Vísir - 10.03.1970, Síða 9

Vísir - 10.03.1970, Síða 9
V í SIR . Þriðjudagur 10. marz 1970. 9 „Síðan hún byrjaði að spila er hún eins og íþróttafólkið — aldrei heima á kvöldin44 Frú Valborg er hér ásamt dætrunum þremur. 0 Mér kom það sann- arlega á óvart, hve kröftuglega íslending- amir voru hvattir í Ieikn um við Ungverja í Mul- house. Hélt ég, að þar væri samankominn stór hópur íslendinga og hugðist ég sannarlega koma mér í samband við þennan óvænta hóp eft- ir leikinn. Ég arkaði því inn á Hótel Frantal og skimaöi þar um. I einu hominu kom ég auga á fimm Keflvíkinga svo hása, að þeir máttu vart mæla. Þetta var þá allur hópurinn, sem ég heyröj hvetja landann og hélt að væru 50. Meðal Keflvikinganna sátu ís- lenzk kona og franskur maður hennar, sem höföu gengið á „hljóðið“ í íþrót'tahöllinni, og ákveðið að hittast aðleikloknum, en frúna, sem heitir Valborg Þor valdsdóttir Eby og búsett í Col- mar langaði til aö heilsa upp á íslendingana, sem hún sagði afar sjaldséða hér um slóðir. Hún varð góðfúslega við þeirri mála- leitan minni að mega spyrja hana nokkurra spurninga. — Hefur þú mikinn áhuga á handknattleik? — Þetta er í fyrsta sinn sem ég horfi á þessa íþrótt. — Ertu ekki stúrin yfir úr- slitunum? — Þau skipta mig litlu máli, ég kom þessa 50 km til að heilsa upp á landa mína, en ekki endilega til að sjá þá sigra. Mér var það mikið tilhlökkunarefni að geta talað móðurmálið, en það hef ég ekkj gert í fjögur ár enda er ég víst eini íslend- ingurinn sem er búsettur í þess um hluta landsins. — Hvernig barst þér vitneskja um leikinn? — Blöðin hafa skrifað mikið og vinsamlega um íslenzku vík ingana. -Hvernig sem úrslitin verða, hefur koma handknatt- leiksmannanna orðið þess vald- andi að fólk hérna er orðiö margs vísari um land og þjóð. — Er íþróttaáhugi mikill í þínum bæ? — Ekki á handknattleik. Við eigum ekkert íþróttahús. Menn hafa þar mikinn áhuga á knatt- spyrnu, en viö eigum ekkert lið núna. Knattspyrnufélagið lagð- ist niður þegar iðjuhöldurinn sem hélt því uppi dó. Annars eru hjólreiðar vinsælasta íþrótt in. FrakVar verða alveg „spinne- gal“ þegar keppt er í henni. — Hve lengi hefur þú verið búsett í Frakklandi? — Yfi» fimmtán ár Ég hélt til Frakklands að loknu verzlunar- Iskólaprófi, nánar tiltekið til ?arísar. Þá þóttj sjálfsagt að senda alla eitthvað út fyrir land steinana. í Paris kynntist ég manninum mínum, hann var þar við nám í læknisfræði. Eftir að hann lauk prófi, vorum við um það bil eitt ár á íslandi, síðan í nánd við París, en svo fluttum við til Colmar, heima- borgar mannsins míns. Hve margir íbúar eru þar? Yfir 60 þúsund, en þú ræður hvort þú trúir, þar eru tvö hundruð læknar, þar af hundrað á sjúkrahúsinu. Eiginmaðurinn er einn af þremur tannholdssér fræðingum á staðnum. — Hafa allir læknarnir nóg að gera? — Það virðast allir hafa það gott þarna. Colmar er embættis mannaborg, þar býr að mestu leyti milli- og hástéttarfólk, sem gætir heilsu sinnar mjög vel, ég veit ekki hvort ég má segja það en- ég held að þar þyki ,,fínt“ að fara til læknis. Nú, og svo eru læknarnir sótt- ir af sveitunum í kring. — Átt þú þér ekkert tóm- stundagaman? Það get ég varla sagt. Ég leik mér til ánægju á fiðlu, og var því nörruð til að taka þátt í tónlistarlífi borgarinnar, sem er í miklum blóma, og nú er svo komið að ég leik bæði í sinfóníu- hljómsveitinni og með kammer sveitinni. Fram að þessu hafði hinn franski maður hennar ekki tekið þátt í samræðunum, en aðeins brosað góðlátlega fyrir siðasakir að við héldum, þar sem talið fór fram á íslenzku en allt í einu grípur hann fram í á hreinni ís- lenzku... . .. og siðan hún byrjaði að spila er hún eins og íþrótta- mennirnir, aldrei heima á kvöld in. Nú var ekki laust við að þeir sem ekki höfðu verið ánægðir með Frakkland rétt áður, færu pínulítið hjá sér, þegar upp- götvaðist að Eby hafði skilið allt sem þeir sögðu. Ég sneri þá máli mínu til hans og spurði hvort hann hefði lagt sig mikiö eftir málinu? Ég var í eitt ár á íslandi og nam þá málið frá grunni, svo ég get lesið íslenzku mér til ánægju, a.m.k. ennþá, en ég er farinn að ryðga í talmálinu Kom ykkur ekki til hugar að setjast að á fslandi? — Jú, en það hefði tekið mig tíu ár að fá borgararéttindi, og að fá að starfa þar sem læknir í minni grein mér þótti það of langur tími — Eigið þið mörg börn? Og nú svarar Valborg. Já, þrjár dætur, 18, 15 og 6 ára, og þær eru allar í skólum, sem er ástæðan fyrir því að ég gat ekki lofaö þeim með til að sjá leik- inn. Klukkan var farin að halla í tvö og þau hjónin áttu eftir að aka heim, svo ég ákvað að tefja þáu ekki lengur og þakkaö; fyrir skemmtilega kvöldstund. emm. Blaðamaður V'isis ræðir v/ð Valborgu Þor- valdsdóttur Eby, læknisfrú / Frakklandi og eiginmann hennar, sem svaraði spurningunum á góðri islenzku — Vildi setjast að á Islandi, en læknisréttindin hefðu ekki komið fyrr en eftir 10 ár! □ Úrkynjuð þjóð. Lífsreyndur aldamótamaður sagöi í símann: „Ósköp er þjóöin okkar orðin úrkynjuð. Menn heimta allt fyrir ekkert. Menn heimta að fá að lifa lúxuslífi í bezt búnu íbúðum heims. Menn heimta að fá að aka um í fínum bílum. Menn vilja ekki mæta í vinnu, nema þegar þeim hentar Menn vilja helzt sitja og kjafta í vinn- unni. Menn vilja ekki með nokkru móti mæta stundvíslega á fundi eða til annarra starfa. Menn nenna ekki að hugsa. Menn vilja að ríkið sjái fyrir öllu. Auðvitað getur þetta ekki endað nema á einn veg. Allir komast á tryggingarnar og eng- inn nennir að vinna fyrir pen- ingunum í tryggingarnar. Og þá getum viö öll flutt til Sviþjóðar og lagzt í leti þar.“ □ Skammgóður vermir. Skömmu síðar hringdi hann aftur: ,,Ég var að lesa fréttirnar frá Seðlabankanum um hina nýju velgengáj þjóðarinnar. En sann- ið þið til. Þetta stendur ekki lengi. Okkur gekk svona vel í fyrra, af þvi aö við eyddum ekki nema lítillega meira en við öfluðum. En haldið þið, aö ein- hver hafi verið ánægður með það. Nei, ekki aldeilis. Allir heimta meira I sinn hlut. Þetta springur allt f loft upp f sumar og laun hækka um 10% eða meira. óg allt fer auðvitað til andskotans aftur. Þetta verður skammgóður vermir." □ Er þjónusta til ills? Tímaleysingi skrifar: „Við aumir þegnar ríkis- valdsins borgum ársfjórðungs- lega gjöld af síma okkar. Ef við sendum símskeyti eða bökum okkur á annan hátt aukagreiðsl ur á milli þessara gjalddaga, fáum við mánaðarlegar rukkan ir upp á þær upphæöir ásamt hinum venjulegu hótunum um lokun. Þessir mánaðarreikningar eru yfirleitt frá svona 50 krón um upp í 150 krónur. Auðvitað nennir maður ekk; að gera sér sérstaka ferð til að greiða því- lfkar upphæðir. Því spyr ég: Mundj síminn nokkuð tapa á því að rukka þessar upphæðir um leið og ársf jórðungsgreiðslan er rukkuð? Mundi það. ekki spara innheimtukostnað? Mundi vaxtatapið ekki verða sáralftið? Er ástæöa til að standa gegn þessu, eingöngu á þeim forsend um, að aukin þjónusta vlð not- endur sé til ills og ali þá upp í vondum siðum?“ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-16

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.