Vísir - 25.05.1970, Blaðsíða 8
8
V í S I R . Mánudagur 25. maí 1970.
Utgefandi: KeyKjaprem u.».
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóltsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir PéturssÓn
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Aug'.ýsingar: Bröttugötu 3b. Sfmar 15610, 11660
Afgreiösla: Bröttugötu 3b. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 Unur)
-\skriftargjald Kr 165.00 ð mftnuöi innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintaklð
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f._________________
Góð borg verður betri
J flestum borgum heims horfa menn með skelfingu
á, að vandamálin hlaupa langt fram úr viðleitninni við
að hafa hemil á þeim. Fátækrahverfum fjölgar, loft
og vatn mengast sífellt meira, umferðarhnútar vefða
tíðari á degi hverjum, skólar yfirfyllast og opinberri
þjónustu, t. d, strætisvagnakerfi, hrakar ört.
Reykvíkingar eru svo lánsamir að halda þróuninni
hjá sér í gagnstæða átt. Alltaf gengur betur og betur
að fást við vandamál borgarinriar. Verklegar fram-
kvæmdir sækja á. Tekizt hefur á tiltölulega fáum ár-
um að malbika mikinn hluta gatna borgarinnar. Á
enn styttri tíma hefur tekizt að koma hitaveitu í flest
hús. Braggahverfum hefur verið eytt og ný fátækra-
hverfi hafa ekki rriyndazt. Umferðin er jafnvel greið-
ari en hún var fyrir nokkrum árum. Mengun er ennþá
lítil sem engin. Miklu fleiri skólar eru byggðir en sem
svarar fjölgun barna á skólaaldri. Og að dómi mikils
meirihluta Reykvíkinga, hefur strætisvagnakerfið
batnað við leiðabreytinguna í vor.
Þetta er vissulega afrek, sem allir viðurkenna, jafn-
vel andstæðingar Sjálfstæðisflokksins. Þeir vita, að
það þýðir ekki að segja fólki, að ástandið sé verra en
fólk sér sjálft á hverjum degi. Og það er einmitt
vegna þessa, að kosningabaráttan er jafnrðleg og
raun ber vitni um. Það vantar einfaldlega tilefnin til
árása á meirihluta Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra.
Þess vegna verja frambjóðendur hinna fimm minni-
hlutaflokka tíma sínum til að ræða landsmálin og
rakka hver annan niður, en ræða minna um borgar-
málin.
Það eru einmitt sjálfstæðismenn, sem benda á, að
enginn endanlegur sigur sé unninn. Alltaf skapast ný
vandamál, sem fást verður við, og einnig bætast við
ný hlutverk, sem borgin þarf að taka að sér. Þótt
malbikun og hitaveita komist senn í allar götur, þá
stækkar borgin og krefst nýrra framkvæmda. Þá er
sífellt hætta á aukinni mengun og fara þess vegna
senn að hefjast umfangsmiklar athuganir á þeirri
hættu.
Ekki er heldur nóg að stækka skólana og fjölga
þeim. Það þarf líka að bæta og auka menntunina. Að
því stefnir hin ýtarlega áætlun sjálfstæðismanna um
stofnun tilraunaskóla og uppsetningu margra nýrra
námsbrauta á framhaldsskólastigi. Ekki má heldur
gleyma hinum mannlegu og félagslegu vandamálum,
sem eru sífellt að verða stærra viðfangsefni borgar-
innar. Nú er verið að innleiða nýjustu og virkustu að-
ferðir, t. d. svonefnda fjölskylduvemd, sem felst í því,
að litið er á drykkjuskap foreldra og afbrot bama
þeirra og hliðstætt heimilisböl sem sprottið af sömu
rót.
Það er ekki fyrst og fremst vegna unninna verka,
heldur vegna verkefnanna framundan, að meirihluti
Reykvíkinga telur, hvar í flokki sem menn standa,
að bezt sé að fela núverandi meirihluta stjóm borgar-
mála áfram, svo að góð borg verði enn betri.
Kambódía, Israel og
mótmælafálk heima
Bréf blaðamannsins Josephs Alsop til Edwards Kennedy
Stewart Alsop er einn
þekktasti dálkahöfund-
ur í blaðaheimi Banda-
ríkjanna. Hann hefur um
langt skeið skrifað í
New York Times og Her
ald Tribune og nú um
nokkurt skeið einnig í
Newsweek. Bréf það,
hér birtist, skrifaði hann
í Heráld Tribune. — Á
morgun birtum við vænt
anlega svar Edwards
Kennedy við þessu bréfi
AIsops.
„Á þeim rúmum þremur ára-
tugum, sem ég hef veriö í blaða-
mennsku, hef ég reynt aö taka
fréttamennskuna fram yfir
skoðanamyndunina. Opin bréf
eru ailtaif skrifuð til að koma
skoðunum á framfæri og ekkert
opið bréf hefur birzt f dálkum
minum. En það kemur að því,
að brjóta veröur reglur og þess
vegna er hér opið bréf til Ed-
wards Kennedy öldungadeildar-
þlngmanns:
KglJi öldungadeilda^; .
þingmaöur.
Ég- skrifa þér, af þvi-að át-
burðir síðustu helgar viröast
gefa til kynna, að elnskær póli-
tíek geöveiki ráði ríkjum f þessu
vesalings landi okkar, og af því
að ég hef grun um, að þú,
næstum einn manna, hafir þaö
á valdl þfnu að koma vltinu
fyrir marga.
Tugþúsundir manna réðust
inn f Washington, aðallega mjög
ungt, heiðarlegt hugsjónafólk
og flest a'lveg ósnert af hinni
eðlilegu hörku hinnar sögulegu
þróunar og sér algerlega ómeð-
vitandi um hörku mannkyns-
sögunnar. Þetta fölk var hér að
mótmæla þvf sem virðist ætla
að verða meiriháttar sigur
Bandarfkjanna í Suðaustur-
Aaíu og sem einnig getur stytt
Vfetnamstríðiö verulega.
Að mótmæla atf innrj sann-
færingu árangri síns eigin
lands á vígvellinum er alveg
nýtt fyrirbrigði hér á landi.
Fremur en nokkuð annað minnti
það mig á hitasóttarkennd við-
brögð Federalistanna, þegar þeir
í fyrsta og endanlega skiptiö
misstu völdin.
Naumur minnihluti
Federalistarnir, „flokkur
auðs og hæfileika" í hinu unga
lýðveldi okkar. voru naumur
mlnnihluti, sem var vanur aö fá
stfnum málum framgengt. Á
sama hátt var unga fólkiö, sem
kom hingaö, fulltrúar fynr allt
annan en einnig forréttindahóp,
sem er í minnihluta, en hefur
lengi verið vanur því að hon-
um væri hlýtt.
Eins og minnihlutj Federalist-
anna þá hefur þessj nútíma
hópur mikil áhrif, einkum í há-
skólunum og fjölmiðlunum.
Síðan þessj áhrif fóru að bregð-
ast við og við hafa viðbrögð
hópsins sífeljt líkzt meira við-
brögðum Federalistanna (sem
töluðu um að kljúfa ríkið).
Vissulega munu öll áhrif glat-
ast um síðir eins og kom fyrir
Federalistana, nema leiðtogar
eins og þú bendi á'nýja leið.
Samt liggur sú geðveiki, sem
ég hef mestar áhyggjur af. ekki
í mótmælunum gegn velgengni
Bandaríkjanna. Hún liggur
fremur f andstöðunnj milli til-.
finhiiigahitans í þessum mót-
mælum og áhugaleysisins um
atburði, sem nýlega hafa gerzt
llllllllllll
m mm
Umsjón: Haukur Helgason
JOSEPH ALSOP
—seglr Kennedy geta komið
vitiriu fyrir móúnælafóik.
EDWARD KENNEDY
— svarar í næsta blaði.
RICHARD NIXON
— um stefnu hans eru AIsop
og Kennedy ekki sammála.
f -/’*
annars staöar og verða ef til vill
með sektartilfinningu og ótta —
munaðir löngu eftir að hreinsun-
bækistöövanna í Kambódíu-
veröur gleymd.
Ég er viss um, að þú getur
ekki hugsað með rósemi til þess
möguleika að 2,5 milljónir hug-
rakkra íbúa ísraels bætist við
hinn hræðilega skatt, sem þessi
öild hefur heimtað af gyðing-
legum fórnardýrum. Samt er sá
möguileiki tiiefni til áhyggju (ef
áhyggjur okkar eru í skynsam-'
legri forgangsröö) vegna þess
að skyndilega hafa birzt rússn-
eskir herflokkar og flugmenn ‘
sem þátttakendur í ófriöi
Egypta.
Tæknilegu og hemaðarlegu
orsakirnar fyrir þeirri hættu,
sem ísrael er f, em óhemjulega
flóknar. En allar þessar ástæð-!
ur er hægt að sjóða niður í
tvær einfaldar reglur. ísrael
getur haldið frá sér og hefur ■
haldið frá sér, hve mörgum Ar- •
öbum sem er, hve mikiö atf
rússneskum hergögnum sem
þeir hafa. En til langs tíma get-
ur ísrael alls ek-ki haldiö Aröb-
unum frá sér, ef þeir liafa ótak-
mörkuð rússnesk vopn og þar
að auki rússneska hermenn sér
við hlið. Þetta er kjami máls-
ins fyrir ísrael.
Fyrir okkur er hin óvænta
þátttaka Rússa í hemaði Egypta
enn mikilvægari staðreynd. í
heilan aldarfjórðung kaida stríös
ins höfum við máitt eiga von á
næstum þvf öllu frá Kremi,
nema beinni þétttöbu rússn-
eskra hermanna í styrjöld utan
sovézka heimsveldisins. Sú
gamla regla hefur nú verið rof-,
in f Egyptalandi og það er sér-
lega hættuleg og liklega varan-
leg stökkbreyting í hegðun
Kremlverja.
Hinir vitari sérfræðingar i
málum Sovétrfkjanna, sem voru
mjög undrandi á stökkbreyting-
unni, skýra hana nú á tvennan
hátt. í fyrsta lagi segja þeir, að
atburðir eins og mótmælaaðgerð
imar um síðustu helgi hafi
stappað stálinu í leiðtogana í
Kreml, á sama hátt og hinn
svonefndi „Oxford-eiður" um
að berjast ekki fyrir kóng eöa
land stappaðj eins og kunnugt
er stálinu í Adolf Hitler.
í öðru lagi halda sérfræðing-
amir að Sovétmenn hafi reiknaö
út á nýjan leik þá áhættu, sem
þeir telja sig geta tekið til að ná
markmiðum sínum, því að okk-
ar land hefur alveg misst hina
fimmföldu yfirburöi, sem við
höfðum í kjamorkuvopnum.
þegar bróðir þinn var f Hvita
húsinu. Ef þetta er satt, er þörf
á, að stefna þín f kjarnorkueid-
flaugavörnum fái vandlega end-
urskoðun.
En það er margt fleira en
kjamorkueldflaugavamakerfið,
sem þarf að endurskoða. Breyt-
ingin á reglum hegöunar Sovét-
ríkjanna; hin mikla hætta, sem
ísraelsmönnum statfar af henni;
hinar sterku Itfkur fyrir þvi, að
Sovétmenn séu aö vona að ná
völdum í öllum Miðausturlönd-
um með því að hjálpa til við að
eyðileggja fsrael, — þessi al-
varlegu nýju atriði á leiksviði
heimsins krefjast í raun og veriv
þess, að menn horfist í augu við
liinar sársaukafullu staðreyndir,
hverfi aftUr til þjóðarsameining-
ar.
Bróöir þinn, forsetinn var
ekki þeirrar undarlegu og ný-
stárleeu skoðunar að land okk-
ar sé ónæmt fyrir hættum
mannkvnssöeunnar. Þess vegna
vona ég. að þú sért ekki heldur
beirrar skoöunar.
Með vinsemd og virðingu."