Vísir - 10.03.1970, Page 6

Vísir - 10.03.1970, Page 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 10. marz 1970. Q.»Mo««wj»?»>»x««^wgw»iTOgiga!«ar.gw;;aeggaaag6K«s;sa! VEUUM ISUHZKt(U)laaiIKAH IDHAD J.B.PÉTURSSON SF. ÆGISGOTU 4 - 7 gg 13125,.13126 AUGHNég hviii með gleraugumfiú Austurstræti 20 . Sími 14566 TILKYNNING Afgreiðsla sparisjóðsins verður eftirleiðis lokuð á laugardögum. Jafnframt lengist af- greiðslutíminn á föstudögum, en opið verð- ur frá kl. 12.30—18.00, föstudaga frá kl. 12.30 —19.00. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA. Veitingastofa í íbúðarhverfi er til sölu af sérstökum ástæð- um. Semja ber við undirritaðan Ingi R. Helgason, hrl. Laugavegi 31. Sími 19185. Bezt að auglýsa í Vísi Líður að briðja tungl- leiðangri Bandaríkiamanna Lendingarstaður tunglferjunnar við Fra Mauro gíginn. gnn stendur tunglferð fyrir dyrum, og að þessu sinni verður það Appoló 13., sem leggur upp í hina löngu ferð. Tunglfaramir að þessu sinni verða þeir James Lowell, Thom- as Mattingly og Fred Haise. Aö undanförnu hafa tunglferjumar lent á sléttu svæði, en f þetta skipti verður brugðið af þeirri venju og lent f fjalllendi Fra Mauro gígnum svokallaöa, en hann er nefndur eftir einum af lærisveinum heilags Benediktus- ar, er uppi var á sjöttu öld. Ligg- ur gígur þessi spölkorn f suð- vestur frá miðdepli mánakringl- uimar frá jörðu að sjá, en eilítið austar en þar sem tunglferjan frá Appolo 12. lenti, eða um 170 km. Sjálfur er gígurinn um 49 lon að þvermáli og mjög áber- andi dráttur á ásjónu mánans. Tunglsérfræðingamir á jörðu niðri reikna með að gígbarmarn- ir hafi myndazt fyrir bráðinn hraunstraum úr iðmm mánans, og megi þvf komast að mörgu merkilegu varðandi kjarna hans með því að ná sýnishomum þaö- an. Ef þeir hafa þar rétt fyrir sér, þá myndi þar um að ræða sýnishom af bergi, sem runnið hefur fyrir milljónum ára. Leiðangurinn með Appolo 13. verður betur búinn að tækjum til sýnishomasöfnunar en þeir tveir, sem áður hafa verið á tunglinu. Meðal annars hafa þeir meðferðis bomnartæki, sem eiga að gera þeim kleift að ná berg- sýnishomum nokkuð undir ryk- laginu, auk tækja til að safna þeim af yfirborðinu, eins og áð- ur hefur verið gert. Þá hafa þeir og meðferðis tæki. sem þeir eiga að koma fyrir í borholu, en það er sjálfvirkur hitamælir. sem á að senda til jarðar allar upplýs- ingar um þær hitabreytingar sem þar verða og einkum hita- mismun tungldags og tunglnæt- ur. Segulmælingatæki, sem flutt vom þangað áður hafa sýnt að segulsvið mánans er mun minna en jarðarinnar, en þó sterkara heldur en vfsindamenn höfðu gert ráð fyrir. í tunglleiðöngrum á næsta ári er gert ráð fyrir að flytja þangað enn nákvæmari segulmælingatæki og koma þeim fyrir á ýmsum stöðum á tunglinu f því skyni að geta hnit- miðað segulskaut þess. En meginerindi 13. Appoló-leiöang- ursins verður sem sagt að safna sýnishomum úr börmum Fra. Mauro gígsins, sem tunglvís- indamenn gera sér vonir um að veiti hinar merkilegustu upp- lýsingar um myndun tunglsins og forsögu. Þá verður og enn fluttur jarð- skjálftamælir til tunglsins, enn fullkomnari en sá, sem áhöfnin á Appoló 12. skildi þar eftir. Þær mælingar, sem hann hefur sent til jarðar, þykja hinar merkilegustu, og þó einkum þær, að hann sendi frá sér merki um smádvínandi titring í fullan hálftima eftir lendingu tungl- ferjunnar eða f lfkingu við berg- mál, sem fjarar smám saman út. Telja vfsindamennlmir það benda til þess, að undir ryklag- Fred Haise. inu taki viö djúpt lag af lausa- grjóti eða svo sprungnu bergi, að það nötri lengi við minnsta þrýsting — þeir telja til dæmis ekki ólíklegt aö titringurinn af lendingu tunglferjunnar hafi náð niöur á allt að 9 km dýpi, en tunglferjan vó um hálfa þriöju smálest og skall á tunglinu meö miklum hraða. Alan Bean og Conrad, sem síöast voru á tunglinu, telja að menn þreytist þar síöur af lík- amlegu erfiðj en á jörðu niðri vegna minna aödráttarafls. Fundu þeir félagar þar hvorki til óþægilegs hita eða þreytu, á meðan þeir voru þar að starfi og hjartslátturinn var heldur lægri en á jörðu niðri, eöa 135 slög á mínútu móti 150 — 60 slögum, sem gera hefðj mátt ráð fyrir af sams konar áreynslu á jörðunni, Þrátt fyrir þaö geta tunglfararnir ekki dvalizt úti þar nema sex klukkustundir í einni lotu, nema þá aö búnaöi þeirra verði breytt því að eins og er hafa þeir ekki súrefni meö sér til lengri tíma. Að undanfömu hafa vísinda- menn unnið af kappi aðrannsókn á þeim sýnishornum sem þegar hafa borizt þeim f hendur frá tunglinu. Telja þeir, að þegar hafi afsannazt með öllu sú kenn- ing að tunglið hafj brotnað úr jöröunni. Hitt sé öllu líklegra, að það sé komiö einhvers staöar utan úr geimnum, og hafi stöðv- azt af aðdráttarafli jarðar og fylgt henni eftir það. Ekki sé heldur fyrir aö synja, að það hafi myndazt um svipað leyti og jörð in. Sum sýnishornin, sem þeir á Appolo 11 tóku úr Hafi kyrrð- arinnar hafa sýnt sig aö vera' að minnsta kosti 2,500 milljón ára gömul, í rauninni telja vlsinda- mennirnir þaö merkilegast, sem þeir fundu ekki í þessu sýnis- hornum ... að þau höfðu hvorki inni að halda raka né nein lffræn efni. Eins og áöur er getið, hefur bandaríska geimvísindastofnun- in ákveðið að lengja að mun bil- ið á milli tunglleiðangranna, meöal annars samkvæmt tilmæl- um tunglvísindamanna, sem telja sig þurfa aö fá lengri tíma til rannsókna á þeim sýnisho»7i- um sem þaðan berast og athug- ana á ýmsum upnl-tfsingum leið- angursmanna og mælitækja, sem þeir hafa meðferðis. i í 1 J ( ( (

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.