Vísir - 15.07.1970, Side 2

Vísir - 15.07.1970, Side 2
Kjörbúðir freista sumra til aö taka hluti ófrjálsri hendi. Margur maðurinn sem annars er strang- heiðarlegur, getur ekki á sér set- iö þegar I kjörbúð kemur, og gríp ur einhvem hlut, næstum sama hvað er, og reynir að komast ó séður meö hann fram hjá af- greiðslufólki. Þannig mun þaö hafa verið um konu eina í Hamborg, Þýzka landi. Hún kom inn í gríðarstóra sjálfsafgreiðsluverzlun og tíndi þar sitthvað ofan í körfu sína. Síðan, þegar hún hafði greitt það sem hún tíndi aftur upp úr körf unni, fór afgreiðslumann einn að gruna að ekki hefði hún alveg hreint mjöl i pokahominu. Hann tók sér bessaleyfi og leitaði í tösku konunnar. Og viti menn: Þar fann hann buxnaefnisstranga einn mikinn. Konan var dregin fyrir dómara nokkmm dögum síð ar, og það fyrsta sem hann spurði hana var, hvort hún ætti sauma vél. Jú, konan átti saumavél. Þá stakk dómarinn upp á að hún bætti fyrir brot sitt með því að sauma buxur úr efnisstranganum Komið upp um Henri! Og þá er loksins komið upp um hann Henri. Henri, maður Mar- grétar ríkisarfa í Danmörku en enginn franskur greifi eins og hann þóttist vera áður en hann kvæntist henni! Það kom í ljós um daginn, er gefa átti út bók í París er nefn- ist „Le Dictionaire des Vanités", eða „Alfræðibók um þá hégóma- gjömu“ (Hégómlegramannatal — eins og sagt væri á góöu máli), að Henri Margrétarmaður er efst- ur á blaði yfir þá almúgamenn sem hafa ekki dropa af bláu blóði í sínum æöum. Þannig hefur hann engan rétt til að bera greifatitil eða kalla sig nafninu Monpezat. Ritstjóm bókarinnar um þá hé gómlegu hefur grandskoðað fjöl- skyldusögu Hinriks og ekkert komið í Ijós er geti bjargað greifanafnbót hans. Reyndar var einn forfaðir hans járnvörusali í smábæ einum og borgarstjóri sama bæjar á árunum 1875 —’81, en það er líka allt og sumt. Það er einhver „fínasta“ ætt Frakklands, Saporta-ættin, sem hefur rétt til að bera nafnið Monpezat, en þar sem hún not- færir sér ekki þann rétt, þá gat fjölskylda Hinriks tekið nafnið upp á sínum tíma. Mikil hrifning er í París vegna útkomu bókarinnar, því nú geta Parísbúar hlegiö sig máttlausa yf ir þeim 300 hégómlegu „merkis- mönnum" sem skreyta sig með marklausum titlum og nafnbót- um. fyrir verzlunina. Málsaðilar geng* ust inn á það. Síðan saumaðikonj an buxur nokkrar, sem þóttu því* líkt afbragð, að konan var ráðin J til þess í framtíðinni að sauma* buxur fyrir búðina, og fær víst, 'vel greitt fyrir. A. m. k. er hún'J alveg hætt að stela úr þeirri sömu • verzlun. J □□□□□□□naa Christine Keeler nýtur ávallt at hygli síðan Profumo-hneykslið var á döfinni. Hún giftist reyndar fljótt eftir að Profumo var far- inn úr embætti, verkfræðingi nokkrum, brezkum. Ekki hefur það hjónaband blessazt, þrátt fyr ir þaö að hún hafi alið manni sínum son fljótlega eftir hjóna- bandið. Varla voru þau í eina sæng gengin og Christine orðin ófrísk, en hún stökk í brottu frá manninum og vildi hvorki heyra hann né sjá. Þetta var árið 1965, og núna loksins hefur maðurinn gefið upp alla von um að Christ ine komi nokkurn tíma aftur, og hefur skilíö við hana að lögum. Christine mætti ekki einu sinni fyrir skilnaöarréttinum. en samt sem áður var hcnni dæmdur all ur umráðaréttur yfir barninu, en drengurinn er nú 4 ára. Cilla Black á von á sér 1 lok þessa mánaðar ætlar söngkonan Cilla Black að ala manni sínum, sem jafnframt er umboðsmaður hennar, barn. Þarna er Cilla, mynduð langt komin á 8. mánuð meðgöngu- tímans og hún heldur á brúðu þeirri í refslíki sem er mjög vin- sæl í barnatíma brezka sjónvarpsins, BBC — eins konar Fúsi flakkari þeirra Breta. Um næstu jól á Cilia svo að leika aðal- hlutverkið í söngleiknum „Aladdln“, en hann verður frumflutt- ur á „Palladium“ í London. Armstrong sjötugur „01* Rocking Chair’s Got me“ (ég elska gamla ruggustóla) var eitt sinn frægast allra söngva Louis Armstrong, en hins vegar kemur þessi söngur ekki alveg heim og saman viö heimsspeki hans, þrátt fyrir það að hann hafi orðið sjötugur á laugardaginn var þann 4. júlí. Svo sem vera bar hélt hann tnikið afmælisboö og heimsóttu hann helztu jass-stjörnur Banda- ríkjanna auk mikils fjölda aödá- enda, samtals 6.700 manns. Veizl una hélt hann í Los Angeles. Vin ir- hans gáfu honum hvítmálaðan ruggustól, hinn mesta kostagrip. Satchmo settist í* stólinn, reyndi hann um stund, en stökk síðan á fætur og öskraði eins og hann einn getur i hljóðnemann: „Ég . er nú ekki kominn á þetta stig, ennþa!“ ; Satchmo lék við hvem sinn fingur kvöldið út, söng þrjú lög og drakk kampavín. Sá gamli virtist vera allur að færast I auk ana, en undanfarin tvö ár hefur hann veriö illa haldinn af nýrna- sjúkdómi. í vor kom hann fram í London á jass-hátíð sem þar var haldin, og í lok hátíðarinnar tilkynnti hann að hann vonaðist . til að geta veriö í Bretlandi aft- ur næsta vor. Frank Sinatra styður Reagan Frank Sinatra var eitt sinn á- kafur stuðningsmaður Kennedy- bræöranna, eða allt tii þess að Robert Kennedy snéri í hann bak inu, en það var í dómsmálaráð- herratíð Roberts, og mun hann hafa fundið einhvern óþef af sam bandi Sinatra við Mafíuna. Núna hefur Sinatra einnig al- veg snúið við á stjórnmálabraut- inni og er farinn að styðja rep- úblikana ákaft. Núna beitir hann sér aðallega fyrir kosningavagn Ronalds Reagan, en hann stefnir að því að verða kjörinn ríkis- stjóri í Kaliforníu. „Ég deili áhuga Reagans á vel ferð lands og lýðs með honum“, segir Sinatra. Reagan er fylgjandi mjög hörðum gagnaðgerðum yf- irvalda á hendur stúdentum og öörum þeim er standa að óeirðum þeim o;í; upphlaupum við háskóla í Kalifomíu. Hann hefur reynt að ná stjórn á hinum róttæku öfl- um sem í háskólanum starfa meö því að innleiða simahleranir og með því aö lauma njósnurum inn í háskóladeildirnar. Einnig njósn ar hann ákaft um grunsamlegar persónur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.