Vísir - 15.07.1970, Qupperneq 7
V í S I R
Miövikudagur 15. júlí 1970.
MM
□ Símagjöld
Hvernig er það, geta blaða-
menn ekki fengið að skyggnast
niður í skúffur hjá Símanum?
Hvernig er hægt að láta loka
síma, þegar búið er að greiða
fyrir það sem síminn hefur ver-
ið notaður .eingöngu vegna
þess að einhver fyrirfram-
greiðsla er ógreidd? Hvers
vegna þarf að greiða fvrir síma
sem er geymdur vegna þess
að eigendur eru ekki á land-
inu? Hvers yegna þarf áð greiða
fleiri þúsundir fyrir eitt hand-
tak við að flytja síma? — Og af
hverju er yfirleitt - fyrirfram-
greiðsla á símagjöldum?
Með kveðju, Símamær.
□ Óánægður unglingur
hringdi:
— Það er búin aö sjóða lengi
í mér vonzka, yfir þvi fyrirkomu
iagi, sem haft er á þeim hljóm
listarþáttum, sem okkur ungu
fólki eru ætlaðir. Á ég þar við
„Lög unga fólksins“ og „Nótur
æskunnar", en þeim þáttum er
báðum stjórnað af fólki, sem
auðheyrilega er vaxið upp úr
því fyrir löngu, að ha-fa áhuga
á þeirri músik, sem blaktir í
dag hjá okkur unglingunum.
„Lög unga fólksins“ hafa svo
sem lengi haft orð á sér fyrir
dapra stjórn og litbrigðalausa.
Það sem þar er flutt er einungis
„tyggigúmmímúsík“ og virðist
það vera stefna stjórnenda þátt
anna, að halda sér með öllu í
þá áheyrendur, sem hafa gam-
an af slíkri músík, en láta okk-
ur hin, sem höfum áhuga á þró
aðri músík gersamlega lönd og
leið.
Lagaval stjórnenda þáttarins
„Á nótum æskunnar“ er raun-
ar ekki alveg eins bágborið, en
þó eru þættirnir oft fyrir neðan
allar hellur. Sérstaklega eru
kynningarnar á lögunum ömur-
legar, að maður nú ekki tali um
viðtölin, sem stundum hafa ver
ið felld inn í þáttinn.
Nú vil ég gera það að tillögu
minni, að meö vetrardag-
skránni verði tekinn upp sá hátt
ur, að velja vinsæla hljómlistar
menn til að annast val og kynn
ingar á lögunum í hljómlistar-
þætti okkar unga fólksins og af-
henda gömlu stjórnendunum
„ferðapassann“ um leið.
□ Eilífðarbyggingar
Víða þar sem verið er að
byggja hús við gamalgrónar göt
ur hafa verið settar upp sérstak
ar gangbrautir út í götuna fyrir
framan byggingarnar. Um það
er ekki nema gott eitt að segja.
Og mikill þrifnaður er að þvi
að slikar byggingarframkvæmd
ir skuli vera byrgðar með báru
jámi eins og víða er gert.
Takmörk eru þó fyrir því hve
lengi þessar göngubrautir eiga
að standa. Þær eru óneitanlega
mikill umferðartálmi. Hvað er
til dæmis búið að vera lengi að
bvggja húsið við Laugaveginn
HRINGIÐ I
SÍMA1-16-60
KL13-15
rétt ofan viö Vitastíg? Mér ‘
finnst það ætti ekki að leyfa,
slíkar byggingar, nema menn (
geti lokið þeim af á mjög stutt'
um tíma. — Ti! hvers er svo ,
verið aó girða af lóðina þar sem <
Gildaskálinn stóð og á hún að '
vera svona til eilífðar? Þar hef <
ur ekki verið gert handtak aó 1
því er séö verður í háa herrans |
tíð, en grindverkið, sem stendur ,
út í götuna heftir ntjög umferð ;
um Aðalstræti.
Bragi.
□ Eins og um garðinn!
þinn
Að undanförnu hefur mátt
heyra mörg slagorð um vernd-
un gróðurs og lands i útvarp-
inu. Og það er vel, því að ekki
er vanþörf á að hvetja fólk til
tð ganga vel um á ferðalög
,ínum. Eitt af þessum slag-
.orðum hljómar eitthvað á þá
leiö að fólk skyldi ganga um
landið eins og um garðinn sinn.
Út frá þessu datt mér í hug,
hvort ekki mætti hefja herferð
hér í höfuðborginni. Víða má
að húsabaki sjá hinn ótrúleg-
asta óþrifnað, ekki sízt í gamla
bænum. Þetta er kannski falið
fyrir almennum vegfarendum,
en þeir sem búa í þessum hverf
um veröa helzt varir viö þetta.
Börnin leika sér þarna og þetta
blasir við úr gluggum. Það eru
ekki sízt við bílaverkstæðin og
slíkar stofnanir, sem þessi ó-
þrifnaður viðgengst til dæmis
má nefna Einholtið og verkstæð
isfarganið þar víðar í holtun-
um.
Frú í Þverhoiti
□ Dagúrinn og vegur-|
inn
Gaman þætti mér að vita, Vís ,
ir góður eftir hverju er fariö við 1
aö velja fólk til að flytja erindiö |
„Um daginn og veginn" sem <
ævinléga er i Ríkisútvarpinu á '{
mánudagskvöldum.
Ég hef til gamans hlustað á <
nokkur þessara erinda. þ.e. þau '
sem hafa verið flutt i vor. og,
sumar. Stundum hefur mér dott <
ið í hug, að útvarpið veldi valin'
kunna sæmdarmenn til að segja (
eitthvað gáfulegt við landslýð, <
en þó er ég, einkum þessa síð-
ustu daga, farin að ímynda <
mér að hver sem er fái að halda j
svona erindi. Aöeins ef hann (
biöur um leyfi. Þaö væri a.m.k. <
verulega gaman að fá það upp-'
lýst eftir hverju útvarpið fer,
þegar það velur sér fyrirlesara <
stundum er eins og þessir „val-1
inkunnu sæmdarmenn" séu ekki (
svo mjög valinkunnir, og ein-
staka greinilega ekki á réttum ]
stað að vera að tala þarna.
Oft eru sömu mennirnir kall-'
aðir til hvað eftir annaö og j
manni finnst eins og þeir séu <
alltaf að kveða sömu vísuna,'
eins og blessunin hann dr. Gunn,
laugur, eða Páll Kolka. Mér <
finnst sem sagt f seinni tíð þessi ]
þáttur orðinn rniklu svipminni,
en hann var, til dæmis á meðan '
menn eins og Jón Eyþórsson
lögðu honum gott til.
Lauga
STIMPLAGERD
FÉLAGSPRENTSMIDJUNNAR
HUSEI&ANDI!
ÍS9
Þér »em byggi5
*»ér sem endornýið
OKTORGHHF.
SELUR ÁLLT TILINNRÉTTINGA
Sýnum m.a.:
F.ldhúsinnréttinsiar
Klæðask.Tpa,
Innihurðir
tTtihurðír
Bylpjuhurðír
YúWklæðninijar
Sólbckki
Borðkrókshúsgöpi !
Eldavélar
Stálvaska
lsskápa o. m. íl.
ÓÐINSTORG HF.
SKÓIAVÖRÐUSTÍG 16
SÍMI 14275
Lokað verður vegna sumarleyfa sem hér segir
Verksmiðjan frá 17. júlí til 12. ágúst n.k.
Afgreiðslan frá 17. júlí til 4. ágúst n.k.
Viðskiptavinir sem eiga tilbúnar pantanir
á afgreiðslu vorri, eru vinsamlega beðnir að
vitja þeirra fyrir 17. þ.m.
CUDOGLER hf.
mAnud. til
FÖSTUDAGS.
1
Sé hringf fyrir kl. 16,
sœkjum við gegn vœgu
gjaldi, smóauglýsingar
á tímanum 16—18.
Slaðgreiðsla.
LEIGANsTj
Vinnuvélar iil leigu
Litlar Steypuhrœrivélar
Múrhamrar m. borum og fieygum
Rafknúnir Steinborar
Vatnsdœlur ( rafmagn, benzin )
J arðvegsþjöppur Rafsuðuiœki
Vibratorar
Stauraborar
Slipirokkar
Hitablásarar
HÖFDATUNl * - SÍMI 23*80
AlfGMéo hvih
UrVlfeg Jivili fn
ð gleraugum fm iWli F
oa íiiecc »
me<
Austurstræti 20. Siml 14566,
NYKOMINN
Vatnslímdur útihurðakrossviður
90x210 cm — 9 mm
Glæsileg vara — Mjög lágt verð.
Hannes Þorsteinsson, heildverzlun.
Hallveigarstíg 10. Símar 24455—24459
Grillaðir kjúklingar, ásamt fjölda annarra heitra og kaldra rétta.
Smurt brauð og snittur og einnig hinar vinsælu nestissamlokur,
afgreiddar allan daginn.