Vísir - 09.04.1970, Síða 9

Vísir - 09.04.1970, Síða 9
iflSIR . Fimmtudagur 9. apríl 1970. mm HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 □ Litamerkja vagnana. R. H., sem mikið notar stræt- isvagna hringdi: „Nú, þegar leiðabreytingar á kenfi strætis- vagnanna eru efst á baugi, þá langar mig að skjóta inn einni hugmynd. Værj ekki ráð að litamerkja vagnana, þannig að hver „leið“ hefðj sinn auð- kennandi lit? Núna eru vagn- amir merktir með tölustöfum og ég hef orðið var viö það, aö brestur er á að vagnamir séu merktir bæði að aftan og á hliö " um heldur einungis að framan- verðu. Fólk á líka óhægt með að átta sig á þegar það kemur á stoppistöð. þar sem margir vagnar hafa viðkomu á svipuð- um tfma, favort það sé einmitt vagninn þeirra, sem það sjái endann á og biður þá oft til einskis. Væri ekkj miklu auð- veldara að glöggva sig á þessu, ef notaðar væru litamerkingar á vagnana, þannig að þeir hefðu til dæmis tvö ljónsmerki, að aftan og framan. Veit ég að þetta er gert erlendis." □ Synd að fara svona með ölið. Kennari einn hringdi: ,4VIér finnst þetta algjör synd hvemig þeir ætla aö fara með ölið. Hella 200 þúsund króna verðmæti beint niöur I svelginn. Fyndist mér nær, að haldið yrði uppboð á ölinu og ágóðann væri svo hægt að nota sem byrjunar- framlag til kaupa á bmggtækj- um handa Ölgerðinni." □ Vatnsfylltur rauð- magi og bein í gellum. M. M. skrifaði: „Þið þama á Vísi gáfuö hús mæðrum ágætt aðvörunarmerki um vatnsfyllta rauðmagann, enda held ég að þessar „sæl- legu“ og „bústnu" skepnur séu nú mjög á undanhaldi í fiskbúð- um. En annað er komið í stað- inn. sem ekki er síður athugandi og það em beinin í gellumMn. Ég hef þrisvar sinnum að und- anfömu, með skömmu milli- bili, keypt gellur, og f hvert ein asta skipti hef ég mátt tína allt upp í 7 bein úr hverri gellu. Þegar svo á að fara að borða þær hafa þær verið nær óætar vegna beingadda, er sturigizt hafa í munninn á manni.“ Frá hægri: Evans, Dawson og Ólafur Stephensen, sem rekur hér ráðgjafafyrirtæki ásamt Jóni E. Ragnarssyni, lögfræðingi. Með ráð undir rifi hverju — Stærsta ráðgjafafyrirtæki Evrópu býður Is- lendingum aðstoð sina — Hefur tvö þúsund starfsmenn og tvær stærstu tólvurnar Erlendir sérfræðingar eru nú farnir að leita á íslandsmið og bjóða aðstoð sína við uppbyggingu atvinnulífsins, enda hefur brezka stórblaðið Fin- ancial Times lýst því yfir, að ísland standi á þrösk- uldi iðnþróunar. Blaðamenn Vísis hittu á dögun- um tvo slíka, frá ráðgjafafyrirtækinu Metra Inter- national, sem heimsóttu ísland. Þetta er ekkert smáfyrirtæki, hefur tvö þúsund manna starfslið, mest sérfræðinga á ýmsum sviðum, og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. Tvær stærstu tölvur í Evrópu. „Við höfum færustu sérfræð- inga á öllum sviöum,“ sögöu þeir Peter L. Dawson og D. Gwyn Evans. „Allt frá hagfræö- ingum og verkfræðingum til sálfræðinga". „Við eigum tvær stærstu tölvur í Evrópu." Tilgangur feröalanganna var að bjóða íslendingum aðstoð sína vegna breyttra og bættra viðhorfa, sem skapazt hafa við inngönguna f EFTA og ráða- gerðir um eflingu iönaðarins. Þeir segjast taka að sér ráð- gjafastörf í smáum stíl jafnt og stórum, sem geti kostaö allt frá tveimur þúsundum króna upp í milljónir. Velta fvrirtækis- ins í heild er áætluð sex miilj- arðar í ár. Gáfu íslenzkum góða einkunn. Metra International starfar með ríkisstjórnum og einkaað- ilum. Það hefur mikilvægt hlut- verk í tengslum við brezk ríkis- fyrirtæki og kanadísku stjóm- ina. „Starf okkar skiptist nærri til helminga milli opinberra og einkaaðila," segja þeir. Hér ræddu þeir félagar við ráðamenn ýmiss konar, ráðherra og bankastjóra, forystumenn samtaka atvinnurekenda og fleiri. „Við erum hrifnir af þekkingu forystumanna á ís- landi," sögöu þeir og gáfu valds- mönnum góöa einkunn. Gagn- kvæmur skilningur hefði rfkt f viðskiptum þeirra, þótt ekkert hefði verið ákveðiö um frekara starf fyrirtækisins hérlendis. Það hefur mestmegnis farið fram hjá íslendingum, að slík stór ráðgefandi fyrirtæki séu til. Oft koma þó hingað ráðgjafar frá erlendum aðilum, svo sem alþjóðastofnunum. Oft hafa þeir komið góðu til leiðar. Hins veg- ar hefur það einnig gerzt, að sumir slíkir ráðgjafar hafa ver- ið fákunnandi um íslenzkar að- stæður og varla gert annað hér en að kynna sér málin og litlu getað miðlað. Kosturinn við risana meðal ráðgjafafyrirtækja er sá, að þau hafa á sfnum snærum meiri fjölda sérfræðinga og spanna því víðara svið sérþekkingar. Þau megna þvi öðrum fremur að leysa helztu vandamálin, sem upp koma jafnóöum. Halda þjálfunar- námskeið. Eitt meginvandamál Islend- inga er skortur á sérfróðum mönnum f stjómun og sölu- tækni. „Við hvetjum starfs- menn okkar til að ferðast og flytja fyrirlestra um slík mál,“ segir Evans. „Á okkar vegum halda þeir oft námskeið og þjálfa sérfræðinga á ýmsum sviðum". „Menntunin er mikil- vægasta auðlindin í nútíma- heimi. Það nægir ekki aö hafa hráefni og framleiöa vörur, heldur er nauösynleg gjörþekk- ing á aðstæðum á þeim mörkuö- um, sem varan er seld á.“ Ev- ans var nú f sinni f jórðu íslands- ferö. í einni af fyrri ferðum sínum hafði hann farið vftt um land. Hann gerir þó alls ekki kröfu til aö kallast íslandsfræð- ingur. Aörir starfsmenn fyrir- tækisins eru fróðari um slík efni. Nauðsyn sölukunnáttu. Aðalspurningarnar við nýja framleiöslu eru tvær: 1. Er framleiöslan tæknilega hagstæö? og 2. Er hún hagkvæm frá við- skiptalegu sjónarmiði? Hvort tveggja þarf að koma til. Enginn efast um, að íslendingar eiga margt ólært í þessum efnum, sem hvað eftir annað kemur í ljós í útflutningsmálum. Það er einnig vafalaust auðveldara aö selja fisk, oft lítt unninn, heldur en að vinna markaöi fyrir þró- aðar iðnaöarvö.rur í samkeppni við erlend risafyrirtæki á göml- um merg. Metra International hefur skrifstofur víðs vegar um heim. Starfsmenn eru að miklu leyti Frakkar og Bretar, en þar eru einnig menn frá fjölmörgum löndum, smáum og stórum, hvaðanæva. Fyrirtækið hefur starfað mikið 1 Finnlandi og Danmörku af Norðurlöndum, til dæmis aðstoðað framleiðendur húsgagna í Finnlandi. Þeir félagar eru bjartsýnir um framvindu atvinnumála á íslandi. Það er líka þess vegna, sem þeir voru hingað komnir. HH. mSSFfl! Er kominn kosninga- skjálfti í yður? Guölaugur Tryggvi Karlsson, hagfræðingur. „Nei, nei! Ég er ósköp rólegur yfir þessu, en ég vona nú samt, að beztu menn- irnir nái kosningu!" Örn Guðmundsson, danskenn- ari. „Já, svo sannarlega!‘‘ Sirrý Kolbeinsdóttir, húsmóðir. „Nei, ég er ekkert að gera mér „rellu“ út af pólitíkinni." Sveinn Guðmundsson, útibúj- stjóri Samvinnubankans á Akra nesi. „Ég er nú ekki mikið far- inn aö brjóta heilann um þetta ennþá.“ Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. I„AIls ekki. Ég tek þessu Öllu meö jafoaðargeði.“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.