Vísir - 10.03.1970, Page 2
Skipulagði enski lestarræninginn
annað rán í ÁSTRALÍU?
Grunur áströlsku lögreglunnar
heíur nú vaknað um aö það hafi
verið lestarræninginn Ronald
Biggs, sem skipulagt hafi rániö
í Sidney fyrir stuttu, þar sem þrír
. menn rændu bankabíl og höfðu á
brott með sér ástralska dollara
í sekkjatali, en þýfið nam 55 milij-
ónum íslenzkra króna.
Þaö var Ronald Biggs, sem á
sínum tíma lagði á ráðin um lest-
arránið mikla 8. ágúst 1963, þeg
ar póstlestin frá Skotlandi til
London var rænd, en ránsfengur
t
inn nam þá 55Ö milljónum ísl. kr.
Eins og fram hefur komið á
þessum árum, hafa flestir ræn-
ingjanna náðst og verið dæmdir
til þungrar refsingar, en Biggs
hefur fram til þessa tekizt að
fara huldu höfði, þar til fyrir
nokkrum mánuöum, aö lögregl-
unni tókst að rekja slóð hans til
Ástraiíu og fann þar eiginkonu
hans og drengina báða, syni
þeirra, en ekki Biggs sjálfan.
Ströng varzla hefur verið um
allan fólksflutning úr landinu,
síðan menn komust á slóð Biggs
og kona hans og synir eru undir
stöðugri lögreglunjósn, en Biggs
hefur ekki fundizt enn þá. Lög-
reglan álítur þó, að hann sé enn
þá í Ástralíu.
Það sem kemur mönnum til
þess að halda, að Biggs Lafi stað
ið að skipulagningu ránsins á
bankabílnum, er sú skipulagning,
dirfska og fullkomin verkhygg-
indi, sem birtust í framkvæmd
ránsins, en menn eiga bágt með
að ímynda sér, að annar en Biggs
búi yfir þeim hæfileikum í jafn
ríkum mæli, eins og ránið bar
með sér. Þetta er mesta rán, sem
framið hefur verið í Ástralíu, og
lögreglan stendur uppi, jafnráð-
þrota og sú enska gerði fyrst eftir
lestarránið. Ástralskir lögreglu-
menn fullyrða, að ránið hljóti að
hufa verið marga mánuði í undir-
búningi.
Það var framið á miðvikudag-
inn í síðustu viku, þegar ökumað
ur seðlaflutningabíls beygði, eins
og hann var vanur, inn á autt
bílastæði, þar sem hann ætlaði aö
staldra ögn viö, meðan hann og
vinnufélagar hans, varðmennirn-
ir, borðuðu hádegisnestið sitt.
Ökumaðurinn og báðir varð-
mennirmr settust aftur i bíiinn
og opnuðu bitakassana, en þegar
einn þeirra opnaði dyrnar til þess
að fleygja út umbúðapappír, var
hann þrifinn af grímuklædduni
manni og dreginn út.
Ræningjarnir voru 3. Allir með
stór. dökk sólgleraugu og | frökk-
um. Meðan tveir ræningjanna
héldu áhöfn bílsins 1 skefjum með
byssum, batt sá þriðji þá, en siö
an fluttu þeir peningapokar. yf
ir í annan bíl og hurfu á brott.
Ekkert hefur síðan til þeirra eða
peninganna spurzt.
mm
- /,
i
Frú Ronald Biggs, hér á leið til
yfirheyrslu hjá áströlsku lögregl-
unni, en hún hefur ekki getað
eða viljað upplýsa um dvalarstað
manns síns, Iestarræningjans
Biggs.
Gleymdi fyrri
eiginkonunni
•••••••••••••••••••••••
Það voru þung spor...
Thomas Klatt I Milwaukee er
aðeins óbreyttur slökkviliðsmaður
sem eins og aðrir, er því starfi
gegna, berst daglega gegn eyð-
andi eldinum. Venjulegast gengur
haisn að sínu verki, líkt og hvey
annar handverksmaðör, sem 4n
sérstakrar gleði, sorgar eða til-
finninga annarra vinnur sitt starf,
en það koma augnablik í starfi
Thomasar, þegar verkin verða
ekki unnin sársaukalaust.
Eins og t. d. um daginn vann
hann að slökkvistarfi í íbúðarhúsi
sem brann í Miiwaukee, og í log-
unum fann hann andvana barn,
en foreidrar þess fórust i eldin-
um. Það voru þung spor, sem
hann steig i vinnunni þá, þegar
’nann bar barnið í fanginu út í
sjúkrabílinn.
Sem betur fer, eru slík augna-
blik fátið og til mótvægis þeim
eignast slökkviliðsmenn einnig
aðrar minningar í starfinu, sem
orka á hinn veginn á þá. t f'eiri
tilvikum hafa slökkviliðsmenn
bjargað bágstöddu og stundum
meövitundarlausu fólki út úr log-
andi húsum, áður en það varð
eidinum að bráö, og ólíkt verða
sporinn þá léttari í vinnunni.
Maður að nafni John Hamilton,
48 ára að aldri, tapaði minninu og
mundi ekkert úr lífi sínu, eða svo
sagöi hann sjáifur fyrir rétti í
Englandi. Hann kvæntist Pauline
Hey, sem var kona fráskilin, en
seinna fann hann svo bréf, sem
ár;' ð voru i~"3ð gamla heimilis'
fanginu hans.
Þar bjó konan hans enn þá.
Því játaði hann sig sekan um
fjölkvæni f Leeds í Englandi, þeg
ar mál har.s kom fyrir rétt, en
rétturinn tók fyllilega til greina
greinai'gerðir lækna, sem úrskurð
uöu, að Hamilton hefði þjáðst af
minnistapi, dómarinn úrskurö-
aði hann saklausan af því aö hafa
gefið falska yfirlýsingu á sínum
tíma, um að hann væri ógiftur.
Nú leitar John Hamilton skiln-
aðar við fyrri konu sína til þers
að geta gengið að eiga semni
konu sína.