Vísir - 17.04.1970, Side 3

Vísir - 17.04.1970, Side 3
VlSIR . Föstudagur 17. aprfl 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLOND É MORGUN UTLÖND í IVIORGUN ÚTLÖND 55 börn 4-14 ára fórust — Leitin talin vonlaus □ Menn höfðu í morgun misst alla von um að finna fleiri á lífi eftir swjóflóðið, sem í gær skall á berkla- hælið í St. Gervais í i frönsku Ölpunum, nálægt : landamærum Sviss og ít- ; alíu. Þess vegna virðist ein sýnt, að 72 hafi farizt í flóðinu. 55 af þessum 72 voru drengir á aldrinum fjögra til fjórtán ára, flest ir frá Frakklandi, en einnig frá Alsír, ítalíu. Portúgal og Martini- que. í morgun höfðu fundizt 25 lík grafin í snjó og jarðveg. Leitinni var haldið áf ram I morgun með stór um vélum. Sjálfboðaliðar höfðu unnið alla nóttina í þessari von- lausu leit við erfiðar aðstæður. Engin hróp hafa heyrzt úr rúst- unum síöan snemma í gær, og er því ekki talið líklegt, að neinn þeirra, sem ófundnir eru, sé á lífi. Barízt eftir heimkomu Bosch ! FJÓRIR voru skotnir til bana í ! gærkvöldi, þegar lögregla og herlið j f Santo Domingo hóf skothríð á : stuðningsmenn Juan Bosch, sem j nokkrn fyrr hafði snúið heim eftir tveggja ára útlegð. Bosch telur sig : nð þurfa að leiðsegja þjóð sinni á erflðnm tfmum, en hann var eitt sinn forseti Dóminikanska lýðveld- Mns. Óstaðfestar fréttir hermdu í gær- kvöldi, að mikill fjöldi fólks hefði verið handtekinn eftir að stuðnings- menn Bosch höfðu haldið fund í höfuðborginni. Bosch var steypt af stóli með byltingu hersins áriö 1963, aðeins sex mánuöum eftir aö hann kom til valda. Herforingjum þótti Bosch vera of langt til vinstri. Umsjón: Haukur Helgason Smitaði geimfara af rauðum hundum Þetta er Paul litli House, 2ja ára, sem smitaði Charles Duke geimfara af rauðum hundum, en Duke hafði síðan samskipti við geimfarana 1 Apollo 13. Paul er hér að horfa á gelmskotið fyrlr viku í sjónvarpinu. Vaxandi bjartsýni um Apollo Stefnuleiðrétting eftir hádegið, ef naubsyn krefur Bjartsýni manna óx í morg- un við hverja klukkustund, STYRJALDARÁSTAND í BERKELEYHÁSKÓLA LögreglHSvartir lögðu í gær kvöldi uiujUr sig mikinn hluta hástóbasvæðisins í Berkdey i Kaliforníu eftir átök við anðstæðinga Víet- nam stríðsins. Ástandið var mjög uggvænlegt, sögðu fréttamenn í nótt, ’irátt fyrír margvíslegar ráðstafanir, sem gerðar voru til að lægja öldurnar. / Stjórn háskólans lýsti yfir al- geru neyöarástandi í háskólahverf- inu eftir harða bardaga í gær, þar sem meira en 60 manns særðust og 22 voru handteknir. Óeirðir héldu áfram i gærkvöldi, og varð lögregl- an enn að grípa til táragass. Mörg hundruð „byltingarsinna" úr hópi stúdenta brutu rúður og börðust við lögregluna langt fram á nótt. Þeir eiga nú á hættu að verða rekn- ir úr skóla, þar sem þeir sinntu ekki yfiriýstu neyðarástandi. Foringjar stúdenta saka lögregl- una um grimmd, og var fundur i gærkvöldi haldinn til þess að mót- mæla hörku lögreglunnar í viðskipt um þeirra. í Berkeley eru 28 þús. stúdentar. Ástandið var aiftur eðli'legt í Cam- bridge í Massachusetts, þar sem á- tök urðu i gær, Einnig vegna Víet- namstriðsins. er geimfararnir í Apollo 13 færð- ust jörðu. Þeir þraukuðu enn í morgun og höfðu jafnvel eitt- hvað sofið. Næsta alvörustig ferðarinnar verður upp úr há- degi í dag, þegar geimfararnir fara yfir í hið stórskemmda stjórnfar, en það eitt hefur nauð- synlegan útbúnað til aö sundr- ast ekki, er geimfarið kemur inn í andrúmsloft jarðar. Þá geta þeir ekki iengur notað tunglferj- una sem björgunarbát og verða að losa sig við hana. Þeir eiga að lenda á Kyrrahafi í dag um sexleytið í grennd við Nýja Sjáland. Þar er mikill viðbúnaður að taka við þeim, og menn eru bún- ír undir, að farið berist eitthvað af nákvæmri leið. Um eittleytið I dag að íslenzkum tíma verður stefna leiðrétt, ef nauð synlegt verður talið. Um fimmleytið. losa þeir sig við tunglferjuna og þurfa þá aö snúa £arinu tvívegis. Áður hafa þeir þa losað sig við tækjafariö (service station), sem er állt úr lági. ' -íffwK* Kuldinn hrellir þá mikið. Áður höföu þeir verið klæðlitlir til þess að spara vatn og súrefni, og hreyft sig sem allra minnst. Nú verða þeir að klæöast sem bezt til að halda á sér hita. Engrar æðrunar verður vart í samtölum þeirra til jarðar. Frú Lov ell fór í gær i annaö skipti út frá heimiii sínu, frá því aö spennan skapaðist við biiunina á dögunum. Hún virtist bjartsýn. Þótt enn sé ekki upplýst, hvað olli biluninni 1 Apollo og hugmynd- ir allar á reiki um það efni, er nú þegar byrjaö að kanna nýjar leiðir í rannsóknarstöðvum í Bandaríkj- unum til að hindra að tunglferðir verði í framtíðinni slíkt hættuspil sem raun er á. PAISLEY kjörinn á þing Hinn öfgafulli andstæðing- ur kaþólskra á Norður-ír- landi, lan Paisley, sigraði í gær í aukakosningum til þings landsins og hefur því öðlazt nýjan og sterkari vettvang fyrir stjórnmála- baráttu sína. Stuðnings- maður hans var kjörinn í öðru kjördæmi í aukakosn- ingum. Séra Paisley sigraði í kjördæmi í Kreosen Bannside, en stuðnings- maður hans, séra \yilliam Beattie, vann kjördæmi f South Antrim, sem er skammt þaðan. Kjörsókn var á báöum stöðum um 70 af sundraði. Þetta er mikið áfall fyrir rikis. stjórn Noröur-írlands, sem- hefur reynt að fara bil beggja 1 átökum kaþólskra og mótmælenda í land- Skotæfingar róttækra í Berkeleyháskóla Fréttamenn frá fréttastofunni Associated Press segjast hafa oröiö þess varir, að öfga- menn til vinstri í hópi bandarískra stúdenta séu nú að búast vopnum til „lokaátaka“ viö „kerfið”. BifreiÖaeigendur athugið Höfum mikinn fjölda kaupenda að nýlegum bílum gegn staðgreiðslu. Einnig að vel með förnum eldri gerðum bifreiða. — Hafið samband viö okkur BÍLAKAUP — RAUÐARÁ Skúlagötu 55. Símar 15812 og 26120.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.