Vísir - 17.02.1970, Side 8
8
V í S'I R . Þriðjudagur 17. febrúar 1970.
VÍSIR
CJtgefandi: KeyKjaprenc n—
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóltsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjón: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstrætl 8. Simar 15610, 11660 og 15099
Afgreiðsla: AOalstræti 8. Simi 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 165.00 ð mánuöi innanlands
[ lausasölu kr. 10.00 eintakiO
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Stemma Jbau ána oð ósi?
JJnga fólkið vill stemma ána að ósi. Hópur þess hefur
nú tekið saman höndum í hreyfingu til varnar gegn
útbreiðslu hass og marijuana hér á landi. Er það
mjög ósammála yfirvöldum um útbreiðslu þessara
lyfja hér. Það telur, að notkun þeirra sé orðin töluverð
og fari ört vaxandi.
Löggæzlan hefur til þessa viljað gera lítið úr neyzlu
þessara lyfja hér á landi. Sumpart kann það að vera
misráðin tilraun til að vekja sem minnstan æsing um
málið, en fyrst og fremst er það vegna þess, að slík
neyzla verður ekki vandamál yfirvalda, fyrr en hún
er komin á nokkuð hátt stig. Unga fólkið í skólunum
og á skemmtistöðunum hefur betri aðstöðu til að
fylgjast með því, hvernig þessi neyzla skýtur rótum.
Enginn vafi er á því, að þessi lyf eru mjög hættuleg,
þótt tekið sé tillit til þeirra kenninga lækna, að þau
séu ekki skaðsamari en áfengi. Það segir ekki nema
hluta sögunnar. Áfengisbölið hefur fylgt mannkyninu
öldum saman og verður seint viðráðanlegt, en óþarfi
er fyrir okkur að bæta við nýju böli af sama tagi.
Alvarlegra er þó, að flest bendir til þess, að mikið
af þessu hassi, sem er í umferð á Vesturlöndum, sé
töluvert blandað ópíumi, sem er vanamyndandi lyf.
Glæpahringirnir, sem dreifa eiturlyfjum á Vestur-
löndum, blanda opíumi í hassið, bæði vegna þess að
það er ódýrara og einnig vegna þess, að það tryggir
framtíðarviðskiptin. Fyrst er fórnardýrunum gefið
opíumblandað hassið, síðan selt það, og svo fer verðið
hækkandi eftir því sem löngun fórnardýrsins verður
meiri.
Hassneytendur hér á landi eru yfirleitt ungt fólk,
sem gerir sér litla grein fyrir alvöru málsins. Jafn-
aldrar þess segja, að það sé yfirleitt á flótta frá
umjiverfi sínu, samfélaginu. Unga fólkið, sem varar
við þessari neyzlu, segir, að hass-neytendur verði
kærulausir og hætti gjarna námi eða starfi. Þeir
segja einnig, að þeir verði innilokaðir og leiðinlegir
í umgengni. Þeir verði gagnslitlir þjóðfélagsborgarar.
Það er áreiðanlega mikið til í þessu, enda er það í
samræmi við erlenda reynslu.
Framtak unga fólksins til varnar gegn innrás hass-
ins er meira en lofsvert. Það er einmitt nú á fyrsta
stigi innrásarinnar, sem þarf að stöðva hana, áður
en hún fer að eyðileggja ungmenni í stórum stíl.
Mesta vandamálið er, að margir telja neyzlu slíkra
lyfja vera dæmi um, að viðkomandi sé „töff“ og fær
í flestan sjó. Og það er einmitt á þessu sviði, sem
viðnámið getur verið árangursríkast. Það er hægt að
sýna hinum veiklunduðu hass-neytendum fram á, að
það er engin karlmennska, heldur flótti frá lífinu,
sem getur endað með ósköpum.
Og það er miklu betra, að áhugasamt ungt fólk
standi í víglínunni, því að.hinir veiklunduðu taka
miklu síður mark á fullorðnu fólki. Þið, unga fólk,
sem hafið komið hinni nýju hreyfingu af stað: Þið
eruð á réttri leið.
h
iiiiiiiiini
M)®M
Umsjón: Haukur Helgason
Spákonan Jeane Dixon
náði heimsfrægð, þegar
hún árið 1963 var sögð
hafa reynt að hitta
Kennedy forseta að máli
tU þess að vara hann við
ferðinni til Dallas, þar
sem hann svo var myrt-
ur. Sagt var, að frúin
Arabar og Israelsmenn gerðu sprengjuárásir, þegar fríður
átti að verða samkvæmt spádómum.
Villugjarnir spá-
dómar Jeane Dixon
hefði í sýn séð, að forset
inn yrði skotinn til bana
í bílalestinni í Dallas.
Frægð frúarinnar
varð til þess, að innan
skamms tók hún að
semja stjörnuspádóma
fyrir fjö^da blaða.
Á hverju ári fremur
hún mik'nn spádóm um
gang heimsmálanna og
afdrif einstakra forystu-
manna. Athugun þess-
ara spádóma hefur leitt
í Ijós, að því fer víðs
fjarri að þeir rætist að
jafnaði.
Jackie giftist
Hún skrifaði t. d. í október
byrjun 1968, að frú Jacqueline
Kennedy mundi aldrei aftur
ganga í hjónaband. Seinna í
sama mánuði gekk Jackie í hiö
heilaga meö Aristotle Onassis
í janúar í fyrra spáði hún
Edward M. Kennedy „stórkost-
Frú Dlxon spáði þvi, að
Jacqueline Kennedy mundi
aldrei giftast aftur, en þá
varð Jackie allt í einu frú
Onassis.
legri framtíö". Þetta var fimm
mánuðum áður en hiö afdrifa-
ríka slys varö viö Chappaquidd-
ick, er Mary Jo Kopechne lét
lif sitt.
Lækning á krabbameini
Ekkert varð úr hinni óbrigö-
ulu lækningu viö krabbameini,
sem frúin spáði áriö 1967 eöa
úr friönum í Miö-Austurlöndum,
Jeane Dixon.
sem hún sagðist þá sjá fyrir, eöa
hneykslismáli, sem Nixon átti
aö lenda í áriö 1968.
Hún spáöi vaxandi átökum
hvítra og svartra í borgum
Bandaríkjanna í fvrra, en árið
1969 reyndist eitthvert hið friö-
sælasta á þeim vettvangi um
langt skeiö, sem vissulega kom
flestum á óvart.
Engin stórtíöindi uröu í sam-
bandi við réttarhöldin yfir Jam-
es Earl -Ray, morðingja Martin
Luther Kings, en því hafði frú-
in spáö.
Hið markverðasta, sem segja
má, aöyfram hafi komið af spá-
dómum1' frúarinnar, er afsögn
de Gaulle Jeane Dixon skjátl-
aðist þó lítið eitt f því efni, þar
sem hún taldi að de Gaulle
múndi sítja út áriö 1969.
Ekki stjömuspekingur
Frú Dixon er í rauninni ekki
stjörnuspekingur. Hún litur
ekki í kristalskúlur, lófa eöa
spil. Spádómar hennar byggjast
á „sýnum“, þar sem hún segist
sjá ókomna atburði.
Sagt er aö engan meðalmann
þurfi að undra, þótt helmingur
af „spádómum" hans rættist.
Þeir, sem fylgjast með heims-
viðburöum, gera daglega ein-
hverja slíka spádóma um breyt-
ingar, svo sem úrslit kosninga,
styrjaldir og svo framvegis.
Þessir „spádómar" eru vissulega
jafnoft réttir og rangir, svona
upp og ofan.
Spádómar ársins 1970
Nú hefur Jeane Dixon gert
spádóma fyrir áriö 1970. Þeirra
á meöal eru þessir:
Allsherjarstyrjöld veröur í
Mið-Austurlöndum, en frúin
telur ekki, að stórveldin muni
beinlinis taka þátt í henni.
Fidel Castro mun vikiö úr
sæti á árinu.
Fyrir tnitt áriö „munu ein-
hverjar ovæntar fréttir aö utan,
er varöa morðiö á John Kenne-
dy, verða heyrum kunnar“, og
jafnvel enn furöulegri upplýsing
ar munu birtar í ágúst.
Þaö mun ganga hægt að láta
Vietnama taka viö af Banda-
rikjamönnum, og í árslok verða
enn 300 þúsund bandarískir her-
menn i Víetnam.
Reynt verður aó myröa ein-
hvern háttsettan ráögjafa Nix-
ons forseta á árinu, og einhver
i öryggisþjónustu hans mun
reynast svikari
Shriver mun veröa rikisstjóri.
Shriver er giftur einni Kennedy
systurinm, og orörómur er uppi
um framboð hans í kosningun-
um næsta haust.
Aö öllu samanlögðu eru þess-
ir spádómar frúarinnar fyrir ar-
ið 1970, fljótt á litiö, ekki ó-
rökréttir, en nú er eftir að sjá,
hvort henni hefur farið fram í
spávísi.