Vísir - 09.04.1970, Blaðsíða 7
7
. Bhmutudagur 9. april
Utvarp og pólitík
J frumvarpi því trl nýrra út-
varpslaga sem líggur fyrir
Atþingi er að vonum lögð á-
herzla á það að Ríkisútvarpið
sé sérstök og sjáifstæð stofn-
un; sú skoðun er mjög útbreidd,
segir í greinargerð með frum-
varpinu, að áhrifamtkil menning
arstotfnun eins og ríkisútvarp
eígi að vera sem sjálfstæðust,
en megi ekki mótast af dægur-
hanáttu um stjóm landsins. I
samræmi við þessa skoðun er
lagt tii að útvarpsráö verði hér
eftir skipaö tii fjögurra ára í
stað þess að hvert nýkjöriö þing
kjósi nýtt útvarpsráð. „Með nú-
verandi skipan er Ríkisútvarpið
nátengt við stjómmálabaráttuna
og sveiflur 'hennar", segir í
greinargerðinni. „Virðist hyggi-
legra og meira í samræmi við
fajugmyndir samtíðarinnar um
sjálfstæöi Ríkisútvarpsins, að
útvarpsráð, haf; fast kjörbíma-
bil eins og mikiú meirihiuti
þeirra stjóma og ráða sem AI-
þingi kýs. Mtmdi það skapa
meiri festu í störf útvarpsráðs
og stofnunarinnar í heild.“ —
Þetta virðist skynsanúega mælt.
Þar fyrir er svo sem ekki víst að
svo djarflegt nýmæli nái fram
að ganga. Minnsta ikosti man ég
ekki betur en menntamálaráð-
herra sjálfur lýsti áhyggjum yf-
ir einmitt þessu efnisatriði við
fyrstu umræðu frumvarpsins,
óítaðist að vanda gæti af því
teitt að ekki væri einn og sami
meirihlutinn á þingi og í ráðinu
ef svo skipaöist í stjórnmálum.
En ekki man ég til nánari útlist
unar þess nákvæm'lega hver sá
van diværi í hinu sjálfstæóa
ríkisútvarpj sem fyrirhugað er
eftir frumvarpinu.
t'n hér er óvart komið að
‘Lji mergnum málsins. Eftir
sem áður er ætlunin að útvarps
ráð, skipaö sjö mönnum til að
núverandi þingflokkar eigi þar
örugglega allir fulltrúa, sé kos-
ið hlutfallskosningu á Alþingi.
Útvarpsráð fer eftir sem áður
með yfir-verkstjórn í útvarpinu;
I>aö tekur ákvarðanir um hversu
útvarpsefni skuli haga í höfuð
dráttum, leggur fullnaðarsam-
þykkt á dagskrá áður en hún
kemur til framkvæmda, ákvarð
anir Þess um útvarpsefni eru
endanlegar, það setur eins
og þurfa þykir reglur um
að gætt sé ákvæða lag-
anna um hlutverk útvarpsins,
þar á meðal hinnar veigamiklu
reglu um „óhlutdrægni gagn-
vart öllum flokkum og stefnum
í opinberum málum, atvinnu-
stofnunum, félögum og einstakl
ingum“, og það hefur sjálft úr-
skurðarvald um meint brot á
þessum ákvæðum. Auðvitað er
tómt mál að tala um „sjálf-
stæði“ útvarpsins að svo komnu
nema yfirstjórn þess í útvarps-
ráöi sé einnig sjálfstæður aðili,
óháður öðrum en lögum lands-
ins og sinni eigin samvizku, en
margföld reynsla er fyrir því að
„hlutfallskosning á Alþingi"
merkir ekkert annað en að ráð
ið er skipað sérstökum fulltrú-
um stjórnmálaflokkanna sem
fyrst óg fremst telja hlutverk
sitt að gæta meintra hagsmuna
þeirra, að óviðkomandi aðilar
útvarpinu geta af pólitískum
ástæðum komið vilja sínum
fram i ráðinu ef og þegar þeim
sýnist, og að hin pólitiska við-
miðun mótar sjálfrátt og ósjálf
rátt verksvit og vinnubrögð út-
varpsráðs við dagskrárstjórn-
ma. Að svo komnu kann að
vera byggilegast að tryggja það
fyrirfram að meirihluti útvarps
ráðs hafi jafnan bakhjail í
meirihluta á Alþingi. Eigi hins
vegar að ræða f alvöru um
„sjálfstæði" útvarpsins hlýtur
eitt meginatriði þess máls að
vera hversu tryggja megj sjálf-
stæði útvarps gagnvart stjórn
málaflokkuni ekki síður en öðr
um aðilum, ekki einasta hverj-
um fyrir sig heldur einnig og
ekki siöur gagnvart þeim öll-
um í senn.
J greinargerðinni með frum-
1 varpinu er vikió no'kkrum
orðurrt að þróun útvarpslöggjaf
ar og stjóm útvarpsins fyrstu
ár þess, en hún virðist hafa
verið á nokkru reiki þar til
ir og stofnanir" að tilnefna
menn í útvarpsráð. Það er mark
leysa að ekki hafi „komið frarn
tillögur um aðra skipan": væri
það tilgangur þessa frumvarps
að efla sjálfstæði útvarps í stað
þess að tryggja til frambúðar
yfirráð stjórnmálaflokka yfir
fjölmiðlun í landinu, ættj auð-
vitað að reifa slíkar tillögur i
frumvarpinu sjálfu með hæfi-
legri hliðsjón af fyrri reynslu
EFTIR
ÓLAF
JÓNSSON
móti. í fyrsta lagi má vefengja
að þingkjörin nefnd, skipuð
mönnum sem ailir gegna anna-
sömum öörum störfum, oftast
öldungis óskyldum útvarps-
rekstri, sé til þess fallin að hafa
jafnmikil afskipti og ihlutun í
daglega dagskrárgerð og núver-
andi útvarpsráðj viröist ætlað
og vitað er að það hefur. Það
má hugsa sér að þingkjörnu
útvarpsráðj væri einvörðungu
ætlað að móta dagskrárstefnu
útvarpsins í meginatriðum henn
ar og til langs tíma, ákveða
starfsreglur útvarpsins sam-.
kvæmt útvarpslögum og skera
úr ágreiningi um þær, en starfs-
liði útvarps og útvarpsstjóra
væri falin öll skipulagning og
framkvæmd hinnar daglegu dag
skrár með ábyrgð fyrir útvarps
ráði. Þegar í þessu væri falið
meira sjálfstæði útvarpsirvs en
hin pólitíska ráðstjórn var form
lega upp tekin vorið 1939. Var
hvortveggja prötfað að skipa
ráðið fulltrúum tiltekinna stofn
ana og stétta, háskólans, presta,
kennara, og veita hlustendum
sjáltfum kost á að kjósa ráðið
að hluta áður en þessi háttur
var upp tekinn. „Þrátt fyrir
nokkra gagnrýni hafa ekki kom
ið fram tillögur um aðra skip-
an sem ætia má að betur dugi
en þessi, er valin var að feng-
innj reynslu af öðrum kerfum
og hefur dugaö í þrjá áratugi,"
segir í greinargerðinni. Þessi
orð merkja auðvitaö ekkert ann
að en að pólitísk ráðstjórn,
flokksræði eigi að viðháldast yf
ir útvarpsrekstrinum sem að
vísu kemur illa heim viö sjálf
stæðisstefnu frumvarpsins.
Minnsta kosti saknar lesandi
þess að ekki skuli nánari grein
fyrir því gerð hvers vegna
stjórnmálamenn og flokkar séu
til þess failnari en aðrar „stétt-
og tilhögun þessara mála ann-
ars staðar. Þrátt fyrir fögur orð
um sjálfstæðj er eftirtakanlegt
að frumvarpið gerir enga tilraun
til að skilgreina nákvæmlega í
hverju sjálfstæði útvarps sé
fólgið. Hin almennu ákvæði 3ju
greinar þess um hlutverk stofn-
unarinnar eru þess eðlis að þau
má teygja og toga á alla vegu,
en eitt helzta verkefni útvarps-
ráðs verður að sjálfsögðu túlk-
un og gæzla einmitt þessara
ákvæða. Ríður því auðvitað á
miklu fyrir sjálfstæði útvarps-
ins að útvarpsráð hafi bolmagn
til að móta sér og framfylgja
eigin skilningj þessara og ann-
arra ákvæða laganna.
Tjað má vel vera að af ýms-
um ástæðum sé eðlilegt að
Alþingi kjósi sjálft yfirstjórn
ríkisútvarps. Þar fyrir má aug-
Ijósiega haga skipan, verksviði
og valdi útvarpsráðs með ýmsu
nú er til að dreifa. Til að svo
eintföld stefnubreyting mætti
takast þyrfti þó að tryggja að
útvarpsráðsmenn væru óháðir
umbjóðendum sinum í þing- og
stjórnmálaflokkunum, en auðvit
að mætti setja nánari ákvæði
um kjörgengi til ráðsins. Fyrir
nú utan að frambjóðendur
skyldu hafa einhverju þá hæfi-
leika, menntun, reynslu, áhuga
mál til brunns að bera sem lík
legt gerðj að þeir yrðu útvarp-
inu nýtir starfsmenn mætti, t.
a. m. ákveða að þeir skyldu
ekki gegna trúnaðarstörfum i
flokksþágu, þingmennsku, blað-
stjórn eða þvílíku. Af reynsi-
unni að dæma gætu slík ákvæði
reynzt næsta þarfleg. En merg
ur málsins er auövitað sá að
Alþingi á að vera treystandi til
að kjósa menn til trúnaðarstarfa
og forustu tiltekinna stofnana
frá öðru sjónramiði en flokks
hagsmuna. Ytfirgangur stjóm-
málaflokka varö þegar í upp-
hafi árið 1985, m að
framgangi þeirra lýðræöislegu
nýbreytni að hlustendur kysu
sjálfir útvarpsráð að hálfu á
móti Aiþingi, og var faMið öiá
þeirri tiiraun eftir eitt kjörtima-
bil. Vera má að ekki þætti tæki
legt að endurtaka hana nú a6
nýju né heldur að íela nán.&r tii-
teknum stéttum og stofnumioi
að tilnefna fulitrúa í útvarps-
ráð á móti hinum þingkjöma
hiuta þess. En auðljóslega yrði
það til aö efia sjálfstæði út-
varps ytra og innra, efla verks-
vit og starfshæfni útvarpsráðs,
festu f störfum þess ef starfs-
fólk útvarpsins ætti einnig að-
ild að því. Mætti t. a. m. hugsa
sér aö dagskrárstjórar og kjöm
ir fulllrúar útvarpsmanna skip-
uöu ráöiö að hálfu móti hin-
um þingkjörna hluta en útvarps
stjórj væri oddviti þess. Slflc
aðtferð kæmi mætavel heim við
nútima-hugmyndir um lýðræðís
lega stjómarhætti, hlutdeiM
starfsliðs í stjórn stofnana og
fyrirtækja. Aukið „sjálfstæði“
útvarps hlýtur að miða að þvtf
að efla metnað í stofnunínni,
fmmkvæðj og framtak hennar,
eigin sjálfstæða blutdefld i
menningarlífi í landinu, Á sviði
fjölmiðlunar er sannarlega
margt að vinna. Eitt með öðr-
um verkefnum gæti verið að
hamla gegn flokksræðinn á öH-
um sviðum þjóðlífsins, sjáJif-
stætt ríkisútvarp gæti beinlin-
is haft forustu um að drepa
umræður og skoðanamyndtm úr
dróma þess. Gegn þeirri skoðun,
þeim metnaði fyrir útvarpsins
hönd gengur þetta frumvarptíS
útvarpslaga þrátt fyrir sjálfstfæð
isyfirskin sitt.
jLTugmyndir stjómmálamanna
um útvarp og pólitfk má
hins vegar ráða af nýlegwm
ibyggilegum umræðum um ráð
gert framboð fréttamanna tfl
borgarstjómar í vor. Það er
mái fyrir sig hvort duganÆ
fréttamenn, álitlegir og áheyri-
Iegir í útvarpi og sjónvarpi sén
þegar af þeim ástæðum öðram
hæfari til að stjórna málefnum
bæjarfélags, — en er ekki sjáff
sagt að ætla að flökkunum velj
ist frambjóðendur til borgar-
stjórnar, eins og að sína leyti
fulltrúar í útvarpsráði, fyrst og
fremst af því að þeir þyki fafln-
ir til siíkra verka? Hitt er tor-
ráðnara hvers vegna menn
skyldu ekkj geta samið og sagt
fréttir í útvarp og sjónvarp þó
svo þeir taki þátt í pólitik, úr
því t. a. m. bankastjórar geta
unnið sín verk þó þeir séu jafn-
an tiinefndir af pólitiskum á-
stæðum. Einhverjum kann að
þykja að útvarpsmenn gætu not
að sér stöðu sína með óeðli-
legum hætti til að ganga í aug-
un á hæstvirtum kjósendum. En
enginn ætlast til að bankastjöri
í framboði til Alþingis víki úr
sínum sess meðan á kosninga-
baráttunni standi svo hann
freistist ekkj til að misbrúka
stöðu sína í vinsældaskyni.
Engu að síður virðast menn i
umræðum um þetta mál telja
það alveg sjálfsagðan hiut að
pólitísk þátttaka fréttamanna
hafi í för með • sér pólitiskt
mengaðan fréttaflutning þeirra.
Eitthvað er hér sem ekki kem-
ur heim. En með sínum hætti
bregður þessi skoðun birtu yf-
ir álit flokkanna sjálfra á full-
trúum sínum í útvarpsráðj og
annars staðar störfum, verk-
sviði, hlutverki þeirra þar.
i