Vísir - 11.05.1970, Blaðsíða 3
V í S I R . Mánudagur II. maí 1970.
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND
Umsión: Haukur Helgason
Táragasský yfir Kentháskóla í Bandaríkjunum. Þar var enn róstusamt um helgina, en í fyrri viku féllu þar fjögur ungmenni í átökum. — Hundruð þúsunda mót-
mæltu Kambódíustríðinu í gær og fyrradag í Bandaríkjunum.
TAKMARKINUI KAMBÓDlU NÁD
Herinn 21 milu innan landamæranna — helztu
stöðvar eyðilagðar — Viefnamar fluttir heim
Bandaríkjamenn hafa nú náð
marki sínu meö innrásinni í
Kambódiu. Hersveitir þeirra og
Suður-Víetnam voru í morgun
komnar um 21 mílu inn fyrir
landamærin á sumum stöðum,
en þetta mark hafði Nixon
Bandaríkjaforseti sett hemum.
Margar mikilvægar stöðvar hafa
verið eyðilagðar að sögn banda-
rísku herstjórnarinnar, og segja
þeir, að nú muni lamast styrjald-
argeta kommúnista á þessum
slóðum. Margir mánuðir munu
líða áður en kommúnistar geta
náð aftur sínum fyrri styrk í
suðurhluta S-Víetnam eftir
þessa eyðileggingu.
Fréttir bárust í morgun um heim
flutninga Víetnama frá Kambódíu
Walter Reuther.
Verkalýðsleiðtoginn
Reuther fórst
Walth Philip Reuther var
62ja ára að aldri. Hann var einn
Bandaríski verkalýösleiðtoginn
Walter Reuther fórst í gær f
flugslysi f Michiganfylki f þekktasti verkalýðsleiðtogi
Bandarikjunum ásamt konu heims og starfaði mikið með
sinni. Reuther var leiðtogi verka norrænum verkalýðsleiðtogum.
manna f bilaiðnaöinum, 'og voru
verkföll f aðsigi á næstunnL
til Suður-Víetnam. Svo sem kunn-
ugt er, voru Víetnamar í Kambódíu
ofsóttir um hríð. Lát varð á því
skömmu fyrir innrás Bandarfkja-
manna og Suður-Víetnama í landið.
Sendinefnd frá S-Víétnam fór til
Kambódíu, og síðustu daga eru her
menn frá S-Víetnam á léið tfl höf-
uðborgarinnar Phnom Penh um
Mekongfljót ásamt bandarfskum
hermönnum. Eiga þeir að sögn að
flytja vistir og lyf til hinna aö-
þrengdu stjórnarhermanna Kam-
bódíustjómar í höfuðborginni.
Sihanouk prins, sem hrakinn var
frá völdum í Kambódíu, hefur
myndað útlagastjóm. Kfna og
Norður-Víetnam hafa viðurkennt
þá stjórn, en sendimenn þeirra í
höfuðborg Kambódíu segjast ekki
vera frjálsir ferða sinna nú, en þeir
vilja fara heim.
Enn hafa bandarfskir fréttamenn
fallið í hendur kommúnista í
Kambódíu.
Mikil mótmæli voru í Bandaríkj-
unum um helgina. Hundrað þúsund
manns tóku þátt í slíkum aðgerðum
í Washington. Mikil þátttaka varö
í mótmælaaðgerðum víðs vegar.
Nixon forseti ræddi á laugar-
dagsmorgun við stúdenta við Lin-
colnminnismerkið. Voru lífveröir
hans mjög uggandi um forsetann,
en mótmælendur settust niður og
ræddu við hann. Forsetinn hafði
ekki sofið um nóttina, en var samt
hress.
Aðgerðirnar í Washington voru
hinar friðsamlegustu.
Bandaríkin afhenda Grikkjum
aftur þung vopn
NIXON Bandaríkjaforseti
hefur ákveðið að hefja aft-
ur flutninga á öflugum
vopnum til Grikklands eft-
ir langt hlé á þeim. Heim-
ildir í Washington sögðu í
morgun, að það væri fyrst
og fremst þotur, sem f Ijúga
hraðar en hljóðið, sem
Grikkir fá í byrjun. Herinn
fær þó einnig hervagna og
þung vopn.
Formælandi Hvfta hússins vildi
ekkert segja um þessar fréttir, en
þær herma, að miklar deilur hafi
orðið í rikisstjórninni vegna þess-
arar ákvörðunar forsetans.
Þá er sagt, að Nixon muni ekki
endanlega tilkynna þetta fyrr en á
ráðherrafundi NATO f Róm í maí-
lok, og sé það vegna væntanlegrar
gagnrýni frá ýmsum löndum At-
lantshafsbandalagsins.
Bandaríkin hættu að selja Grikkj-
um þung vopn eftir byltingu hers-
ins í apríl 1967.
Nú er sagt, að Bandaríkin muni
byrja aftur þessar vopnasendingar
innan fárra mánaða. Aðalorsök þess
arar stefnubreytingar séu aukin á-
hrif Sovétríkjanna viö austanvert
Miðjarðarhaf.
Mikil andstaða er talin munu
verða gegn þessari ákvörðun, eink-
um á Norðurlöndum, í Hollandi og
Belgfu.
Verkfræðingar -
Tæknifræðingar
14/1«
Miðvikudaginn 13. maí n.k. kl. 4 e.h. verður haldinn
í húsakynnum vorum að Seljavegi 2, fyrirlestur um
notkun og val „DANFOSS“ hitastillitækja.
Fyrirlesturlnn verður fluttur af ingeniör Torben
Christensen frá Danfoss A/S í Danmörku.
Þeir sem hug hafa á að hlýða á fyrirlesturinn, vin-
samlega hafi samband við oss hið fyrsta í síma
24260.
HÉÐINN
Vinnuskóli
Kópavogs
Vinnuskóli Kópavogs tekur til starfa um mán
aðamótin maí-júní n.k. og starfar til ágúst-
loka. í skólann verða teknir unglingar fædd-
ir 1954, 1955 og 1956.
Áætlaður er fjögurra stunda vinnudagur, 5
daga vikunnar.
Umsóknareyðublöð verða afhent þriðjudag,
miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 17—
19 og laugardag kl. 10—12 í Æskulýðsheim-
ili Kópavogs, Álfhólsvegi 32 og skal skila um-
sóknum þangað eigi síðar en 16. maí. Þeir
sem senda umsóknir síðar, geta ekki búizt við
að komast að. Áskilið er að umsækjendur hafi
með sér nafnskírteini.
Forstöðumaður.