Vísir - 27.04.1970, Síða 2

Vísir - 27.04.1970, Síða 2
„SKELFIR AFBROTAMANNANNA LÁTINN, - ÁÐUR EN SÍÐASTI LESTARRÆNINGINN NÁÐIST Bruce Reynolds — þessi mynd var tekin af honum á bað- strönd, meðan hann fór huldu höfði, en hún varð til þess að koma upp um hann. Vopnasafn, sem fannst í fylgsni Wilsons í Kanada. Charles Wilson, lestarræningi, sem Butler elti uppi í Kanada. Orðanotkim eins og t d. „Skelf ir glæpamannanna" héldu menn, að hefði falMð niður um leið og Basil fursti, Sherlock Holmes og aðrar áþekkar söguhetjur þokuðu fyrir Lemmy, James Bond og þess um nútfma ævintýrahetjum. En þessu skaut upp aftur og aftur og það ekki bara í lögreglu- reyfurum, heldur i lifanda lífi — undirheimalífi Lundúna. „Skelfir afbrotamannanna“ var heitið, sem blöð og almenningur völdu Thomas Butler hjá Scotland Yard, þegar hann lenti í sviðs- Ijósiinu af lestrarráninu ftiMa 1963. Það var hánn, sem stjómaði leitinni að tólfmenningunum, er rændu póstlestina forðum og höfðu á brott með sér um 550 milljónir króna. Það var hann, sem ljóstraði upp um þá og kom þeim undir mannahendúr. Og það var hann, sem svo leitaði uppi strokufangann Wilson í Kanada og færði í fangelsið aftur til þess að afplána hegninguna fyrir lest- arránið. Það var lfka hann, sem hafði uppi á lestarræningjanum Bruce Reynolds, sem strauk úr fangelsi. Eitt síðasta afrek hans, áður en hann var settur á eftirlaun, var að handtaka morðingja Mart- ins Luthers Kings í London, með- an öll lögregla Bandaríkjanna var önnum kafin að leita vestanhafs. En nú geta brezkir afbrota- menn andað léttar, þvf að „Skelf- ir“ þeirra er dáinn. Hann lézt á sjúkrahúsi í Lundúnum þann tuttugasta apríl af völdum lungna kratvba. „Þótt hann væri orsök andvöku nótta okkar, þá þykja okkur þetta hryggileg tíðindi. — Hann var sannur heiðursmaður, og sýndi oft í verki, hve góður dreng ur hann var mörgum afbrota- manninum, sem hann hafði kom- ið á kné,“voru eftirmæli, sem ó- nefndur fulltrúi glæpaheimsins gaf Butler, þegar dánartilkynn- ingin birtist. Thomas Butler, lögreglufor- ingi, sem virtur var jafnt af af- brotamönnum eins og samstarfs- mönnum sfnum, fékk aldrei sfna heitustu ósk uppfyllta, áður en hann skfldi við þetta lff. Það var að sjá sfðasta lestarræningjann, Ronald Biggs, á bak við lás og slá. Biggs strauk úr fangelsi 1965 og hefur verið leitað dyrum og dyngjum um flest lönd veraldar síðan, en aldrei verið handsam- aður, þótt lögreglan hefði að visu komizt á volga slóðina í Ástralíu í haust og neytt hann til þess að skilja við fjölskyldu sfna. Butler hóf feril sinn í Scotland Yard tuttugu og tveggja ára að aldri. Á mettfma vann hann sig upp í gegnum hverja stöðuhækk- unina á eftir annarri með sextán stunda meðalvinnudag og varð loks yfirmaður utanlferðadeiildar- innar 1963. 56 ára dró hann sig f hlé með fullum eftirlaunum, en þó gegn vilja sínum. Þá hafði hann að baki 30 viðurkenningar og Heimsveldisorðuna til sönnun- ar á þeirri aðdáun, er hann naut hjá yfirmönnum sínum og reynd- ar allri brezku þjóðinni. Tvisvar hafði hann fengið frest un á að hætta störfum, til þess að hann gæti unnið áfram að handtöku lestarræningjanna. En hann fór yfir eðlilegan starfsald- ur meðan á rannsókn þess máls stóð. Þegar hann loks fór á eftir- laun þvert gegn vilja sfnum, hafði hann aðeins eitt markmið i híiga: Að ná Ronald Biggs. „Þótt ég sé kominn á eftirlaun, fær enginn stöðvað mig f þvf, að hafa upp á honum. — Ég þekki hvem drátt f andliti hans, og hvem þann dularbúning, sem Biggs get- ur hugsanlega notað,“ sagði hann við eitt af þeim fáu tækifærum, sem hann var opinskár. Eitt hafði hann með sér — tímann. Af honum hafði hann nóg, þegar starfsferillinn tafði ekki lengur fyrir honum. Hann iðkaði ekki annað tómstundagam- an eh lesa leynilögreglusögur og kúrekareyfara. Hann var engum háður, nema móður sinni, sem hann bjó með í elli henoar. Hann fékk þó aldrei komið því til leiðar, að þessi síðasti mót- herji hans lyti í lægra haldi. Biggs leikur ennþá lausum hala og hefur einhvers staðar úr fylgsn um sinum sent enska stórblaöinu, „The Sun“, söguna um, hvað að baki lestarráninu mikla lá — hin raunverulegu atvik, eins og þau gerðust. Blaöið er nýbyrjað á birtingu þessarar eiginfrásagnar Biggs, en þar Ijóstar hann upp, að enn hafi verið ti! viðbótar þeim tólf, sem upp um komst, fjórir menn, sem engin viti um. Að auki segir hann f frásögninni, að enginn ’hafi verið sérstakur foringi ræn- ingjahópsins. Þó hefur það lengst um verið almannaálit, að hann hafi verið heilinn, sem starfaði á bak við skipulagningu ránsins — þess stærsta i sögu Englands. Jón er a& koma í bæinn Ronald Biggs, lestarræningi, sem Butler fann aldrei, þótt hann héldi áíram Ieitinni eftir að hann fór á eftirlaun.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.