Vísir - 25.05.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 25.05.1970, Blaðsíða 9
9 / 1 S I R . Mánudagur 25. maí 1970, 52. skoöanakönnun VÍSIS: Eruð þér samþykkur eöa andvígur aögerðunum í íslenzka sendiráöinu í Stokkhólmi 20. april s.l.? Rauði fáninn blaktir á svölum sendiráðsins í Stokkhólmi. „Þeir, sem svívirða íslenzka fánann, eiga ekkert gott skilið.“ — „Þeir hafa auðvitað nokkuð til síns máls, en svona aðgerðir eru þeim ekki vænlegar." — „Ég er því algjörlega mótfallinn, að stúdentar séu með frekju í garð ríkisstjórnar, sendiráða og almennings. Við kostum þá.“ „Hvem fjandann eru þeir að herma eftir erlend- um stúdentum." — „Ég er algjörlega á móti þeim og hef enga samúð með þessu dóti.“ — „Þeir eru allt of róttækir, þessir ungu menn. Þeir ná engu fram með þessu.“ — „Æ, er þetta ekki bölvuð vit- leysa í þeim greyjunum?“ — „Þeir fóru illa út úr gengislækkunum. Á því er lítill vafi. En þetta er ekki rétta leiðin.“ — „Það hefði áreiðanlega mátt fara öðruvísi að.“ — „Þeir eiga auðvitað rétt á að koma mótmælum sínum á framfæri, en í þessu tilfelli var aðferðin ekki rétt.“ „Ég er algjörlega á móti öllum meiri háttar mót- mælaaðgerðum. Aðgerðir stúdentanna 20. apríl hafa aðeins orðið til að skaða málstað þeirra.“ — „Þetta er stúdentum til ævarandi skammar. Ég get ekki fyrirgefið þeim meðan ég lifi.“ — „Mér finnst vera hægt að réttlæta aðgerðirnar miðað við þær kröfur, sem gerðar eru.“ „Hvað halda þeir eiginlega, að þeir séu þessir stúdentar?“—„Það er ómögulegt að úthúða krakka greyjunum. Þau lifa víst sultarlífi.“ — „Þessar að- gerðir, — voru þær ekki bæði jákvæðar og nei- kvæðar?“ „GET ÞEIM EKKI FYRIRGEFIÐ MEÐAN ÉG LtF/ Rí i •>( > . | Aöeins tivisvar áður hafa skoðanakannanir Vísis sýnt eindregnara almenningsálit en í þessarj spumingu. Það var í fyrsta lagi, þegar spurt var, hvort menn vildu, að neyzla á hassi væri bönnuð, en það vildu 92% hinna spurðu. í öðru lagi var það, þegar spurt var, hvort viðkomandj mundi viija flytjast til útlanda, ef betri lífskjör byðust þar, en þá kváð- ust 88% vilja sitja hér sem fastast. 1 þetta sinn vom það 81%, sem vom andvíg aðgerð- um stúdentanna í Stokkhólmi. Mikill hiti HlutfaMstölumar gefa þó ekki til kynna þann tilfinningahita, sem bjó að baki mörgum svör- unum. Sýnisihomin hér að ofan gefa betrj mynd af honum. I sjálfu sér kemur þessi andúð ekki á óvart, því að tilskrif tii Niðurstöður úr skoðanakönnuninni urðu þessar: Samþykkir.......... .17 eða 7% Andvígir....... 194 eða 81% Óákveðnir.....; .29 eða 12% Ef aðeins eru taldir beir, sem afstöðu tóku, litur taflan þannig út: Samþykkir....;.. 8% | Andvígir ........ 92% dagMaðanna og viðtöl þeirra við fólk úti í bæ höfðu áður gefiö til kynna, að mörgum mislíkuðu mjög atburðimir í Stokkhólmi. Rétt er að geta þess hér, að Vísir spurði um leið um álit fólks á lánakröfum stúdenta. Lítur út fyrir að þar hafi al'lt annað verið uppi á teningnum í almenningsálitinu. Verður sagt frá svömnum við þeirri spumingu á mánudaginn kemur, ef rúm verður í blaðinu fyrir kosningafréttum. Það er orðið langt síðan við höfum skýrt frá aðferðinni, sem Vísir beitir til að fá rótt úrtak af þeim hluta þjóðarinnar sem er á kosningaaldri. Hringt er eftir símaskránni eftir ákveðnu kerfi, t.d. í efsta nafn í miðdál'ki á annarri hverri síðu. Þess er gætt, að jafnmargar konur séu í hópi hinna spurðu og karlar. Einnig er þess gætt, að svörin dreifist á öll horn landsbyggð- að því leyti verið nokkuð arinnar I samræmi við íbúa- heppnir með gildi niðurstaða fjölda viðkomandi svæða. okkar. Skekkjur Á þessu eru að sjálfsögðu ýmsir vankantar. Hinir stærstu em, að við höfum ekki tryggt sömu aldursskiptingu í úrtakinu og er með þjóðinni. Tilfinningin segir okkur þó, að þetta geti ekki verið alvaríegur skekkju- valdur. Hinn stórj gallinn er, aö könnunín er bundin við þá, sem hafa aðgang að síma. Þótt nærri allir hafj aðgang að síma hér á landi, verður alltaf ákveðinn hópur útundan. Þegar tekið er tillit til þess- ara vankanta og ýmissa smá- vægilegri höfum við treyst okk- ur til að fullyrða, miðað við stærð úrtaksins að skekkjan í prósentutölum okkar sé ekki meiri en 5 stig í báðar áttir. Þegar við segjum nú, að 81% hafi verið andvíg aðgerðunum í Stokkhólmi, eigum við raun- verulega við að 76 - 86% hafi verið andvíg. Þessi óná'kvæmni er töluvert meiri en hjá Gallup og öðrum slíkum stofnunum og byggist fyrst og fremst á þvi, að O'kkar úrtak er l'ítiö. Þar á móti kemur, að munur- inn á fjölda þeirra, sem eru með og á mótj á'kveðinni skoð- un, hefur yfirleitt verið meiri en svo, að skekkjan skipti máli í fullyrðingum um, hvor skoð- unin sé í meirihluta með þjóð- inni. 'Eif munurinn hefur verið minni en 10 prósentustig, höfum við tekið fram, að ekkj megi taka mark á honum. en það hef- ur sárasjaldan gerzt. Höfum við Skrif stúdenta Atburðirnir I sendiráðinu í Stokkhólmi eru enn í svo fersku minni fólks, að óþarfi er aö end- urtaka það hér. Flestum bar raunar saman um hvað gerzt hafði. Virðist nú aðeins eitt at- riði vera umdeilt, hvort sendi- ráðsritarinn hafi verið færður út eða hvort hann hafi farið sjálf- ur út. Um þetta stendur full- yrðing gegn fullyrðingu. Síðan atburðimir gerðust hafa dunið yfir blöðin yfirlýsingar frá íslenzkum námsmönnum annars staðar útj I heimi. Hafa þær yfirieitt fjallað um lána- kröfur stúdenta. í sumum þeirra hefur verið Iýst yfir stuðningi við aðgerðimar. Á einstaka stað hafa þær verið fordæmdar og hjá mörgum hef- ur ekki verið tekin afstaða. Hjá námsmönnum hér heima virðist andstaðan gegn aðgerð- unum vera mun meiri eins og yfiriýsingar ' frá háskólastúd- entum benda til. En alténd er ljóst að stúdentar í heild Ifta miklu mildari augum á aðgerö- irnar en almenningur hér heima gerir. Að lokum nokkur orð um töl- urnar I könnuninni. Lftill mun- ur virðist vera millj kynja og milli dreifbýlis og þéttbýlis. Helzt má merkja, að karlmenn úti á Iandsbyggðinni séu ekki eins harðir í andstöðunni gegn aðgerðunum f Stokkhólmi. en upp úr þeim ,mismun er ekki nógu raikið leggjandi. - jk/vj. TÍSIBSPTB: Eruð þér samþykkur eða andvígur aðgerðun- um í íslenzka sendiráð- inu í Stokkhólmi 20. apríl sl.? Vilhjálmur Hafberg, nemi f Réttarholtsskóla: „Andvfgur. Ég er á móti aðgerðum sem þessum og skiptir mig þá engu máli, hver málstaðurinn er.“ Sigríður Halblaub, húsmóðir: „Alla vega mæli ég nú ekki með slfkum aðgerðum. Mér finnast þær fremur vanhugsaðar." Elsa Björnsdóttir, iðnverka- kona: „Andvíg. Mér finnst þetta ósköp heimskulegt af þeim, að haga sér svona og ekkj sæma menntuðu fólki.“ Herbert Marínósson, skrif- stofumaður: „Eitthvað veröur að gera ekki satt. Fólk hefur 1 það minnsta vaknað við þetta. Kannski ekki af mjög vondum . draumi, en ég tel aö þetta beri tvfmælalaust jákvæðan árang- ur, þaö er það vel um hnútana búið. Vegna þessa eiga slíkar ur á Skattstofunni: „Andvigur. ‘ Það á að taka alla styrki af svo-na mönnum — Eða setja þá öaK við lás og slá.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.