Vísir - 10.03.1970, Blaðsíða 5
V'ÍSIR . Þriðjudagur 1«. marz 1»70.
5
Antoníó, bróðir landstjórans í Messaníu — ieikinn af Bimi
Keflavík
„hefndi"
• íslandsmeistarar Keflavikur i
knattspymu hefndu ( fyrradag á
heimavelli sínum ófaranna gegn
Kópavogsliöinu í Kópavogi fýrir
tveim vikum, unnu Kópavog með
2:1. B-lið félaganna léku einnig.
Þar urðu úrslitin 4:4.
Frá giftingarathöfninni. Þriggja manna hljómsveit úr skólan um ieikur „Brúöarmarsinn“ undir bak við tjöldin, en það var
eina lagið, sem ekki var samió sérstaklega fyrir leikritið — hin voru öll í pop-stíl og samin af skólahljómsveitinni.
TVEIM ÞROTTURUM
VAR VÍSAÐ AF VELLI
Áwnenningar fengu sín fyrstu
stig í Vetrarmótinu í knatt-
spyma í fyrradag í forareðjunni
á Melavellinum, eftir baráttu við
Þrótt. Jafntefli varð, 1:1. Þrótt-
ur skoraði sitt mark í fyrri hálf-
leik en Ármenningar jöfnuðu
snemma í seinni hálfleik, — og
sannarlega lék lánið ekki við þá.
Hefðu þeir með réttu átt að
skora a. m. k. eitt mark til við-
bótar og vinna þennan leik.
Áaemenningar voru mun frísk-
at* en Þróttararnir og hljóta að
vekja athygli manna á sér. Er
varla vafi á að þarna á Ármann
lið, sem má vænta talsvert mik-
ils af í framtíðinni. Nokkur
harka var i leiknum og tveim
leikmönnum Þróttar vísað af
velli undir leikslok.
KR-ingar unnu Valsmenn í
fyrrad. í sama móti með 2-0, en
Valsmenn áttu þó meira en svo
í leiknum að þeir ættu slíkan
ósigur skilið.
Melavöllurinn var í slíku á-
standi eftir undangenginn salt-
burð á völlinn og rigninguna,
sem síðan kom í gærmorgun,
að menn sukku í ökkla í leðj-
unni. Geta menn af því feng-
ið nokkra visbendingu um hvers
konar knattspyrnu þarna var
hægt að sýna. Hins vegar er eng
inn vafi á að leikir viö þessi skil
yrði eru ákjósanleg úthaldsæf-
ing og vonandi koma þessir leik-
ir til með að verða sá hvati, sem
til var ætlazt.
Ys og þys út af
engu í Tónabæ
Landsliðið vann Keflavík 3:1
• Landsliðið vann Keflavik 3:1 í
1 fyrsta æfingale'iknum um skeið, en
*þar með er hafinn undirbúningur-
, inn fyrir landsleiki sumarsins, sem
verða ekki færri en fjórir að sögn
1 Hafsteins Guðmundssonar, ein-
valds landsliðsins, sem stjórnar æf-
ingum þess og leikjum sem fyrr.
Albert Guðmundsson hefur sam-
ið við England, sem leikur hér 10.
maí, Frakkland, sem leikur 22. júní,
Dani, sem hér ieika 7. júlí og loks
■ Norðmenn 22. júlí, allt leikir í
, Laugardal. Nóg verkefni eru fram-
undan.
I leiknum í Keflavik náðist fram
ótriílega góð knattspyrna, enda
skilyrði ákjösanleg, veður gott og
vallarskilyrði eins og þau geta bezt
orðið um þetta leyti árs.
Landsliðið skoraði skömmu eftir
upphafsspyrnu, Eyleifur gaf fyrir
markið til Guðmundar Þórðarson-
"ar, sem skorrði. Undir lok hálfleiks
skoraði Matthías Hallgrímsson og
í byrjun fyrri hálfleiks Birgir Ein-
arsson, sem kom inn sem vara-
maöur, en hann leikur nú með
Keflavíkurliðinu, en áður með Val.
Sigurður Albertsson skoraði eina
mark Keflavíkur siðar I hálfleikn-
Um næstu helgi mun landslióið
leika við úrval Hafnarfjarðar og
Kópavogs, en það lið hefur staðið
sig vel við ýmis tækifæri.
Svíi setur
heimsmet
í stungarstökki
Kjeli Isaksson setti heims-1
I met í stangarstökki innanhúss
í fyrrad. í Gautaborg. Hann stökk j
1 5.34 metra á sænska meistara-
I mótinu innanhúss, en Bob Sea-
gren hafði stokkið hæst áður, I
5.33 metra, en það met var sett |
í fyrra. Met innanhúss eru ekki
i viöurkennd.
Isaksson er 22 ára og setti I
Evrópumet innanhúss í síðustu |
1 viku. stökk þá 5.28 metra. Má
I búast við miklu af þessum unga
Svia, þegar farið verður að !
keppa utanhúss.
Karlssym.
Jjessa dagana standa yfir i Tóna-
bæ sýningár á gamanleikriti
Sliakespeares „Ys og þvs út af
engu“.
Það er leiklistardeild Skólafé-
lags Kennaraskcl; rs, sem sett hef-
ur leikritið á svið og er sýningin
tileinkuð „baráttu fyrir leiklistar-
kennslu í skólum"
Leiklistardeildin hóf starfsemi
sína í fyrravetur og var þá fært
upp leikritið „Spanskflugan" eftir
Arnold og Each, og Steindór Hjör-
leifsson fenginn til leikstjómar. Að
þessu sinni er það aftur á móti
~ einn nemenda Kennaraskóians,
Einar Þorbergsson, sem annast þá
hlið mála, og er ekki hægt að segja
annað en hann hafi leyst það
vandasama hlutverk prýðisvel af
hendi.
Einar þessi lagði stund á list-
dansnám frá 1956—1966. Þá hætti
hann og fór að leggja stund á leik
listarnám, en varð að hætta eftir
eitt ár vegna anna viö Kennaraskól
ann. Einar hefur þó gefið sér tíma
til að koma fram í ýmsum sýning-
um Þjóðleikhússins, þannig að
hann er ekki með, öllu nýgræðing-
ur í leiklistinni,,þó að „Ys og þys“
sé fyrsta leikritið, sem hann leik-
stýrir.
Aöspurður kvað Einar þetta leik-
rit hafa orðið fyrir valinu vegna
þess, hve lítið er af öldungum í
þvi, en aftur á móti mikið af
ungu fólki, en eins og gefur að
skilja fellur það þessum leikflokki
Kennaraskólans ákaflega vel, því
að það er alltaf erfitt fyrir unga
leikara að taka upp fyrir sig.
Það sem vakti undrun blm. er
hann kom á æfingu'upp í Tónabæ
á dögunum, var að leiksviðið teyg-
ir sig yfir allt dansgólfið og áhorf
endasætunum raðað í kring. En
einn leikaranna (stórnefjaður I
meira lagi) upplýsti hann þá fljót-
lega um að þó að þetta kynni að
íærslu væri hér í engu breytt frá
grunnhugmynd Shakespeares, sem
hafi ætlazt til að við sýningar á
þessu Ieikriti næði leiksviðið út í
sal og væri tilgangurinn að sjálf-
sögðu sá, að draga áhorfendurna
meira inn í hringiðu leiksins. Þá
eiga leikarar sem mest að leika
án sérstakra leikbúninga, tignasta
aðalsfólkið klæðist raunar skraut-
legum fatnaði, en flestar stúfkn-
anna leika í þeim fötum, sem þær
hefðu vel getað verið í á árshátíð
kennaraskólanema, (en sú háftið
var haidin í „æfingaskóíanum" sl.
Leikstjórinn,
Einar Þorbergsson.
þriðjudag, og dugði þar ekkert
minna en að fá frá Akureyri hljóm
sveit Ingimars Eydd til að leika
fyrir dansi).
1 lok sýningarinnar á miðviku-
daginn var færðu leikararnir í „Ys
og þys“ þýöanda leikritsms Helga
Hálfdanarsyni blómvönd og hróp-
uðu þrefalt húrra fyrir honum.
Þar sem Helgi er meö afbrigðumhóg
vær maður, fór þessi stutta, en há-
tíðlega athöfn fram bak við tjöldin.
þ. joð m.