Vísir - 16.04.1970, Síða 16

Vísir - 16.04.1970, Síða 16
Fimmtudágur 16. apríl 1970. Gjaldeyris- „sjóður" yfir tvo og hálfan milljarð • Gjaldeyrisstaðan okkar stígur jafnt og þétt, og fór í febrúar- lok yfir tvo og hálfan milljarð is- 'enzkra króna, sem stundum er kallaður „gjaldeyrissjóðurinn okk- ar“. Engin lán voru tekin f febrú- ar, sem neinu skipta um þetta, segja þeir hjá Seðlabankanum, svo að þetta er „hreinn ávinningur“. • Gjaldeyrisstaðan batnaði um 299,3 milljónir í febrúar og hafði þá batnað um 533,0 milljónir frá sfðustu áramótum. Að vísu komu þar til f janúar rúmar 200 milljónir, sem við bættust með „einu penna- striki" hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um. 9 Gjaldeyrisstaðan í febrúarlok var því hagstæð um 2.540,6 millj- ónlr króna. —HH— ssssr ' s' " ’ Þannig lék jeppakerran splúnkunýjan bílinn, sem aðeins hafði verið ekið 495 km. Jeppakerra losnaði aftan úr og eyðilagði nýjan bíl Hún var fest með snærisspotta sem slitnaði • Harður árekstur varð á' Reykjanesbraut í Ytri-Njarðvík í gærdag, þegar jeppakerra losn- aðj aftan úr jeppa í sömu and- ránni og hann mætti splunku nýrri Volkswagen-bifreið, sem var á leið til Keflavíkur. • Kerran lenti beint fram- an á bifreiðinni og varð árekst- urinn svo haröur, að bifreiðin var talin gjöreyðilögð á eftir. Henni hafði aðeins verið ekið 495 km. Árekstur þessi varð á svipuðum stað jg umferðarslys fyrir nokkrum dögum, miðja vegu milli Fiskiðjunnar og bið- skýlis áætlunarbílanna. í Volkswagenbílnum slasaðist ökumaður töluvert og var flutt- ur á sjúkrahúsiö í Keflavík. Sömuleiðis kona hans og tvö börn, sem með honum voru í bílnum, en meiðsli þeirra voru talin smávægileg. Við athugun á festingu aftani- kerrunnar við jeppann kom í ijós, að hún hafði verið biluð, og ökumaður jeppans hafði með snærisspotta reynt að festa kerr una betur. En snærið slitnaði, iíklega þegar slinkur kom á kerruna, og einmitt þar sem bílarnir mættust losnaði kerran aftan úr. —GP— Álþýbuhzm {■> lagshis í Reykjavík Framboöslisti Alþýðubandalags- ins fyrir borgarstjómarkosningarn- ar í vor hefur nú verið birtur, en hann var samþykktur á fundi full- trúaráðs flokksins í gær. Vemleg- ar breytingar hafa orðið á listanum, en Guömundur Vigfússon, Sigurjón Bjömsson og Jón Snorri Þorleifs- son, sem hafa verið mest áberandi í borgarstjóm skipa nú ekki lengur aðalsæti listans. Guðmundur og Jón Snorri skipa síðasta og næst- síðasta sæti listans. Efstu 15 sætin skipa þessi: Sigurjón Pétunsson varaiform. Tré- smiðafélags Reykjaivíkur Adda Bára Sigfúsdóttir veðurffr. Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar Margrét Guðnadóttir, prófessor Svavar Gestsison, blaðamaður Guðrún Helgadóttir, húsfreyja Ólafur Jensson, læknir Hélgi G. Samúelsson, vekfr. Sigurjón Bjömsson, sállfræðingur Guðjón Jónsson, form. Félags járn- iðnaðarmanna Ásdís Skúladóttir, kennari Jón Tímótheusson, sjómaður Hilda Torfadóttir, kennari Leó G. Ingólfsson umsjónarmaður Guörún Hallgrímsdóttir, verkfr. IVerður stúdents- próf inntöku- | skilyrði í Kennuruskólunn? i L Breyting á inntökuskilyrð- |um í Kennaraskólann er nú á 1 lokastigi umræðunefndar, sem fjallar um málið. Sagði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra í viðtali við blaðið í morgun, að tekin yrði ákvörðun um þetta mál innan skamms en reynt sé að hraða því eftir mætti, og verði tekin' ákvörðun um málið áður en Kennaraskólanum ljúki í vor. I Umræðurnar fjalla um það hvort setja eigi stúdentspróf sem inntökuskilyrði i skólann og er það mikill fjöldi nemenda, sem biður eftír ákvörðun um þetta atriðí SjB. Bráðkvaddur i Tónabæ Það gerðist í skákkeppni stofnana f Tónabæ f gærkvöldi, að einn keppandinn féll skyndilega fram á borðið f miðri skák og var þegar örendur. Þetta var Jónas Benónýs- son, starfsmaður Útvegsbankans. Hann var um sextugt. Eftir úlifundinn gcngu fundarmcnn að hVisi Ríkisútvarpsins við Skúlagötu til að afhenda ályktun, I seni gerð hafði verið á fundinum, en hópur uriglinga gerði aösúg aö fundarmönnum. Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellshreppi Framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins í Mosfellshreppi hefur nú verið birtur. Listinn er í meginatriðum byggður á úrsliturn prófkjörs, sem fram fór fyrr í vetur. Um leið og listinrj var samþykktur var sam- þykkt framboð til sýslunefndar. Ákveðið var, að Oddur Ólafsson, yfirlæknir yrði aöalmaður, en Sig- steinn Pálsson, bóndi, yrði vara- maður. Listinn er þannig skipaður: Jón M. Guömundsson, oddvM Salóme Þorkelsdóttir, húsmóðir Sæberg Þórðarson, sölustjóil Gunnlaugur J. Briem, fulltnji Óskar Sigurbergsson, vefari Júlíus Baldvinsson, fulltrúi Pétur Hjálmarsson ráðunautur Valdimar Jónsson, útvarpsvirki Hanna Jónsdóttir, húsmóðir Höskuldur Ágústsson, vélstjóri 413 manns sprautaðir tvo fyrstu dagana • 413 manns hafa komið til mænuveikibólusetningar fyrstu tvo dagana. Allt árið i fyrra komu hins vegar aöeins 186 manns. • Forstöðukona Heilsuverndar- stöðvarinnar, Sigríöur Jakobsdóttir, tjáði blaðinu i morgun, aö 5 hefðu unnið við bólusetninguna og yrði tveimur bætt við í dag hinnar miklu aðsóknar. • Það er fólk á aldrinum 18—50 Friðsamlegt nema ungling■ ar köstuðu mold ára, sem á kost á þessari ónæmis- aðgerð, sem kostar 50 krónur og er Heilsuverndarstöðin opin alla virka daga írá kiukkan 16—18 nema .laug ardaga. —MV— • Útifundur og ganga, sem undirbúningsncfnd nýrrar Víetnam-hreyfingar á íslandi gekkst fyrir í gær fór friðsam- lega fram af hálfu nefndarinn- ar og fylgismanna hennar. Að því er ^lögreglan telur voru um 500 thanns samansafnaðir viö Lækiargötuna á útifundinum, eri þar var í bland mikið af ungiingum, sem komu til að trufla fúndinn. Létu fundar- menn ærsl ungiinganna sig litlu varða og sýndu af sér tölu verða stillingu, því að ungling- arnir kösíuSi: i bá mold og ööi Eftir fundinn gengu fundar- menn upp að bandaríska sendi- ráðinu til að afhenda þar mót- mælaplagg gegn afskiptum Bandaríkjamanna i Víetnam. Unglingarnir eltu, en að því er lögreglan telur voru saman- komnir 2—300 manns við sendi ráðið, andstæöingar og and- stæðingar andstæöinga. Þaöan gekk svo hópurinn nið ur aö Ríkisútvarpi við Skúla- götu, þar sem aftur kom til ryskinga milli hópanna,, en fund armennirnir siógu undan eins og áð-.r tii að firra vandræðum. -vj- i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.