Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 2
Júlíus Cæsar á kvikmvnd Sammy svíkur 1 Svía „íiér get ég ekki unnið, ég(j gef góðgerðastofunum launh mín. t>ökk fyrir og góða nótt“.j Með þessum orðum yfirgafý söngvarinn og leikarinn, SammyS Davis jr. sænska bæinn Furuvikíj árið 1967, Um það leyti er5 Sammy átti aö koma þarna fram^ og skemmta bæjarbúum, var aus- andi rigning og hávaðarok. Afjj þeim sökum varð að aflýsaw skemmtuninni hvað eftir annaö,( og að lokum missti Sammy þol-> inmæðina og rauk í brottu. Síðan' sendi hann boö um að þær 250J 000.00 kr. er hann hefði þegið' fyrirfram skyldu gefnar til líkn-t) armála. Hópur borgara í Furu- vlk setti strax á fót nefnd semjj átti að dreifa fé þessu, en ennw þann dag í dag, hefur enginní s$ð grænan eyri af peningum^ Sammys. „Og hvað getum við gert?“(j segir Lars Nygren, einn mann-} anna í úthlutunarnefndinni. „íé samningnum við Sammy stóð, aðo allar lögfræðilegar spurningarh spumingar skyldu lagðar fyrirí þandaríska dómstóla. Viö getumý ekki ferðaet til USA til að stefnah honum". Og frþ María Adolf í Stokk- hólmi, sú sem mest lagöi á sig'* til að fá Sammy til aö koma tilí Svlþjóðar að skemmta, er fokreið/j og segir þetta slæma auglýsinguk lÁsístnannixm. Kvikmyndaframleiðendur virðast seint ætla að þreytast á að gera myndir um dáðir og myrkraverk fornaldarkappanna, for- feðra okkar. Nýlega var frumsýnd enn ein mynd sem gerð var eftir leikriti Shakespeares, „Júlíusi Cæsar“, en leikstjóri þessarar nýju myndar er Stewart Burger. Burger hefir ekki valið sér filmstjörnur af verri endanum nægir að nefna þá Charlton Heston, sem leikur Markús Antóníus, Jason Robards sem leikur Brutus, Richard Johnson sem leikur Cassíus, Robert Voghn sem er Casca og sir John Gilgud sem leikur sjálfan Cæsar. — Eins og sjá má þá hefur Burger ekki Iátið það henda sig að gleyma morði Cæsars. Þarna eru svikaramir, morðingjar Cæsars samankomnir á Forum Romanum eftir að hafa drýgt ódæðisverkið. Talið frá vinstri: Cassíus (Richard Johnson), Bmtus (Jason Robards) og Casca (Robert Voghn). 19 konur á 2L John Stainforth, 35 ára gamall Breti hefur sýnt af sér einstak- an dugnað. Hann „var með“ 19 konum á 21 mánuði. — Hann komst í kunningsskap við kvens- ur af ýmsum stærðum og gerð- um, sumar voru ljóshærðar, aör- ar dökkhærðar og einstaka rauð- hærð slæddist og með ... „þetta var eins gonar þrældómur £ ást- ariðkun", sagði hinn duglegi Stainforth við blaðamann. En dómarinn við Appeal rétt- inn leit ekki alveg sömu augum á málið. Dómarinn hlustaði lengi orölaus á skýrslu þá er Stain- forth gaf fyrir réttinum og gaf síðan út þá yfirlýsingu, að Stain- forth hefði „lifað mjög hættulegu kynlífi". Ástarpuö Stainforths byrjaði þegar konan hans, Anita, skildi við hann. Hún rauk í burtu einn góðan veðurdag, keypti sér far- seðil til Kanada — aðra leiðina. Og þá fór Stainforth kallinn á stúfana að leita að hinni full- komnu eiginkonu. Ungfrú A leit út fyrir að vera fullokmin, „mig minnir að hún hafi kallað sig Lísu“ segir John, hún hafði fallegt hár og gekk eins og engill og kunni að klæða sig. Við fórum nokkrum sinnum saman út, og eftir þriðja skiptið bauð hún mér inn. Er John lagð- ist með ungfrú A, komst hann að því að hún var langt frá því að vera fullkomin. Ungfrú B var frá Ástraiíu. Há vexti og vaxin eins og þessar stúlkur í „komið til hinnar sól- ríku Ástralíu-auglýsingum", sagði Stainforth. „Ég hreifst af henni, en mér tókst aldrei að ná henni einni þegar mest reið á. Hún var alltaf með móður sína á hæl- unum. Ég skrapp frá um tíma og þegar ég kom aftur, vildi hún ekki þekkja mig. Ungfrú C var lítil blondína, hláturmild og náttúrumikil. Við elskuöumst fyrsta kvöldið sem við hittumst og þá komst ég aö því að ég var ekki eini maður- inn 1 lífi hennar Þá flýtti ég mér I burtu. Ungfrú D var mjög lík ungfrú C, að þvi frátöldu aö hún átti ekki eigin íbúð. Hún kom því heim til mín og brá sér uppí til mín um leið og færi gafst. Þess vegna varð hún að róa líka. Ungfrú E vgr fremur ómerki-' leg. Elskaði hana I rykugu bíl- sæti úti f skurði. Ég bauð henni far sem hún með ánægju þáði. Ungfrú F var dökkhærð með líkama eins og Sabrína, bara að eins fallegri og munnur hennar var eins og skíðlogandi arineld- ur. Við elskuðumst nokrum sinn( um, en hún var með fleiri kari- mönnum og svo varð ég leiður( á henni. Ungfrú G, hávaxin og glað lynd, einnig vel vaxin! Ungfrú H leið framhjá Stain- forth eins og andblær, skildi ekk ert eftir nema púöurkorn á kodd1 anum. Og síðan prófaöi hann með miklum hraða ungfrúmar I, J, K, L, M, N, O, P, Q og R. „Ég var orðinn dauðhræddur um að hin fullkomna stúlka fyrir mig myndi aldrei láta sjá sig“, sagði John, „ég hafði nefnilega ekki enn hitt jómfrú og þær tóku allar pill- una.“ Tuttugasta stúlkan í röðinni varð um kyrrt hjá honum. Hún reyndist svo vera Ungfrú Full- komin og hefir nú alið honumj^ son......Jili er stórkostleg, ég hef aldrei veriö svona hamingju( samur. Samt sem áður var þetta stórkostleg leit meðan á hftnni stóð.“ Dómarinn sem Stainforth þurfti að ræða við setti ofan í við hann um leið og hann veitti honum lögi skilnað frá fyrri eiginkonu henni Anítu sem fór til Kanada. í Hér fyrr á árum, er bikini-baðföt komu fyrst á markað, þótti það „alveg gasalega djarft“ tiltæki af ungum konum að sýna sig í svo efnislitlum fötum. Reyndar huldu bikini-baðföt miklu meira af kvenlíkamanum en þessi á meðfylgjandi mynd gera. Núna þykir það nefnilega ekkert tiltökumál, þó stúlkur leggi sig fram um að hafa baðfötin sem allra minnst, svo að sem mest af kroppnum fái notið sólar. Sú stefna hefur nú lengi verið ríkjandi meðal tízkuskapenda, að opinbera sem mest af kvenlíkamanum, og nú er það stöðugt að verða algengara, að konur gangi um á baðströndum (og reyndar í veizlusölum iíka) með nakin brjóstin, karlmönnum til augna- yndis. Því kann svo að fara að þessi bikini-stúlka, verði ein hinna síðustu sem lætur mynda sig svona mikið klædda..........

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.