Vísir - 17.02.1970, Page 4

Vísir - 17.02.1970, Page 4
Joe Frazier heimsmeistari / þungavigt í hnefaleikum — Vann titil Cassiusar Clay i keppni við Jimmy Ellis i nótt Nýr heimsmeistari í þungavigt f hnefaleiknum var krýndur á Madison Square Garden í New York sl. nótt, Joe Frazier, 26 ára gamall svertingi frá Philadelpíu, en hann sigraði Jimmy Ellis í fjórðu lotu, að viðstöddum 18 þúsund áhorfend- um, sem greiddu 600 þúsund doll- ara — eða 53 milljónir ísl. króna — í aðgangseyri. Loksins eftir þrjú ár er kominn heimsmeistari, sem allur heimurinn viðurkennir. en eins og kunnugt er var Cassius Clay sviptur heimsmeistaratitli sín- um 1967, þar sem hann var dæmd- ur í fangelsi fyrir að neita að gegna herskyldu í bandaríska hemum. Alþjóðahnefaieikasambandið kom þá á keppni nokkurra kappa. þar sem Joe Ellis sigraði og var hann af sambandinu talinn heimsmeistari, en sex fylki i Bandaríkjunum — og nokkur lönd í Evrópu — viður- kenndu ekki þessa keppni og töldu Joe Frazier heimsmeistara. Og eftir samninga, sem staðið hafa yfir í 18 mánuði, var loksins komið á keppni milli Ellis og Frazier, sem í eitt skipti fvr- ir öll skyldi skera úr um hverjum bæri sá réttur að kailast heims- meistari í þungavigt, því auðvitað geta tveir menn ekki borið þann titil. Gífurlegur áhugi var fyrir keppni þessara kappa, ekki aöeins í Bandaríkjunum, heldur í flestum löndum heims. Veðmálin voru mjög Joe Frazier í hag — eða 5 á móti 2 — enda þyngri (205 pund) og þekkt ur fyrir rothögg sín. Hins vegar er hann aðeins 1.81 m. á hæð. Jimmy Ellis er 29 ára, einnig svértingi, 1.86 m. á hæð og 201 pund, og mjög tekniskur hnefaleikari. Hann var lengi aðal æfingafélagi Cassius- ar Clay — þá í millivigt — en varð síðan ágætur í þyngsta flokki og ósigraður þar í 24 leikjum, þar til sl. nótt. 21 þessara leikja vann hann á rothöggi, Joe Frazier er ó- sigraður sem atvinnumaður en 1964 varð hann Ólympíumeistari í þungavigt á leikunum í Tokíó. Keppnin í nótt hófst kl. 3.42 eftir ísl. tíma og voru þar margir heimsfrægir menn viðstaddir og má þar t.d. nefna Jack Dempsey. Hann taldi Frazier líklegri til sig- urs — eða eins og hann sagði „Joe getur rotað í einu höggi, og þó Ellis sé mjög góður hnefaleikari, held ég, að hann sieppi ekki frá honum“. Og þessi orð gamla heims- meistarans rættust. í fyrstu lotu kom á óvart, að Ellis sótti þegar mjög og kom mörg um höggum á mótherja sinn — og vann hann lotuna með yfirburðum. Flestir höfðu búizt við því, að hann myndi fara rólega í sakimar í fyrstu, og reyna að þreyta Frazier, sem þekktur er fyrir að sækia stöð- ugt á Næsta lota var jafnari — Frazier var tvísegis aðvaraður af dómara j fyrir að ,,skalla“ — og báðir sýndu j mikla leikni. Hraðinn var ótrúlega i mikill hjá keppendum í þungavigt. 1 3. lotu hrakti Frazier mótherja sinn út í kaölana og virtist Ellis í miklum vanda staddur á tímabili, og Frazier reyndi þá rothögg. Ellis slapp þó frá honum og sótti sig undir lokin, en lotan var hagstæð Frazier. í 4. lotu komst Ellis aftur fljótt í vandræði, en hann bjargaði sér i fy-rstu og virtist vera að ná yfir- tökunum aftur þegar kom að því, sem Dempsey hafði spáö. Frazier kom miklu höggi á Ellis og hann steyptist í gólfið. í fyrsta skipti í keppni. Dómarinn hóf talningu, en á 9 stóð Ellis upp. Frazier geystist að honum og ekki leið á löngu þar til Eilis féll aftur. Bjallan hringdi, þegar talið hafði verið upp að fimm, en nú var keppt eftir nýjum reglum þannig, að bjallan getur ekki bjargað hnefaleikamanninum — og aftur tókst Ellis að standa á fætur þegar talið hafði verið upp að nfu. Og þegar fimmta lotan átti að hefjast var Ellis kyrr í horni sinu — læknir hans bannaði honum að halda áfram — og Frazier var heimsmeistari. Þarna endurtók >■ 5. síðu. Islandsmótið i körfuknattleik: IR og IRarSolk mmu stm Ud DÓMARAHNEYKSll Mistök dómara ráða úrslitum leikja — Oft hefur dómaravandamál körfuknattleiksmanna verið mik ið, en nú um helgina keyrði al- veg um þverbak, þegar mistök dómara á sfðustu mínútum réðu úrslitum tveggja leikja um heig- ina. Þó var hneykslið í leik KR og Ármanns á sunnudagskvöld það grófasta sem menn hafa nokkurn tíma séð, og hefur það þó oft verið slæmt. Dómararnir í þessum leik þeir Ingi Gunnars- son og Kristbjörn Aibertsson, báðir frá sama félaginu UMFN, voru svo greinilega hlutdrægir að furðu sætti, og Ingi kórónaði svo skrípaleikinn á síðustu mín- útu leiksins þegar Ármann var einu stigi yfir, og færðu KR sig- urinn á silfurbakka með stór- furðuiegum dómi. Þegar farið er að minnast á dómarahneyksli, er ekki hægt að fara fram hjá því, þegar Einar BoIIason, stjóm- armaður í KKÍ, fyrrverandi leik- maður Þórs og núverandi stjóm andi liðsins utan vailar f leikj- um þess í Reykjavík, skipar sjálf an sig sem dómara í leik Þórs og KFR fyrir norðan, dæmir Þóri Magnússon, langbezta leikmann KFR jr leik með fimm villur og þar af tvær tæknivillur þegar leikurinn var rétt hálfnaður, og undraði engan þótt Þór ynni með 45 stiga mun. En snúum aftur að leik KR og Ármanns og lítum á gang leiksins, KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust yfir 21:16 en þá ná Ár- menningar góðum kafla og skora 10 stig gegn engu, 21:26 en KR minnkaði bilið aftur og tekst að jafna, og í hálfleik er staðan 27:27. Ármenningar byrja seinni hálfleikin af miklum krafti og komast fljót- lega fimm stig yfir 35:40 og auka forystuna enn, ná ellefu stiga for- skoti, 37:48, og langþráður sigur yfir KR virtist ætla verða að veru- leika. En þá var eins og Ármann slakaði eitthvað á, sóknarleikurinn ekki eins hvass og áður, og leik- menn urðu að gæta sín betur í vöminni, þar sem Jón Sigurðsson og Sig. Ingólfsson vom komnir með fjórar villur og Birgir Birgis farinn út af með fimm villur. KR-ingar smá minnka forskotið og á síðustu mínútunni, þegar staðan er 58:59 Ármanni f vil, er dæmt uppkast milli Einars Bollasonar og Jóns Sigurðssonar, og er boltinn er f loftinu slær Einar til Jóns, en lætur sjálfan sig falla á gólfið um leið og Jón dettur. Dómarinn sem nær var dæmir strax annað uppkast, en þinn. Ingi Gunnarsson, dæmir villu á Jón Sigurðsson sem þar með varð að yfirgefa völlinn, en Einar tekur forystu fyrir KR með tveim vítaskotum. Eftir það skoraöi hvort liðið sína körfuna hvort og lauk leiknum því með eins stigs sigri KR, 62:61. Stigahæstir í þessum leik voru hjá KR, Einar 34 stig, Kolbeinn 14, Kristinn 8 en aðrir minna. Hjá Ár- manni skoraði Jón Sigurðsson 25 stig Björn 18 og Sigurður 11, en aðrir minna. • í fyrri leik kvöldsins mættust lið Þórs og UMFN en þau höfðu bæði leikið einnig á laugardagskvöld. Leikurinn var mjög jafn framan af og eftir 10 mfnútur leiðir Þór leik- inn 12:14. Síðustu 10 mínútur hálf- leiksins sigla Njarðvíkingar hrað- byri fram úr og ná 13 stiga forskoti í hálfleik 34:21. í seinni hálfleik auka Njarðvíkingar enn forystuna og eru 18 stig yfir þegar tvær mín- útur eru eftir af leik, 64:46, en á tveim síðustu, mínútunum skorar Þór 9 stig gegn aðeins tveim frá UMFN og lauk leiknum þvi með sigri UMFN 66:55 Stigahæstir Njarðvíkinga voru Barry rheð 28 stig Kjartan og Jón Helgason 12 hvor og Hilbar 8. Fyrir Þór skoraði Guttorrnur 26 stig, Guðni 11 og Magnús 9. - þvþ — Á laugardagskvöld voru leiknir | tveir leikir í fyrstu deild Islands- mótsins í körfuknattleik í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. ÍR sigraði Þór frá Akureyri mjög auðveldlega með 74 stigum gegn 52, og- var næstum um sýningarleik að ræða. I seinni leik kvöldsins kræktu Njarðvíkingar sér í bæði stigin i leik sínum viö Ármenninga, en sá ieikur var tvísýnn og spennandi til sfðustu sekúndu og úrslit ekki ráðin fyrr en nokkrar sekúndur voru til leiksloka og UMFN sigrafíi með eins stigs mun, 58:57. ÍR-ingar byrjuðu leikinn mjög vel á móti Þór og staðan varð strax 7:2 fyrir ÍR og á næstu mfnútum bæta þeir stöðuna verulega, skora næstu 12 stig án svars frá Þór 19:2, og var þessi leikkafli hjá ÍR einhver albezti varnarleikur sem sézt hefur lengi. ,Og áður en hálf- leiknum lýkur bæta ÍR-ingar enn i stigasafnið og leiða i hálfleik 35: 15. í seinni hálfleik tóku I'R-ingar lffinu með ró, virtust taka leikinn sem létta æfingu. notuðu skipti- mennina óspart og unnu leikinn sem fyrr segir 74:52. Svo vel gættu ÍR-ingar Guttorms í fyrri hálfleik að hann náði aðeins að skora 4 stig og sýndu þar fram á hvemig hægt er að taka einn leikmann algjörlega úr leik. Stigahæstu leikmenn ÍR voru Kristinn með 17 stig,; Agnar 16, Sigurður 10. Birgir 9 og Þorsteinn 8. Fyrir Þór skoraði Guttormur flest stig, eða 24, Guðni, Pétur, Magnús og Númi allir 6 stig hver. • í seinni leik kvöldsins mættust lið UMFN og Ármann f hörkuspenn andi leik, Njarðvíkingar leiddu leikinn fyrstu sex mínúturnar, en á næstu fjórum mínútum breyttu Ár- menningar stöðunni úr 8:4 í 8:16. UMFN tekst aö minnka bilið á 17. mínútu í 18:20 en Ármann eykur forskotið í 19:26. Njarðvíkingar eiga svo síðasta orðiö f hálfleiknum skora sex stig án svars og staðan þvf í hálfleik 25:26 Ármanni f vil. í síðari hálf- leik skiptust liðin á um að hafa forystu, og munaðfi aldrei nema ', örfáum stigum. Þegar hálf mínúta ■ er eftir af leiknum er staðan jöfn, í 56:56, og Ármenningum dæmd tvö ! vftaköst og skorar Jón Sigurðsson ! úr öðru. staðan 56:57 og leiknum .* alveg að ljúka. Þá kemur að um- ' deildasta kafla leiksins. Njarðvík- , ingar hafa boltann, leika undir \ körfu Ármenninga og þar rekur 1 einn ieikmaður úr liði UMFN oln- ' bogann i Ármenning. Dómar- . inn dæmir umsvifalaust tvö víta- i skot, vafasamur dómur, en látum | það eiga sig, heldur leyfir dómar- ) inn öörum leikmanni en þeim sem 1 brotið var á að taka vitaskotin, en 1 slfkt mælir gegn öllum reglum í | körfubolta. Bandaríkjamaðurinn > Barry tekur vítin og skorar úr | báðum og hirti með bæði stigin handa liði sínu. Stigahæstir í þessum lei-k voru hjá UMFN, Barry með 17 stig, Jón 10 Guðni 9, Kjartan og Hilmar 8 hvor. Hjá Ármanni var Jón Sigurðs- son stigahæstur með 19 stig, HaM- grímur 16, Bjöm 8, Sigurður og Jón Bj. 6 hvor. - m-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.