Vísir - 11.05.1970, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Mánudagur 11. maí 1970.
9
ATVINNULEYSIÐ hérlendis nam um síðustu mánaðamót 713
manns. Atvinnumannaflinn mun nú vera rúm 80 þúsund.
Þannig er atvinnuleysið nú innan við 1% af mannaflanum.
Þetta yrði ekki talið mikið atvinnuleysi í nokkru ríki heims
til dæmis á hinum Norðurlöndum. Benda má á, að í Banda-
ríkjunum er atvinnuleysið nú aftur farið að nálgast 5%, en
það er vissuiega verulegt atvinnuleysi. Tölurnar hér eru frá
30. apríl, og enginn efar, að atvinnulífið á eftir að taka fjör-
kipp i sumar. Þá koma aftur á móti á vinnumarkaðinn þús-
undir skólafólks, sem verða einnig að fá vínnu við sitt hæfi.
Hvarvetna táðkast, að reikna
atvinnuleysi sem hlutfall af svo
kölluðum atvinnumannaifla.
Algengt er, að til dæmis f Svi-
þjóð sé atvinnuleysi, þannig
reiknað, um 3%. Margir er-
lendir efnahagssérfræðingar
telja það „fulla atvinnu“, ef at-
vinnuleysi er undir 3%. Sú
kenning á þó naumast við hér-
lendis.
„Botn“ atvinnuleysis
í Reykjavík voru um mánaða-
mótin atvinnulausir 178, en
hafðu verið 301 mánuði fyrr.
Þetta er langt undir meðaltali
landsins sem heild. Borgarhag-
fræöingur sagði í viðtali við Vísi
í fyrrasumar, að mjög erfitt
mundi reynast að koma at-
vinnuleysinu langt niður fyrir
2 — 300. Neifndi hann sem dæmi,
að þá væru á skrá 36 öryrkjar
og sjúklingar og 43 voru 67 ára
og eldri. Fyrirkomulag atvinnu-
leysi er enn mikið vandamál í
byrjun maí. Sauðárkrókur hefur
til dæmis 77 atvinnulausa á
skrá. Skagaströnd 51 og Hofsós
51. Þetta eru þó algerar undan-
tekningar. Enn er nokkurt at-
vinnuleysi á Akureyri og Siglu-
firði, þar sem mest mæddi í
fyrra. Á Siglufirðj eru nú 59 á
skrá en voru 130 mánuði fyrr,
og í fyrra mátti stundum heita
þar nær algert atvinnuleysi.
AtvinnuWfi er svo farið á Siglu-
firði, að miklar sveiflur eru í at-
vinnu, jafnvel milli daga.
Á Akureyrj voru 74 skráðir
atvinnuiausir en höfðu verið 86
í lok marz. Fyrir rúmu ári var
atvinnuleysið í höfuðstað Norð-
urlands margföld þessi tala.
Mikil bót í Reykjavík
Bætt atvinnuástand í Reykja-
vík má glöggt sjá á þvf, að þar
eru nú 178 atyinnulausir, en
þeir voru um 300 í haustbyrjun.
[ |j:
BIÉ|p
'I 'i-.v"'
Frá atvinnuleysisskráningu í Reykjavík.
1
leysisskráningar heifur sætt mik-
milili gagnrýn; að undanförnu,
og tölur hennar taldar hærri
en nemur raunverulegu at-
vinnuleysi.
*
Ekki sambærilegar
við fyrri ár
Tölur nú eru ekki sam'bæri-
lega við tölur frá fyrri árum
nema þá tveimur hinum síðustu.
Það var fyrst í hittiðfyrra, að
verkalýðsfélög tóku almennt að
skora á meðlimi sína að láta
skrá sig atvinnulausa. Áður fyrr
skráði fólk sig efcki, þótt um
tímabundið atvinnuleysi væri
að ræða, svo sem árstíðabundið
atvinnuleysi í ýmsum landshlut-
um.
Með hinum miklu áföllum í
efnahagslífinu skapaðist hins
vegar í raun miklum mun meira
atvinnuleysi en leng; hafði ver-
ið. Þetta leiddi baráttu verka-
lýðshreyfingarinnar fyrir skrán-
ingu, enda margur kominn á
vonarvöl. Bætur voru mjög
hæfckaöar. Allt varð þetta til
þess, að menn gáfu sig fremur
fram á skrifstofum skráningar-
innar en verið hafði áður.
Sveifíur á Siglufirði
Á þessu vorj horfir við á ann-
an veg. Að vísu finnast enn
„flöskuhálsar“, þar sem atvinnu-
Fjöldi atvinnuleysingja fylgir
þannig að sjálfsögöu ástandinu
í efnahagsmálum, Þennan tíma
hðfur verið reynt að halda uppi
atvinnu. en þjóöarbúskapurinn
stóð ekki undir fuLlri vinnu.
Vissulega hafa menn hert sult-
aró'lina síðustu 2 árin og árang-
ur þess orðinn sá, að gjaldeyris-
staöan er orðin hagstæð utn
meira en tvo miilljarða. Við
nálgumst þann gjaldeyris-
„forða“, sem mestur var 1965—
66. Þessi hagstæða gjaldeyris-
staöa er svo ein af forsendum
þess, að lífskjör batni að nýju.
Bættur efnahagur samfara auk-
inni kaupgetu rennir nýjum
stoðum undir atvinnuvegina og
kemur þar á móti hugsanlegri
hækkun launa og aukningu
kostnaðar. Það byggist á þvf, að
þjóðin sem heild lifi ekk; um
efni fram, því að því eru mjög
takmörk sett, hversu lengi unnt
er að halda fölsku gengi á krón-
unni, þjóðarbúskap byggðum á
sandi. Vinnufærir menn, er
misstu vinnuna, hafa borið
þyngstu byrðamar.
Mest um 6%
Atvinnuleysið var mest í árs-
byrjun 1969, sennilega orðiö um
6% af atvinnumannaflanum þá.
Þetta var þá mjög mikið at-
vinnuleysi og af öllum talið al-
gerlega óhæft ástand. Miklar
vonir standa til þess, að atvinnu-
leysið. sem nú er innan við eitt
prósent, geti enn minnkað næstu
mánuði. Að vísu er óhugsandi,
að ekki verið al'ltaf einhverjir á
skrá af ýmsum sökum, jafnvel
þótt skráningarfyriilkomulagið
yrði enn miklu raunhæfara. Hins
vegar ber að telja, að í okkar
litla þjóðfélagi skuli atvinnu-
leysi útrýmt með öllu. Þótt stór
iðnaðarþjóðfélög kunn; að
„reikna með“ 2—3% atvinnu-
leysi, þanf slfkt ekki að eiga við
hér. Atvinnuleysið er mikiö fé-
lagslegt böl, sem vinna verður
bug á.
Skýrasta merki
kreppunnar
Þær kenningar sumra manna,
að eitthvert atvinnuleysi, svo
sem 3%, sé eitthvert skilyrði
fyrir efnahagslegum framförum
eiga sér fáa formælendur á Is-
landi.
Atvinnuleysið í fýrra var eitt
skýrasta merkið um þá kreppu,
sem yfir okkur reiö. Minnkun
þess nú er eitt greinilegasta
tákn þess að framtíðin sé bjart-
ari.
A'lls voru um síðustu mánaða-
mót 713 skráðir atvinnulausir á
landinu, sem skiptust þannig:
Kaupstaðir 454(915 ímarzlokj.
Stór kauptún 40 (98).
Smærri kauptún 219 (513).
Atvinnuleysið í bæjunum var
þetta: Reykjavík 178 (301 í marz
lok), Sauðárkrókur 77 (99), Ak-
ureyri 74 (86), Siglufjöröur 59
(130), Hafnarfjörður 18 (57),
Neskaupstaður 15 (40), Kópavog
ur 10 (20), ísafjörður 9 (9), Húsa
vík 9 (88), Ólafsfjörður 3 (55),
Akranes 2 (2), Sevðisfjörður 0
(27), Vesmannaeyjar 0 (0),
Keflaví'k 0 (1).
1 kauptúnum meö 1000 fbúa
og fleiri: Hofsós 51 (48), Skaga
strönd 51 (77), Eskifjörður 21
(25), Vopnafjöröur 20 (28),
Drangsnes 18 (25), Dalvík 17
(55), Blönduós 16 (39), Borgar-
nes 15 (28), Hvammstangi 7 (7),
Raufarhöfn 7 (53), Þórshöfn 7
(66), Bakkafjörður 6 (7), Egil-
staðahreppur 6 (6) Seltjarnar-
nes 5 (6), Borgarfjörður eystri 4
(6), Reyðarfjörður 4 (7), og einn
var atvinnulaus í Njarövík,
Garðahreppi, Hveragerði og Sel
fossi.
I kaupstöðum voru atvinnu-
lausir 279 karlar og 175 konur
samtals, þar af 128 karlar og
50 konur í Reykjavík. Verka-
menn og sjómenn og verkakon-
ur og iðnverkakonur voru rúm-
ur helmingur allra atvinnu-
lausra.
f stóru þorpunum voru á skrá
133 karlar og 86 konur. Næstum
allir, sem þar voru atvinnulaus
ir, voru verkamenn og sjómenn
og verkakonur og iðnverkakon-
ur. — HH.
vísnsm:
Meðan landsprófsnemendur
sitja með sveittan skallann og
stríða við að leysa úr þumgum
spumimgum spurðum við fólk á
fömum vegi:
Treystið þér yður til
þess að standast lands-
próf?
Hjálmar Blöndal, hagsýslu-
stjóri í Reykjavík: „Nei, sko á-
reiðanlega ekki!“
Egill Kristinsson, málari: Ne-
hei! Ég er gamall gagnfræöingur
en gæti slfkt ekki undirbúnings-
laust.“
Þorvaldur Jónsson, prent-
myndasmiður: ,Nei, þaö held ég
bara ekki svo langt sem liðið er
síðan maður sat á skólabekk
yfir fræðunum.‘‘
Sonja Valdimarsdóttir, hús-
móðir: „Tsja, ég veit ekki ...
og þó er ég frekar efins í þvi.“
Elín Pálmadóttir, blaðakona:
„Ég efast um það — ekki nema
þá, að ég settist niður og læsi
lengi og mikið.“