Vísir


Vísir - 16.04.1970, Qupperneq 9

Vísir - 16.04.1970, Qupperneq 9
F í S I R . Fimmtudagur 16. apríl 1970. i i l . I : i i í 9 Ef allir rakarar þyrftu slíkan viðbúnað, áður en þeir byrjuðu rakstur viðskiptavina sinna, eins og Ketill Larsen þarf við sinn, þá kárnaði heldur gamanið. Og um góðviðrisheigar er gjarnan skroppið I ferðalög um nágrennið. Ketill Larsen, ungur maður, sem ásamt öðrum er lífið og sálin í Æskulýðsráði Reykjavíkur, sem, eins og allir vita heldur uppi umfangsmikilli æskulýðs- starfsemi... þessari títtnefndu. Hve umfangsmikil hún er geta menn séð á öllum ungmennahóp unum, sem hittast, halda fundi og koma saman undir þaki 'Eskuiýðsráðs við Fríkirkjuveg. '^að eru t.d. klúbbamir: Leiklist irklúbburinn, Miövikudags- dúbburinn, Laugardagsklúbbur nn sem koma saman vikuiega. Vðrir eru Veiðiklúbburinn (á umrin), Mótorhjólaklúbburinn Eiding", Sigiingaklúbburinn í kerjafiröi (heldur sig þó sem ftast næst flæðarmáiinu). ’kátadeild úr Vesturbænum efur þar aðstöðu, Ungtemplar- r, Bindindisfélag I skólum, 'kiptinemar þjóðkirkjunnar, ;óðdansafélagið o.ifl. oJfl. Þetta gefur svona smáhug- \ynd um það, hvað er æskulýðs tarf. Það er eiginlega allt, sem ngmenni geta fengið áhuga á, efni, Gamanþættir, skylmingar o.fl. sem við viljum síður flíka mikið með til þess að ræna fólk ið ekki eftirvæntingunni. Þaö kemur í Ijós, þegar tjaldiö verð ur dregið frá.“ Keti'll upplýsti okkur um það að í Leiklistarklúbbnum — stundum nefndur mánudags- klúbburinn vegna fundartlmans — störfuðu, ef starfa skyldi kalla, að staðaldri um 25 ung- menni á aldrinum 15 ára til 22 ára. „Þau dansa og syngja og leika ... það er alveg furðulegt hvað þau búa yfir mörgu“, sagði Ketill, og okkur skildist, að fundirnir væru sko eitthvaö annaö en röð af frummælend- um og andmælendum, sem færu upp í ræðustóla og flyttu tölur. „Nei kvöldvökur væri orðið, sem mundi lýsa því frek- ar“ sagði Ketill. „Leiklistarklúbburinn tók til starfa í haust og er eingöngu sprottinn upp úr sameiginlegum áhuga krakkanna á að spreyta 'sig á leikverkefnum. Þau tengj ast saman af honum og hittast — ekki bara til þess að æfa sig — heldur lfka til þes-s að skrafa og skemmta sér saman. Eitt af stærrj verkefnunum, sem klúbburinn hefur starfaö að í vetur er kvikmynd, ævin- týramynd. Við höfum æft nokk ur atriðanna og byrjum .væptán-^. lega upptökur, þegar kabarett- inum lýkur. Myndin á að fjalla um Reykjavíkurlífið séð í gagn um töfragleraugu og kemur þá margt sem annars þykir hvers dagslegt dálítiö spaugilega fyrir sjónir.“ sagði Ketill íbygginn. Af öðrum toga eru spunnir Miðvikudags- og Laugardags- klúbbarnir, sem einnig starfa undir handleiðslu Ketils. „Það eru skemmti- og ferða- klúbbarnir. Hópar unglinga, sem hittast til þess að hafa ofan af fyrir sér og öðrum með kvöld vökum, spilamennsku, borðtenn is og leikjum alls konar“, hélt Ketill áfram. „í Miðvikudagsklúbbnum eru líklega um 50 unglingar og eru þeir yngstu 14 ára. Eigin- lega eru engin skörp mörk á milli hans og Laugardags- klúbbsins sem í eru þó yngri unglingar, en báðir starfa svip að. Báðir klúbbamir nota gjarna góðviðrishelgar til ferðalaga um nágrennið og þá er stúndum gist eina nótt í feröinni, t.d. í skála Við söng og gftarundirleik líða kvöldin, þegar ekki standa yfir og þessa mynd tók ljósm. Vfsis, Bjarnleifur á „fundi“ hjá kvöid. æfingar einhverra Ieikþátta, Leiklistarklúbbnum í fyrra- Farfugla, Heiðarbóli, eða í Salt vík. Um stærri helgar, páska, hvítasunnu eða verzlunarmanna helgi teygist ferðalagiö kannski upp í tveggja nátta gistingu.“ Ekki láta félagarnir við það eitt sitja að bægja leiðindum frá sjálfum sér, heldur er líka stundum skroppiö á heimili aldr aðfa, eða í sjúkrahús eða önnur hæli, sem veiklaðir vistast til, og öðrum Ieyft að njóta æsku fjðrsirls'og'jeerslanna. Þar í hópi; • em „Tenglar“-nir hópur stálp. aðs æskufólks úr skólum, sem tengja vill vistfólk sjúkrahæla lífinu utan hælisveggjanna. Önnur æskulýðsstarfsemi á vegum Æskulýösráðs. sem kem ur þó sjaldan inn fyrir veggi hússins við Frfkirkiuveg, er t.d. tómstundaiðja í skólum. „Hún byggist á því að nota skólana fyrir hverfiskjarna, svo að unglingar þurfi ekki langt aö sækja aðstöðu til sinnar tóm- stundaiðju“, sagði Jón Pálsson, sá kunni æskulýðsmaður, þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Þetta er nánast framkvæmt þannig, að unglingum er heim- III aðgangur að skólum sínum eitthvert kvöld í viku, þar sem þeir geta dundaö við sín áhuga mál undir leiðsögn einhv. kenn- ara eða annars leiðbeinanda. — Þannig starfa málfundafélög, taflkvöld borðtenniskappleikir, eða föndurkvöld ýmiss konar. Þetta er afar fjölbreytt tóm- stundastarf. Um og yfir 20 grein ar“. sagði Jón. Hann kvað þátt Æskulýðsráðs í þessari tómstundaiðju mest vera í þvi fólginn að útvega leiðbeinendúr samræma stunda- skrá og svo standa undir kostn aðinum. Allflestir skólamir reka tómstundastörf orðið og um 70 leiðbeinendur hafa verið starf andi við skólana í vetur. Of langt mál væri að telja upp alla þætti æskulýðsstarfs, en kannski þessi upptalning — sem er langt frá því að vera neitt tæmandi — geifi nokkra mynd af þvi, hvers konar vinna æskulýðsstarf er, eða hvað.það sé. Svo menn haifj einhverjar myndir í huga, þegar beir næst heyra það nefnt i ræðu eða riti. —GP— Æskulýðsfélagarnir v/ð Frikirkjuveg hafa alltaf eitthvað nýtt á prjónunum Æskulýðsstarf ... hvað er það? Hvers konar vinna er það? Það er minnzt á það I annarri hverrj ræöu, sem flutt er, en hve margir skyldu kannast við það af sjón eða eigin reynslu? Allir vita hvað við er átt. „Jú, jú, mikil ósköp! Gott og blessað starf.... þetta æsku- lýðsstarf. Hollt fyrir unglingana og allt það.“ Svo er ekki farið nánar út í það. Æskulýðsstarf er að vísu starf, en ekki vinna eins og at- vinna. Það er gítarspil og söng ur, kvöldvökur með leikjum, iþróttir og kappleikir, ferðalög og útivistir, gaman og grín, föndur og tómstundaiðja alls konar og ærsl. Umfram allt gam an og grín og ærsl. Eiginlega allt, sem bægt getur burt leiðind um aðgerðarleysisins. „Eitthvað á prjónunum? Jú, við erum sko með ýmislegt á prjónunum. Við erum alltaf með eitthvað á prjónunum“ sagði eöa komið í hug að taka sér fyrir hendur. Sumt af þessu er beint undan rifjum Æskulýðsráðs runnið. Sumt er sér á parti og nýtur bara verndar, eða húsaskjóls Æskulýðsráðs. Og með ungúingunum í öllum þessurn klúbbum og sérhópum starfar fólk eins og Jón Pálsson sem kunnur er af stjóm tóm- stundaþáttarins í útvarpinu og öðru æskulýðsstarfi, Hrefna Tynes, skátahöfðingi, Reynir Karlsson, sem er framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs og Ketill Larsen, sem blaðamaður Vísis tók tali. „Meðal annars, sem er á döf inni hjá okkur, er undirbúning ur kabarettsýningar, sem leik listarklúbburinn ætlar að færa á svið í Tónabæ“ sagði Ketill til þess að svala forvitni blaða mannsins. „Við höfum æft ýmis atriði kabarettsins á kvöldin og senn líður að því, að sýningar hefjist. Það verður fjölbreytt Tekur þú þátt í æsku Iýðsstarfsemi? Guðrún Gísladóttir, 13 ára nemi , í Kvennaskóla íslands: „Ekki ' sem stendur. Hef nauman tíma ! til slfks. Var hér áður fyrr i í KFUK? j Hólmfríður Jónsdóttir, 13 ára nemi í Kvennaskólanum: „Nei“. Elís Másson, 14 ára nemi í Lang holtsskóla. „Ég er í siglinga- klúhb.“ Sigurður Skarphéðinsson, 12 ára nemi í Langholtsskóla: „Já, já. Ég er skáti og svo hef ég tekið þátt í frímerkjasöfnun á- samt skólafélögum mínum.“ Baldur Georgsson, 14 ára nemi f Flensborg í Hafnarfirði: „Ég er nú ekki þátttakandi í fastri starfsemi. Hins vegar sæki ég alloft opið hús hjá Æskulýðs- ráði Hafnarfjarðar, þar sem ýmis leiktæki eru og maður get ■ur líka dansað."

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.