Vísir - 11.05.1970, Blaðsíða 5
V' í S I R . Mánudagur 11. maí 1976.
JAFNTEFLI ÍSLANDS OG ENGLANDS 1-1:
Umsjón Hallur Símonarson
Islenzka liðið nær sigri, því Eng-
lendingar áttu varla skot á mark
SB Það voru aðeins nokkrar mínútur til leiksloka í fjórða lands-
leik íslands og Englands á Laugardalsvellinum í gær og ensku
1 'kmennirnir virtust standa með pálmann í höndunum — sigur-
in n blasti við þeim. Mínúturnar voru að hverfa frá ísl. landsliðs-
mönnunum — og þrótturinn og kjarkurinn, sem svo oft hafði
einkennt þá í leiknum, var horfinn. Ekkert nema kraftaverk gat
bjargað þeim frá ósigri — og það skeði. Landsliðsþjálfarinn, Rík-
harður Jónsson, hljóp út að hliðarlínu og gaf nokkrar ákveðnar
fyrirskipanir. Matthías Hallgrímsson geystist inn á miðjuna —
og aðrir neyttu síðustu krafta og ruddust fram. Leiftursókn, sem
kom ensku vörninni í opna skjöldu. Aukaspyrna var dæmd á
enska rétt við vítateig — og síðan barst knötturinn um á vallar-
helmingi þeirra, þar til Ásgeir Elíasson náði honum og lék fram
og spyrnti að markinu. Knötturinn fór í fyrirliðann, Ted Powell,
og hrökk inn í vítateiginn — og Matthías eygði möguleikann fyrr
en aðrir, náði knettinum og lék rólega á markvörðinn og renndi
síðan Ieðurkúlunni í autt markið við gífurleg fagnaðarlæti rúm-
lega sjö þúsund áhorfenda. Og lokamínúturnar þrjár voru æsi-
spennandi. íslenzku leikmennirnir tvíefldust við markið — og
mikill darraðardans varð i vítateig Englands. Sáralitlu munaði, að
Þorsteinn Friðþjófsson — bakvörður — sem einnig var kominn í
sóknina, skoraði þá sigurmark — en knötturinn smaug yfir
þverslá eftir skalla hans, og Eyleifur var einnig nærri því að
skora. Það var því enska liðið, sem mátti þakka fyrir jafntefli að
leikslokum.
Enska liðið skorað; eina mark
sitt í leiknum úr vítaspyrnu síðast
í fyrri .(hálfleik og fannst,mér sá
dómur á brot — sem t.d. flestir
enskir dómarar 'hefðu sleppt — of
strangur, en án þess þó, að beint
sé 'hægt að ásaka dómarann, Guð-
mund Haraldsson. Hann var of
fljótur á sér og flautafti og úr þvi
var ekkert annað að gera, en dæma
Erfiðasti
leikurinn
— sagði fyrirliði
isl. libsins
Jóhannes Atlason, fyririiði ís-
lenzka liðsins, sem lék sinn 13.
landsleik í gær, og hefur senni-
~lega aldréi leikið betur meö
landsliðinu, sagði eftir leikinn:
„Þetta var. óskaplega erfitt —
erfiðasti leikur, sem ég hef tek-
ið þátt í. Ef maður þurfti að
taka nokkra spretti varö .maður
dauðþreyttur, enda völlurinn
svo gljúpjar-.— eins og .maður
hefði ekkert fast undir fótun-
um. Það Vantar .sand í völlinn
— það er táknrænt hvaö völiur-
inn er áb'erandi beztur í jöðr-
unum næst. hlaupabrautinni,
þar sem sandur frá henni hefur
fokiö inn á Þegar við lékum
við England í vetur i Slough
rar einnig leikið við erfiðar að-
stæður, það var rok og leðju-
Iag ofan á vellinum, en það var
fast undir því.
— Ég er mjög ánægður með
liðið og leikaðferðin, sem Rik-
harður lagði fyrir okkur heppn
aðist fullkomlega. Og ég man
ékki eftir landsleik hjá okkur
fyrr, þar sem markvörður iiös-
ins hefur haft jafn lítið að gera,
en hins vegar var enskí mark
vörðurinn mjög i sviðsljósinu,
og varði í nokkur skipti snilldar
lega. — hsim.
víti. Aðdragandi var sá, að annar
enski.innherjinn lék inn á vitateigs-
linu, ætlaði að leika á Halldór
Björnsson og út í vftateigshornið
— en Haíldór setti fót fyrir þann
enska, sem féll við. Hefðj hann
komizt framhjá Halldóri var Þor-
steinn beint framundan og engin
sjáanleg hætta fyrir ísl. markið.
Reyndir dómarar hefðu þarna lokaö
öðru auganu — og látið sem ekk-
ert væri. En annars var hinn ungi
dómari, sem þarna dæmdi sinn
fyrsta landsleik, svo ágætur, að
unun var oftast að fylgjast með
dómgæzlu hans í leiknum, og hann
naut einnig aðstoðar ágætra linu-
varða, Hannesar Þ. Sigurðssonar
og Magnúsar Péturssonar.
Leikurinn hófst kl. 5 í ifrábæru
knattspyrnuveðri, stillilogn og
hlýtt enda ifjölmenntu áhorfendur
á 'leikinn, en því miður var Laug-
ardalsvöllurinn varla leikhæfur.
Lúðrasveit lék þjóðsöngva þjóð-
anna — en siðan var mínútu þögn
til minningar um Rúnar Vilhjálms-
son, landsliðsmanninn, sem fórst
af slysförum í London í vetur — i
keppnisför landsliðsins.
Enska liðið byrjaði betur — og
var nokkur þungi í sókn þess, án
þess að hætta skapaðist. En ísl. lið-
ið náði smám saman tökum á
leiknum og á 15. mín. lék mið-
herjinn, Guðmundur Þórðarson,
iaglega að marki og áttj gott skot,
sem John Swannell, markvörður
bjargði í horn, en hann átti eftir
að 'koma mikið við sögu og snilld-
armarkvarzia hans kom í veg fyrir
sigur isl. liösins öðru fremur.
Mest allan hálfleikinn var enska
Iiðið meira með knöttinn — en
varnarleikur Islands var það sterk-
ur aó sárasjaldan skapaðist nokkur
hætta við markið. Hins vegar voru
upphlaup ísl. liðsins hættulegri —
og t. d. var óheppni, að Eyleifur
skyldi ekki komast frir að markinu
upp úr miðjum hálfleik, en fyrir
hreina tilviljun rakst knötturinn
í tána á miðverði Englands — og
gullið tækifæri hvarf. Rétt fyrir
hlé skoraði svo Roger Day úr víta-
spyrnunni áðumefndu.
S"-> 6. síðu.
Aðdragandinn að marki íslands. — Matthías Hallgrímsson leikur rólega á markvörðinn, og leiðin
að markinu er greið, eins og neðri myndin sýnir. Fyrirliði Englands, Powell, er of seinn til varnar.
Matthías rennir knettinum í autt markið. Ljósmyndir Bj. Bj.
.V.V.V.W.V.V.V.V,
Kröfurnar tíl ísl. lands-
liðsins munu nú aukast
— sagöi Albert Guðmundsson, formaður KSI
í hófi eftir landsleikinn í gær
■j kvöldi afhenti Albert Guðmunds
I* son, formaður KSÍ, ensku leik-
mönnunum landsliðsmerki KSÍ
•J og sagði við það tækifæri:
!■ ,,Ég vil byrja á því að þakka
Englendingum fyrir leikinn og
I; þeir hafa vissulega sýnt okkur
J. mikinn heiður, því það er ó-
þekkt áður, að England leiki
1« tvo ,,vináttuleiki“ við sömu þjóð
í á sama árinu. Og ieikurinn i
kvöld minnti okkur mjög á
|. fyrri leikinn í febrúar — það
•! var hart barizt en ávallt heið-
arlega. Og hvaö ísl. liðinu við-
•J kemur, þá finnst mér, að við get
I* um litið björtum augum fram á
J. veg — liðið er að ná saman.
•J verða að góðu liði. En jafri
J- framt munu kröf'urnar til þess
•ÁV.V.’.V.V.V.V.V.V.'.V.V.'
aukast — það sýndi nú ágætan
leik við erfiðar aðstæður — og
mér finnst ástæða til að óska
landsliðsmönnunum til ham-
ingju með þennan árangur, sem
var stórsigur fyrir okkur.“
Þá ávarpaði Albert Grétar
Norðfjörð og frú hans, sem var
sérstaklega boöið í hófið, en
þegar ísl. landsliðið kom til
New York í fyrrahaust frá
Bermuda, sýndi Grétar landsliðs
mönnunum aðalstöðvar SÞ og
var óþreytandi að fræða þá um
borgina — og sýna þeim mark
verðustu staðina. ,,Þetta var
eit.thvað það eftinninnilegasta í
vesturförinni", sagði Albert. Þá
þakkaði hann dórnara, Guð-
mundi Haraldssyni, og línuvörð
um, Hannesi Þ. Sigurðssynj og
Magnúsi Péturssyni, vel unnin
störf „sem ekki var hægt að
gagnrýna á neinn hátt.“
Þá tók fararstjóri Englend-
inga J. W. Bower til máls og
sagði: „Þetta var yndislegur
leikur — og réttlætið náöi fram
að ganga, þegar ísland jafnaði
aðeins 3 mín. fyrir leikslok.
Það var vel af sér vikið hjá ísb
landsliöinu að ná jafntefli við
beztu áhugamenn Englands. Og
dómurunum þakka ég fyrir frá
bæra og hlutlausa frammistöðu.
Og við ykkur leikmenn vil ég
segja þetta. Ef þið hyggið að
ná langt í íþrótt ykkar, þá tak
ið til fyrirmyndar þá tvo fyrr-
verandi atvinnumenn, sem eru
á nieðal okkar, Albert og þjálf
ara okkar .1. Jennings, því að
þeirra frammistaða á leikvelli
sem utan var til fyrirmyndar."
uuuwwu
.•.V.W.WAÍA
.V.V.