Vísir - 16.04.1970, Qupperneq 7
V í S I R . Fimmtudagur 16. apríl 1970.
cTVtenningarmál
Safn eða mið-
stöð listanna?
tTvað er safn? Spurningin er
liklega fávísleg. Margir vita
að það er stofnun, sem varðveit
ir, rannsakar og kynnir almenn-
ingi menningarverðmæti liðinna
tíma en emnig upp á síðkastið
góðan slatta af nýjum hlutum
og verkum... eins og til að
mynda listasöfnin víðsvegar um
heim. Varla er sú borg þúsunda
eða tugþúsunda fólks, að hún
reyiri ekki með einhverju móti
að koma sér upp safni, reyndar
á mismunandi gáfulegum for-
sendum. Stundum vaknar á-
huginn seint og dragnast með
eftirhreytur íhaldssamra og
smásmugulegra skoöana á grein
um, sem breytast ótt og títt,
færast jafnvel tii á meöan und-
irritaður er að hripa orðin á
blaðið. Siíkri glámskyggni kvnnt
ist ég fyrir tuttugu árum þegar
ég kom til borgarinnar Aix
en Province í Suður-Frakkiandi
gagngert í þeim tilgangi að
skoða umhverfi og náttúrusjón-
arsvið málarans Pauls Céz-
annes, er hleypti ferskara lofti
inn í myndlistarkringlu tuttug
ustu aldar en nokkur annar ein
staklingur. Ég man óljóst eftir
steingrárri byggingu við lítið
torg. Hún minnti mig á Að-
ventistakirkjuna i Reykjavik en
átti að heita listasafn borgar-
innar. Inni i göngum þess og söl-
um var ekki hægt aö koma auga
á eina einustu mynd eftir þann
höfundinn, sem lyfti nafni sam
félagsins upp í hæðirnar. Um-
sjónarmaöurinn varð skringi-
legur á svipinn þegar ég glopr-
aði nafni hans út úr mér enda
má segja með fullri vissu, að
Aix-búar litu jafnan á Cézanne
sem misheppnaðan listamann —
og sérvitring í ramma borgar-
innar þegar tímarnir liðu.
Mér er ljóst, að dæmið sýn
x ir lítiö annað en það, að
forustumenn og stjórnendur
lista- og menningarmála voru
jafnglámskyggnir fyrir áttatiu
árum og þeir geta verið í dag
— allt of oft enn í dag. Lengra
náðum við ekki á þessum tíma
og megum búast við alls kyns
fáránlegum hlutum á meðan
hver aldursflokkurinn um sig
trúir því í leyndustu hugarfyigsn
um að listin rísi hæst með fram
lagi hans. sá næsti hljóti að
minnsta kosti að síga hægt of
an brekkuna. En nú skulum við
snúa aftur að safni í borgarfé-
lagl þúsunda, tugþúsunda eða
hundraða þúsunda manna. Tíð-
ast kemst það á laggirnar fyrir
tilstilli fárra áhugakvenna og
karla: einstaklinga, fjölskyldna.
ætta, samtaka, er hafa smitazt
af bakteríu huglæga sáðkorns-
ins í eöli mannsins og eiga það
sameiginlegt með trúuöu fólki
að líta á dægurþrasið, stjórn-
málakarpiö, efnahagsumsvifin,
þægindasóknina almennt sem aö
eins nokkurn hluta af Iffi heil-
brigðs manns. Oft ríða bók-
menntirnar vaðið, til að mynda
nér í norðrinu. Fólk, sem allt að
þvf er borið til að viröa þær og
gera að itarlegum kafla í lífi
sínu, finnur brátt til mikilvæg-
is annarra greina án þess, aö það
geti beinlínis gert grein fyrir til
finningu sinni i orði. Þennan
kjarna fylla vitaskuld einnig
listamennirnir og ættfólk þeirra
í allmörgum tilvikum. Ég ætla
ekki að útmála þetta frekar
aðéins bæta við, að slíkur hóp-
ur getur smámsaman orðiö
býsna fjölmennur og áhrifamik-
ill í umhverfi sínu, aif því að
forusta hans og óbreyttir liðs-
menn eru sjaldan að látast:
Framvinda listanna skiptir 'þá
verulegu máli. Samt er hópur-
inn allur mjög lítið brot fé-
lagsheildarinnar. Forsprakkar
listsköpunarinnar, listvísind-
anna, listfræðslunnar og list-
EFTIR
HJÖRLEIF
SIGURÐSSON
miölunarinnar eiga að vonum
erfitt með að sætta sig við þá
staðreynd.
^ líðandi áratug fóru tveir
nýir hópar aó venja kom-
ur sínar á listasöfnin (og hin
menningarsögulegu) viða um
heim: ferðamenn og skólafólk.
Hvorugur gerði þetta' að eigin
frumkvæði en á fkömmum tíma
eru þeir orðnir hlekkir í festi, er
rennur’nær ósjálfrátt alla leiö
út' í hafsauga. Sannast sagna er
lítill galdur að finna orsakir
heimsókna ferðamanna á söfn í
erlendum stórborgum. Jafnvel
veitingahúsin, skemmtigarðarn-
ir, glæsiverzlanirnar, minnis-
merkin, sólmóðan og glitrandi
mannhafið var þess ekki ætið
megnugt að hafa ofan af fyrir-
börnum hins hversdagslega leiða
tæknialdarinnar... og þá var
gott að knýja á dyr menningar-
stofnana eins og alþýölegra
safna þjóðminja“ og listiðnaóar,
safna atvinnuvega, hinna gömlu
listasafna. Ef til vill bjó sá grun
ur í hugarleynum sumr'a skipu
leggjendanna, að einhverjir
ferðalanganna kynnu að sækjast
eftir öðrum gæðuni lífsins en
óblönduöum afþreyingarmeðul-
um. Alténd var hugsanlegt, að
fólkið hefði gaman af að segja
frá heimsókn í Prado eða
Louvre. Um skólanemenduma
gegnir ööru rnáli. Safnferðir
þeirra eru án efa tilraun til að
gera kennsluna hressilegra áfl
menntunar og uppeldis.
l^n hvers vegna stækkar hann
svo löturhægt — eða minnk
ar hlutsfallslega — sá flokkur
manna, er kemur á listasöfnin
að eigin frumkvæði og fær lif-
andi áhuga á starfsemi þeirra.
Orsökin hlýtur að Iiggja hjá
byggingarlagi þeirra sjálfra ,sem
rekstrarheilda, ef ég má nota
slitið orðalag. Þau standa vissu
lega eins og klettar á sínum
stað — búin mismunandi stór-
um og aðlaðandi sýningarsöl-
um eignast listaverk að kröf-
um tímanna fyrir ákaflega nagl
skornar upphæðir hvort sem er
í Reykjavik, New York eða Len-
ingrad og hola verðmætunum
niður í geymslur mestan hluta
ársins. Að mínum dómi er þetta
síðasta eðiilegt að nokkru
marki — í litlum samfélögum að
minnsta kosti. Innkaup verk-
anna takast upp og ofan, alla-
jafna sæmilega eða vel en stund
um hrapallega eins og í dæminu
um Cézanne. Reyndar er, vitað,
að mistök af þessu tagi hafa
kostað stofnanir miklar fjárfúlg
ur síðar. Ég dreg ekki í efa, að
gömlu listasöfnin hlúi talsvert
að vísindaiðkunum, sem snerta
starfsemi þeirra á einhvern veg.
'Aftur á móti er ljóst, að sam-
vinnan við almenning hefur ékki
tekizt sem skyldi á tímanum,
sem liðinn er frá heimsstyrjald-
arlokum.
JJvaö hafa gömlu söfriin gert
til að auka tengsl sin við ad-
menning?' Gefið út sýningar-
skrár, safnskrár og pésa, er
skyldu stuðla að Ieiðbeiningum
um safngripina og verkin, séð
hópum fyrir leiðsögn fróðra
manna, útbýtt upplýsingaheyrn
artólum meðal einstaklinga,
efnt til fyrirlestra um listsögu,
selt bækur stórar eftirprentan-
ir mvnda, póstkort og litskugga
myndir. Mörgum sýnist þetta
vera bæði fjölbreytileg og kostn
aðarsöm útbreiðslustarfsemi eh
hún hefur hvergi nærri dugað
í samkeppninni við skemmtáná
iðnaöinn. Enn í dag er það fyrr
nefndi litli hópurinn, sem kemur
á listasöfnin hvarvetna. . . og
.raunar að miklum hluta sama
fólkið sem hlýðir á vandaða tón
list, les bókmenntir og kemur í
leikhúsin. Allir hinir reka nefið
inn einu sinni á ævinni með
skólabekknúm sínum eða í af-
slöppunartúr hjá velmetinni
ferðaskrifstofu. Aó Hkindum er
áiyktunarferill síðustu setn-
ingarinnar helzti fljótfærnislega
dreginn út úr kortinu. Við vitum
lítið eða ekkert um smitunar-
tiðni beggja fyrrnefndu hópanna
þekkjum ekki framtíðai'Venjur
þeirra fremur en væntanleg
hliðarstökk okkar sjálfra.
J ^angt er síðan menn komu
auga á galla safnanna eins
og þeim hefur verið stýrt um
aldir, sáu, að þau voru ekki
nægilega aðgengilég fyrir þorra
manna.
Willem Sandberg fvrrum safn
stjórj borgarlistasafnsins í
Amsterdam er einn þeirra
manna, sem hafa átt drýgstan
þátt í að móta hugmyndir okkar
um listasöfn nútímans eða Iist-
miðstöðvarnar eins og margir
eru farnir að kalla þær í dag.
Norski málarinn, uppfinninga-
maðurinn og blaöamaðurinn
Carl Nesjar átti viðta! við Sand
berg fyrir örfáum árum en hluti
þess birtist í Fakkel-bók, sem
kom út í Osló 1969. Ég get ekki
stiílt mig um að þýöa nokkur
brot úr viðtalinu sem gætu
varpað liósi á vanda. sem hlýt-
ur að'fara að snerta okkur hér
uppi á íslandi eins og aðra fé-
laga í hnattreisunni miklu,
,, I-’fvað er samtímasafn?
Aí stuttu máli: Safniö er op-
inber stofnun, öllum til þjón-
ustu — þar sem leítazt er við
að gera sérhvern gest einhvers
konar reynslu rikari. Við kom-
umst ekki hjá því í neinni grein
að varðveita ákveðna hluti, fram
tíðarinnar vegna. Forngripi er
aðeins hægt að gevma á söfnum.
En spurningin er hvort við
getum yfirleitt byggt söfn yf-
ir allt. sem skapað er í dag.
Raunar er nauðsynlegt að við
spyrjum sjálf okkur: Fyrir
hverja söfnun við þessum hlut
um, hvers vegna kemur fólk á
listasöfn — ef það kemur yfir-
Ieitt?
Hver eru helztu vandamál
safnreksturs og safnstjórnar nú
á tímum? .
Að geta Iosað sig við ónauð-
synlega og heldur ómerka gripi.
Alfred Barr í New York varð
fyrstur til að grfpa hugmynd-
ina um raunverulegt nútíðar-
safn. The Museum of Modern
Art er fertugt um þessar mund-
ir. Þar hafa menn komið sér upp
kerfi, sem gerir þeim kleift að
losna við gamla hluti með því
að selja þá. I Amsterdam kom-
um viö á fót útlánaskipan. Þeg-
ar ég hætti að starfa hjá Stede
-lijk árið 1962, höfðu skólar,
borgarstofnanir og aörir hálft
fjórða þúsund verka að láni frá
okkur.
í Hollandi eru listamenn aðil-
ar eins konar eftirlaunakerfis
•eða trvgginga, sem byrja aö
greiða þeim Iffeyri aðeins nokkr
um árum eftir að þeir hafa lok-
ið námi sínu. Að formi er þetta
atvinnuleysistryggingasjóður —
en við komumst að þeirri niður
stöðu, að listamenn eru aldrei
atvinnulausir. Hver sá listamað-
ur, sem ekki getur lifað af því
að selja verk sín, fær greidd á-
kveöin laun en í staðinn verður
hann að afhenda okkur ákveðna
lágmarkstölu verka, . hálfsárs-
lega. Verkunum skiptum við á
milli skólanna, borgarstofnana
og þar fram eftir götunum. Börn
in velja sjálf þær myndir, sem
komið er fyrir í skólunum.
Corneille, Constant, Appel og
Lataster og aðrir listamenn, sem
nú eru heimsþekktir, gátu fyrst
i stað ekki lifað af þvi að selja
verk sín ... en þeir skrimtu
fjárhagslega vegna trygging-
anna. Þess vegna á. Stedelijk-
safnið i dag mörg af fyrri verk
um þeirra. Myndirnar geta þeir
fengið að láni, ef þeir þurfa á
þeim að halda einhvern tíma.
Hvernig skyldi hið fullkomna
samtímasafn líta út?
Ég myndi ekki 'óska öftir að
hafa neinn fastan kjama í safn-
inu en aftur'á móti gæti ég hugs
að mér að hverfa — á tímabil-
um — aftur til gamalla meistara
verka, sýna Cézaone, seinustu
mvndir Monets. Mondrian, auð
vitað Picasso, einkum kúbísku
verkin, Duchamp. Og siðan vildi
ég koma á framfæri því, sem
gerist á stundinni, setja saman
sýningar, ekki einungis koma
þeim upp en: skapa þær. Pont
us Uultén í Stokkhólmi hefur
komizt mjög langt í þessum efn
um. Ég lít á hann sem einn
bezta safnmann i heiminum í
dag.
Söfnin eru á góðri leið með að
veröa lifandi og vekjandi stofn-
anir. Þau eru ekki lengur geymsl
ur fyrir gamla hluti — en vett-
vangur sköpunarverka, (frá
mörgum tímabilum, af ýmsu
tagi) sem geta látið til sín taka
á skýru og einföldu máli. Það er
tilgangur safns að tengja lista
mennina við fólkið — en safn-
mannsins að gera listina að al-
menningseign.“
tveim siðustu áratugum hafa
nokkrir safnmenn á Norður
löndum kappkostað að fylgja
þröuninni, reyndar unniö öllu
betur að áhugamáli sínu með
því að reisa nýju stefnuna á
loft í verki, marka ótvíræð
framfaraspor. Sandberg minnt-
ist á Moderna Museet f‘Stokk-
hólmi. Með sanni hefur það
gjört margt hressilega: Kynnt að
staðaldri blóma sænskrar listar
allt frá aldamótunum síðustu,
komið sér upp alþjóðasveit
meistara nútímalistar, efnt til
sögulegra og heimildablandinna
listsýninga, skapað ákaflega sér
kennilegar og forvitnilegar
brýnur á staðnum — eins kon-
ar verk' út af fyrir sig, leiktæki
mínútunnar. Var það ekki vet-
urinn 1956, að ég kynntist
þarna hinu hrikalega verki
Picassos: Guernica, ásamt flest-
um eða öllum fylgimyndum og
rissteikningum? Og tíu árum
síðar fimmtugri Dada í máli,
hreyfingu, ískri, myndlistarverk
um, hljóði aö ofan og utan.
Louisiana í Humlebæk í Dan-
mörku er einnig lifandi, aölað-
andi safnheild og nú hafa Norð-
menn fengiö Hövikodden aö gjöf
frá skautadrottningunni. Ailar
þessar stofnanir hafa seitt ti’l
sin fjölmargar ungar manneskj-
ur, ekki sízt vegna skemmti-
legra húsakvnna, . fagurs um-
hverfis, ballettsýninga, jazz-
hljómleika eða kvikmynda-
fræðslu En urðu þær tiðari og
betri myndlistarskoðendur fyr-
ir vikið? Um þetta ræða menn
af kappi á Norðurlöndum en
vita lítiö sem ekkert með vissu.
á meðan skul.um við flýta okkur
hægt, varast að gera söfnin að
einni allsherjar járnbrautarstöð,
þar sem allar lifandi veru» (og
dauðar) eru á hraðri ferö út og
inn. Gömlu, „klassísku" söfnin
hafa líka sína fríðu kosti. Við
skulum ekki hjaupa fram hjá
þeim í ákafanum við að bæta sér
hvern einstakling mannkynsins.
F.nn eru þau eins og kirkja i á-
tökum stórborgarinnar, gera
okkur kleift að smjúga niður á
dýpi listar og tímafjarlægðar —
og slá skjaldborg um hugleiðing
ar okkar, sem enn fá að lifa i
skugga iðnskrimslisins.