamál íslenzkra yfirvalda nú er kannski að velja og hafna. Þess má geta, að Bo Aakerén hefur sýnt íslenzkum máiefnum mikinn áhuga.Haim hefur m. a. unn ið að tiilögom ta bættrar teknis- þjónustu hér á landL Þá hefur hann og kona hans styrkt fslenzka náms- menn tíi náms í Sviþjóð. Útilegubátar með 75 tonn s túr í Grindavík hefur hvað mestur afli komið á land í vetur eins og raunar í fyrra. Núna 15. febrúar voru 4.100 lestir komnar þar á land, en um þetta leyti í fyrra var enginn afli kominn úr sjó vegna verkfalls. — Aflahæstu bátamir i Grindavík eru Arnfirðingur með 358 lestir í 26 róðmm og Geirfugl með 340 lestir. Báðir hafa verið á netum og aflinn er mestmegnis ufsi. Af línubátum í Grindavík hefur Þórkatla II. mestan afla 213 lestir, en skipið hefur verið á útilegu, Útilegubátamir hér í Flóanum hafa raunar fiskað mjög vel í vetur og útkoman er trúlega mun betri hjá þeim en dagróðrabátunum. — 1 gær kom til dæmis Ásþór til Reykjavíkur með 75 lestir eftir viku útilegu og Ásbjörn landaði hér á föstudaginn 60 tonnum. — Kefl- víkingur landaði í Keflavík 68,5 tonnum í gær eftir vikuútilegu líka. Afli útilegubátanna er yfirleitt góð- ur fiskur til vinnsiu. Netabátar fengu sumir góðan ufsaafla suður í Miðnessjó fyrir helgina. Til dæmis fékk Helga RE þar 47 tonn. en £ gær voru fáir á sjó og aflinn yfirleitt tregur. Lítið fiskast í net og troll hjá dagróðra- bátum og netabátar fara margir varhluta af ufsahrotunni. — J.H. — Ýta dregur langferðabíla úr mannhæðarháum snjónum hjá Sandskeiði, en þar höfðu bflamir setið fastir í næstum sólarhring. Ljósmyndina tók ljósm. Vísis, Bragi Guðmundsson, sem var 5 klst. aö brjótast upp á Sandskeið í gær. „Nær að koma með bita!" — sagbi fólkið / rútunum, svangt og langþreytt „Ég hef ekkert borðað síðan á hádegi í gær (sunnudag),” sagði einn farþeginn, þegar Ijósmyndara Vísis bar að rút- unurn þrem í festunni á Sand skeiði í gærdag. Matur virtist vera fólkinu efst í huga, og öðrum varð að orði um þyrilvængju, mannaða sjónvarpsmönnum, sem sveimað hafði yfir rút- unum um morguninn: „Það hefði verið nær, að þeir hefðu komiö með bita með sér!“ Heilan sólarhring var fólk að hrekjast í þrem áætlunarbílum, sem lagt höfðu af stað frá Fljóts hlið, Ljósafossi og Þorlákshöfn í fyrrakvöld kl. 6 og 8. í alia fyrrinótt sat fólkið í rútunum fast í sköflum á Suðurlandsveg iiium ofan við Sandskeið. Það var ekki fyrr en um kl. 6 í gærdag, að fólkiö komst til byggða, og var þá búið að kúra í bíluit-im allan tímann, matar- laust og svefnvana, en eftir at vikum sæmilega haldið og hlýtt. Einn bílanna hafði talstöð og gat í fyrrakvöld gert viðvart um, hvernig komið væri fyrir bílunum, en snjógplógur, sem sendur var úr Reykjavík til að- stoðar, strandaði, þegar hann var kominn upp fyrjr Lögberg, og urðu stjómendur hans að láta fyrirberast i honum um nóttina. Eins og hráviði á vegunum voru yfirgefnir bílar, og til þess að ýtur kæmust til þess að ryðja brautirnar, urðu þær fyrst að draga bílana úr slóðunum. Hjálp barst fólkinu ekki fyrr en ýta ruddi sér leið að bílunum kl. 4 í gær og hafði hún lagt af stað snemma morguns, en í slóð hennar fóru plógurinn og minni vélskófla. En seinlega gekk þó ferðin í bæinn, enda var mikill snjór á þessum slóð- um, og erfitt að ryðja greiðfæra braut. Að vonum voru sumir gramir og leiðir yfir þessari óskapa töf og óþægindiim hennar vegna, og voru sumir ómjúkir £ máli yfir því, að ekki hefði ver- ið varað við færðinni, áður en lagt var af stað, en aðrir töldu, að bilstjórarnir hefðu ekki sinnt sem skyldi þeim viðvörunum, sem útvarpað hafði verið í fyrra dag. Klukkutíma síðar var búið að opna leið fyrir lest bíla, mjólk- ’urbíla, áætlunarbíla og minni bíla, sern komu að austan, en voru hindraöir af ófærðinni nokkm austan við Sandskeið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.