Vísir - 10.03.1970, Síða 16
Þriðjudagur 10. marz 1970.
Rann til og
féll af bryggju
niður á þilfar
$ Slys varð um borð í saltflutn-
ingasUipinu, Réd Gate London,
sem losaði salt í Vestmannaeyjum
: gær. Fimmtugur kranastjórnandi
•ann til á bryggjukanti og féll nið-
ur á þilfar skipsins, rétt eftir að
vinna hafði hafizt að nýju eftir há-
degishlé í gærdag. Lágt var í sjó
og var fallið nær þrír metrar. Mað-
urinn hiaut áverka á höfði og var
fluttur á sjúkrahúsið meðvitundar-
Iftill.
Þýzkt skipafélag falast
eftir íslenzkum sjómönnum
Þýzka skipafélagið Nord
í Hamborg, sem hefur 14
skip á sínum vegum og
er aðili að skipasam-
steypu, sem hefur 150
skip, hefur skrifað hing-
að og falazt eftir vinnu-
krafti. Virðist þetta fé-
lag einkum hafa nemend
ur í farmannadeild Stýri
mannaskólans í huga, en
35 eiga að Ijúka burtfar-
arprófi þaðan í vor. Einn
ig sækist félagið eftir vél
stjórum.
Ingólfur Ingólfsson hjá Vél-
stjórafélagi íslands sagði í við-
tali við blaðið, að frekar væri
gert ráð fyrir vaxandi straumi
manna í þessi störf. í nágranna
löndunum væri skortur á vél-
stjórum. Þá sagði hann, að þetta
væri ekki í fyrsta skiptiö, sem
þetta þýzka skipafélag skrifaði,
og væri hægt að ráða þangað
alla þá vélstjóra, sem yildu vera
á sjó. — En okkur vantar vél-
stjóra á sjó og höfum ekki
stuðlað að því, að menn færu út
til starfa.
Það er tiltölulega fámennur
hópur vélstjóra, sem hefur far-
ið út til starfa og þeir fara yfir-
leitt einn og einn og t.d. til
sex mánaða í einu og koma svo
aftur heim. Hins vegar hafa
margir stýrimenn farið til starfa
erlendis t. d. fóru 10 nemendur
úr Stýrimannaskólanum í fyrra,
flestir þeirra voru búnir að
ljúka prófi en 4—5 voru á milli
bekkja. Þeir fóru til Danmerk-
ur í fyrrasumar og eiga áfram
kost á störfum hjá þeim skipa-
félögum. Það eru frekar ungir
menn og ógiftir, sem fara út 1
þetta. Á tímabili voru milli 40
—50 stýrimenn viö störf erlend-
is.
Guðlaugur Gíslason hjá Stýri-
mannafélagi íslands sagði, að
það hefði.færzt mjög £ vöxt, að
stýrimenn færu til starfa er-
lendis. Margir þeirra væru starf
andi hjá nágrannaþjóðunum, í
Danmörku, Sviþjóð og Noregi,
en einnig t. d. á ísraelskum
skipum.
— Þeir hafa komið hingað
nokkrir að spyrja um framtíðar
atvinnu.
Stýrirnannaskólinn útskrifar
núna í vor yfir 30 menn úr
farmannadeild og þeir fá ekki
stööu í bráð á íslenzkum skip-
um.
Þá sagði Guðlaugur, að Stýii-
mannafélagið væri að kynna sér
kjör og annað hjá þessu þýzka
skipafélagi og sé málið ennþá
á viðræöustigi. — SB—
„Erkifjendur44
við skákborðið
— góð/r vinir jbess utan — Friðrik teflir bið-
skákina v/ð Larsen kl. I i dag
\
„Ég neita því ekki, að þaö er
dálítill „skrekkur“ í mér, en ég
vona þó að ég haldi jafnteflinu"
— sagði Friörik Ólafsson, er
blaðið náði sambandi við hann
í morgun, en kl. 1 í dag eftir
íslenzkum tíma, teflir hann bið-
skákina við Larsen.
„Skákin er ekki eins einföld
og hún lítur út fyrir að vera,
og ómögulegt að segja hvað
við verðum lengi að ljúka við
hana".
„Þið hafið teflt oft áður, þiö
Larsen?“
„Já, það má segja að við sé-
um erkiféndur við skákborðlð,
en við erum ágætir vinir þess
utan, enda höfum við teflt slð-
an við vorum 15 ára gamlir."
Og hvernig leggst mótið í þig
í neild?“
„Bara vel, ég vona að ég
haldi mínu striki, og ég held að
ég hafi góða möguleika á efstu
sætunum," sagði Friðrik að lok-
um. Biðskák þeirra Friðriks og
Larsens er eina skákin sem er
ólokið úr fyrri umferð, en Frið-
rik er nú í öðru sæti á eftir
Larsen. — ÞS—
Annar í prófkjöri,
fjórði á listanum
,Hef ekki áhuga á samstarfi við bæjarstjórnar■
meirihlutann og þess vegna er mér sparkað
niður", segir Pálmi Steingrimsson
„Þetta er samkvæmt ein-
hverju talnakerfi, sem hvorki
ég né aðrir hafa kynnzt,“
sagði Pálmi Steingrímsson,
einn frambjóðenda félags
frjálslyndra og vinstrimanna
(hannibalista) í Kópavogi í
morgun, þegar Vísir ræddi
við hann.
Prófkjörið leiddi í ljós að
Hulda Jakobsdóttir, fyrrum bæj
arstjóri I Kópavogi, varð efst
með 43 atkvæði, en Pálmi fékk
36 atkvæði í 1. sætið. Hins veg-
ar féllu atkvæöi jafnt í 2. sæti
milli Pálma og Sigurjóns Hil-
arlussonar. Samkvæmt þessu
töldu flestir að Pálmi lenti 1 2.
sæti á listanum, en svo varð
ekki. Hann hafnaði I 4. sæti á
eftir Huldu, Sigurjóni og Guðna
Jónssyni.
„Ég veit ástæðuna fyrir
þessu,“ sagði Pálmi, sem hefur
nú neitað aö vera með á lista
félagsins, „Ég hef lýst því yfir,
að ég vilji ekki samstarf við nú-
verandi bæjarstjórnarmeirihluta
— og það nægði."
Pálmi kvaöst hafa ástæöu til
að ætla að fleiri en hann mundu
draga nöfn sín til baka af list-
anum vegha þessa máls. —JBP
Loðnuvinnslan setti sinn svip á Vestmannaeyjar í gærdag.
Loðnunni
ekið
út í hraun
— allar Jbrær fullar
i Vestmannaeyjum
Loðnuveiöin hefur verið ágæt sfð
ustu daga og frá því klukkan 8 í
gærmorgun og til kl. 8 í morgun
komu 25 skip með 5920 lestir á
land, en loðnan veiddist aðallega
við Ingólfshöfða og á Meðallands-
bug samkvæmt upplýsingum
Hjálmars Vilhjálmssonar, fiski-
fræðings í morgun. Stóð loðnan
fremur djúpt fram eftir degi og var
megnið af henni veitt í gærkvöldi.
Norðaustan kaldi var við Ingólfs-
höföa en betra veður á vestursvæð
inu. Þá höfðu um 30 bátar farið i
land. með fullfermi i gær, og eru
flestir komnir á miðin aftur. Megn
ið af loðnunni fór á land í Vest-
mannaeyjum og eru þar allar þrær
fullar og hefur orðið að aka loön-
unnj út £ hcaun.
Leitarskipið Árni Friðriksson var
í gær og nótt á Lónsbug enda hef-
ur ekki orðið vart við teljandi lóðn
ingar, en veður er óhagstætt. norð
austan stinningskaldi. Mun skipið
næst kanna svæöið saður af Hva)
bak, ef veður teyfir. —ÞS—
tekinn mei
af fötum
Þjófurinn var
fuilt fangið
— þrennar buxur, jakka o. fl. — en þrætti
samt harðlega
„Ég hata allar löggur! Þeir eru
fantar og nazistar og ég skal
sprengja í loft upp alla löggubila!“
sagði 15 ára Innbrotsþjófur, sem
lögregluþjónn, óeinkennisklæddur,
hafði stöðvað á gangi inni við Borg
artún og tekið að yfirheyra um
fatapinkla, scm sá ungi maður
hélt á.
Lögreglumaðurinn, sem var í fríi
frá störfum og gegndi sinum eigin
erindum, hafði á ferð sinni veitt
eftirtekt pilti, sem honum sýndist
í meira lagi grunsamlegur. Pilturinn
hélt á fatnaði f fanginu og var auk
þess með fleira innan klæða á sér,
en að auki í tveimur jökkum. Þetta
var rétt fyrir kl. 1 eftir miðnætti
í nótt,
Stöðvaöi lögregluþjónninn piltinn
og tók að spyrja hann um ferðir
hans og fataflutninga, en hinn brást
illa við og viðhafði hið versta orö-
bragð, en neitaði algerlega að gera
grein fyrir sjálfum sér eða fötun
um og harðneitaði að fara niðui
á lögreglustöð til yfirheyrslu. —
Hann varð þó að hlýða því.
Við nánari athugun kom £ ljós
að pilturinn hafði birgt sig upp ein
hvers staðar með 2 leðurbelti,
skyrtuhnappa, leðurveski, þrennai
buxur og gulan flauelsjakka, en al
verðmiðum, sem enn voru á flíkun-
um og voru merktir verzluninnl
Faco, mátti sjá að þetta var a/
verömæti rúmlega 6000 kr.
Enda viöurkenndi strákur undi
lokin, aö þessu hefði hann stolið ú
fataverzluninni Faco. — GP-