Vísir - 15.07.1970, Page 9

Vísir - 15.07.1970, Page 9
V í S I R . Miðvikudagur 15. júlí 1970. 9 Að skrifa er eins og að pípulagningum vera í Mér hefði ekki fundizt það nema rétt og skylt að farmi af bókum yrði dreift úr rellu yfir hátiðarsvæði listahátíð- Og það er heldur ekki nema gott eitt að segja um prúð- búnar samkomur, þar sem fólk situr og hlustar á lesið upp úr nýjum bókum. Eðli bóka er eftir sem áð- ur hið sama. Þeirra verður einna helzt notið í einrúmi, árið um kring, ekki einungis á jólum og listajólum. Tnn á millj konserta listahátíð- ar birtist „Sunnudagur" Þráins Bertelssonar, skáldsaga á 144 síðum, útgefin af Ragnari í Smára. Þar sem það hljöta aö vera miklir bjartsýnismenn, sem standa að bókarkomu með- an þjóðin liggur uppíloft og brennir af sér sitt norræna svip- mót með sólskini og olíu, þá þótti okkur slagur 1 aö keyra Þráin þennan niður í stól til viðtals. — Áttu von á því að menn kalli þig ritröfund héðan í frá? — Menn fá yfirleitt ekki titil- inn rifchöfundur fyrr en þeir eru búnir að skrifa þær bækur, sem þeim er gefið að skrifa. En einhvemtíma hlýtur sú lenzka að breytast, að menn séu afsakaðir eða afskrifaðir fyrir það hvað þeir séu „ungir“. Það er kominn tími til þess að fólk fari að líta á bókmenntir sem hverja aðra nytsama atvinnu- grein. Að minnsta kosti hef ég trú á því að þeir tímar komi að menn geti lifað á því að skrifa bækur. Það eina sem skiptir máli er, hvort menn skrifa góð- ar eða vondar bækur. — Lifir þú á því? — Ég lifi ekki á að skrifa bækur, heldur á því að Ragnar í Smára trúir því að ég geti •skrifað bækur. — Hefurðu hugsað þér að skrifa ekki annað en skáldsög- ur? — Ég heif áhuga á öilum grein um bókmennta allt frá leikrit- um upp í bláðamennsku. — Hefuröu í hyggju að skrifa leikrit einhvern tíma? — Fyrr eða síöar ætla ég mér að skrifa leikrit. Enda er það eina bókmenntagreinin, hvar ís- lenzkir ritröfundar virðast nokk urn veginn samkeppnisfærir við nóbelsskáldið. — |jú hefur eins og margir ” góðir menn hoppað úr blaöamennsku út i bókmennta- iðju. Ertu að skrifa þig frá blaðamennskunni, eða fékkstu þessa ambisjón kannski í starf- inu? — Ég sé engan mun á þessu tvennu. Þetta eru bara tvær atvinnugreinar. Og það er miklu skárra hlutskiptj að vera góður blaðamaður heldur en lé- tegur rithöfundur. Blaða- mgnnska er annars mjög hag- stæö, þroskandi fyrir menn sem á annað boró geta þroskazt. Og blaAamennska í sinni beztu mynd er bókmenntagrein. — En hvað um metsölubækur kerlinga? — Það er engin skömm að þvi fyrir kerlingar að skrifa metsölubækur og engin skömm að því fyrir þjóöina, sem les þetta. Það er hins vegar skömm að þvi fyrir rithöfund að skrifa segir Þráinn Bertelsson, skáldsagna- höfundur á listahátið Mínir hæfileikar endast ekki nema til þess annað hvort að vera fullur eða skrifa... ekk; betri bækur en kerlingam- ar. íslendingar eiga sannarlega skilið að fá að lesa góðar bæk- ur, því fáar þjóðir hafa verið prettaðar til þess að lesa jafn- margar slæmar bækur. Kiljan er að vísu almennt lesinn. — Kannski sumpart af því að bækur eru fallegar og ódýrar mublur en mestan part þó af því fólk hefur áhuga og vill lesa það sem hann skrifar og hann skrifar meistaraverk. — Þú ryðst ekki fram með neina þjóðfélagsádeilu? — Ég hef meiri áhuga á fólki heldur en þjóðfélögum. Ein- faldlega vegna þess að mér finnst ég botna dálítið í fólki, en aftur á móti ekkert í þjóð- félagi. Auk þess er mér ekki svo illa við nokkra manneskju, allra sízt stjórnmálamenn, að ég nennti að gera mig að fífli á því að skrifa heila bók um mitt fátæklega álit. 'C’innst þér nauðsynlegt að drekka eða dópa þig til þess að komast í stemn- ingu? — Minn hæfileiki endist ekki nema til þess að annað hvort að vera fullur ellegar skrifa. Og núna skrifa ég. Hins vegar kunna aö hafa verið uppi snill- ingar, sem gátu hvort tveggja. Ég held að stemmningin af hassi og annarri skyldri lífs- huggun, sem nú er í tízku sé hálfgert frat. Ég held það væri miklu heillavænlegra og áhrifa- meira að fasta nokkra sólar- hringa, miklu betri áhrif af þvi. — Finnst þér fólk ekki ó- notalega hátíðlegt gagnvart list- um og listamönnum, eitthvað sem fólk annað hvort brosir að eða hneykslast á? — Þessi hátíðleiki hlýtur að hverfa, þegar það rennur upp fyrir fólki aö bókmenntir og aðrar listgreinar eru eins og hver önnur atvinnugrein. Og bækur eiga að |vera aus staðar til taks — ekki bara til spari. |7g held að sú skoðun sé að hverfa, að listamenn séu upp til hópa: fyllibyttur, eiturlyfjaneytendur, brjálæðing- ar eða þjóðfélagsóvinir. — Hvað finnst þér um bók- menntafræðslu í skólum? — Hvaða bókmenntafræðslu? — Heldurðu að þfn kynslóð sé betur lesin f bókmenntum en sú næsta á undan? — Betur lesin í verri bók- menntum. — Viltu kenna bókaútgefend- um um lélegan bókmennta- smekk? — Nei, ég vil þakka þeim hann. Ef smekkur bókaútgef- enda væri ekki eins og hann er, væru ekki gefnar út bækur hér- lendis. — En bókmenntafræðingar, eigum við nógu góða slíka til þess að taka mark á skrifum um bókmenntir? — Við eigum góða bók- menntafræðinga, jafnvel betri bókmenntafræðinga en bók- menntir, en þvi miður eru þeir | svo hæfileikalausir skrfbentar í að þeir geta ekki bætt bók- | menntimar. — Er rithöifundur nokkum tíma ánægður með það sem gagnrýnandi skrifar. nema það sé hrós? — Ef íslenzkur gagnrýnandi á einhvem tíma eftir að skrifa eitthvað af viti verð ég glaður, JhnífelWJfB og i^érilágyiíaff;4ann^ lujoskammar mi|, Uw^agipn^gar^^ ég óánægður með þau fáu brós- yrði, sem gagnrýnéndum þðkn- aðist að sletta í mig — á röng- um forsendum. — p'innst þér þú verða að upplifa þaö sem þú skrifar? — Að skrifa er skylt því að vera í pípulagningum. Rithöf- undur upplilfir sín verk á svip- aðan hátt og pípulagningamað- ur upplifir sín. Ég er ekki að reyna að vera fyndinn. - Hvaða hlutverki gegnir klámsaga í bókinni hjá þér? — Ég er ekki * að skrifa klám. Ég veit ekki til þess að ein mannleg athöfn sé saurugri en önnur. Og hvers vegna skyldi vera bannað að skrifa um það, sem flestir lifa fyrir og engmn lifir án? — Viltu opinskárra tal um kynferðismál? — Ég vil minna tal og meiri og hamingjusamari kynferðis- mál. — Finnst þér nægjanleg full- nægja í að skrifa í sjálfu sér, án þess að finna reaksjónir (nema þá frá kurteisum vinum og kunningjum? — Fullnægja? — Já, fullnægja? — Helzt finn ég fullnægju í að vita, að ég á eftir að skrifa eitthvaö betra en það sem ég hef þegar skrifað. Það fylgir því óþol að hafa skrifað, en fullnægja að vita það að maður eigi eftir að skrifa. — Er hægt að finna einhverja áhrifameiri umræðu um bók- menntir? — Þáð vona ég ekki. en það væri gaman að upplilfa minni umræður og meiri bókmenntir. — Eða eigum viö þá að láta þær bókmenntir eiga sig sem ekki geta vakið umræðu? ■ — Við skulum láta þá um- ræöu eiga sig sero ekki getur vakið af sér bókmenntir. - J.H. VK!R Sm; — Finnst yður, að fvrir- tæki ættu, að gefa starts fólki sínu frí á sólardög- uf sem þessum? Jóhanna Bárðardóttir, at- vinnulaus: — Nei, það finnst mér ekki. Fólk getur bara notað matartímann sinn til sóldýrk- unar. Erla Einarsdóttir, afgreiöslu- stúlka: — Nei, ég tel það hrein- asta óþarfa, að vera að gefa fólki frí, þó aö það sé sól. _______ssóh; banká-' starfmaður: — Ég sé ekkert at- hugavert við þaö. Fólki veitir svo sannarlega ekki af því að njóta sólarinnar þegar færi gefst. Þórir Konráðsson, bakari: — Nei við höfum engan veginn efni á slíku. Ég sjálfur er alltaf búinn í vinnunni klukkan 2 á daginn og er sólskin er, eyði ég tveim tímum í labb ef ég hef tíma til þess. Ingunn Hauksdóttir, skrif- stofustúlka: — Þessir blessaðir sólskinsdagar okkar eru það fáir að mér finnst það ekki nema sjálfsagt. aö gefa vinnandi fólkj frí á þeim dögum. Guðný Björgvinsdóttir, starfs- stúlka á Landssímanum: — Ég er mjög hlynnt fríi á sólskins- dögum, já. IJUiOi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.