Vísir - 10.03.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 10.03.1970, Blaðsíða 7
▼ Í'SIR . Þriðjudagur 10. marz 1970. cTVíenningarmál Gylfi Gröndai skrifar um sjónvarpið: Dans, dans, dans Ckyídum við íslendingar ekki senn verða bezt menntaða þjóð heims — til fótanna? Altént gerir sjónvarpið sitt til að svo megi verða. Dans hefur löngum verfð í hávegum hafður hjá stofnuninni, en gerist nú ærið fyrirferðamikill í dagskránni. Á laugardagskvöldið var sýridur danskur þáttur, sem hét ,,Ég býð þér upp í dans“. Þetta var undarlegt grín um unga stráka, sem buðu stelpum upp, en fengu ýmist löðrunga eða sjúkdóms- lýsingar að launum. Og allan tímann duriaði ærandi poptónlist með tilheyrandi nærmyndum af afskræmdum andlitum. Hápunkt udnn gerðist á Strikinu, þar sem sjónvarpsmenn reyndu að fá stúikur á förnum vegi til að dansa við sig úti á miðri götu. Á sunnudeginum var meginuppi- staða barnatímans dans, og eftir fréttir kom svo hvorki meira né minna en Evrópumeistarakeppni í dansi, þar sem kavalérarnir streittust kófsveittir við að hringsnúa dömunum — fyrir hönd þjóöar sinnar. Hið eina sem á skorti var, að áhorfend- ur stæðu uppréttir með kreppta hnefa og hrópuðu „Áfram“, eihs og vera ber á öllum al- menniiegutn kappleikjum. Fræðslumyndin „Undur lífs- ins“ er tvímælalaust minnis- stæðasta efni síðustu viku. Þetta var listavel gerð mynd, þar sem fjallað var á smekklegan hátt um fæðingu, bæði hjá mönnum og dýrum, og raunar alit sem viðkemur æxlun lffvera. Þeir sem horfðu á þessa mynd eru margs vísari á eftir um furðulegt samspil náttúrunnar til að við- halda lífinu, sem sannarlega er mesta undrið í þessum undar- lega heimi. Fáir menn núlifandi hafa komið meir við sögu íslenzkra stjórnmála á liðnum áratugum og Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrum forsætisráðherra. Það var því fyliilega réttmætt og vel við eigandi aö spjaila við hann í þættinum „Maður er nefndur“. Framan af viðtalinu tókst Kristján Bersa Ólafssyni ekki sem skyldi aö laða fram nógu almenna frásögn, þannig að aðrir íiefðu áhuga á henni en flokksbræður Stefáns Jó- hanns. En þátturinn batnaði heldur er á leið, spurningarnar urðu persónulegri og svörin at- hyglisverðari. Mesta eftirtekt vekja vafalaust ummæli Stefáns Jóhanns um ástandið i stjóm- málunum nú til dags. Hann kvaðst ekk; alls kostar ánægöur með það, taldi að enn væri drjúgur spölur til hins langþráða velferðarríkis, og jafnvel hefðu verið stigin skref aftur á bak í seinnj tíð. Þrátt fyrir hófsemi sína og gæflyndi gat Stefán Jó- hann ekki stillt sig um aö minnast á ritdöm Sigurðar Lín- dals í Skírni um Minningar hans, þar sem segir eitthvað á þá leið, að núverandi stefna flokks hans teljist líklega miklu harð- vltugri „hægrj stefna" en hann hafi nokkru sinni fylgt. Þetta viðtal var ekki jafnfjörugt og líflegt og mörg fyrri viðtöl í sama þætti, en j>ó fróðlegt á margan hátt og sómir sér vel í þessu skemmtilega manna- myndasafni af eldri kynslóðinni. Kvikmyndirnar voru ekki upp á marga fiska í þetta sinn. Rússneska myndin „Ég geng um Moskvu“ var efnisrýr og langdregin og furðu barnaleg á köfium. Og á laugardaginn glumdi skothríð á íslenzkum heimilum næstum látlaust í tvo tíma. Af kúrekamynd að vera er „Byssan“ ef til vill með skárra móti, en guð gefi að við verö- um ekki bombarderuð aftur í bráðina. Stefán Edelstein skrifar um tónlist: Ljóða- og óperusöngur Camkvæmt vitnisburði margra, sem hlustuðu á Lone Kopp- el, þegar hún söng hér árið 1964, þá hlýtur hún aö hafa ver- ið afburðagóð söngkona. Ég heyröi hana ekki þá og hef þvf engan samanburð. Mér finnst hún góð söngkona, en rödd hennar hlýtur samt að hafa hrakað eitthvað síðan 1964. Kostir söngkonunnar eru samt margir, m. a. mjög hreinn söng- I ur (sem er ekki lítið atriðil), lif- andi textatúlkun, afburðagóð textameðferö, dramatísk hæð (sem væri enn meiri og kæmist betur til skila, ef tón- myndunin væri framar) og falleg ur „piano-söngur“. Lone Koppel Winther söng fyrst Kvennaljóö eftir Schu- mann. Tókst þetta verk e.t.v. einna sízt, túlkunin var full hógvær og alvarleg (nema nr. 2 og 7), en textameðferð alveg frábær. Aftur á móti lagði hún engar hömlur á fjóra söngva eftir Sibelius, þeir komust til skila í allri sinni norrænu dramatík. Síðast á efnisskránni voru 3 óperuaríur eftir Puccini (og sú fjórða sem aukalag). Voru þær óneitanlega vel sungnar og fengu, ásámt sönglögum Sibelius beztu undirtektir áheyrenda. John Winther aðstoöaöi af næmleika og öryggi, hann er bersýnilega þrautreyndur undir- leikari. En við undirleikinn hefði h.ann átt að láta staðar numið. Ef ætlunin var að „fylla“ efnis- skrána með Appassionata Beet- hovens, þá hefði Beethoven og tónleikagestum verið meiri greiði 'gerður með því að láta Lone Koppel Winther synga fleiri lög. Allar stærðir rafgeyma í allar tegundir bifreiða vinnuvéla og Notið aðeins CHLORIDE AUGLÝSING Samkvæmt heimild í 11. gr. reglugerðar nr. 88, 25. október 1929 um bifreiðatryggingar, sbr. 70. og 79. gr. umferðarlaga nr. 40, 23. apríl 1968, hefur ráðuneytjð ákveðið að afturkalla frá og með miðvikuaeginum 11. þ.m. viður- kenningú þess á Vátryggingafélaginu hf. til að hafa með höndum lögbundnar ábyrgðartrygg ingar ökutækja. Frá sama tíma falla úr gildi allar lögboðnar ábyrgðartryggingar ökutækja hjá félaginu, og ber því eigendum ökutækja, sem slíka trygg- ingu hafa keypt hjá Vátryggingafélaginu hf. að kaupa nú þegar nýja tryggingu vegna þess tírna, sem eftir verður af tryggingartímabil- inu til 1. maí n.k., sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 88 1929. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 4. marz 1970 AXMiNSTER býður kjör við allrct hœfi. QRENSASVEGI8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.