Vísir - 17.02.1970, Side 2

Vísir - 17.02.1970, Side 2
og hörnin eru undir stöBugri lögreglunjósn — pabbinn var lestarræningi Ekki einu sinni á kyrrlátum eft ströndinni með sonum sínum irmiðdegi sem þessum, fær kon- þremur, fyrir vökulum augum an á myndinni að vera í friði á leynilögreglumanna. Þeir sleppa henni aldrei úr aug sýn eitt einasta fótmál og það var bara fyrir kurteisissakir, aö leynilögreglumaðurinn, sem fjöl- skylduna elti þennan daginn, brá sér úr. sjónvídd ljósmyndavélar- innar, meðan myndin var tekin af frú Charmain Biggs, sem er gift Ronald Biggs — einum þeirra, sem stóðu aö iestarráninu mikla í Bret landi hér fyrr á árunum. Ronald Biggs er einn þeirra manna, sem Interpol og lögregl- ur brezku samveldislandanna hafa einna mestan hug á að ná tali af og leita dyrum og dyngj- um að, en þar til þeir ná honum, mun lögreglan aldrei sleppa konu hans.úr augsýn. Þeir hafa heitið henni því. Það eru næstum fimm ár liðin, siðan Ronald Biggs strauk úr ensku fangelsi og flúði til Ástra liu með fjölskyldu sinni, en þar fóru þau huldu höfði í fjóra mán uði og lifðu hamingjusömu lífi saman, En þá var einhver, sem þekkti aftur Ronald af myndum, og þá var friðurinn úti. Hann varð að flýja aftur. Charmain hafði enga ástæðu ti! þess að flýja, og varð að vera eftir hjá sonum þeirra og ráða fram úr ýmsum vandamálum. — Það voru auk alls annars, pen- ingavandræði, sem að heimilinu steðjuðu, þrátt fyrir að Charmain 'höfðu verið greiddar 6,5 milljónir króna fyrir ævisögu sína, sem brezk og áströlsk dagblöð fengu að birta. Skattayfirvöld höfðu nefnilega dregið sér helminginn af því. ........... ■ -■■>:■- ■ ■ ■:..................... .................................................... Charmain Blggs, eiginkona eins iestarræningjans enska, og synir þeirra þrír sóla sig hér á ástralskri baðströnd, en vökul njósnaaugu lögreglunnar hvíla stöðugt á þeim og sleppa aldrei af þeim sjónum eitt einasta fótmál. •••••••••••••••••••••••• ........... .i-i. i ...—.......... ...■... ...... ■ LEIGAN s.f. Vinnuvélar tll leigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og ileygum Rafknúnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmagn, benzín) Jo rðvegsþjöppur Rafsuðutœki Vlbratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablásarar HÖFDATUNI Jl SIMI 23480 Sjúklingurinn fannst ekki Öldruð hjón í Morrumbala í Mozambique hröðuöu sér allt hvað þau gátu til Beira um 200 mílna vegalengd, þegar þau höfðu móttekið skeyti, sem sagði að dótt urdóttir þeirra, Mariana, hefði verið lögð þar inn á sjúkrahús og læknarnir óttuðust um líf hennar. Þegar þau komu á sjúkrahúsið, var þeim tjáð, að enginn úr fjöl- skyldu þeirra væri þar sjúkling- ur. Við nánari athugun sýndi skeytið, hvemig á þessu stóð. Það hafði veriö sent fyrir þrem árum — á þvi herrans ári 1967. Dularfullt rekald á sjó — Vélmenni, sem fjarstýrt er með útvarpssendingum GRENSASVEGI 8 „Ohó, þarna! Gerið grein fyrir ferðum ykkar hér í landhelgi!" nrópuðu strandgæzlumenn USA, en fengu ekkert svar, og þeir virtu þetta einkennilega (sjó)far artæki fyrir sér með vaxandi tor tryggni. En þeir hefðu mátt hrópa sig hása, og samt heföu þeir ekki fengið neitt svar af þeirri ein- földu ástæðu, að enginn var um borð til þess að svara. Þetta rek- ald var mannlaust með öllu. Þessi skúta, rekald, eða hvað menn vilja nefna það, er nokkurs konar vélmenni (robot) á siglingu og er hugarsmið Radio Corpor- ation of Amerioa. Það er nánast hringlaga, 9 fet í þvermál, með föstum gerviseglum úr léttu plasti. Það er notað til mælinga á straumum hafsins, til þess að kortleggja þá, og auk þess eru með því gerðar tilraunir meö nýj ungar 1 sambandi við siglinga- fræði. Þeir, sem þetta tæki gerðu, segja, að það sé fjarstýrt og hægt sé að senda það til hvaða staðar á hafinu, sem vera vill, og svo nákvæm er stýringin, að því verð ur haldið á beinni stefnu, svo ekki skeiki meira á hundruð mílna siglingu en 1/10 úr mílu. Það er kallað SKAMP, en það er skammstöfun úr „Station Keeping and Mobile Platform". Tiiraunir með þetta furðulega siglingatæki ganga meðal annars út á siglingastjóm skipa í gegnum gervihnetti, en þar sem vakir fyr ir mönnum 'að senda stjómtækj- um hafskipa fyrirmæli með út- varpssendingum í gegnum endur varpsstöðvar gervihnatta. SKAMP er þannig gert úr garði að það getur siglt um höfin svo mánuðum skiptir. en snúið síðan til heimahafnar, án þess að mannshöndin snerti þar nokkurn hlut um borð. Annars hefur fátt verið upplýst um þetta furðutæki, þar sem þaö hefur hernaðariega þýðingu og ku hafa elt kafbáta og vfsað mönnum ofansjávar á leið þeirra. /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.