Vísir - 11.05.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 11.05.1970, Blaðsíða 1
60. árg. —: Mánudagur 11. maí 1970, — iw? toi. • Þrátt fyrir mjög góða veiði hjá togurunum hefur ekki gengið of vel að manna þá núna upp á síðkastið. Núna fyrir helg ina gerðist það, sem ekki hefur átt sér stað í iangan tfma að einn Reykjavíkurtogaranna komst ekki út vegna þess aö menn vantaði í skipshöfnina. Þetta var á Þorkatli Mána, en hann taföist einn sólarhring meðan verið var að leita Ófærír vegir austanfjalls Mjólkurb'ilar komust hvergi i gær — Sumir vegir jafnvel ófærir jeppum — Hundruð búsunda i viðgerðarkostnað • Gífurlegar skemmdir hafa orðið á vegum vestan Ytri- Rangár og ofan Suðurlandsveg- ar i átt að Heklu síðustu dag- ana, og er talið að bráðabirgða- <S>viðgerðir muni kosta fleiri hundruð þúsunda. Eru margir vegir alls ófærir, og aðrir aðeins færir jeppum, en mjólkurbílar komust hvergi í gær, og urðu bændur að aka mjólkinni á jepp- um sínum. Samkvæmt upplýsingum Áskels Einarssonar hjá Vegaeftirlitinu eru spottar í vegunum eins og kvik- syndi og kaflarnir á milli svo veik- ir, að þeir þola ekki malarbílana, en um þessar mundir eru vegir ó- vanalega viðkvæmir vegna leysing- anna. „Við ætlum að reyna að gera við vegina í dag til bráðabirgða, svo aö mjólkurbílamir komist a. m. k. leiðar sinnar. Strax daginn eftir gosið sá mikið á þessum veg- um, sem höfðu verið mjög góðir dagana áður. Við iækkuðum öxul- þungann strax í 5 tonn. Það dugði ekki til, enda reyndist erfitt að haldá stórum bifreiðum frá vegun- um, og varð jafnvel að fá lögreglu til að stöðva þá. Strax á föstudag varð allt ófært fyrir minni bfla í uppsveitunum, en við vonum að okkur takist að gera fært fyrir mjólkurbílana í Landsveitinni í dag. Það verður fyrirsjáanlega gífurleg vinna og kostnaður við að koma vegunum f sæmilegt iag aftur," sagði Áskell ennfremur, Þess má geta, að talið var að umferð austur um hafi fjórfaldazt fvrir helgina, og í uppsveitunum verið a. m. k. 5—6 föld. Þurftu að ganga til læknis Mai gs konar erf iðleikar hafa gert vart við sig f sambandi við vega- skemmdirnar í sveitunum á Heklu- leiöum. Sumir bæir hafa einangr- azt, t. d. Laugarás f Biskupstung- um, en þar eru meðal annarra bæði héraðsdýralæknir og héraðslæknir búsettir. Fófk, sem þurfti að leita læknis í gær þurfti að ganga á annan kilómetra til að komast til hans og má það teljast einsdæmi á þessum árstfma á þessum stað. Vegaskemmdirnar hafa einnig valdið erfiöleikum f sambandi við mjólkurfiutninga og sagt er að ekki líði á löngu þar til matarlaust verði á mörgum bæjum. —þs - sb— mannskap, og fór hann út á föstudag. Ástandið er þó ekki orðið neitt líkt því, sem þaö var i eina tíð, þegar mest skorti að menn á togarana, en það leiíbr sem sagt ekkert af því að togara flotinn verði mannaður. Tveir togarar voru inni i morgun að losa fisk. Jón Þor- láksson kom í morgun með um 200 lestir og Egill Skallagríms son var með svipaðan afla. Auk þess kom svo Þormóður goði með salt, en hann var í sölu- ferð ytra. — Mannskap hefui einnig vantar á togaraafgreiðsl una þegar mest hefur verið að gera. Til dæmis voru ekkj nema upp undir 20 menn við fisklönd un í skipunum í morgun, en þurfa að vera 30 ef full afköst eiga að nést. — JH. — Litlar breytingar á gjaldeyris- stöðunni í marz Gjaldeyrisstaöan var hagstasð 1 lok marzmánaðar um 2.559 milljón ir króna, það er rúmlega tvo og hálfan milljarð. Hafði hún aðeins batnað um 18 milljónir í mánuðin- um. — f febrúarlok var hún hag stæð um 2.531 milljón. Á sama tímabili í fyrra urðu einn ig mjög óverulegar breytingar á gjaldeyrisstöðunni. I marzlok 1969 var hún hagstæð um 443 milljónir, en hafði verið hagstæð um 440 milljónir f febrúarlok 1969. í marzmánuði nú komu ekki inn nein löng lán. HH. Ætlar að hjóla umhyerfis landið — Nýsjálenzk stúlka ætlar að bæta hér við 432 bús. km. sina Erfitt að manna togarana — Einn Reykjavikurtogaranna beið i sólarhring eftir mannskap JAFNTEFLI Sjö þúsund áhorfendur lögöu leið sína á Laugardalsvöll I blíðviðri í gær og sáu íslenzka landsliðið gera jafntefli við hið enska f knattspyrnu — fyrsta skipti, sem Islendingar tapa ekki fyrir enskum áhugamönnum á vettvangi knatt- spyrnunnar. Á myndinni sést Matthías Hallgrímsson eftir að hafa jafnað fyrir Island rétt fyrir leikslok. — Frásögn af leiknum er á 5. og 6. síðu. „Ég hef hitt fólk frá öllum heims hornum, en aidrei Islending, og því verð ég að kippa í lag“, segir hjúkr unarkonan Louise Sutherland frá Nýja Sjálandi, sem hyggst heim- Hringbrautin vöktuð á nóttunni — Lögregluvörður öll kvöld vegna sýningar- innar á verkum býzka málarans Slolde i sækja Island í annarri hnattferö sinni á hjóli. Louise hefur fullkomna fréttaþjón ustu og f fréttatilkynningu, sem hefur verið send til dagblaða segir að í fyrri hnattferðinni hafi hún á sjö árum heimsótt 40 lönd og hjól að 432.000.00 km. — og aldrei hafi sprungið á leiðinni. Þegar ferða- peninga skorti kom hjúkrunarstarf ið henni að góðum notum og ekki skortir hana víst kjarkinn þvi að villtustu skógarbirnir og flóð öftr- uðu henni ekki frá að hjóla þvert yfir Kanada. Louise kemur til íslands með Gull fossi 14. þessa mánaðar og hyggst dveljast hér í þrjá mánuði. -MV- VERTIÐIN BUIN SUNNANLANDS Varpa flöskum að húsum um hánótt Flösku með rauöum lit var varp aö aö bandaríska sendiráðinu um kL 01.30 aöfaranótt Iaugardags og brotnaöi hún á gangstéttinni, svo aö liturinn slettist út á stéttima, en íbúar hússins urðu varir við, að bifreið var ekiö framhjá á mikilli ferð um leið og flöskubrotin glömr uöu f stéttinnL Enginn maður sást á ferli. Eöngu seinna um nóttina eða um kl. 5 var sama sagan endurtekin vestur við Bændahöllina, en þar var annarri flösku með svipuðu innihaldi hent á gangstéttina fyr ir framan Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Ekki hefur verið upplýst hverjir þarna hafa verið að verki. Engar skemmdir urðu af þessu aðrar heldur en óþrifnaður- inn. G.P. Listasafninu Milij 800 og 900 manns komu í gær í Listasafn íslands í Þjóðminja safnshúsinu til þess að skoöa mynd ir þýzka málarans Emils Nolde. Miklar varúöarráöstafanir hafa ver ið gerðar til þess að vernda þess- ar frægu myndir. Stöðugur lög- regiuvöröur er viö sýninguna alla daga til klukkan tfu á kvöldin og lögreglan fylgist sérstaklega með allri umferö um Hringbrautina á nóttunni vegna sýningarinnar. Það er heldur ekkert smáræði, sem þessar myndir kosta, Þær eru tryggðar vegna sýningarinnar héma á 170 milljónir krona. — Sýning þessi verður opin fram til 7. júní. JH. — Fjórkippur kom veiðarnar Margir vertiöarbátar halda enn áfram veiðum, þótt komimn sé hiinn gamli lokadagur sam- kvæmt almanakinu. Nokkurt iíf hefur aftur færzt f netaveiðina hjá Faxaflóabátum, sem fengið hafa upp undir tuttugu tonn héma úti í bugtimni. Einnig hef- ur verið dágóö veiðj hjá togbát- um, einkum ýsuafli. Sunnanlands, í Vestmannaeyj- um, Grindavík og öðrum ver- síöðwum hér syðra eru flestir hins vegar i neta- i Faxaflóa bátar nú hins vegar búnir að taka upp netin og margir hinna smærri komnir á troll. Nokkrir bátar em komnir til sfldveiða hér úti f flóanum og mun þar vera um talsveit síld- armagn að ræða, en aðeins eitt skipanna fékk þar veiði f nótt, Jörundur III., sem fékk 60 tonn. Þá eru allmörg stærri skipanna komin á spærlingsveiðar við Suð urland og landa aflanum í Eyj- um og Þorlákshöfn. — JH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.