Vísir - 16.04.1970, Síða 1
10 þús. kr. fyrir
vikuna í fiski
— Áframhaldandi lota hjá skólaunglingum
■ Heldur minni afli var hjá
Vestmannaeyjabátum, sem
komu að i gærdag, heidur en
verið hefur síðustu daga á
undan — um helmingi minni.
„í aðgerðinni var það svona
10.000 krónur meðalkaup. Sumir
kannski meira.“
Og áfram heldur lotan — langt
fram á nætur. G.P.
í móttökunum í fiskvinnslustöðvunum í Vestma nnaeyjum haugast fiskurinn upp, þegar bátarnir
koma að, svo að allt fyllist út úr dyrum, en síð an er stanzlaus vinna fram á nótt til þess að vinna
upp, áður en bátarnir koma að aftur með afla næsta dag.
Geimfararnir í myrkri og kulda
- Stefnuleiðréttingin heppnaðist — Villandi hættu-
merki olli skelfingu — Kuldinn gæti skemmt tæki
Geimförunum í Apollo inni í Houston, og óvíst
13 tókst í nótt að breyta
stefnu farsins, svo að
það kastist ekki af braut
út í geiminn eða skelli til
jarðar og sundrist. —
Mikil spenna ríkti í stöð-
talið, að tæki farsins
verkuðu, svo að þessi
leiðrétting heppnaðist.
Geimfararnir eru illa
haldnir, og verður einn
þeirra jafnan að híma í
stjómfarinu, þar sem
niðamyrkur er og kuldi.
Tveir þeirra eru til skiptis í
tunglferjunni, en þar er súrefnið
meira, vatn og rafmagn á mæla
borðunum.
Menn urðu óttaslegnir í nótt,
þegar hættumerki var gefið, og
var hætt við, að enn hefði raf-
hlaða bilað. Þetta reyndist þó,
villumerki, og mun hitamælir
hafa farið úr skorðum.
í>á eru menn hræddir um, að
kuldinn geti skemmt tæki fars
ins, en þó segja sérfræðingar i
Houston, að það ætti ekki að
valda verulegri skekkju.
Ætla mætti, að geimfaramir
hefðu taugar úr stáli. Þannig
sváfu þeir í nótt í kulda og
myrkri, í sex til sjö og hálfa
klukkustund.
Takist allt vel, á farið að
len ’a síðdegis á morgun í Kyrra
hafi. HH
Bílasalan svipuð og á
T. d. komu aðeins 264 tonn af
fiski á vigtina hjá Fiskiðjunni
í gær, á móti rúmum 500 tonn
um hvern dag síðustu þrjá
dagana á undan.
■ Engu að síður er ekkert lát á
vinnunni og „alls staðar vant
ar okkur fólk, þó helzt flatn-
ingsmenn,“ sagði Guðmundur
Karlsson, frkvstj. Fiskiðjunn-
ar, í símtali við Vísi í morg-
un. ,.........
„Hafið þiö undan að verka fisk
inn?“
„Ja, það er svona rétt, að mað
ur geti sagt það, — svona eins og
er. En ef þessu heldur eitthvað
áfram, lendum við á eftir áður
en langt um líður.
Það hefur hjálpað okkur mikiö,
hve mikið kemur af fólki til okkar
síðdegis og á kvöldin, þegar það
hefur lokið sínum störfum ann-
ars staðar. En það er ekki hægt
að leggja endalaust svona á mann
skapinn, þótt hann sé hörkudug-
legur.
Um helgina höföum við útskipun
og ‘þá fengum viö krakkana úr 3.
og 4. bekk gagnfræðaskólans —
15 og 16 ára unglinga, sem van-
ir eru orönir vinnubrögðunum.
Þeir fengu frí í tvo daga. Án þeirra
er ég hræddur um, að við hefðum
ekki getað skipað út. En það er
eins með þá. Þeir geta ekki tekið-
sér mikið frí frá nárninu", sagði
Guðmundur.
„Hvað var meðalkaup manna hjá
ykkur í síðustu viku?“
Annir hjd Eimskip
# Sannkölluð flutningavertíð er
hjá Eimskipafélagi íslands á
þessum tíma árs, og eru 26 skip
í flutningum á vegum féiagsins.
Af þessum 26 skipum eru 11 eign
Eimskipafélags íslands en tvö,
Askja og Hofsjökull eru í fastri
leigu árið um kring, hin þrettán
eru f leigu á mesta annatímanum
þar af þrjú eingöngu til flutninga
á frystum fiski til Ameriku og
Rússlands.
Asfaltið, ,sem notað er við mal-
bikunarframkvæmdir hér í borg-
inni sækja skipin alla leið tii Kan
aríeyja og er slíkur fhjtningur á
leiðinni, þar eð malbikunarfram-
kvæmdir fara senn að hefjast af
fullum krafti. -3VIV-
— Það hafði skapazt
FEIKILEGUR fjörkippur er í
bílasölunni þessa dagana. Nálg-
ast salan hjá stærstu fyrirtækj-
unum að vera jafnmikil og var
á metári bílasölunnar. „Það
hafði skapazt hungur í bifreið-
ir,“ segir Ingimundur Sigfússon,
forstjóri Hekiu. „Nú veldur lækk
un verðsins og bættur efnahagur
því, að eftirspumin er meiri en
verið hefur síðan á metárunum
hér áður
hungur i bifreiðar
Hjá Heklu var metárið 1963.
Þá seldust á árinu öllu 1016
Volkswagehbílar og um 400
Landroiver. Þaö, sem liðið er af
þessu ári hafa 110 Volkswagen
og 35 Landrover verið afgreidd-
ir og óafgreiddir í pöntun eru
um 200 Volkswagen og 90 Land-
rover.
Metárið í sölunni hjá Sveini
Egilssyni var 1966. Salan er nú
svipuð og þá var á sama tiíma.
Búiö að selja 240— 250 bíla og
metárinu
50 — 60 eru í pöntun að sögn
Jóhannesar Ástvaldssonar. Mik-
il sala er um þessar mundir í
Cortinalbflunum.
Hjá Kr. Kristjánssyni var met-
árið einnig 1966. Þorbergur
Guðmundsson segir, að nú hafi
verið afgreiddir tæplega 200 bíl-
ar þaö sem af er árinu og 100 í
viðbót seldir. Þetta er nálægt því
að vera sama salan og á sama
árstíma 1966. Þar drottnar Cort-
inan líka.
Bílasalar eru þvi bjartsýnir
um þessar mundir. — HH.
,Allir brosi! Tilbúnir nú! (Og haldið ykkur fast)“. Myndataka eftír gamia móðnum er mikið fyrirtæki og nógu broslegt fyrir
kabarett, eins og krakkarnir hjá Æskulvðsráði notfæra séj- ltka,
Vinna nð kvik- |
mynd og knbnrett
• Það var ögn meira fyrirtæki
hérna í gamla daga að taka
Ijósmynd, heldur en það er í
dag — og tilburðir ljósmyndar-
anna næsta broslegir oft og tiö-
um.
• Enda er þetta upplagt efni í
kabarett, eins og krakkarn-
ir í Leiklistarklúbbnum — einum
margra klúbba, sem starfa undir
vemdarvæng ÆskulýSsráðs
Reykjavíkur — eru nú að undir-
búa af fullum krafti.
• Æskulýðsstarfið innan og
utan veggja hússins við
Fríkirkjuveg 11 f_er ört vaxandi
og gamanleikir, kabarettsýning-
ar og kvikmyndagerð er aðeins
hluti af því, eins og menn geta
lesið um hér í blaðinu.
Sjá bls. 9.