Vísir - 09.04.1970, Qupperneq 6
6
VlSlR . Fimmtudagur 9. april 1970.
Jóhann Þórólfsson:
SLÆM MEÐFERÐ
SJÁVARAFURÐA..
MÉR HEFUR oft komið til hugar,
hvers vegna okkur Jslendingum hef
ur gengið illa að selja saltfiskinn
okkar undanfarin ár og hvað hann
hefur stundum veriö seldur á lágu
verði. Hér áöur fyrr var þó íslenzki
saltfiskurinn annálaður fyrir gæði
og alltaf í fyrsta flokki. Nú er mér
ljóst, að ég, landkrabbinn, hætti
mér út á hála braut að ætla að
ræða um meðferð sjávarafurða okk
ar,' en hér ríkir ritfrelsi og mig
langar til að gera svolítinn saman-
burð á meðferð aflans fyrr og
nú og orsakir þess, aö bæði þorsk-
urinn og síldin hafa ár frá ári lent
neðar og neðar í gæðamati og þar
af leiðandi orðið erfiðara að selja
þær afurðir við góðu veröi.
Ekki vantar það þó, að nóg eigum
við af fiskimatsmönnum, ferskfisk
eftirlitsmönnum og fiskifræðingum,
fyrir utan alls konar nefndir, sem
starfa að þessum málum, en lítið
bólar á batavon. Hvað veldur
þessu?
Ég vék að því í upphafi, að hér
áður fyrr hafj þessu verið öðru-
vlsl farið, og er það kannski að
ýmsu leyti skiljanlegt, þar sem
fiskmagnið var þá miklum mun
minna og veiðarfærin aðallega lína
og færi og tæknin auðvitað ekkert
á við það, sem nú er orðið. En þess
má líka geta aö þá var farið meö
þorskinn og síldina eins og mat.
Eins og allir vita, sem nálægt
sjó koma eru aðallega notuð
þrenns konar veiðarfæri við þorsk
veiðar, troll, net, og lína. Ur netjun
um er ekki nokkur möguleiki að fá
fyrsta flokks fisk af þeirri einföldu
ástæðu að yfirleitt drepst fiskurinn
í þeim og næst þar af leiöandi ekki
tii að blóðga hann og allir sem
Stunda sjó, vita hvaða afleiðingar
það hefur. Einnig kemur það iðu-
lega fyrir að netjafiskur verður 2ja
til 3ja nátta og I hvaða gæðamati
> lendir slíkur fiskur? Þvi er tFljót-
, svarað. Auðvitað I 3. og 4. flokki,
og eitthvað fer I úrkast. Nú langar
mig til að spyrja til dæmis fiski-
fræðingana og eftirlitsmennina:
Taka þeir þessi mál nógu föstum
tökum?
Þá mun ég minnast lítilsháttar á
meðferð ifisksins. Þegar búið er að
hirða þessar netamorkur og komið
er með þær að landi tekur ekki
betra við. Búið er að henda þess-
um sama fiski þrisvar til fjórum
sinnum áður en hann kemst i salt,
eða þær umbúðir, sem hann á aö
fara í, og það segir sína sögu. —
Áður en ég skil við netin vil ég
láta í Ijósi þá skoöun mína, að ég
tel betra aö magniö væri minna og
þar með meiri möguleiki á að fisk
urinn færi í fyrsta flokk. Kæmi vel
til álita, hvort ekki ætti alveg að
banna netaveiðar, eða aö minnsta
kosti að takmarka þær.
Það er vitað mál, að svo að segja
allur línufiskur lendir f fyrsta
flokki, og þess vegna ber að
leggja miklu meira kapp á þá veiði
aðferð Það opinbera ætti jafnvel
að styrkja eða verðlauna þá menn,
sem þar skara fram úr. Útkoman
yrðj betri fyrir þjóðarbúið í heild.
Nú hefur verið talað mikið um
atvinnuleysi á I’slandi. Mætti ekki
draga úr því meö því að gera fisk
inri okkar að betri vöru með því
að vaska hann og þurrka á reitum
eða grindum eins og áður ver gert.
Yrði það mörgum drjúg vinna og
varan yrði betrj og útgengilegri.
Því ekkj að gera tilraun með að
þurrka meira af saltfiski en verið
hefur?
Og þá er komið að síldinni. Ég
álít, aö við íslendingar höfum verið
ákaiflega klaufskir í samband; við
hið dýrmæta silfur og á ég þá sér
staklega við, hvernig viö nýttum
hið mikla síldarmagn, sem barst á
land á árunum 1962 til 1967. Önn
ur eins síldarár hafa aldrei verið
hér. En skapaðj allur sá afli þjóð-
inni þann gjaldeyri, sem búast
hefði mátt við? Ég svara því neit-
andi. Með meiri hagkvæmni og
betri nýtingu hefðum við getað gert
hana miklu verðmætari, t.d. með
því að reisa niðursuðuverksmiðjur,
sem hefðu gefið margfalt meira
í þjóðarbúið en fékkst með þvi að
láta meirihlutann í bræðslu.
Loks mun ég víkja nokkrum orð
um að meðferð síldarinnar bæði á
sjó og f landi. Það vill nú svo
eirikennilega til að þess; landkrabbi
hefur síldarmatsréttindi og starf-
aði I nokkur ár við síld. Þá fór
ekki fram hjá mér, að því miður
eru alltof fáir skipstjórar í íslenzka
flotanum sem perðu sér nægilega
grein fyrir því hvaða hráefni þeir
voru með, þó að til séu heiðarlegar
undantekningar. Ég varð oft var
við það, meðan ég starfaði á síld
arplönum, hve mikill munur var
á síldinni hjá einstökum skipum
þótt þau kæmu aif sömu veiðisvæð
um. Það var eins og svart og hvítt.
Enginn hefðj trúað slíku að 6-
reyndu. Hér virtist um algert kæru
leys; að ræða. Mætti nefna í því
sambandi illa hirtar lestir og eng
ar ábreiður, ef síld var á dekki
og hún þar af leiðandi sjóbarin og
illa farin. Og þegar skipin komu
í höfn, gat iðulega að líta menn
sem tróðu á síldinní eins og verið
væri að troða hey I hlöðu. Það gef
ur auga leið að sfldin þolir ekki
slíka meðferð.
Á hinn bóginn voru skipstjórar
og áhafnir, sem gerðu allt til þess
að gera síldina aö fyrsta flokks
vöru, Leyfi ég mér f því sambandi
að nefna þrjú nöfn: Þorsteinn Gísla
son Eggert Gfslason og Sigurður
Magnússon frá Eskifirði. Þeir, og
að vfsu fleiri, báru af f sambandi
við meðferð sfldarinnar.
Að lokum þetta: Á undanförnum
árum hefur of mikið kapp verið
lagt á að koma með sem mestan
tonnafjölda að landi, en minna
hirt um gæöi hráefnisins. Fæ ég
ekki betur séð en setja verði strang
ari reglur og málið tekið fastari
tökum en til þessa, ef við eigum
ekki að missa þá markaðsmögu
leika, sem við höfum haft. Við
verðum að gera okkur, grein fyrir
ábyrgðinni, sem á okkur hvílir.
Náttúruvernd
virkjunarmanna
Tpöstudaginn 3. apríl birti dag-
blaðið Vísir niðurlagsorð
athugasemda, sem stjórn Laxár-
virkjunar hafði sent frá sér —
og beint til alþingis — vegna
frumvarps menntamálanefndar
um takmarkaða friðun á vatna-
svæði Mývatns og Laxár.
Telur stjórn Laxárvirkjunar
frumvarpið vera dauðadóm yfir
öllum frekari stórvirkjunum í
fallvötnum landsins. Þessi ein-
strengingslega afstaða og mál-
flutni.igur opinbers aðila í
virkjunarmálum, verður án efa
líklegri til að afla friðunarfrum-
varpinu fylgis en skaða það, og
því ekki ástæða til að ræða
þessi ummæli frekar. Þau sanna
aðeins, að hér er á feröinni
úrelt og andvaralaus stefna,
sem er blind á önnur verðmæti
fallvatna okkar en orkufram-
leiðsluna eina og metur þar allt
til jafns — skolgrá jökulfljót
og eyðisanda tær bergvötn og
gróin lönd — aðeins ef þar fæst
nýtanleg orka.
Þá kemur ennfremur fram i
þessum athugasemdum að lítil
sem engin land eða náttúru-
spjöll veröi viö Gljúfurvers-
virkjun, aöeins nokkrir hektar-
ar fari undir vatn og að virkj-
unaraðgerðir muni að minnsta
kosti hafa f för með sér land og
náítúruvernd, sem svari til þess
ara fáu hektara t. d. með heft-
ingu upphlásturs í Miklamó.
Vegna þeirra, sem ókunnir
eru en gjarnan vildu vita sann-
leikann i þessum málum, er rétt
að upplýsa að samkvæmt upp-
dráttum og áætlunum um Gljúf-
urversvirkjun er miðlunarlón
þeirrar virkjunar einnar ekki
nokkrir hektarar heldur tíu fer-
kílómetrar — og færir f kaf ein
göngu gróin og ræktuð lönd.
Síðan eru svo fyrirhugaðar
tvær virkjanir ofar með tilheyr-
andi vatnaflutningum og miðl-
unarlónum, sem sökkva mundu
að minnsta kosti tvöifalt meira
iandi en Gljúfurversvirkjun —
sem er aðeins hlekkur f keðj-
unni um fullvirkjun Laxár —
yröu því svæði þau, sem fórn-
að yrði undir miðlunarlón ca.
30—40 ferkílómetrar í heild.
Ef þetta eru ekki land og
náttúruspjöll — þar sem hér er
eingöngu um að ræða verðmæt
og algróin lönd — er lfklegt
að stjórn Laxárvirkjunar leggi
annan skilning í þau hugtök
er hingað til hefir verið gert.
Ef svo væri, gæti náttúrufræð-
ingur þeirra ef til vill gefið á
þessu nánari skýringar eins og
hvort meta beri hér að engu
álit náttúruverndarráðs og
þeirra fjölmörgu annarra, stofn
ana og einstaklinga, sem nú
vilja leggja fram lið sitt til
aukinnar náttúruvendar.
Þórólfur Jónsson.
SCHAUB-LORENZ
IIT
Stereo-tœki
GELLIR sf.
Garðastræti 11
Sími 20080
1 SH/p MATES
1KNATTSP YRNUSP/L
CAMPUS QUEEN
körfuboltaspil
MAY FAIR LADY
ÍSHOKKYSPIL
PANUNGr LAOY
ENN EITT TÆKIFÆRI
★ Vinningur vikunnar: Plötuúttekt hjá HSH,
Vesturveri, verður afhentur á laugardag kl. 4.
'k Vikulega keppt um hæstu spilatölu í BOWLING
ir Opið til kl. 23.30 daglega
TOMSTUNDAHÖLLIN
'Á HORNI NÓATÚNS OG LAUGAVEGAR
Auðvitað hefðum við vel
kunnað að meta stað sem
Tómstundahöllina I mínu
ungdæmi. Hins vegar sé ég
því ekkert til fyrirstöðu að
skreppa einhvem daginn.
Hver veit nema ég hreppi
VINNING VIKUNNAR?