Vísir


Vísir - 09.04.1970, Qupperneq 2

Vísir - 09.04.1970, Qupperneq 2
HAMINGJUSA MUR ENDIR FYRIR MARÍU CALLAS Það var alla daga talið, að Maria Callas mundi skipa það sæti, sem Jackie hreppti. - Meðan . prímadonnan, Maria Callas, vann við upptöku kvik- myndarinnar, „Medea“, var hún líka aðalleikari annars sjónar- spils, jafnframt kvikmyndaleikn- um, og sá ieikur naut ekki síðri afihygli áhorfenda en kvikmynda- leikurinn. Enda kom á daginn, þegar gerð myndarinnar var lokið, að það var ekki aðéins kvikmyndin, sem hlaut hamingjusaman endi. María Callas og Paolo Pasolini, stjórn- andi myndafiinnar, gerðu opinbert að þeirra samspil mundi hljóta hamingjusaman endi einnig. Það var nefnilega hinn sjón- leikurinn, sem vakið hafði svo mikla athygii. Meðan á töku myndarinnar stóð, hafði Maria Callas komið öllum á óvart meö því að leggja alla duttlunga prímadönnunnar á hilluna. Menn þekktu hana ekki fyrir sömu gikkslegu óperusöng- konuna, sem neitaði að koma fram á sýningum, lét aflýsa frum sýningum, riftaði samningum upp úr þurru, mætti of seint o. s. frv. — eins og hún hefur aflað sér mikillar frægðar fyrir. Engin prímadonna hefur komizt með tærnar þar sem Maria Callas hef- ur haft hælana, hvað skapsmuni, uppátæki og duttiunga snertir. En við kvikjnyndatökuna var hún hvers manns hugljúfi, og samvinnuliprari leikstjömu hefði enginn leikstjóri eöa framleiðandi getað hugsað sér. Kvikmyndatak- an leið eins og í draumi. Það fór auðvitað ekki hjá því, að menn veittu eftirtekt svo ó- venjulegu framferði hjá leikkon- unni, og þegar menn höfðu gefið þvi gaum, hve annt framleiðand- inn, Franco Rossellini (frændi Robertos), lét sér um aðalleik- konuna sína, hófst pískrið. Þ«ir, sem ekki vildu ljá slíku tali eyra, sögðu, að nærfiækasta skýringin á þessu værj eirifald- lega sú, að framleiðandinn væri að giröa fyrir, að táugaáföll og óperuhneyksli spilltu töku mynd- arinnar. En menn skelltu skolla- eyrum við slíkri skammsýni, og engum duidist, að María Callas væri orðin ástfangin aftur. Hún sást öllum stundum i nánd við Rossellini. Hún hafði tekið gleði sina og hamingju aftur. Gleymd- ur var nú missirinn, þegar Jackie Kennedy hreppti Onassis. Sjaldan hefur annaö eins vind- 1 högg verið slegið. Rossellini! — nej ekki aldeilis! Það var sko Paolo Pasolini, sem hremmdi bitann. Þegar kvikmyndafólkið tók pjönkur sínar saman, yfirgáfu þau Callas og Pasolini Róm sam- an í bifreið eftir kveðjuveizlu hjá foreldrum hans og þegar móðir hans kvaddi þau, var María Call- as eins eðlileg og nokkur tilvon- andi tengdadóttir getur verið i því hlutverki. Maria Callas og Paolo Pasolini fengu sinn hamingjusama endi, eins og kvikmyndin „Medea“, sem leiddi þau saman. Gleymdur er nú Onassis, sem var Mariu Callas eitt sinn svo kær. Kinn- hestur, sem kvað viðum heimallan Óbreyttur hermaður í vel ög- uöum her er álíka áhrifamikill og þrælar voru i fornöld — sem sagt algert núll, sem gerir svo vel að gera bara það, sem hon- um er sagt! En stundum veltir lítil þúfa . j. o. s. frv., eins og fór fyrir George S. Patton, einum frægasta hers- höfðingja Bandaríkjahers í héims styrjöldinni síöari. Smellurinn, þegar Patton hershöfðingi rak Charles H. Kuhl, óbreyttum liðs manni, kinnhestinn fræga, heyrð- ist um viöa veröld. Afleiöingin var alvarleg fyrir Patton. Hann var neyddur til þess að draga sig í hlé frá herstjórn. Þessi sami smellur verður nú á næstunni endurtekinn í fjölda kvikmyndahúsa urri heim allan, þegar. hafnar verða sýningar á kvikmyndinni „Patton". Patton sjálfur lézt fyrir nokkr* um árum, en Charles H. Kuhl erji enn á lífi, 54 ára að aldri, og er, götusópari í South Bend í Indi- ana. Sjaldan hefur nokkur götusóp^ ari vakið eins mikla athygli við/ vinnu sína, eða verið eins mikiÖL umtalaöur, og Charles Kuhl erjj þessa dagana. 2M. . $ f Charles H. Kuhl, óbreytturíji liðsmaður í Bandaríkjaher, f eins og hann leit út þá... 'F ! ... og eins og hann lítur út, / 54 ára gamall götusópari ít Indiana. Hún lét hann einan um þah Ungfrú alheimur, Eva Reuber- Staier hin austurríska, fékk smjörþefinn af sverðgleypisiðn- inni fyrir nokkru, þegar hún var við opnun kaupstefnu í Manchest er. Hún lét þó þar við sitja. Ekki sízt eftir að hún hafði horft á sverðgleypinn Sromboli leika listir sínar. Hægt og rólega láumaði hann séntimetra eftir sentimetra af köldu bitstáli niöur hálsinn, sem var aðdáunarlega fimlega gert, en ekki beinlínis fýsilegt til eftir- breytni. Svo ungfrú alheimur lét sér nægja að segja bara kaupstefn- una opnaða. M rr

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.