Vísir - 09.04.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 09.04.1970, Blaðsíða 1
s < ,HERSKIPA'MÁLNING Á TÆKNISKÓLANUM • Vegfarendur um Skipholt stöldruðu flestir við á Ieið sinni í morgun til þess að virða fyrir sér rauðmálaða áletrun, sem stórum stöfum stóð á hom- ^ húsi Bolholts og Skipholts, þar sem Tækniskólinn er til húsa. NIÐUR MEÐ BÁRUJÁRNIÐ! HVAÐ BÝR HÉR UNDIR? + HÚSRÁÐENDUR LÁTIÐ EKKI ÓMENNSKU VERKTAKANS VIÐGANGAST LENGUR! - ÁFRAM MEÐ VERKIÐ! Undir þessa rosaskrift var skrifað: Róttækir nemendur. Ekki kvaðst skölastjóri Tækni skólans, Bjarni Kristjánsson, geta fullyrt neitt um, hverjir þama hefðu verið að verki, þeg- ar blaöamaður Vísis tók hann tali í morgun. Hann kvað ekki ólíklegt, að þetta væri með réttu eignað nemendum skólans, sem sýnt hefðu áður merki ó- þolinmæði vegna seinagangs við smiði hússins, sem væri komin á þriðja ár á eftir áætlun sam- kvæmt verksamningi við verk- takann. Nemendur sendu fyrir nokkru áskorunarlista til skólastjórnar- innar, þar sem skorað var á hana að reka á eftir byggingar- framkvæmdum. „Það er svo sem vonlegt að mönnum leiðist glamrið i báru- jáminu á húsinu, hvenær sem ekki er logn,“ sagði skólastjór- inn. Loforð verktakans liggja þó fyr- ir um, að frá húsinu verði geng- ið til fullnustu í maí. — GP Þessi rosaskrift blasti við vegfarendum í morgun, sem ieið áttu um Skrpholt. Grunsamlega hlaðin bifreið kemur upp um stórsmygl 83 jbús. vindlingar og 6 áfengisflöskur fundust /i bifreiðinni. Meira fannst i Brúarfossi Það vakti athygli lögreglu- þjóns, sem staddur var í tollskýlinu á Reykjanes- braut, þegar lítilli fólksbif- reið var rennt þar upp að, hve hlaðinn bíllinn virtist vera, þótt ökumaðurinn væri einn í bílnum og eng- inn farmur inni í bílnum. Gaf lögregiumaðurinn sig á tal við ökumanninn, sem var frekar stuttur í spuna og litt samræðufús. Svaraöi hann snöggt, ,,að hann væri bara með vörur, sem hann ætti sjáifur, og kæmi sko lögregl unni ekki mikið við!“ En í Ijós kom, þegar í farang- ursgeymsluna var gáð, að þar voru 415 karton af vindlingum og sex viskíflöskur — allt saman ótoll- merkt. Voru þetta þrjár vindlinga- tegundir. Eitthvað brá ökumaðurinn litum, þegar þessi fundur var gerður, en ekkert losnaði um málbeinið í hon um, svo að lögreglumaðurinn lagði hald á farminn og flutti allt, bíl, farm og ökumann til lögreglustöðv arinnar, því að grunur vaknaði eðli lega um, að þetta væri smyglgóss. Siðast játti maðurinn því, að þetta væri smyglvamingur, sem hann hefði sótt í Brúarfoss, sem liggur í Keflavíkurhöfn. Rannsóknarlögreglumenn og toli þjónar gerðu saumnálarleit að smyglvamingi um borð í Brúar- fossi sem iiggur i Keflavikurhöfn. Hófst leitin í gærkvöldi og hefur staðið yfir í alla nótt, og var enn ekkj lokið í morgun, þegar blaðið fór í prentun, en þá höfðu fundizt á annað hundrað þúsund vindlingar faldir undir þiljum í vélarrúmi. GP TVEIR LÆKNAR HÆTT KOMNIR Í ÓLAFSVÍK Vonumst lagi sem allir geta unað • Héraðslæknirinn í Ólafsvík, Arngrímur Björnsson, og að- stoðarlæknir hans, voru hætt komnir þegar þeir misstu niður hreinsivökva, carbonthetraclor- id, inni á læknastofu sinni í Ól- afsvík. Vökvinn var á stórri flösku og brotnaði hún. Þama er um mjög skemmandi eit ur að ræða, bæði eimurinn af því og eins ef það er tekið inn. Voru læknarnir fluttir suður í ofboði í gærmorgun og vom þeir til rann sóknar á Landspítaianum í morg un. Sagði einn læknir spítalans Sig urður Þ. Guðmundsson í viðtali við Vísi í morgun að allt útlit væri fyrir að þeir hefðu sioppið með skrekkinn og yrði ekki meint af eitrinu, en þeir yrðu um smn á spítalanum til frekari .rannsókn- — segir formaður SAS-nefndarinnar i viðtali við Visi i morgun, þegar Loftleiðaviðræður hófust „Ég er bjartsýnn með þennan —JH — fund okkar hér á íslandi og við vonum að hægt verði að komast að niðurstöðu, sem allir geta unað. Við munum gera það sem við getum til að samkomulag náist um þetta mál sem fyrst,“ sagði Jttrgen Adamsson, skrifstofu- stjöri í danska utanrikisráðu- neytinu, en hann er formaður viðræðunefndarinnar frá SAS löndunum, sem í morgun hóf umræður við íslenzku við- ræðunefndina um lendingar- réttindi Loftleiða í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Er þetta síðar; fundurinn sem haldinn er um þetta mál. en sá fyiri fór fram ytra fyrir fáum vikum og gerðu þá íslenzku nefndarmennimir grein fyrir sínum sjónarmiðum með hlið- sjón af hinum nýja flugvéla- kosti, sem Loftleiðir taka í notk un innan skamms. Adamsson sagði ennfremur að þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi til íslands, og svo væri um flesta hinna tíu erlendu fulltrúa, og kvaðst hann vera mjög ánægð ur með fundarstaðinn, en um- ræðurnar hófust klukkan 10 í morgun í Norræna húsinu. Gert er ráð fyrir að umræðumar standi í dag og kvöld og sagði Adamsson að þeir myndu halda þeim áfram á morgun ef nauð- syn krefði. Formaður íslenzku viðtæðu- nefndarinnar er Pétur • Thor- steinsson ráðuneytisstjóri i utan ríkisráðuneytinu, og sagði hann f viðtali við blaðið í morgun að gert væri rúð fyrir ,að gerðar yröu tillögur á þessum fundi, sem síðan verði lagðar fyrir nrk- isstjómir iandanna. —ÞS—■ Á fundi í Norræna húsinu í morgun. Jörgen Adamsson íormaður viðræðunefndarinnar frá SAS- löndunum er fimmtl frá hægri á myndinni. Lífeyrissjóðir efna til ráð- stefnu gegn skerðingar- ákvæðum húsnæðisfrumvarps ■ Landssamband lífeyrissjóða mun boða til ráðstefnu n.k. mánudag til að fjnlla um hús- næðisfrumvarp ríkisstjórrtarinn- ar, sem þeir telja skerða mjög sinn hag. Búizt er við, að um 70 fulltrúar sæki fundinn, frá meölimafélögum landssambands ins og lífeyrissjóðum utan þess, en þeim verður einnig sérstak- lega boðið. Bjarni Þórðarson, framkvæmda- stjóri landssambandsins, segir, að iífeyrissjóöirnir muni leggja á- herzlu á að ræðá við félagsmála- ráðherra og reyna að bæta að- stöðu sína. I húsnæöisfrumvarpinu er gert ráð fyrir, að 25% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóða verði varið tii kaupa á bréfUm byggingarsjóðs. Húsnæð- ismálastofnunin fengi því.þetta fé til ráðstöfunar og gætu lífeyrissjóð irnir sjálfir ekki ráðið því, hvemig. því yrði varið. Forystumenn lífeyr- issjóðanna álíta, að slík skipan mála sé ranglát gagnvart þeim. —HH. ' i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.