Vísir - 10.03.1970, Síða 13

Vísir - 10.03.1970, Síða 13
V1S IR . Þriðjudagur 10. marz 1970. 13 Byrja að reykja til þ ess að ganga í augun á kvenþjóðinni jþað eru tvær aðalástaeður fyr- ir þvi, að drengir byrja að reykja. Þeir vilja láta líta svo út að þeir séu karlar f krapinu, og í öðru lagi langar þá til að ganga í augun á kvenþjóðinni. Þetta segir i skýrslu frá rannsóknarnefnd, sem enska rfkisstjórnin kom á fót til að kanna reykingavenjur pilta. Rannsóknin náði til 5600 skóla- piÞa á aldrinum 11—15 ára. Allir, sem voru spurðir, voru sammála um það að það liti mjög glæsilega út að reykja. Eins voru þeir á sama máli "m það, að þeir, sem reyktu ekki virkuðu púkalegir og undir það tóku meira að segja þeir, sem ekki reyktu. En hinir síðar- nefndu vildu samt sem áður ekki ganga svo langt að hefja reykingar aðeins til þess að fylgjast með tízkunni 1 skýrslunni segir m. a., að nú sé það skiljanlegt hv-rs vegna drengir, sem dást að eldrj fé- lögum sínum verði fyrir svo miklum áhrifum í sambandi við reykingar. Þeir óskj einskis frek ar en að komast í tengsli við hitt kynið, og þeir halda að að- eíns reykingamenn verði þeirrar gæfu aðnjótandi. Aðeins að einu leyti finna reykingamennirnir sig standa höllum fæti. Það er þegar um ræðir skólann. Þeir dre.sem reykja hafa að meðaltali meira fé handa á millí og nota all- miklar upphæðir í plötur og föt. Þeir, sem reykja ekki hafa meiri áhuga - lestri, skriftum, aö hlustá ' útva ■> eða horfa á sjónvarp. Það kom einnig fram í rann- sókninni, að 45% 11 ára gam- alla drengja reyktu en 80% 15 ára drengja. nölskyldan og íjeimilid Eyða mestu W • I — jbýzk rannsókn á eyðstu ungs fólks jþað er langt síðan framleið- endur komu auga á kaupgetu unglinga. í Vestur-Þýzkalandi þar sem eru yfir 9 milljónir ungs fólks á aldrinum 14-—24 ára kemur þetta ekki hvað sízt i ljó Það þarf ekki að undr- ast það, ef hin 20 milljón mörk, sem unga fólkið eyðir árlegi eru tekin með i reikninginn. Þetta merkir það, a* hvert um sig af þðssu unga fólki hef- ur, að meðaltali, 200 mörk á mánuði til þess að eyða eins og því sýnist. Reiknað yfir í íslenzka peninga verður það um 4.800 krónur. Þessum peningum og bíla er ekki eytt alveg út í bláinn eins og maður gæti haldið, ef fara á eftir rannsókn, sem þýzku neytendasamtökin hafa staðið fyrir. Meðal þess, sem kom í ljós var sú staðreynd, að 51% allra þeirra, sem hafa einka „giro“ reikninga í bönk- um eru undir tvítugu, Þetta fólk lætur bankanum það eftir að greiða reikninga og afborg- anir af innistæðu sinr.i. Ems og búast mátti við fara peningarni mest í tfzLufatnað. Á rúmlega hálfs árs tímabili eyddi unga fólkið að meðaltah 4.150 krónum á mann í föt. Næstmesta,,. eyöslan var í bíla ög varahluti'-eða um 2.500 krón- ur, í áfeúgi var eytt rúrmjm 1.900 krónum, í útvörp, sjón- vörp og hljóðfæri rúmum 1.400 krónum, um 1.200 i óáfenga drykkí, um 1.350 krónum í skö- fatnað, rúmum 900 krónum í snyrtivörur, tæpum 900 krón- um í ýmsa tómstundaiðju og sælgætiseyðslan rekui lestina, með rúmar 4Ö0 krónur. Við sjáum að unglingar, hvar sem er í heiminum eyða hand- bærum peningum í svipaða hluti En auövitaö breytast hlut- föllin milli þess, sem þeir eyða i eitthvað frá einu landi til ann- ars. 44 „Viðtækið er ónýtt, en ég held að við getum notað senditækið." „Við skulum reyna það á eftir. Hvenaer er hlustunartími hjá þeim?“ Boudesh dró upp spjald með áletruðum senditímum og bylgju- lengd, sem hann rétti Douglas án þess að líta á hann. Douglas athugaði spjaldið. „Við ættum að geta prófaö, áður en við leggjum af stað aftur,“ sagði hann. Líbanontröllið tuldraði eitthvað, og Douglas hélt á brott. Lagðist aftur undir ábreiðuna og reyndi að festa blund. Boudesh lagðist líka fyrir og sofnaði þegar í stað, en hrökk upp aftur klukkan rúmlega átta, eins og hann hafði ásett sér. Hann leit fyrst á armbandsúrið á úln- lið sér, sem hann hafði tekið af úlnlið á þýzkum skriðdrekafor- ingja, áður en en hann var kóln- aður; svo í kringum sig, það voru allir í fastasvefni og hvergi hreyf- ing, nema við tjaldskjólið, þar sem þýzka hjúkrunarkonan var að skipta um sáraumbúðir á Hass- an. Hann fylgdist með hreyfing- Um þjóhnappa hennar, þar sem hún laut að hinum særða manni, og andardráttur hans varð ör og hann fann blóðið byltast um æð- arnar, heyröi nið þess eins og hratt hófatak fyrir eyrum sínum. Hjúkrunarkonan hafði lokið starfi sínu í bili, hún tók hinar blóðugu umbúðir og bar þær á brott til að grafa þær í sandinn spölkorn frá. Boudesh reis á fæt- ur og veitti henni hljóðlega eftir- för. Andartak nam hún staðar, Ieit snöggt til hægri og vinstri, eins og hún hefði grun um ein- hverja hættu, en hélt svo áfram göngunni. Boudesh hélt á eftir henni, hafði gersamlega gleymt fjar- skiptatækjunum, og ekkert annað komst fyrir í huga hans en hams- kvenmannsins. Hann það út undan sér, að Kafkarid- læddist hálfboginn fram á milli anna og hélt í humáttina af im, eu lét sig það ekki neinu skipta, hann var bæði stærri og sterkari en Kafkarides, ef í það fór. Kæmu þeir því að hjúkrunar- konunni samtímis, þá yrði það hann sjálfur, sem tæki hana fyrr, á eftir mátti Kafkarides ' njóta hennar, ef hánn gaeti og vildi, það kom Boudesh ékki .viö. Hjúkrunarkonan laut nokkuð og rótaöi holu í sandinn. Pilsið lyftist að aftan og Boudesh sá lengra upp eftir lærum hennar, þau voru stælt og sterkleg og ekki beinlínis gædd néinum kven- legum yndisþokka, en ekki lék neinn vafi á því, aö þau mundu geta þrýst allnotalega að. Ef hún veitti honum mótspvrnu, þá yrði það einungis æsilegur þáttur i kynmökunum og eitthváð annað en að fást við arabísku vændis- drósirnar sem létu viðskiptávin- inn koma fram öllum vilja sínum mótþróalaust. Hann sá Kafkarides stökkva iram, grípa annarri hendínni fyr- EFTIR ZENO ir munn henni og hinni utan um hana, en hún reif sig lausa og rak olnbogann fyrir brjóst honum, svo að hann hrökklaðist frá og stóð á ömdinni. í sömu andrá hljóp Kostas Manou fram hjá Boudesh eins og sigurvegari á endaspretti, hann kastaði sér yfir hjúkrunarkonuna eins og rugby- leikari, greip um þjó henni til aö hrinda henni úr jafnvægi, en því næst um ökklana og kippti undan henni fótunum. Hún skall á bakið, barði til Kafkarides í fallinu og reyndi að ■ sparka í Kostas Manou. Boudesh fylgdist með átökum þeirra á sandinum. Kafkarides lagðist nú með hnén ofan á handleggi henn- ar og laut fram, náöi taki á hnjá- kollum hennar og reyndi að glenna þá sundur, en Grikkinn hélt föstu taki um báða ökklana.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.